Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 37 Lærdómsöld og galdratíð BOKMENNTIR B ó k m c n n t a s a g a BÓKMENNTIR Á LÆRDÓMSÖLD Eftir Óskar Halldórsson. Hið islenska bókmenntafélag - 96 bls. Verð 2.500 kr. HEFÐINNI samkvæmt er lær- dómsöld látin taka hér til tímabilsins 1550-1770. Ritið er forprent úr Sögu íslands og kom fyrst út í fjöl- riti 1977. Höfundur tekur fyrir allar helstu bókmenntagreinar tímabilsins og ræðir ítarlega um siðaskiptin sem látin eru marka upphaf þess. Nefnir höfundur það menningarbyltingu og er það að vonum því orðið var þá títt notað vegna sögulegra atburða sem gerst höfðu í Kína austur skömmu áður. Satt er það, siðaskiptin höfðu hér víðtækar breytingar í för með sér. Hvort rétt sé að kalla það bylting? Ætli það sé ekki fullsterkt að orði kveðið? Enda kemur á daginn að ein- ungis sumt breyttist, annað stóð í stað. Oskar fer ítarlega ofan í rímna- kveðskapinn. Hann hófst tveimur öldum fyrir siðaskipti og átti eftir að lifa nokkra áratugi eftir að lær- dómsöld lauk og tók litlum breyting- um. Þannig höfðu siðaskiptin sáralít- il áhrif á rímnahefðina. Óskar lýsir einkennum rímnanna og drepur einn- ig á hlutverk þeirra. Hann sýnir fram á hvemig skáldin tóku smámsaman að læra hvert af öðru. Þar með hafi þau að sama skapi fjarlægst upp- sprettuna sjálfa, það er að segja eddufræðin. Heitin og kenningarnar hafi brenglast, formið hafi lítt getað endumýjast, skáldunum hafi ekki gefist að víkka sjónhring sinn. En því aðeins voru rímur ortar hér öldum saman að þeirra var þörf. Guðbrand- ur biskup hugðist nýta sér rímna- hefðina fyrir kristilegan boðskap og fékk skáld til að yrkja Biblíurímur. En það gekk ekki sem skyldi. Rím- urnar voru sinnar tiðar skemmtiefni, fjölluðu um bardaga og ástir eins og reyndar afþreyingarbókmenntir allra tíma og lifðu einungis sem slíkar. Biblíurímurnar þóttu daufar þar sem enginn var í þeim bardaginn. Stórskáld tímabilsins urðu aldrei mörg. Hæst ber Hallgrím Pétursson og Stefán Ólafsson. Lærðra manna er þama að nokkru getið. Viðleitni Amgríms lærða að leiðrétta ranghug- myndir útlendinga um ísland er í minnum höfð. Latínurit hans eiga vissulega sinn stað í íslenskri bók- menntasögu. Höfum við löngum talið okkur trú um að Amgrími hafi tekist að breyta hugmyndum útlendinga um ísland. Sú trú var óskhyggju blandin. Hitt er víst að Arngrími tókst að vekja athygli norrænna lærdómsmanna á íslenskum fombókmenntum. Það verk hans hefur ef til vill ekki verið metið til fulls. Beiskasti ávöxtur aldarfarsins óx upp af galdratrúnni. Galdrarit séra Páls Bjömssonar er allra slíkra rita fræðilegast ef nota má svo merkilegt orð um jafnfáránlega speki. Þar eð þessi hálærði maður gat fært svo sterk og margvísleg rök sem raun bar vitni fyrir málstað sínum var síst að furða þótt aðrir tryðu. Píslarsaga séra Jóns Magnússonar á Eyri er þó kunnari og telst vera listaverk enda þótt tilefnið væri rangsnúið, vægast sagt. Þótt þessar Bókmenntir á lærdóms- öld séu ekki miklar að vöxtum gefur ritgerðin furðugott yfirlit yfir tímabil- ið. Auðvitað ber hún með sér að vera samin sem hluti miklu stærra rit- verks. Þjóðlífínu sjálfu, bakgrunni bók- menntanna, eru takmörkuð skil gerð. Það verk hefur verið öðrum ætlað. Höfundurinn, sem lést árið 1983, hefði vafalaust aukið við ritgerðina og hugs- anlega breytt henni eitthvað ef honum hefði enst aldur til að ganga frá henni fyrir sérstaka útgáfu. Erlendur Jónsson Nýjar bækur • FRA Ijósanna hásal er heitið á bók með jólasöngvum og -sálmum sem tónverkaút- gáfan ísalög gefur út. Bókin er ætluð blönduðum kórum og kirkjukórum, en nýtist öllum þeim sem ánægju hafa af jóla- söngvum og leika á hljóm- borðshljóðfæri. í bókinni eru 68 íslenskir og erlendir jóla- söngvar og -sálmar sem um áratuga skeið hafa verið sungnir hér á landi en fæstir komið á bók áður. Þar er að finna frumsamda söngva ýmissa höfunda frá mörgum löndum auk þjóðlaga þar sem ekkert er vitað um höfund lag- anna né útsetjara. Aldur lag- anna er frá 13. öld til okkar tíma. Fjöldi íslenskra ljóð- skálda hafa lagt til þýðingar eða frumsamda texta við lögin og á Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka þar flesta. Tónverkaútgáfan ísalög vann hókina að öllu leyti en prentsmiðjan Klói prentaði og Félagsbókhandið sá um bók- band. Hún kostarkr. 1.690 í gormabandi en kr. 2.116 í bók- arspjöldum. l^RAFMÆTTI T Miðbæ-s. 555 2000 Lméslog §m$t§ wwsllékfM§§ LEIKBÆR REVKJAVÍK & HArNARI IRBI llVÖRUVEi iANKINN Búsáhöld & Gjafavörur Fyrsti ilmurinn frá Van Cleef & Arpels, klassískur blómailmur þar sem glasið táknar demantseyrnalokk sem undirstrikar glæsileika ilmsins. Ilmur hins eilífa kvenleika er hlýr sígildur ilmur, en samt ferskur, djarfur og töfrandi. Van Cleef glasið táknar glæsilegan, fullkominn demant. Blanda af fínlegum ávaxtailm og seiðandi blómailm. Miss Arples er tákn hins unga og ferska, enda á glasið að líkja eftir óslípuðum demanti. Mjög hrífandi herrailmur og sívinsæll. Blanda af viðarilm og kryddi með ferskum angan af jurtailm. Ilmurinn er nefndurTSAR eins og rússnesku keisararnir. Van Cleef vv ArpeKs Líuvs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.