Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Óþolandi sam- keppni af hálfu ríkisins AÐ REKA einkafyrirtæki á sam- keppnismarkaði getur oft verið erf- itt. Menn þurfa að taka ýmsar ákvarðanir og oft mikla áhættu til *dð tryggja að fyrirtækið standist samkeppni og sé í fararbroddi á því sviði sem starfað er á. Þeir sem reynt hafa að reka fyrirtæki í harðri samkeppni þekkja þá baráttu og ábyrgð sem fylgir hverri einustu ákvörð- un og hversu miklum tíma þarf að verja til að fylgjast með sam- keppnisaðilum og nýj- um tækifærum. Harða samkeppni verður al- mennt að telja af hinu góða svo framarlega ,að enginn aðili á mark- aðnum njóti óeðlilegrar forgjafar. Það er því miður staðan þegar um er að ræða samkeppni einkaaðila við opinber fyrirtæki. Óeðlileg samkeppni Fyrirtæki og stofnanir í eigu rík- isins eru ijármagnaðar með skattfé landsmanna. Yfirleitt eru ekki gerð- ar arðsemiskröfur til slíkra fyrir- tækja og oft á tíðum hafa þau get- Með auknu erlendu samstarfí, segir Viktor B. Kjartansson, hafa ---------------------------- Islendingar verið neydd- ir til að breyta ýmsum reglum í fíjálsræðisátt. að gengið að fjármunum úr ríkis- sjóði gangi reksturinn illa. Til við- bótar þessu eru dæmi um ríkisfýrir- tæki sem búið hafa við einokunar- aðstöðu í áratugi og nýtt þann tíma vel til að undirbúa komandi sam- keppni. Þessi fyrirtæki fá þannig ómælda vöggugjöf frá ríkinu og breytir þá í sjálfu sér litlu þó að þau bæti hf. fyrir aftan nafn sitt. Nokkur dæmi Fyrirtæki í fjármálastarfsemi hafa lengi þurft að búa við sam- keppni við ríkisvaldið. Verðbréfa- fyrirtæki og bankar hafa þurft að keppa við banka sem hafa verið reknir af ríkinu í áratugi og oft með misjöfnum árangri. Póst- og símamálastofnunin hefur lengi átt í samkeppni við einka- aðila, einkum á sölu á ýmsum varningi tengdum símnotkun. Á þessu ári hefur Póst- ur og sími ákveðið að auka enn umsvif sín á samkeppnismarkaði og þá helst á sviði al- nets-tenginga og hraðpóstþjónustu. Er það með ólíkindum að fyrirtæki sem hefur búið við einokun í ára- tugi skuli án athuga- semda geta ruðst inná viðkvæman sam- keppnismarkað. Breyting fyrirtækisins í hlutafélag er til mik- illa bóta en þrátt fyrir breytt rekstrarform verður að gæta þess að fyrirtæki með yfirgnæfandi markaðsaðstöðu misnoti ekki yfir- burðaaðstöðu sína. Ríkisútvarpið keppir við einkarekna ljósvakam- iðla og nýtur forgjafar uppá 1.500 milljónir í öruggum tekjum frá skattgreiðendum í formi skylduá- skriftar. Ofaná þessar tekjur hefur stofnunin mikil umsvif á auglýs- ingamarkaði sem gerir það að verkum að rekstur lítiila útvarps- stöðva með auglýsingatekjum er verulega erfiður. Aðgerða er þörf Með auknu erlendu samstarfí hafa íslendingar verið neyddir til að breyta ýmsum reglum í frjáls- ræðisátt og er það vel. Það væri hinsvegar æskilegara að frum- kvæðið kæmi frá Alþingi íslendinga og þar væri lögð fram áætlum um að draga ríkisvaldið útúr hverskon- ar samkeppnisrekstri. Það er flest- um ljóst að til lengri tíma litið er nauðsynlegt að ríkið einbeiti sér að þeirri starfsemi sem almenn sátt ríkir um að sé best komin í höndum ríkisvaldsins en láti aðra þætti þjóð- lífsins í friði. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjðrdæmi. Viktor B. Kjartansson Glæsilegur samkvæmisfatnaður fyrir öll tækifæri. Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, ÍÍ565 6680. Opið frá ki. 9 - 18 og 10 - 14 á laugardögum. Rökþrot leiðara- höfundarins NÝSJÁLENSKA tilraunin svo- kallaða hefur sett svip á efna- hagsumræðu hér á landi eins og víða annars staðar. Tilraun þessi hófst árið 1984 undir stjórn Verkamannaflokksins (Labour Party) og var haldið áfram af stjórn íhaldsflokksins (National Party) þegar hann tók við í upp- hafi þessa áratugar. Tilraunin fólst m.a. í því að draga verulega úr ríkisumsvifum, einkavæða allt sem hægt var að einkavæða, þar með taldar heilbrigðisstofnanir, grafa undan verkalýðshreyfíng- unni og koma á einstaklings- bundnum samningum í stað samninga á félagslegum grunni. Nú virðist hins vegar komið bak- slag í tilraunina því sú ríkisstjórn sem mynduð var fyrir nokkrum dögum (National Party of New Zealand First) hefur lýst því sem forgangsverkefni að gera veru- legar endurbætur á heilbrigðis- og menntakerfi landsins, sem sé í molum eftir tilraunina. Ýmis önnur teikn eru á lofti um að tilraunin hafí mistekist, því hagvöxtur er á niðurleið og at- vinnuleysið á uppleið. Sjötta hver fjölskylda í landinu og þriðja hvert barn lifir undir fátæktarmörkum og bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist verulega. Fyrir rúmu ári heimsótti Ruth Richardson, fyrrum fjármálaráð- herra Nýja-Sjálands, ísland og hélt fyrirlestur á vegum íjármála- ráðherra. Hennar boðskapur til stjómvalda var hreinn og klár. Komið breytingum á hratt og hlustið ekki á gagnrýni því þjóðin veit ekki hvað henni er fyrir bestu. Þessi leið var reynd af ríkis- stjórninni fyrri hluta þessa árs en vegna andstöðu samtaka launaíólks tókst að koma í veg fyrir að áform ríkisstjómar- innar næðu fram að ganga án þess að gengið væri til móts við sjónarmið þeirra sem áformin vörðuðu mest. Sl. mánudag hélt dr. Jane Kelsey, laga- prófessor frá Háskól- anum í Auckland og höfundur tveggja bóka um nýsjá- lensku tilraunina, erindi á vegum Málstofu BSRB um afleiðingar nýfijálshyggjunnar á Nýja-Sjá- landi. Dr. Kelsey setti umræðuna í víðara samhengi en venja er af þeim sem einblína á hagtölur, og skoðaði afleiðingar breytinganna á ýmsa þætti samfélagsins, eins og t.d. á trú manna á lýðræðisleg vinnubrögð, sem hún sagði að breytingamar hefðu grafíð undan. Þjóðin væri hætt að trúa því að hún gæti haft nokkur áhrif á fram- þróunina. Morgunblaðið gerði þessari heimsókn ágæt skil, fyrst með því að birta fréttatilkynningu um er- indið og svo með ítarlegri frétt um fundinn og viðtali við dr. Kels- ey. Miðvikudaginn 18. nóvember birtist svo leiðarastúfur í Morgun- blaðinu þar sem reynt er að gera dr. Jane Kelsey tortryggilega með því að fullyrða að hún beijist ekki með rök- um og væna hana um „að grípa til gamal- dags samsæriskenn- inga í stíl afdankaðra marxista“. Leiðarahöfundur fellir þennan dóm yfír dr. Kelsey vegna svars hennar við spurningu blaða- manns Morgunblaðs- ins um hvers vegna „umbætur Nýsjálend- inga nytu alþjóðlegr- ar viðurkenningar ýmissa virtra stofn- ana og fjölmiðla". í svari sínu benti dr. Kelsey á að ráðamenn veldu af kostgæfni hvað þeir vildu að birt væri er- lendis og reyndu að fegra mynd- ina eftir föngum en slíkt gæti leitt fólk á villigötur ef það vildi mynda sér skoðun á afleiðingum breytinganna. Einnig benti hún á að The Economist væri hlutdrægt í þessum efnum og leitaði sér upplýsinga hjá ákveðnum mönn- um sem tækju undir álit stjórn- valda. Hún neitaði því hins vegar að um þetta væri samsæri, heldur væru þetta vinnuaðferðir þeirra sem hafa áhrif á efnahagsumræð- una. Þetta eru varla ný sannindi fyr- ir þá sem fylgst hafa með efna- hagsumræðunni hér á landi og hvernig ástandið birtist t.d. í skýrslum OECD. Þær skýslur eru að lang- mestu leyti byggðar á upplýsingum frá starfsfólki stjórn- Sigurður Á. Friðþjófsson Fýla í Framsókn GREIN mín í Morg- unblaðinu í síðustu viku hefur farið fyrir bijóstið á nokkrum sanntrúuðum fram- sóknarmönnum og hafa sumir þeirra ver- ið í hálfgerðri fylu síð- an. Þessi fyla kemur glöggt fram í grein Magnúsar Stefáns- sonar alþingismanns í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag, þar sem hann hefur allt á hom- um sér vegna þess sem ég sagði um flokksþing Framsókn- ar og afstöðuleysi þess til sjávarútvegsmála. Við lestur á grein Magnúsar riljað- ist upp fyrir mér gamalt og gott máltæki: „Sannleikanum verður hver sárreiðastur". Dagsetning leiðrétt Magnús segir að frumvarp okk- ar Guðmundar Hallvarðssonar um róttækar breytingar á framsali aflaheimilda hafí verið lagt fram á Alþingi daginn eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ekki fæ ég nú séð að það skipti höfuðmáli hvaða dag frv. var lagt fram, en vilji Magnús hafa það er sannara reynist þá var þetta frumvarp lagt fram á Alþingi lO.apríl. Það komst hins vegar ekki á dagskrá vor- þingsins vegna anna og var endur- flutt í haust. Fjarvera Framsóknar Magnús getur þess til dæmis um hve lítinn stuðning frumvarpið hafi meðal flokks- bræðra okkar Guð- mundar að sjávarút- vegsráðherra hafí verið fjarverandi þeg- ar við mæltum fyrir því á Alþingi. Þetta er nú heldur ósmekk- leg athugasemd því það kom skýrt fram hjá forseta Alþingis að sjávarútvegsráð- herra væri veikur þennan dag. Forseti bauð okkur að fresta 1. umræðu um málið af þeim sökum, en þar sem við sáum fram á að málið kæmist þá varla á dagskrá fyrir jól ákváðum við að ljúka 1. umræðu svo frum- varpið kæmist til sjávarútvegs- nefndar þingsins fyrir þinghlé. Fyrst Magnús kýs að ræða hveijir voru fjarverandi þegar 1. umræða fór fram þá hefði hann mátt geta þess að enginn þing- maður Framsóknarflokksins tók þátt í umræðu um þetta mál, sem flestir telja eitt höfuðvandamálið í íslenskum sjávarútvegi í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins tóku hins vegar þátt í umræðunni sem var málefnaleg og ágæt. Hvað vill Framsókn? Magnús reynir að gera tillögu- flutning okkar tortryggilegan vegna hugsanlegs skorts á stuðn- ingi við málið og spyr hvort ég sé í sirkusleik. Það er nú svo að mér finnst Það er bjargföst sann- færing mín, segir Guð- jón Guðmundsson, að kvótaverslunin sé komin úr böndunum. að alþingismenn eigi að fylgja sannfæringu sinni. Það er bjarg- föst sannfæring mín að kvóta- verslunin sé komin úr böndunum og að það sé rangt að einhver hópur landsmanna geti haft óveiddan fiskinn í sjónum að verslunarvöru. Þess vegna flyt ég þetta frumvarp ásamt Guðmundi Hallvarðssyni. Við vitum að það eru skiptar skoðanir um sjávarút- vegsmálin í öllum flokkum og vilj- um láta á það reyna hvort meiri- hlutafylgi sé við það á Alþingi að stöðva kvótabraskið. Væntanlega kemur þá í ljós hver afstaða Framsóknar er. Ekki kom hún fram á flokksþinginu, ekki kom hún fram við 1. umræðu á Alþingi og ekki kemur hún fram í grein Magnúsar Stefánssonar þar sem ekki er minnst einu orði á efni málsins - kvótabraskið - heldur þremur dálkum eytt í nöld- ur út í mig. Ég vona svo að Magnús taki gleði sína á ný, eigi friðsæl jól og komi hress til þingstarfa á næsta ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturiandi. Guðjón Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.