Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -ý Schiesser® Bómullar- náttföt Bömullar- náttkjólar * * SOLRUN EINARSDOTTIR + Sólrún Einars- dóttir fæddist á Hvalnesi í Lóni, A- Skaftafellssýslu 26. ág’úst 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar Sól- rúnar voru Einar Eiríksson, f. 10.6. 1883, d. 3.1. 1973, bóndi á Hvalnesi í Lóni, síðar kaup- maður á Höfn, og Guðrún Þórðar- dóttir, f. 14.9. 1884, d. 9.7. 1926. Systkini Sólrúnar: stúlka, f. 19.10. 1911, d. 25.10. 1911, Eiríkur, f. 1.3. 1913, d. 11.3. 1913, Guðbjörg, f. 9.7. 1914, Þorbjörg, f. 16.5. 1916, Eiríkur, f. 28.4. 1919, d. 21.10. 1994, og Sigurður, f. 23.6.1925. Eiginmaður Sólrúnar var Kristján Gústafsson frá Djúpa- vogi, f. 12.5.1921, d. 27.4.1980. Börn þeirra eru 1) Einar Guð- jón, f. 2.6.1953, útgerðarmaður á Höfn, kona hans er Guðrún Snorradóttir, börn þeirra eru Sólrún, Snorri, Guðrún og Ey- dís. 2) Gústaf Valdimar, f. 20.7. 1955, vinnur við umönnun og er búsettur í Reykjavík, og 3) Jónína Maria, f. 24.8. 1957, húsmóðir í Reykjavík, hennar maður er Þormar Ragnarsson, börn þeirra eru Kristján Valdimar og Lísi- bet. Sólrún vann hin ýmsu störf um ævina. Á ung- dómsárum sínum vann hún á vertíð- um jafnt í landi sem kokkur á síldarbát- um og á togara, við fatasaum, kvöt- vinnslu sem og á hótelum. Sólrún kynntist Kristjáni Gústafssyni árið 1952. Bjuggu þau fyrstu búskaparárin í Reykjavík, fluttu siðan til Hafn- ar í Hornafirði þar sem Kristján var skipstjóri í mörg ár og mik- ill athafnamaður í útgerð og vinnslu sjávarafurða. Á þeim árum var stórt heimili undir umsjá Sólrúnar. Eftir andlát Kristjáns fluttist Sólrún til Reykjavíkur og bjó sér heimili í Skipasundinu i nálægð við son sinn Gústaf. Sólrún verður kvödd frá Áskirkju í Reykjavík í dag, föstudaginn 20. desem- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður kl. 13.30 frá Hafnarkirkju, Höfn, Horna- firði, laugardaginn 21. desem- ber. Elsku Rúna okkar, nú kveðjum við þig með söknuði og sorg í hjarta. Stutt er síðan við fögnuðum 75 ára afmælinu með þér. Eins og þinn var siður var veislan þín hlaðin dýrindis kræsingum svo lá við að borð svignuðu. Aldrei vantaði heimabakaða flatbrauðið sem alltaf var jafn ómissandi, enda það mest ekta sem völ var á. Óraði engan fyrir að þetta yrðu okkar síðustu fagnaðarstundir í Skipasundinu með þér. í litla rauða húsinu sem þú varst búin að láta endurbæta svo mikið eftir að þú fluttir hingað suður. Húsið sem smám saman fékk EINARINGI FRIÐRIKSSON + Einar Ingi Frið- riksson var fæddur í Reykjavík 28. febrúar 1951. Hann lést af slys- förum 7. desember síðastliðinn. For- eldrar Einars eru Málfríður Ólafs- dóttir og Friðrik L. Guðjónsson. Einar giftist Steinunni Gylfa- dóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Hermann Ingi, Kar- en Osp og Steinar Smári. Útför Einars Inga fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ekki datt okkur í hug áhöfninni á M/S Silkeborg, er við sigldum inn í höfnina í Livorno á Italíu að kvöldi laugardags hins 7.desember, að eft- ir nokkra klukkutíma yrði einn af okkur brottkvaddur af þessari jörð. Við vorum búnir að vera saman tvö þjóðarbrot í rúma fjóra mánuði, sex Islendingar og níu Filippseyingar og höfðum siglt víða og komið við á mörgum höfnum og menn voru farnir að þekkja hver annan mjög vel. Ég er hér að minn- ast Einars Inga Frið- rikssonar, háseta, sem lést af slysförum þann 7. desember síðastlið- inn um borð í M/S Silkeborg, sem áður hét M/S Laxfoss. Einar var dagfars- prúður maður en var nokkur einfari, lagði ekki margt til í umræð- um, frekar hlustaði og lét þögnina tala. Hin stuttu kynni mín af Einari voru góð, hann var rólegur og hafði góð áhrif á alla um borð. Sérstak- lega lagði hann sig fram, umfram okkur hina íslendingana, að kynn- ast Filippseyingunum, sem voru langt í burtu frá sinni heimabyggð og í allt öðrum heimshluta. Oft sást hann á tali við þá og spjölluðu þeir um alla heima og geima. Við geymum mynd hans i hjarta okkar og minnumst hans sem góðs drengs. Guð veri með honum. Við hér um borð viljum flytja okkar innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstandanda Einars heima á íslandi og sérstaklega til aldraðr- ar móður hans og barna. Skipstjóri og skipshöfn M/S Silkeborg. Guðmundur Kr. Kristjánsson. svo mikla sál. Þú hafðir gaman af því að fólk kíkti inn í kaffi. Alltaf fylgdi ríkulegt meðlæti og hæfileg- ur skammtur af hlátrasköllum. Maður fékk oft að heyra að of oft væri aldrei of oft í heimsókn til þín komið. Allir voru velkomnir hvenær sem var. Því hjá þér var tími, hlýja og húsrúm. Énda ávallt gott að sækja þig heim. Þú varst kjarna- kona. Stórorð á stundum, stutt í léttleikann, með munninn á réttum stað en hjartað var það svo sannar- lega líka. Heimilið bar þess glöggt merki að trúin átti stóran sess í þínu lífí. Oft varð þér tíðrætt um Betlehemferðina sem þú fórst með honum Kristjáni þínum. Kemur það óneitanlega í hugann er þú kveður á þessum tima. Hugurinn leitar til æskuslóða, Hafnar í Homafírði. Kynni sem eru óijúfanleg minningu afa okkar, því hjá þér dvaldi hann sín síðustu ár. Litlu frænkur þínar sem spásseruðu um á Höfn í öllum fallegu kjólunum sem þú saumaðir. Yndislegir blóma- kjólar og glitrandi fínir jólakjólar svo okkur leið eins og litlum prins- essum. Öll þessi meistarastykki hafa verið vel varðveitt fyrir næstu kynslóð því svo fallegir og sígildir eru kjólarnir. Enda engar venjuleg- ar töfrahendur sem sköpuðu slíkar gersemar eins og töfrasprota væri veifað. Á fullorðinsámm nutum við síðar góðs af hæfileikum þínum, elsku Rúna frænka, bæði í tilsögn með saumaskap og greiðvikni að sauma fyrir okkur. Ekkert of var stórt né of lítilvægt fyrir þig. Ekki er hægt að komast hjá því að minn- ast á útsaumsverkin er urðu til undir saumavélinni þinni. Hin hrein- ustu listaverk. Ein síðustu orð þín til okkar voru: „Lífíð er lærdómur." Þú vissir að tilveran er ferðalag og okkar að nema. Þú gafst okkur mikið, fyrir það emm við þakklátar. Minningin um þig lifír með okkur. Elsku Mæja, Gústaf, Einar og ykkar fjöl- skyldur, okkar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Oddný, Hildur, Eva, Erna og Anna. Elsku amma okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þins gleðisal. (V. Briem) Elsku amma, það var alltaf gott að koma til þín í Skipasundið og alltaf varst þú eitthvað að gera, annaðhvort á saumavélina þína, eða að baka jólaköku með fullt af rúsín- um eða besta flatbrauð í heimi. Ekki gmnaði okkur þegar þú fórst á spítalann, elsku amma, að þú kæmir aldrei heim aftur. En mikið fannst okkur gott að sjá hvað starfsfólkið á A-6 var hlýtt og nærgætið við þig, eins og þú talað- ir reyndar svo oft um. Við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Elsku amma, nú ert þú búin að hitta afa. Lísibet, Kristján og Guðný. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.