Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Skatan brátt í pottana MAGNÚS fískkaupmaður Sig- urðsson í Hafrúnu hefur haft I nógu snúast að undanförnu. Stöðugur straumur fólks hefur verið í búðina að kaupa Þorláks- messuskötuna enda verður æ vin- sælla að borða þetta fiskmeti þann dag. Meðalútsvarsálagning sveitarfélaganna tilkynnt í dag Fyrirséð að stað- greiðslan hækkar LJÓST verður í dag hvert innheimtu- hlutfall staðgreiðsluskatts verður á næsta ári, en skv. heimildum Morg- unblaðsins má gera ráð fyrir að það hækki frá þessu ári og verði allt að 41,99%. Þá munu persónuafsláttur, bamabætur, bamabótaauki, sjó- mannaafsláttur og vaxtabætur ekki hækka um áramótin í samræmi við verðlagshækkanir en fjármálaráð- herra segir að skattar verði lækkað- ir á næsta ári, einkum hjá bamafólki og öðrum sem jaðaráhrif skattkerfls- ins snerta helst. I tengslum við afgreiðslu fjáriaga næsta árs hefur komið fram á Al- þingi að ekki er fyrirhugað að hækka afsláttar- og bótaliði í skattkerfínu um áramót til samræmis við áætlun um verðbólgu á komandi ári. Lagt hefur verið til að hækka almanna- tryggingabætur um 2 prósentustig, en halda öðmm bótagreiðslum óbreyttum, þótt verðbólga sé nú 3-4%. Má gera ráð fyrir að hækkun skattleysismarka og allra bóta- greiðslnanna um 2% myndi kosta rík- issjóð 800-1.000 millj. kr. aukin út- gjöld. Friðrik Sophussón fjármálaráð- herra sagði á Alþingi í gær, að í fjár- lagafmmvarpinu væri gert ráð fyrir að skattar verði lækkaðir um íjárhæð sem nemur hækkun afsláttarliða vegna verðlagsbreytinga. Svokölluð jaðarskattanefnd mun að sögn Frið- Afsláttar- og bótaliðir í skatt- kerfi hækka ekki um áramótin riks skila áliti sínu í næsta mánuði og að því fengnu verði tekin ákvörð- unin um hver skattalækkunin yrði. Hann lagði áherslu á að sú skatta- lækkun þurfl fyrst og fremst að koma bamafólki og öðmm þeim sem verða mest fyrir jaðaráhrifum skattkerfís- ins til góða. Því sé algerlega óeðli- legt að breyta nú afsláttarliðunum. Ögmundur Jónasson Alþýðu- bandalagi sagði að fyrirhuguð fryst- ing persónuafsláttar, barnabóta og bamabótaauka þýddi í raun skerð- ingu á ráðstöfunartekjum hjá al- mennu launafólki, sérstaklega bamafólki. Með þessu væri ríkissjóð- ur að seilast ofan í vasana hjá al- menningi um 800 milljónir króna, og af svömm ráðherra væri að skilja að síðan ætti að semja um þetta sem ríkisstjómin væri að taka af launa- fólki. Útsvar tilkynnt í dag Lokafrestur sveitarfélaga til að tilkynna ákvörðun útsvars rennur út fyrir hádegi í dag og kemur þá í Ijós hver staðgreiðsluskattsprósentan verður á næsta ári. Samkvæmt upp- lýsingum úr fjármálaráðuneytinu þykir ljóst að staðgreiðsluhlutfallið hækkar í heild þar sem fleiri sveitar- félög en áður muni leggja á hámarks- útsvar. Sveitarfélög hafa nokkurt svig- rúm í innheimtu á útsvari og þurfa að tilkynna fjármálaráðuneytinu í desember um ákvarðanir sínar. Reiknað er út vegið meðaltal útsvar- anna og það hlutfall er innheimt í staðgreiðsluskatti. íbúar sveitarfé- laga þurfa annað hvort að greiða mismuninn eða fá hann endur- greiddan við álagningu opinberra gjalda í júlílok. Fyrr á þessu ári var útsvarið hækkað en tekjuskattur iækkaður á móti vegna flutnings gmnnskólanna til sveitarfélaga. Eftir það kom í ljós að kostnaður sveitarfélaganna við að standa skil á lífeyrisskuldbinding- um verður meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir og var útsvarspró- sentan því hækkuð aftur með lögum nú í desember og tekjuskatturinn lækkaður til að auka tekjur sveitarfé- laganna. Á þessu ári er tekjuskattur 33,15%, lágmarksútsvar 8,4% og hámarksútsvar 9,2%. Meðalútsvar er 8,79% þannig að staðgreiðsluhlutfall- ið er 41,96%. Á næsta ári verður tekjuskattur 30,41%, lágmarksút- svar 11,1% og hámarksútsvar 11,99%. Iðnaðarráðherra bíður eftir svörum frá Bimi Fríðfinnssyni Ekki formlegar reglur um geymslu embætta NETAVEIÐIMENN frá Hvítárvöllum vitja um netin. Þessi veiði- skapur heyrir nú sögunni til, í bili a.m.k. Hvítámetin á þuiru næstu tvö árin FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist eiga von á athugasemdum frá Bimi Frið- flnnssyni, sem verið hefur í leyfí frá störfum í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, fyrir 23. desmenber nk. Hann vill að öðm öðm leyti ekki tjá sig um þær óskir sem hann hefur sett fram í bréfí til Bjöms um störf hans í ráðuneytinu. Bjöm fékk leyfi frá störfum ráðu- neytisstjóra í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu 1993 til að gegna stöcfum hjá Eftirlitsstofnun EFTA í þijú ár. Finnur Ingólfsson sendi honum bréf 9. desember sl. þar sem honum em boðin önnur störf í ráðu- neytinu. Bjöm sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að ráð- herra ætti ekki í viðræðum við sig um þetta mál. Hann hefði eingöngu sent sér þetta eina bréf. „Ég hef staðið í þeirri trú að það væm í gangi viðræður á milli ráðu- neytisins og Bjöms, sem m.a. byggjast á bréfi sem ég sendi hon- um. Hann hefur frest til þess að gera athugasemdir við það sem kemur fram í bréfinu til 23. desem- ber. Ég vonast til að fá þær með bréfi fyrir þann tíma. Það eru þær viðræður sem ég tel að séu í gangi. Að öðm leyti vil ég ekki ræða þetta mál í fjölmiðlum," sagði Finnur. Ekki formlegar reglur Birgir Guðjónsson, deildarstjóri starfsmannaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, sagði að engar reglur væm til um geymslu starfa hér á landi. Það væri á valdi þess sem stýrði stofnun eða ráðuneyti hvort starfsmanni væri veitt tímabundið leyfl frá störfum. „Það er hins veg- ar til í samstarfssamningi Norður- landa grein þar sem segir að sæki menn um störf á vegum norræns samstarfs eigi ríkisstarfsmenn rétt á leyfí í tvö ár. Yfirleitt hefur þetta leyfí verið framlengt út ráðningar- tímann þótt hann hafi verið lengri. Ég veit ekki til þess að aðrar reglur séu í gildi um þessi mál,“ sagði Birgir. Bjöm Friðfinnsson var skipaður í starf ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu af forseta íslands með vísan til laga um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. Skipunin var ótímabundin. Stalaf Feita dvergnum BROTIST var inn á veitinga- staðinn Feita dverginn við Höfðabakka í fyrrinótt og þaðan stolið um 200 þúsund krónum. Spilakassi var brotinn upp og náði þjófurinn um 150 þúsund krónum úr honum, auk 40-50 þúsund króna úr afgreiðslukassa. Þá fór þjófurinn inn í Eika- borgara í sama húsi, en þar var engu stolið. VEIÐIRÉTTAREIGENDUR neta- jarða við Hvítá í Borgarfirði og veiði- réttareigendur við bergvatnsár þær sem til Hvítár falla hafa náð sam- komulagi til tveggja ára um upptöku neta úr jökulvatninu. Samningurinn er afrakstur 14 mánaða þreifinga og um tíma var útlit fyrir að sam- komulag næðist ekki. Bergvatnshópurinn greiðir neta- mönnum 12 milljónir króna hvort ár sem samningurinn er í gildi og er það á líkum nótum og samið hef- ur verið um síðustu árin. Uppsagn- arákvæði er í samningnum eftir fyrra árið. Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi fór fyrir netamönnum og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verið erfíð fæðing. „Lengst af var vilji fyrir því að reyna að semja til lengri tíma, 5-6 ára, en það sýndi sig að það var erfitt og menn þurfa einfaldlega lengri tíma til að ná end- um saman. Það tók okkur 14 mán- uði að ná því samkomulagi sem nú hefur verið undirritað og meta má árangurinn á þann veg að menn hafl náð sér í svigrúm til að vinna betur að langtímafyrirkomulagi," sagði Óðinn. Hærri upphæð greidd fyrir Norðurá Óðinn sagði enn fremur að neta- menn hefðu staðið frammi fyrir „mikilli lækkunarkröfu" á þeirra hendur. Einnig voru mikilar umræð- ur innan bergvatnshópsins um inn- byrðisskiptingu greiðslunnar. Það helsta sem út úr því kom var að Veiðifélag Norðurár greiðir nú hærri upphæð en áður og Veiðifélag Þver- ár og Kjarrár lægri. Tölur þar að lútandi fengust þó ekki uppgefnar. „Ég held að ég megi segja að menn eru yfírleitt þokkalega sáttir við niðurstöðuna, menn mættust á sanngjarnan hátt á miðri leið. En það mátti ekki seinna vera, það var kominn alger eindagi á lausn máls- ins,“ bætti Óðinn við. O/j/ð í dag 10-22 KRINGMN Jrá morgni til kvölcls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.