Morgunblaðið - 20.12.1996, Page 4

Morgunblaðið - 20.12.1996, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Skatan brátt í pottana MAGNÚS fískkaupmaður Sig- urðsson í Hafrúnu hefur haft I nógu snúast að undanförnu. Stöðugur straumur fólks hefur verið í búðina að kaupa Þorláks- messuskötuna enda verður æ vin- sælla að borða þetta fiskmeti þann dag. Meðalútsvarsálagning sveitarfélaganna tilkynnt í dag Fyrirséð að stað- greiðslan hækkar LJÓST verður í dag hvert innheimtu- hlutfall staðgreiðsluskatts verður á næsta ári, en skv. heimildum Morg- unblaðsins má gera ráð fyrir að það hækki frá þessu ári og verði allt að 41,99%. Þá munu persónuafsláttur, bamabætur, bamabótaauki, sjó- mannaafsláttur og vaxtabætur ekki hækka um áramótin í samræmi við verðlagshækkanir en fjármálaráð- herra segir að skattar verði lækkað- ir á næsta ári, einkum hjá bamafólki og öðrum sem jaðaráhrif skattkerfls- ins snerta helst. I tengslum við afgreiðslu fjáriaga næsta árs hefur komið fram á Al- þingi að ekki er fyrirhugað að hækka afsláttar- og bótaliði í skattkerfínu um áramót til samræmis við áætlun um verðbólgu á komandi ári. Lagt hefur verið til að hækka almanna- tryggingabætur um 2 prósentustig, en halda öðmm bótagreiðslum óbreyttum, þótt verðbólga sé nú 3-4%. Má gera ráð fyrir að hækkun skattleysismarka og allra bóta- greiðslnanna um 2% myndi kosta rík- issjóð 800-1.000 millj. kr. aukin út- gjöld. Friðrik Sophussón fjármálaráð- herra sagði á Alþingi í gær, að í fjár- lagafmmvarpinu væri gert ráð fyrir að skattar verði lækkaðir um íjárhæð sem nemur hækkun afsláttarliða vegna verðlagsbreytinga. Svokölluð jaðarskattanefnd mun að sögn Frið- Afsláttar- og bótaliðir í skatt- kerfi hækka ekki um áramótin riks skila áliti sínu í næsta mánuði og að því fengnu verði tekin ákvörð- unin um hver skattalækkunin yrði. Hann lagði áherslu á að sú skatta- lækkun þurfl fyrst og fremst að koma bamafólki og öðmm þeim sem verða mest fyrir jaðaráhrifum skattkerfís- ins til góða. Því sé algerlega óeðli- legt að breyta nú afsláttarliðunum. Ögmundur Jónasson Alþýðu- bandalagi sagði að fyrirhuguð fryst- ing persónuafsláttar, barnabóta og bamabótaauka þýddi í raun skerð- ingu á ráðstöfunartekjum hjá al- mennu launafólki, sérstaklega bamafólki. Með þessu væri ríkissjóð- ur að seilast ofan í vasana hjá al- menningi um 800 milljónir króna, og af svömm ráðherra væri að skilja að síðan ætti að semja um þetta sem ríkisstjómin væri að taka af launa- fólki. Útsvar tilkynnt í dag Lokafrestur sveitarfélaga til að tilkynna ákvörðun útsvars rennur út fyrir hádegi í dag og kemur þá í Ijós hver staðgreiðsluskattsprósentan verður á næsta ári. Samkvæmt upp- lýsingum úr fjármálaráðuneytinu þykir ljóst að staðgreiðsluhlutfallið hækkar í heild þar sem fleiri sveitar- félög en áður muni leggja á hámarks- útsvar. Sveitarfélög hafa nokkurt svig- rúm í innheimtu á útsvari og þurfa að tilkynna fjármálaráðuneytinu í desember um ákvarðanir sínar. Reiknað er út vegið meðaltal útsvar- anna og það hlutfall er innheimt í staðgreiðsluskatti. íbúar sveitarfé- laga þurfa annað hvort að greiða mismuninn eða fá hann endur- greiddan við álagningu opinberra gjalda í júlílok. Fyrr á þessu ári var útsvarið hækkað en tekjuskattur iækkaður á móti vegna flutnings gmnnskólanna til sveitarfélaga. Eftir það kom í ljós að kostnaður sveitarfélaganna við að standa skil á lífeyrisskuldbinding- um verður meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir og var útsvarspró- sentan því hækkuð aftur með lögum nú í desember og tekjuskatturinn lækkaður til að auka tekjur sveitarfé- laganna. Á þessu ári er tekjuskattur 33,15%, lágmarksútsvar 8,4% og hámarksútsvar 9,2%. Meðalútsvar er 8,79% þannig að staðgreiðsluhlutfall- ið er 41,96%. Á næsta ári verður tekjuskattur 30,41%, lágmarksút- svar 11,1% og hámarksútsvar 11,99%. Iðnaðarráðherra bíður eftir svörum frá Bimi Fríðfinnssyni Ekki formlegar reglur um geymslu embætta NETAVEIÐIMENN frá Hvítárvöllum vitja um netin. Þessi veiði- skapur heyrir nú sögunni til, í bili a.m.k. Hvítámetin á þuiru næstu tvö árin FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist eiga von á athugasemdum frá Bimi Frið- flnnssyni, sem verið hefur í leyfí frá störfum í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, fyrir 23. desmenber nk. Hann vill að öðm öðm leyti ekki tjá sig um þær óskir sem hann hefur sett fram í bréfí til Bjöms um störf hans í ráðuneytinu. Bjöm fékk leyfi frá störfum ráðu- neytisstjóra í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu 1993 til að gegna stöcfum hjá Eftirlitsstofnun EFTA í þijú ár. Finnur Ingólfsson sendi honum bréf 9. desember sl. þar sem honum em boðin önnur störf í ráðu- neytinu. Bjöm sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að ráð- herra ætti ekki í viðræðum við sig um þetta mál. Hann hefði eingöngu sent sér þetta eina bréf. „Ég hef staðið í þeirri trú að það væm í gangi viðræður á milli ráðu- neytisins og Bjöms, sem m.a. byggjast á bréfi sem ég sendi hon- um. Hann hefur frest til þess að gera athugasemdir við það sem kemur fram í bréfinu til 23. desem- ber. Ég vonast til að fá þær með bréfi fyrir þann tíma. Það eru þær viðræður sem ég tel að séu í gangi. Að öðm leyti vil ég ekki ræða þetta mál í fjölmiðlum," sagði Finnur. Ekki formlegar reglur Birgir Guðjónsson, deildarstjóri starfsmannaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, sagði að engar reglur væm til um geymslu starfa hér á landi. Það væri á valdi þess sem stýrði stofnun eða ráðuneyti hvort starfsmanni væri veitt tímabundið leyfl frá störfum. „Það er hins veg- ar til í samstarfssamningi Norður- landa grein þar sem segir að sæki menn um störf á vegum norræns samstarfs eigi ríkisstarfsmenn rétt á leyfí í tvö ár. Yfirleitt hefur þetta leyfí verið framlengt út ráðningar- tímann þótt hann hafi verið lengri. Ég veit ekki til þess að aðrar reglur séu í gildi um þessi mál,“ sagði Birgir. Bjöm Friðfinnsson var skipaður í starf ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu af forseta íslands með vísan til laga um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. Skipunin var ótímabundin. Stalaf Feita dvergnum BROTIST var inn á veitinga- staðinn Feita dverginn við Höfðabakka í fyrrinótt og þaðan stolið um 200 þúsund krónum. Spilakassi var brotinn upp og náði þjófurinn um 150 þúsund krónum úr honum, auk 40-50 þúsund króna úr afgreiðslukassa. Þá fór þjófurinn inn í Eika- borgara í sama húsi, en þar var engu stolið. VEIÐIRÉTTAREIGENDUR neta- jarða við Hvítá í Borgarfirði og veiði- réttareigendur við bergvatnsár þær sem til Hvítár falla hafa náð sam- komulagi til tveggja ára um upptöku neta úr jökulvatninu. Samningurinn er afrakstur 14 mánaða þreifinga og um tíma var útlit fyrir að sam- komulag næðist ekki. Bergvatnshópurinn greiðir neta- mönnum 12 milljónir króna hvort ár sem samningurinn er í gildi og er það á líkum nótum og samið hef- ur verið um síðustu árin. Uppsagn- arákvæði er í samningnum eftir fyrra árið. Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi fór fyrir netamönnum og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verið erfíð fæðing. „Lengst af var vilji fyrir því að reyna að semja til lengri tíma, 5-6 ára, en það sýndi sig að það var erfitt og menn þurfa einfaldlega lengri tíma til að ná end- um saman. Það tók okkur 14 mán- uði að ná því samkomulagi sem nú hefur verið undirritað og meta má árangurinn á þann veg að menn hafl náð sér í svigrúm til að vinna betur að langtímafyrirkomulagi," sagði Óðinn. Hærri upphæð greidd fyrir Norðurá Óðinn sagði enn fremur að neta- menn hefðu staðið frammi fyrir „mikilli lækkunarkröfu" á þeirra hendur. Einnig voru mikilar umræð- ur innan bergvatnshópsins um inn- byrðisskiptingu greiðslunnar. Það helsta sem út úr því kom var að Veiðifélag Norðurár greiðir nú hærri upphæð en áður og Veiðifélag Þver- ár og Kjarrár lægri. Tölur þar að lútandi fengust þó ekki uppgefnar. „Ég held að ég megi segja að menn eru yfírleitt þokkalega sáttir við niðurstöðuna, menn mættust á sanngjarnan hátt á miðri leið. En það mátti ekki seinna vera, það var kominn alger eindagi á lausn máls- ins,“ bætti Óðinn við. O/j/ð í dag 10-22 KRINGMN Jrá morgni til kvölcls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.