Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ** Ávaxta- og * grænmetispressa *^KEN WOOD* J Kaffikanna 10 bolla^ •.* * % **KENWOODÍ* VKENWOOD> Hárblásari I *KENWOOD*£ ■%!* Rafmagnshnífur 4*sí *T + w JKENWOOD * Rafmagnspanna EJ-ECT1 2JLI eKsisagBBEssa: rrjy&‘w » * # m- *3r- Nauð- lending í Fíladelfíu BOEING-737 vél bandaríska flugfélagsins United Airlines varð að nauðlenda á alþjóða- flugvellinum í Ffladelfíu vegna bilunar í þiýstivökvakerfi vél- arinnar sem kom í ljós þegar hún hóf sig á loft frá flugvell- inum í Chicago. Engan sakaði við nauðlendinguna. Þingforseti vændur um spillingu RITA Sussmuth, forseti þýska þingsins, er einn af vinsælustu stjórnmálamönn- um Þýskalands samkvæmt skoðanakönnunum og hafa fáar konur náð jafn langt í stjórnmálum þar í landi, en nú er ferill hennar sagður í hættu vegna ásakana, sem slegið hefur verið upp í dag- blaðinu Biid um að hún hafí notað flugvélar í eigu ríkisins til að heimsækja dóttur sína í Sviss. Samkvæmt fréttum Bild hefur Sussmuth farið 13 ferðir til Zurich í einkaerind- um á kostnað þýskra skatt- borgara á undanfömum tveimur árum. Hún tilheyrir fijálsynda armi kristilegra demókrata, flokks Helmuts Kohls kanslara. Kom mörg- um á óvart þegar hann gerði hana að heilbrigðisráðherra árið 1985. Eiginmaður Bhutto verði látinn laus DÓMSTÓLL í Pakistan fyrir- skipaði á miðvikudag að Asif Ali Zardari, eiginmaður Benazir Bhutto, yrði látinn laus úr haldi. Bhutto var vikið úr embætti forsætisráðherra 5. nóvember sakir meintrar spillingar og skömmu síðar var maður hennar hnepptur í varðhald. Hann hafði ekki verið látinn laus síðdegis í gær. Litur lyfja skiptir máli LITUR og heiti lyfja skipta miklu um það hvort fólk telur að þau muni hafa tilætluð áhrif, samkvæmt hollenskri rannsókn. Rauðar, gular og appelsínugular pillur hafa örvandi áhrif en bláar og grænar róandi. Þá láta marg- ir blekkjast af nöfnum lyija sem gefa t.d. til kynna góðan nætursvefn. I > > i > ' í I Reuter Tékklensk jólakrás KARPI er jólamaturinn víða í Tomas Tittelbach, sex ára sinni á fallegan fisk á markaði Austur-Evrópu og best þykir gamall drengur í Prag í Tékk- í borginni. að geta valið hann lifandi. landi, er hér að benda mömmu Æ fleiri hjálparstofnanir sækja inn á svið Rauða krossins Starfsfólk í hættu vegna þverrandi sérstöðu? | RAUÐI krossinn nýtur ekki sömu einstæðu stöðunnar í stríði og átökum og áður, vegna þess að æ fleiri hjálparstofnanir hafa farið inn á svið samtakanna. Þetta er mat framkvæmdastjóra danska Rauða krossins, Jorgens Poulsen, sem telur að þverrandi virðing fyr- ir starfi Rauða krossins hafi kostað sex starfsmenn hans lífið í Tsjetsjníju. „A síðustu árum hefur ótrúlegur fjöldi hjálparsamtaka komið fram á sjónarsviðið. Þau hafa reynt að feta í fótspor Rauða krossins með þeim árangri að hlutverk hans og annarra renna saman í eitt. M.a. þess vegna neyðumst við til að viðurkenna að ekki er sama virðing borin fyrir Rauða krossinum og einstæðu hlutverki hans í hjálp- arstarfi og áður,“ segir Poulsen í samtali við Berlingske Tidende. Þar er ekki síst um að kenna auknu starfi ýmissa stofnana Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) en það hefur orðið til þess að ýta sendifulltrúum Rauða krossins framar í víglínuna. „Það að neyðarhjálp skuli æ oftar vera boðin fram af vopnuðum mönnum með pólitískt umboð, hef- ur orðið til þess að alþjóðlegt hjálp- arstarf er ekki litið jafn jákvæðum augum og áður. Sameinuðu þjóð- imar fóru inn á ranga braut í lýð- veldum gömlu Júgóslavíu, sem varð til þess að tákn SÞ, sem var í upphafi skothelt vesti, varð á endanum skotmark. Ég tel hættu á því að Rauði krossinn kunni að lenda á sömu braut.“ Lars Udsholt, sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð í þróunarað- stoð í Kaupmannahöfn, tekur undir sjónarmið Poulsens. Segir hann að stöðu Rauða krossins sem hlut- lausra samtaka sé ógnað og að ekki sé sama virðing borin fyrir honum og áður. „Umræður um borgarastyijaldir og erlenda íhlutun era mun pólitískari en áður. Þá hélt umheimurinn sig jafnan til hlés en nú hafa þjóðir heims afskipti af átökum með hjálparstarfi. Það hefur orðið til þess að hlutverk Rauða krossins er ekki lengur ein- stætt. Jafnvel þótt Rauði krossinn geti vísað til umboðs síns sam- Reuter kvæmt alþjóðasamningum, eiga stríðandi fylkingar oft erfitt með að greina á milli erlendra stofnana og þeirra hagsmuna sem þær kunna að þjóna,“ segir Udsholt. Vill afturhvarf Framkvæmdastjóri danska j Rauða krossins kveðst vona að morðin á sendifulltrúunum verði til þess að staða hlutlausra hjálp- arsamtaka verði tryggð. „Við verð- um að tryggja stöðu Rauða kross- ins sem einu tryggingarinnar í átökum - snúa aftur til hinnar uppranalegu hugmyndar að Rauða krossinum." Móðir Ter- J esaheimaf 1 sjúkrahúsi Kalkútta. Reuter. MÓÐIR Teresa fór af sjúkrahúsi í Kalkútta á Indlandi í gær og voruþáliðnarþijár vikurfráþvi j hún gekkst undir þriðja hjarta- uppskurðinn á fimm árum. Hélt hún strax á fund samstarfsmanna | sinna og trúboðssystra, sem fögn- uðu henni með dansi og söng. Móðir Teresa gekk ein og óstudd út úr sjúkrahúsinu og heilsaði fólkinu, sem beið fyrir utan, að indverskum sið með greipar spenntar og hélt síðan Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hcesta gceðaflokki og prýöa pau nú mörg hundruð íslensk heimili. 10 ára ábyrgð t* Eldtraust **■ 10 stærðir, 90-370 cm »• Þarfekki að vökva t*. Stálfótur fylgir t*- íslenskar leiðbeiningar Ekkert barr að ryksuga * Traustur söluaðili t*- Truflar ekki stofublómin Skynsamleg fjárfesting strax til aðalstöðva trúðboðs- og hjálparstofnunarinnar, sem hún hefur rekið um áratugaskeið. Hringdu systurnar kirkjuklukk- um þegar hún var borin inn í * húsið og tóku á móti henni með lófaklappi, söng og dansi. Innri styrkur Læknar Móður Teresu segjast dást að dugnaði hennar og segja, að hún hafi verið við dauðans dyr fjórum sinnum á þremur vikum en alltaf náð sér á strik. Það sé ekki ónýtt af 86 ára gamalli konu, j sem hafi veikt hjarta, nýru og lungu. Augljóst sé hins vegar, að hún búi yfir miklum innri styrk. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.