Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Lára St. Júlíus- dóttir fæddist í Hábæ í Keflavík 2. janúar 1916. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 11. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Sverrína Sveins- dóttir frá Gjáhús- um í Grindavík, f. 2. desember 1882, d. 21. nóvember 1963, og Júlíus Björnsson frá Hafnarfirði, f. 25. júlí 1852, d. 5. september 1928. Lára átti fjóra hálfbræður samfeðra þá: Þorfinn, f. 29. mars 1884, d. 8. ágúst, 1931, Hannes, f. 29. ágúst 1885, d. 3. maí 1967, Kristján, f. 25. október 1889, d. 25. maí 1986, og Guðjón, f. 17. október 1899, d. 25.júní 1968. Hábæjarsystkinin voru Elentínus, f. 2. október 1905, d. 13. janúar 1977, Georg, f. 25. júní 1907, d. 30. október 1977, Ástríður Sveinbjörg, f. 10. júlí 1910, d. 10. janúar í dag er kvödd frá Keflavíkur- kirkju frú Lára Stefanía Júlíus- dóttir en hún lést 11. desember síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Lára fæddist í Keflavík og bjó þar alla starf- sævi sína og var í þeim hópi sem byggði upp bæinn sinn á kreppu- árunum og naut þess að sjá Kefla- vík blómstra þegar útgerð og fisk- vinnsla festust í sessi. Á fyrstu tugum aldarinnar var Keflavík lítið sjávarpláss þar sem íbúarnir áttu lífsviðurværi sitt undir sjó- sókn og sjávarfangi. Flestir stunduðu þurrabúskap því hijóst- ugt landið bauð hvorki upp á ræktun né skepnuhald svo að nokkru næmi. I kvosinni milli Hólmbergs og Vatnsness stóð kjarni plássins og kúrðu lág húsin á melunum upp af fjörunni í átt til heiðarinnar. Við Melgötuna stóðu Melbæirnir þétt saman og bar hver sitt heiti. Efst á melnum stóð lágt og lítið hús sem hét Hábær, eflaust dregið nafn sitt af staðsetningUj en hvorki af loft- hæð né stærð. I þessu húsi fædd- ist Lára og ólst upp ásamt sex systkinum hjá foreldrum sínum, Júlíusi og Sigríði Sverrínu, en Lára var næstyngst barna þeirra. Foreldrar hennar unnu hörðum höndum til að sjá sér og sínum farborða, en kapp var lagt á að vera sjálfum sér nægur, innræta börnunum virðingu fyrir lífinu, hjálpsemi við náungann, heiðar- leika og vinnusemi. Lára var á barnsaldri þegar hún missti föður sinn. Sigríður veitti börnum sín- um það veganesti sem reyndist t þeim jillum kjölfesta i lífinu, en það var trúin á Guð og trúin á mátt og frið bænarinnar. Minn- ingu föðursystur minnar á ég skuld að gjalda, þess vegna minn- ist ég þessarar starfsömu, hljóð- látu og einstöku konu sem lifði án fyrirgangs, gerði öðrum gott án þess að krefjast nokkurs sér til handa og miðlaði af sínu, oft á tíðum umfram efni. Upp í huga minn koma frásagnir frænku minnar frá æsku þeirra systkina, hversu lífið var einfalt, öruggt og j ástríkt undir handaijaðri Sigríð- ar. Oft talaði hún um nágranna- konurnar á Melnum, Árnu í Hann- esarbæ, Guðrúnu í Holti og fleiri góðar konur og dáðist að því hvernig þessar kjarkmiklu konur studdu hver aðra í lífsbaráttunni og héldu utan um barnahópana sína. Meðan karlar þeirra sóttu * sjóinn gengu þær á reit, vöskuðu 1990, Sverrir, f. 12. október 1912, d. 30. apríl 1990, María Dóróthea, f. 24. janúar 1915, búsett í Keflavík og Einar, f. 29. nóvember 1918, d. 23. mars 1981. Eftirlifandi eig- inmaður Láru er Erlendur Helgi Jónsson, fyrrver- andi verksljóri og bifreiðastjóri, f. 16. júlí 1908 á Melum á Kjalarnesi. Þau gengu í hjónaband 15. júni 1935. Foreldar Helga voru hjónin Jón Jónsson bóndi á Hnausi í Árnessýslu og Sigríður Andesdóttir. Lára vann auk heimilisstarfa við fiskverkun fyrr á árum og síðar við ýmis þjónustustörf. Hún var einn af stofnendum Kvenfélags Kefla- víkur og Systrafélags Keflavík- urkirkju og vann hún mikið í þágu þessara félaga. Utför Láru verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. fisk, þjónustuðu heima við og héldu öllu til haga. Hábæjarsystk- inin voru samhent og fóru snemma að vinna. Þau tóku þátt i fábrotnu félagslífi í plássinu, misjafnlega þó, þau eldri félags- lynd og eðliskát en yngri börnin hlédræg og dul. Mikið ástríki var milli Láru og Einars yngsta bróð- ur hennar, enda lík í skaphöfn og tiltektum. Lára var skaprík og stolt kona, snyrtimenni mikið og þótti gaman að klæða sig uppá. Hún var grannvaxin, í meðallagi há, svip- mikil og bar sig vel áður en sjúk- dómar settu mark sitt á líkamlegt atgervi hennar hin síðari ár. Ung fór Lára að vinna og leggjatil heimilis, á unglingsárum var hún í vist og vann við hús- hjálp, en síðar meir við fiskverk- un. í Keflavík lágu fiskar „ofan á steinum", stakkstæðin voru þétt röðuð fiski á góðviðrisdögum og mikil þörf var á duglegu verka- fólki. Lára lét ekki sitt eftir liggja, harðdugleg og var bæði hraðvirk og vandvirk. Sagt var að hún og Ásta Kristjánsdóttir í Holti væru þær kröftugustu í vaskinu, og að kveldi voru hárin í vaskburstum þeirra uppurin. Lára giftist ung Helga Jóns- syni, ættuðum frá Melum á Kjal- arnesi. Helgi er einkar vandaður og grandvar maður til orðs og æðis og með þeim hjónum ríkti ávallt jafnræði. Láru og Helga varð ekki barna auðið, en vorið 1945 tóku þau í fóstur bróður- dóttur Láru, Sigríði Elentínus- dóttur, vegna veikinda móður hennar. í tvö ár nutu þau sam- vista og litu þau á telpuna sem dóttur sína, og milli þeirra ríkti gagnkvæmt traust og ástúð alla tíð. Árið 1947, sama árið og Margrét móðir Sigríðar dó, veikt- ist Lára hastarlega af lömunar- veiki. I hönd fóru erfið ár, tími mikilla veikinda og þrauta. Telpan fór til föðurömmu sinnar og Láru var ólýsanleg eftirsjá að Sigríði lit.lu. Lára lamaðist mikið og næstu tíu árin liðu ár baráttu og mikillar þrautseigju, „sjúkdóms- árin mín“ eins og Lára kallaði þau gjarnan. Hún dvaldist löngum á spítala St. Jósefssystra í Hafnar- firði og naut þar frábærrar að- hlynningar systranna og annars starfsfólks, en lengst dvaldist hún á heimili sínu í Keflavík. Þætti Helga í umönnun og bata Láru verður ekki með orðum lýst. Lára eignaðist vináttu systranna í Hafnarfirði og var sú vinátta henni einstaklega dýrmæt. Trúar- líf hennar dýpkaði, og öðlaðist hún slíkan þrótt og styrk í veik- indum sínum, að fátt gat skýrt það nema sterk trú og einlægar bænir. Að sögn þeirra sem hjá stóðu var það kraftaverk að hún skyldi komast til þeirrar heilsu sem hún síðar naut, þrátt fyrir allt. Lára öðlaðist það mikið þrek að hún fór að starfa utan heim- ilis og vann ýmis þjónustustörf allt til sjötugs. Henni fannst hún aldrei geta fullþakkað þeim sem önnuðust hana þessi ár. í fjölda ára komu árlega fimm til sex systur úr Hafnarfirði til Láru suð- ur með sjó til að fylgjast með framförum hennar og rækta vin- áttu við hana og voru þessar heimsóknir eftirminnilegar okkur sem upplifðu þær. Mér er í barns- minni þegar hún var að sýna mér framfarir í hreyfingum sem ég skynjaði ekki þá eða skildi, og sterk er minningin þar sem hún situr og æfir hægri höndina við að skrifa vers upp úr Passíu- sálmunum. Á þeim stundum kenndi hún mér mörg af uppá- haldsversum sínum. Þegar aldur færðist yfir þau hjón fór Sigurður Sverrir, sonur Sigríðar, að sækja til þeirra, fá að gista og dveljast hjá þeim. Þau tóku slíku ástfóstri við drenginn að hann kom þeim í fóstursonar stað, og bundust þau sterkum ástúðarböndum. í hönd fóru góð ár, hún naut heilsunnar og ávallt var Lára frænka með hugann við að veita öðrum og létta byrðar samferðamanna sinna. Fyrir nokkrum árum fór að bera á lömunum, sem er eftirein- kenni lömunarveikinnar. Hún tók því með sama umburðarlyndi og rósemi og fyrrum. Nú var tekist á við skertan styrk með þrotlaus- um æfingum. Smátt og smátt veiklaðist hjarta hennar, þrekið minnkaði og svo var komið að hún þurfti meiri aðhlynningu en Helgi gat veitt henni með aðstoð heima- hjúkrunar. Á næstu dögum gengur jólahá- tíðin í garð og þá munu hljóma orð úr jólaguðspjallinu, orð sem minna okkur á aðstæður margra sjúkra og gamalla í samfélagi okkar „ . . . af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu." Þessi ritningargrein kemur ósjálfrátt upp í hugann, þegar ég hugsa til þess að ekki eru nægileg hjúkrun- arrými fyrir alla þá gömlu og sjúku sem okkur ber að annast. Sumum hjúkrunardeildum er meira að segja lokað. Láru lang- aði ósköp mikið til að fá að dvelja á heimaslóðum í Keflavík, en þar sem fá hjúkrunarrúm eru á Sjúkrahúsi Suðurnesjabúa hlaut hún að fara til Grindavíkur þar sem hjúkrunarheimili Suðurnesja er. Á æskuslóðum móður sinnar, þar sem þung úthafsaldan brotnar við grýtta ströndina, dvaldi Lára síðustu árin og naut framúrskar- andi aðhlynningar góðs fólks, fyr- ir það þakka Helgi, Sigurður Sverrir og Sigríður. Lára hlakkaði til síðustu fararinnar, hún beið með rósemi, var sátt við Guð og menn. Rétt fyrir andlát sitt, sem bar brátt að, þakkaði hún stúlkun- um sem sátu við banabeð hennar fyrir að sitja hjá sér. Með virðingu kveð ég uppáhaldsfrænku mína, þakka henni fyrirbænir og allt sem hún gaf mér og öðrum systk- inabörnum sínum og börnum okk- ar, búsettum hér á landi og er- lendis. Það er við hæfi að kveðja Láru með orðum hins vísa höfund- ar Sólarljóða: Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró og hinum likn er lifa. Blessuð sé minning hennar. Svanhildur Elentínusdóttir. + Helga Steins- dóttir frá Neðra-Ási í Hjaltadal fæddist 13. febrúar 1916. Hún lést 11. desem- ber síðastliðinn í Víðihlíð, Grinda- vík. Foreldrar hennar voru Steinn Stefánsson, f. 30. nóv. 1882, d. 9. maí 1954, bóndi og kennari, ættaður úr Fljótum, og Soffía Jónsdóttir, f. 10. sept. 1887, d. 13. febrúar 1969, ættuð úr Svarfaðardal. Systkini hennar: Bergþóra, f. 1912, d. 1994, bjó í Reykjavík; Anna Sigríður, f. 1913, d. 1989, bjó í Garðinum; Soffía, f. 1913, d. 1996, bjó í Reykjavík; Svanhildur, f. 1917, fyrrv. skólastjóri og bóndi í Hún Helga á Sólbakka er dáin. Hún kvaddi þennan heim södd líf- daga, en eins og ætíð sátt við Guð og menn. Horfin er af sjónarsvið- inu kona sem gæti hafa eignað sér þetta erindi ljóðskáldsins: í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna, hver yrði menning manna ef menntun brysti snót. Helga var sú fjórða í aldursröð systkinanna frá Neðra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði. Helga stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og Húsmæðraskólan- um á Laugalandi. Hún vann síðan ýmis störf meðal annars á Siglu- firði og í Reykjavík, þar til árið 1944 að hún réðst sem ráðskona til Gísla Sighvatssonar, útgerðar- manns í Garðinum. Gísli var þá ekkjumaður og hættur útgerð, en stundaði ýmis viðskipti. Framan af voru þau með smábúskap en hann lagðist af. Eftir það stund- aði Helga vinnu við fiskverkun uns þau fluttust til Keflavíkur. Gísli dó 1981 en Helga bjó í Kefla- vík þar til fyrr á þessu ári að hún fór til dvalar á öldrunarheimilinu í Grindavík. Helga var móðursystir mín og fljótlega eftir að hún fluttist að Sólbakka fór ég að venja komur mínar þangað og hélt því áfram allt til fullorðins ára. Hún hafði lag á því að umgangast börn og unglinga á þann hátt að við vildum allt fyrir hana gera. Hún frænka mín var dagfarsprúð kona, lítillát og hjartahlý. Áldrei heyrði ég hana mæla styggðaryrði um nokk- urn mann. Yrði einhverjum á í messunni átti hún ætíð til ein- hveijar bætandi athugasemdir og útskýringar til þess að sýna fram á að ekki væru nú málin eins al- varleg og virtist við fyrstu sýn. Ég minnist bréfs sem hún sendi mér einhvers staðar úti í heimi og hún endaði á þennan hátt: „Og það er alltaf sama sagan með mig, allir eru mér góðir og ekkert nema sólskin, hvert sem litið er.“ Seinna frétti ég að hún var nýstað- in upp úr veikindum og beinbroti þegar hún sendi mér bréfið, en á það var ekki minnst. Sólbakki var menningarheimili. Þau voru bæði hjónin ljóðelsk og lásu margt og þá gjarnan upphátt hvort fyrir annað. Oft voru flutt ljóð sem þeim þóttu eiga við mál- efni og atburði líðandi stundar og var með ólíkindum hve margt þau kunnu. Efni ljóðs eða bókarkafla gat verið þeim óþijótandi um- ræðuefni og voru þessar umræður ómetanleg hvatning ungum hlust- endum að meta bókmenntaarf þessarar þjóðar. Þau hjón verða alltaf í mínum huga oddvitar þess hugtaks, sem á hátíðarstundum er kallað íslensk alþýðumenning. Neðra-Ási; Björn, f. 1921, d. 1980, bjó í Innri-Njarðvík; og Kári, f. 1921, býr á Sauðárkróki. Helga ólst upp með foreldrum og systkinum í Neðra- Ási. Helga giftist Gísla Sighvatssyni, útvegsbónda, f. 1889, d. 1981. Þau bjuggu á Sólbakka í Garði og síðar í Smáratúni 17 í Keflavík. Sonur þeirra er Hörður Gislason, f. 1948, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur, f. 1949. Börn þeirra eru: Helga, f. 1970, og Gunnar, f. 1977. Utför Helgu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kæra frænka mín, við María kveðjum þig með virðingu og þakklæti. Hófsemi og lítillæti voru þér eiginleg og því ber að stilla í hóf þessari kveðju okkar. Steinar Berg Björnsson. Elsku amma. Okkur systkinin langar til að minnast þín með fáeinum orðum. Nú hefur þú hlotið hvíldina góðu og ert farin frá okkur yfir í sælu- ríkið. Þú varst sérstök amma, guðrækin og hjartagóð með tak- markalaust umburðarlyndi. Alltaf var notalegt að koma í litla húsið á Smáratúni og þiggja bakkeisi og hlýjar andlegar strokur. Þegar við vorum lítil fengum við stund- um að gista hjá þér og var það alltaf tilhlökkunarefni því sjaldan var stjanað eins við okkur og þá. Alltaf varstu seinust í háttinn en þó komin á fætur á undan okkur, tilbúin með morgunmat í rúmið á bakka. Oftar en ekki var búið að skola úr fötum og biðu þau okkar á hlýjum ofninum. Hjá þér voru morgnarnir sérstakar stundir, fáir voru jafn samviskusamir að gera morgunæfingarnar sem gerðar voru eftir kúnstarinnar reglum og eiga rætur sínar að rekja til jóga. Það er alveg ábyggilegt að þú varst á undan þinni samtíð hvað varðar heilsusamlegt líferni og var mataræðið á heimilinu valið með kostgæfni. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á flestum hlutum, til að mynda færði nútíminn okkur ýms- ar nýjungar sem voru með öllu óþarfar. Við minnumst þess að frekar tókst þú á þig langan krók um götur Keflavíkur en að þurfa að glíma við nýjustu gangbrautar- ljósin. Þannig gátum við oft hleg- ið saman að ýmsu skemmtilegu í lífinu. Sjaldan höfum við vitað svo sterkan lífsstíl sem þú lifðir. Ein- kenndist hann af nægjusemi, nýtni og göfugum hugsunum um að virða náttúruna. Af þessu hafð- ir þú unun. Víst er að þú slóst okkur, unga fólkinu, við í að fylgjast með fjöl- miðlum og alltaf varstu áhugasöm um hvað var að gerast úti í þess- um stóra heimi þó að þú hefðir aldrei stigið fæti á erlenda grund. Víðlesin varstu og fróð og ófáar eru þær vísurnar og kvæðin sem þú kunnir og fús vildir kenna okk- ur. Og þú sagðir okkur oft sögur. Gott var að eiga með þér stund- ir, því lundarfarið einkenndist af léttleika og jákvæðni. Alltaf ríkti ró og friður í kringum þig og því var það kærkomin hvíld fyrir okk- ur að koma til þín. Guð veri með þér, elsku amma, og við óskum þess af öllu hjarta að þér líði vel þar sem þú ert nú. Helga og Gunnar. LÁRA STEFANÍA JÚLÍUSDÓTTIR HELGA STEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.