Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ JÓLAMYND 1996 foblN WÍLLÍAMSLi FRUMSÝNING: JÓLAMYND 1996 HANN 'V ELDIST FJÓRUM SINNUM HRADAR EN VENJULECT FÓLK.. Komdu og sjáðu Robin Williams fara á kostum H sem stærsti 6. bekkingur í heimi. Ótrúlegt grín og gaman í frábærri mynd fyrir alla fjöl- skylduna. Aðalhlutverk: Robin Williams, Diane Lane og Bill Cosby. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. HANN ER LANÚ- STÆRSTUR í BEKKNUM. Dragonheart er frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna um baráttu góðs og ills. Spenna, grín og tæknibrellur. Dragonheart er ekta jólamyncL Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára GOSI £ Talsett á íslensku. Leikstjórn: Ágúst Guðmundsson. FRUMSÝND ANNAN í JÓLUM Einnig sýnd í Nýja Bíói Keflavík HAMSUN 0/, Mynd um rithöfundinn Knut Hamsun. Max Von Sydow Ghita Nörby FRUMSÝND ANNAN í JÓLUM Nýársmyndin: SLEEPERS ^52 Brad Pitt, Robert Deniro, Dustin Hoffman, Jason Patric og Kevin Bacon. FRUMSÝND 1. JANÚAR. KLIKKAÐI PROFESSORINN DREKAHJARTA Dennis Quaid STJORNUFANGARINN Stjörnufangarinn er frábær ítölsk kvikmynd eftir Óskarsverð- launaleikstjórann Giuseppe Tornatore (Cinema Paradiso). Þetta er mynd sem hvarvetna hefur hlotið frábæra dóma Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. BRIMBROT ★ ★★ÁSBylgjan ★★★ ÁÞ Dagsljós „Brimbrot er ómissandi" ★★★’/2 GB DV „Heldur manni hugföngnum" ★ ★★1/2SVMBL HASKOLABIO - GOTT BIO . r—r HASKOLABIO SÍMI552 2140 Háskólabíó HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Vatn og brauð í forrétt NÁNAST eintóm brauðmylsna fellur nú - eins og um síðustu helgi - af yfirdekkuðum jólahlaðborðum sjón- varpsstöðvanna. Enn er ekki vitað hvort ijúpur, hamborgarhryggir og kalkúnar leynast undir dúknum. Nokkrar vonir eru þó bundnar við hangiket og laufabrauð og að malt og appelsín leysi að minnsta kosti vatnið af. Þangað til verður að narta í forrétti eins og:______________ Föstudagur Sjónvarpið ►22.55 Velska sjón- .varpsmyndin Branwen (1995) erfor- vitnilegen mérókunn: Stormasöm sambúð hjóna í stormasömu landi - Norður-írlandi. Leikstjóri er Ceri Sherlock. Stöð2 ►13.00 og ►0.40Hinauð- ugu Harthjón, leikin af Robert Wagn- er og Stefanie Powers, voru heimilis- vinir sjónvarpsáhorfenda fyrir all- mörgum árum í sakamálasyrpunni Hart To Hart. Þetta tilþrifalitla létt- meti er nú endurvakið eins og svo margt annað af því taginu í Hart á móti hörðu (Hart To Hart Returns, 1993), undir stjórn gamalreynds leik- stjóra, Peters Hunt. Engar umsagnir liggja fyrir. Stöð 2 ^21.05 Bókaútgefandi einn kemst að því að nýja kærastan hans er í rauninni norn í gamanmyndinni Töfrar (Bell, BookAnd Candle, 1958). Úrvalsleikararnir James Stewart, Kim Novak, Jack Lemmon, Ernie Kovacs og ekki síst Hermione Gingold gera -sitt besta - og það er reyndar býsna gott - í dálítið stirðri og sviðsbund- inni mynd Richards Quine. ★ ★ Vt Stöð 2 ^23 .00 Úrvalsleikarar af annarri kynslóð eru til staðar í Ná- grannaerjum (NextDoor, 1994), - James Woods og Randy Quaid í hlut- verkum granna sem eru fjarri því að vera góðir. Ég hef ekki séð þessa blöndu af glensi og þjóðfélagshroll- vekju, Maltin segir hana fremur bragðvonda, en Martin og Potter gefa þó ★ ★ ★ (af fimm). Leikstjóri er Tony Bill. Stöð 3 ► 21.05 - Sjá umíjöllun í ramma. Stöð 3 ►22.35 Tveggja hluta sjón- varpsmynd - seinni hlutinn Sýndur annað kvöld - byggð á bók rithöfund- arins James A. Michener um tildrögin að stofnun 28. fylkis Bandaríkjanna, Texas (JamesÁ. Michener's Texas, 1994), er sögð barmafull af rómantík, pólitík og hasar. En þótt hún hafí kostað 12 milljónir dollara og skarti ágætum leikhópi er hún bara söguleg sápuópera, segja Martin og Potter og gefa ★ ★ Vi. Leikstjóri er Richard Lang. Stöð 3 ►0 .05 Uns morð oss að- skilur (TillMurder Do UsPart, 1992) er ein af þessum sannsögulegu amer- ísku sakamálamyndum, gerðum fyrir sjónvarp, um ástarsamband sem leiðir til morðs. Meredith Baxter fer vel með hlutverk eiginkonu sem tryllist þegar maðurinn fer frá henni til annarrar konu. Miðlungsafþreying. ★ ★ Sýn ►21.00 Bandaríski leikstjórinn Dick Richards þótti hinn efnilegasti við upphaf áttunda áratugarins fyrir Farewell My Lovely eftir einkaspæj- arasögu Raymonds Chandlers og vestrann Nautgripir hf. (The Culpepper Cattle Co., 1972), þroska- sögu ungs pilts sem dreymir um að verða kúreki þegar hann er orðinn stór. Richards hefur að mestu horfið en þessi fína mynd stendur fyrir sínu, full af litríkum karakterum, leiknum af Luke Askew, Bo Hopkins og Ge- offrey Lewis m.a., auk Garys Grimes í hlutverki piltsins. ★ ★ ★ Sýn ►22.30 Annar og nýrri vestri sem skoðar kúrekalífið í óhefðbundnu ljósi er Littla Jo (The Ballad Of Little Jo, 1994), eins konar jafnréttisvestri um unga konu sem fer í gervi karl- manns til að öðlast jafna stöðu. Suzy Amis er glúrin í titilhlutverkinu og sá gamli góði Bo Hopkins er einnig til staðar á ný. Maggie Greenwald leik- stjóri slær nokkrar frískar keilur með þessari mynd. ★ ★ Vi Laugardagur Sjónvarpið ^21.45 Hormónatröllið Arnold Schwartzenegger reynir mest á heilasellumar í fyrsta leikstjórnar- verkefni sínu - Jól í sviðsljósi (Christmas In Connecticut, 1992). Þetta kvað vera sykursætur rómans, þar sem Dyan Cannon leikur sjón- varpskokk og Kris Kristofferson hversdagshetju sem fella hugi saman. Martin og Potter gefa ★ ★ (af fimm) og Maltin segir myndina í meðallagi. Sjónvarpsendurgerð samnefndrar myndarfrá 1945. Sjónvarpið ►23.25 Þriðji hluti vestrans Ný svaðilför (Return To Lonesome Dove, 1993), sem hófst um síðustu helgi. Stöð 2 ►21.20 Breska gamanmynd- in Jack og Sarah (Jack And Sarah, 1995) ertil skiptis heldur vemmileg og heldur skemmtileg lýsing á sam- bandi lögfræðingsuppa, sem syrgir látna eiginkonu og barnsmóður, við barnfóstruna sem kemur til liðs við hann. Richard E. Grant er slappur sem Jack en Samantha Mathis skárri sem Sarah. Áttavillt handrit. Leikstjóri Tim Sullivan. ★ ★ Stöð 2 ►23.15 Sjaldséður finnskur hrafn á dagskrá Stöðvar 2 er Bóhem- líf (La Vie De Boheme, 1992), þar sem enn frægasti leikari Finna, Matti heit- inn Pellonpaa, er einn af þremur utan- garðsmönnum í París. Og einn fræg- asti leikstjóri Finna, Aki Kaurismaki leikstýrir hér - því miður - einni til- gerðarlegustu og leiðinlegustu mynd sinni. ★l/2 Stöð 2 ► 1.00 Ágætir ungir leikarar - Josh Charles, Jason Gedrick, Steph- en Baldwin - fara vel með hlutverk vina frá Detroit í afdrifaríku hasss- mygli yfir landamæri Kanada í Yfir brúna (The Bridge, öðru nafni Cross- EVRÓPUSYN A AMERIKU Kryddlegin hjörtu I sérflokki þessa helgina er sýning Stöðvar 3 ► 21 .05 á Allt lagt undir (Atl- antic City, 1980), föstudagskvöldið, á bestu myndinni sem franski leikstjórinn Louis heitinn Malle gerði í Bandaríkjunum. Malle, sem í upphafi ferils síns var talinn til frönsku nýbylgjunnar og gerði fínar myndir af fjöl- breyttu tagi í heimalandi sínu á 6. og 7. áratugnum, var einn af fáum slíkum sem tókst að sameina listrænt gildi og alþýðu- hylli. Trúlega gerði hann sínar bestu mynd- ir á 8. áratugnum - Hvísl hjartans (1971), umdeilda mynd um ástir sonar og móður, og Lacombe, Lucien (1974), um samskipti Frakka við Þjóðveija í heimsstyijöldinni síð- ari - fyrir utan snilldarverkið Au Revoir, Les Enfants (1987). Fyrsta mynd hans í Bandaríkjunum var Pretty Baby (1978), falleg en fókuslaus lýsing á barnavændi. Atlantic City, hins vegar, er framúrskarandi næmleg athugun á manneskjum og mannfé- lagi á krossgötum í spilaborginni Atlantic City. Burt Lancaster Sýnir snilldarleik sem svindlari á síðasta snúning og Susan Sarandon er líka eftirminnileg sem ung kona með stóra drauma. Úrvalsmynd, spenn- andi og hjartnæm til skiptis. ★ ► ★ Vi LOUIS Malle við leiksljórn á Atl- antic City.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.