Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 0r0im1í»Wb'ið> STOFNAÐ 1913 292. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 0 Arangurslausar tilraunir til að fá gísla lausa í japanska sendiráðinu í Perú Varaðir við valdbeit- ingu í Lima Reuter NOKKRIR gíslanna í bústað japanska sendiherrans í Lima í Perú. Myndin er tekin inn um glugga úr mikilli fjarlægð. Lima. Reuter. SAMNINGAR hófust í gær við vinstrisinnaða skæruliða, sem haldið hafa tæplega 500 gíslum í bústað japanska sendiherrans í Lima, höf- uðborg Perú, frá því á þriðjudags- kvöld að staðartíma. Enginn árangur varð af tilraunum til að fá gíslana látna lausa enda megináhersla við- ræðnanna við skæruliða á að tryggja allan tímann greið aðföng vista, mat- væla og annarra nauðsynja. Fjórir gíslar voru látnir lausir í gærkvöldi, en talið var að þeim hafí verið sleppt svo þeir kæmust undir læknishendur þar sem þeir gengu hægt frá sendi- ráðinu og virtust dasaðir. Tveir skot- hvellir heyrðust frá lóð sendiráðsins seint í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar um atvikið lágu fyrir. Tveir fulltrúar Rauða krossins voru inn á lóðinni er það átti sér stað. Fujimori beiti sér Ríkisstjórnir víða um heim hvöttu perúsk yfirvöld til þess að forðast valdbeitingu gegn skæruliðum í lengstu lög. Bill Clinton Bandaríkja- forseti lýsti áhyggjum sínum vegna gíslanna en a.m.k. sex bandarískir stjórnarerindrekar eru taldir vera í hópnum. Sendi Bandaríkjastjórn sveit öryggisráðgjafa til Lima í gær til að vera bandaríska sendiherranum til aðstoðar í málinu. Þýska stjórnin hvatti Alberto Fuji- mori, forseta Perú, til þess að reyna að finna friðsamlega lausn sendiráðs- tökunnar og hafna í því sambandi ekki þeim möguleika að ræða við fulltrúa skæruliða. I gær höfðu skæruliðarnir ekki látið verða af ítrekuðum hótunum um að taka af lífi gísla yrði ekki orðið við kröfum þeirra um að láta lausa fangelsaða félaga þeirra í Tupac Amaru byltingarsamtökunum. Michel Minning, svissneskur full- trúi Rauða krossins, var útnefndur aðalsamningamaður í viðræðum við skæruliðana í gær. Hefur hann séð um að flytja drykkjarföng og mat- væli inn í sendiráðið síðustu daga. Auk hans mynduðu fjórir sendiherr- ar, sem látnir voru lausir í fyrradag, milligönguhóp sem ætlað er að halda opnum samskiptum milli sendiherra- bústaðarins og perúskra yfirvalda. Kanadíski sendiherrann, Anthony Vincent, dvaldi í hálftíma í bústaðn- um í gærmorgun ogtjáði blaðamönn- um eftir á að þar gætti mikillar still- ingar, bæði meðal skæruliða og gísla. Hermt var að gíslunum hefði verið stíað í sundur í bústaðnum og haldið í hópum í nokkrum her- bergjum þar sem uppreisnarmenn vopnaðir vélbyssum og hand- sprengjum gættu þeirra. ¦ Ástandið innandyra/22 Fylgst með veiðum úr geimnum Brussel. Reuter. SAMKOMULAG náðist á fundi sjávarútvegsráðherra ríkja Evrópusambandsins (ESB) í gær um að hefja gervi- hnattaeftirlit með fiskiskipum á miðju ári 1998 í þeim til- gangi að fylgjast með veiðum og koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Málið komst í höfn er ítalir létu af andstöðu við það, eftir að hafa fengið loforð um 300 milljóna ECU-styrk á þremur árum, jafnvirði 28 milljarða króna, til þess að auðvelda ít- ölskum sjómönnum að hætta sverðfiskveiðum í reknet á Miðjarðarhafi. Með afstöðubreytingu ítala dugar andstaða Dana, Spán- verja, Hollendinga og Svía gegn gervihnattaeftirlitinu ekki lengur til að koma í veg fyrir það. ¦ Sagður vera/24 Tyrkir og íranir trey sta viðskiptin Ankara. Reuter. AKBAR Hashemi Rafsanjani íransforseti kom í gær í fjögurra daga opinbera heimsókn til Tyrklands. Tilgangurinn er að auka og efla viðskipti landanna, sem vekur athygli þar sem Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjamanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO) en Bandaríkjamenn hafa reynt að einangra írana. Tekið var á móti Rafsanjani með viðhöfn á flug- vellinum í Ankara. Var honum heilsað með fallbyss- um og síðan kannaði hann heiðursvörð hermanna í fylgd Suleymans Demirels Tyrklandsforseta. Fullyrt er að heimsóknin sé bandarískum stjórn- völdum þyrnir í augum vegna NATO-aðildar Tyrkja en Bandaríkjamenn hafa reynt að einangra íran á þeirri forsendu, að hryðjuverkamenn hafi átt þar öruggt skjól og þegið mikla aðstoð. Gert er ráð fyrir að Necmettin Erbakan, forsætis- ráðherra Tyrklands, sem er múslimi, og Rafsanjani undirriti nokkra nýja viðskiptasamninga og stofni sameiginlegt verslunarráð. í heimsókn Erbakans til írans í ágúst sl. sömdu ríkin tvö um smíði rúmlega 1.100 km gasleiðslu frá Dogubeyazit í íran til Cey- han á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Reuter SULEYMAN Demirel Tyrklandsforseti tekur á móti Akbar Hashemi Rafsanjani íransforseta (t.v.) á fiugvellinum í Ankara í gær. Á undanförnum árum hefur það valdið erfiðleikum í sambúð grannríkjanna tveggja, að Tyrkir hafa haldið því fram, að kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafi notað Iran sem stökkpall til árása í suðausturhluta Tyrklands. Sviþjóð Halda fast við lokun orkuvera Stokkhólmi. Reuter. ÁGREININGUR sænsku stjórnarflokkanna um lokun kjarnorkuvera þykir ógna stöðu sænsku stjórnarinnar. í gær hafnaði Miðflokkurinn tillögu Anders Sundströms orkuráð- herra um að fresta lokun vera fram á næstu öld. Jafnaðarmannaflokkurinn hafði heitið lokun fyráta kjarn- orkuversins af 12 fyrir haustið 1998. Minnihlutastjórn flokks- ins nýtur þingmeirihluta með stuðningi þingmanna Mið- flokksins. Þeim er lokunin afar mikilvæg og veltur stuðningur flokksins við stjórnina á því hvernig málið fer. Sundström er undir miklum þrýstingi orkufrekra iðnfyrir- tækja um að loka ekki stöðv- unum fyrr en kjarnaofnar þeirra eru úr sér gengnir, eða um 2020-2025. Bresti samstarf jafnaðar- og miðflokksmanna yrði stjórnin að treysta á annan flokk til að tryggja sér þingmeirihluta. Páfi þiggur boð Arafats Rómaborg. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, sagði í gær, að Jóhann- es Páll páfi hefði þegið boð um að heimsækja fæðingarstað Jesú í Betlehem árið 2000. Arafat skýrði frá þessu eftir fund með páfa í Vatikaninu í gær en í tilkynningu, sem páfagarður gaf út um viðræður þeirra, var ekki minnst á heimsóknina eða heimboð Arafats. Þar sagði einungis, að leiðtog- arnir hefðu rætt um undirbúning hátíðahalda í Betlehem í tilefni tvðþúsundustu ártíðar Krists og upphafs þriðja árþúsunds kristn- innar. Arafat hefur sagt það draum sinn, að árið 2000 haldi páfi ásamt trúarleiðtogum gyðinga og imisl- ima sameiginlega bænastund í Jerúsalem og Betlehem. Páfi hefur sömuleiðis sagst hafa áhuga á að vera viðstaddur hátíðahöld í landinu helga sem ætlað er að marka upphaf þriðja árþúsunds kristninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.