Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Listamaður af guðs náð JÓHANN Helgason: Ein besta plata ársins. TONLIST Geisladiskur KEF Geislaplata með lögum eftir Jóhann Helgason og textum eftir Reg Meur- oss. Söngun Jóhann Helgason. Hljóð- færaleikarar: Pétur Hjaltested á hin ýmsu hljómborð. Tryggvi Hiibner á flestar gerðir gítara, auk Vilhjálms Guðjónssonar, Björns Thoroddsen og Jóhanns Helgasonar í einstökum lög- um. Gunnlaugur Briem trommur og slagverk. Jóhann Asmundsson bassi. Simon Kuran fiðla. Sigurður Flosa- son sópran saxófónn. Vilhjálmur Guðjónsson tenór og altsaxófónar. Jon týjell Seljeseth brass. Bakraddir: Jóhann Helgason, Magnús Sig- mundsson og Edda Borg Ólafsdóttir. Útsetningar: Jóhann Helgason og Pétur Hjaltested, auk aðstoðar Jon Kjell og Guðrúnar Einarsdóttur. Stjóm upptöku: Jóhann Helgason, Pétur Hjaltested og Guðrún Einars- dóttir. Hljóðblöndun: Gunnar Smári Helgason. Mastering: Baldur J. Baldursson. Höfundur gefur út. HEFÐI Jóhann Helgason alist upp einhvers staðar annars staðar en hér, i þessu fámenna landi á útkjálka hins byggilega heims, þykir mér líklegt að hann hefði orðið stórstjarna í poppheiminum, á borð við Phil Collins, Paul Sim- on, Billy Joel eða jafnvel Elton John. Hann hefur að minnsta kosti ekki verri söngrödd en þeir og mörg laga hans slaga hátt upp í það besta sem þessir ágætu heið- ursmenn, og fleiri stórstjörnur, hafa sent frá sér. Þetta hefur ver- ið skoðun mín um árabil og stoðir hennar hafa styrkst við hlustun á nýrri geislaplötu Jóhanns, KEF. Á þessari plötu er hver eðalperlan á fætur annarri og Jóhann syngur jafnvel betur en nokkru sinni fyrr. Ekkert laganna á þessari plötu er slæmt að mínu mati, þau eru bara mismunandi góð. Sem söngvari er Jóhann í sér- flokki. Rödd hans hefur til að bera þá mýkt og fyllingu sem gerir hana áheyrilegri en flestra ann- arra og þegar ofan á bætist afar fagmannleg beiting hennar er ekki að sökum að spyija, útkoman verður stórgóð. En Jóhann er lista- maður af guðs náð á fleiri sviðum en í söng. Tónsmíðar hans eru í hæsta gæðaflokki og er þá ekki aðeins miðað við íslensku höfða- töluregluna, heldur samanburð við „klassíska“ popptónlist erlendis. Þessi tónlist hefur þá eiginleika að vera tímalaus. KEF hefði verið sterk plata fyrir tíu árum. Hún er það í dag og tónlistin á henni verður jafngóð eftir tíu ár. Á þess- ari nýju plötu má finna mörg dæmi um slíkar „kl'assískar“ perl- ur og nefni ég sem dæmi lokalag- ið Be My Girl, sem að mínu mati er eitt besta popplag sem samið hefur verið hér á landi á seinni árum og þótt víðar væri leitað. Freistandi er að nefna fleiri lög þessu til stuðnings, svo sem Think it over, Please Don’t Go og Don’t Leave Me This Way, svo fá séu nefnd. Til gamans má geta þess að nýlega varð ég vitni að rökræðum um hvort eitt lagið af þessari plötu, Bid Me To Live, sem þá stundina var verið að leika í útvarpi, væri af nýrri plötu með George Harri- son eða síðustu plötu Travelling Wilburys. Þetta er kannski lýsandi fyrir tónlistina á plötunni því víða má heyra ekki ósvipaðan hljóm og Harrison og Jeff Lynne hafa verið að vinna með, sem einkenn- ist af opnum trommuslætti, kraftmiklum bassaleik og þéttum gítarundirleik. Jóhann hefur feng- ið til liðs við sig góðan hóp tónlist- armanna til að vinna úr þessum hugmyndum og mæðir þar aug- ljóslega mest á Tryggva Hubner gítarleikara, sem á þessari plötu leikur á sex- og tólfstrengja kassa- gítara, rafmagnsgítar, klassískan gítar og mandólín. Hinir hljómlist- armennirnir eiga líka allir hrós skilið og er hér með vísað í nafna- lista að framan. Þótt undirritaður „haldi vart vatni“ yfir þessu nýjasta framlagi Jóhanns Helgasonar til íslenskrar dægurtónlistar er vel hugsanlegt að KEF fari fyrir ofan garð og neðan hjá landsmönnum. I fyrsta lagi hefur platan „rólegt og af- slappað“ yfirbragð. Hitt vegur kannski þyngra að textarnir eru á ensku. Þeir eru eftir Reg nokk- urn Meuross, sem ég veit engin deili á, og eru tiltölulega sak- lausar hugleiðingar um ástina, lífið og tilveruna. Þeir bera það með sér að vara samdir af fag- manni og falla vel að Iögunum og þótt þarna sé kannski ekki að finna neina gijótharða ádeilu, sem kemur við kaunin á mönnum, má lesa úr sumum þeirra þarfar ábendingar. Vonandi eiga þessi atriði þó ekki eftir að fæla menn frá því að hlusta á þessa stórgóðu plötu því hún er allrar athygli verð. KEF er tvímælalaust í hópi þriggja bestu platna sem ég hef hlustað á í þessari útgáfutörn og líklega sú sem á oftast eftir að hljóma úr mínum hljómtækjum um þessi jól og væntanlega um langa framtíð. Sveinn Guðjónsson raðaí /rj/ ÝSII\IC^AR Tfq ORKUSTOFN UN 1~ GRENSÁSVEGI 9-108 REYKJAVfK Tölvumaður Orkustofnun óskar að ráða starfsmann til að annast daglegan rekstur á tölvum stofn- unarinnar. Starfið felst einkum í rekstri á nettengdum tölvum stofnunarinnar og þjón- ustu við notendur. Umsækjandi þarf að hafa mikla reynslu af rekstri UNIX-kerfa. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfs- manna. Skriflegar umsóknir skulu sendar til starfs- mannastjóra eigi síðar en 3. janúar 1997. Öllum umsóknum verður svarað. Sjálfsbjargarheimilið Dagvist Sjálfsbjargar Starfsmaður óskast til starfa við Dagvist Sjálfsbjargar. Vinnan felst í almennri aðstoð við hreyfihamlaða á jafnréttisgrundvelli. Spennandi starf. Aðeins hugmyndaríkir einstaklingar koma til greina. Umsóknir berist fyrir 31. desember 1996. Frekari upplýsingar gefur Guðmundur í síma 552 9133. Auglýsing um framlengingu á skilafresti athugasemda vegna starfsleyfis- tillagna fyrir Álverksmiðju Columbia Ventures Company, Grundartanga Hollustuvemd ríkisins vekur hér með athygli á því að skilafrestur á skriflegum athuga- semdum við starfsleyfistillögur fyrir Álverk- smiðju Columbia Ventures Company, Grund- artanga, er framlengdur til 13. janúar 1997. Hollustuvernd ríkisins. Mengunarvarnir. JKIPUI A G R f K I S I N S Hringvegur frá Skóghlfð að Urriðavatni f IMorður-Múlasýslu Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum. Fallist er á, með skilyrðum, lagningu hringvegar frá Skóghlíð að Urriða- vatni eins og henni er lýst í frummatsskýrslu og með þeim mótvægisaðgerðum sem þar eru kynntar. Úrskurðurinn er byggður á frum- matsskýrslu Vegagerðarinnar, umsögnum og svörum framkvæmdaraðila við þeim. Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu- lagi ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulags ríkisins: http://www.islag.is. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkom- andi aðila. Skipulagsstjóri ríkisins. Hafnarfjörður Reykjavíkurvegur 76 og 78 Breytt deiliskipulag í samræmi við gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar til- laga bæjarskipulags, dags. 6.12. ’96, að breyttu deiliskipulagi á lóðunum Reykjavíkur- vegi 76 og 78 og næsta nágrenni. Búið er að sameina lóðinni á Reykjavíkurvegi 78 lóðunum Dalshrauni 2 og 4 og hluta af lóðinni Reykjavíkurvegur 80. Þessar lóðir, ásamt lóðinni Reykjavíkurvegur 76, eru í eigu eins aðila, lyfjafyrirtækisins Deltu hf. Breyt- ingin felst í að fyrirtækið áformar að byggja upp framleiðslu sína á þessum lóðum og þarfnast sú breyting stærri einstakra bygg- inga og hlutfallslega minni athafnasvæða utanhúss. Breytt er deiliskipulagi, sem verið hefur í gildi frá árinu 1984, þó það hafi ekki verið að fullu meðhöndlað í samræmi við skipulagslöggjöf aðra en að vera samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í júní 1984. Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 17. desember 1996. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu tæknideild- ar á Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 18. desem- ber til 15. janúar 1997. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 29. janúar 1997. Þeir, sem ekki gera athugasemd við tillög- una, teljast samþykkir henni. 18. desember 1996. Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. SlltU auglýsingar FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 31. des. - 2. jan. (3 dagar) Þórsmörk - áramótaferð F.í. Brenna, kvöldvökur, gönguferð- ir. Aramót i óbyggðum eru spennandi ævintýri. Nauðsyn- legt að nálgast frátekna miða; annars seldir öðrum. Sunnudagur 22. des. kl. 10.30. Esja - sólstöðuganga. Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.