Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 31 Orðin hafa sinn hljóm Fyrir stuttu kom út geisladiskur með flutn- ingi Hljómeykis á trúarlegri tónlist eftir ------------------------->---- Þorkel Sigurbjömsson. Hann sagði Arna Matthíassyni að verkin séu tilraun til að koma textanum á framfæri og þegar tónarn- ir séu löngu gleymdir standi textinn eftir. GEISLADISKURINN Koma, sem á eru trúarleg verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, kom út á vegum Smekk- leysu fyrir skemmstu, en hann á sér þá sérkennilegu sögu að hafa beðið upptekinn og tilbúinn til útgáfu í rúm sjö ár. Þorkell segir að sönghóp- urinn Hljómeyki hafi haldið Skál- holtstónleika sumarið 1988 og hluti þeirrar efnisskrár hafi verið endur- tekinn í Kristskirkju á nýársdag 1989 og þá hafí verið drifið í að festa efnisskrána á band og haldið í hljóðverið Stemmu en síðan lentu upptökurnar uppi á hillu. „Það var talað um það einhverntímann að gaman yrði að gefa þetta út, en ekkert varð úr fyrr en löngu seinna að Ásmundur Jónsson hjá Smekk- leysu hafði samband við mig og sagðist hafa heyrt þetta og vildi endilega gefa út.“ Þorkell segir að elsta verkið á disknum sé frá því um 1970, en nýjasta verkið þegar diskurinn var tekinn upp var Koma, sem var sér- staklega samið fyrir Skálholtstón- leikana. Þorkell segir að trúin sé sér mikill innblástur; „það sem maður trúir á hlýtur að kveikja innblástur. Það er mikil fyrirhöfn að skrifa út tónverk, að skrifa nótur, ein mínúta af hljómsveitarverki getur verið meira en viku vinna og ef maður tryði ekki á það að það væri þess virði að eyða þessum tíma væri það fáránlegt." Þorkell segir að textarnir séu úr ýmsum áttum, ýmist textar sem honum var bent á eða textar sem hann hefur rekist á. „Það er ákveðið stef sem gengur í gegn, Guðs andi eða heilagur andi sem er sameigin- legt stef í öllum textunum og ég lét þau orð falla þegar verkið var frum- flutt að það mætti halda áfram og gera heila hvítasunnuóratoríu upp úr þessu textavali og með viðbótar- textum, en það kom aldrei til þess.“ Ber mikla virðingu fyrir textanum Aðspurður hvort tónlist sé fyrst og fremst lofgjörð til guðs, segir Þorkell að tónlist sé ekki þögn, þótt hún noti þagnir, hún ijúfi þögnina. „Þess vegna er ekki hægt að tala um tónlist innra með þér sjálfum sem enginn heyrir. Vitanlega má ímynda sér hvað sem er, allskonar tónlist og allskonar hljóð, en ósagðar hugs- anir eru ekki tjáning og ósungin eða óleikin tónlist er ekki tónlist. Maður segir til sín á einhvern hátt, til að mynda með því að ávarpa næstu manneskju, eða stærri hóp, en tón- list er eins og hver önnur upphrópun eða ákall til skaparans, en ástæðurn- ar fyrir tjáningunni eru ekki alltaf jafnhátignarlegar. Það getur jafnvel Magnþrungið TÓNLIST Illjómdiskar THE KREUTZER QUARTET Hafliði Hallgrimsson. Tvennir tón- leikar. Diskur 1: Four Movements for String Quartet (1990 & 91), Offerto for Solo Violin (1991), String Quartet No. 1 (1989). Diskur 2: Four Move- ments for String Quartet, Solitaire for Cello Solo (1970), String Quartet No. 1. Kreutzer String Quartet. Framleiðandi: John Boyden. 1996 Future Classics Ltd. 13 Cotswold Mews 30 Battersea Square London SWll 3RA. Order Ref: EOS5004. Eye of the Storm. Dreifmg: Japis. ÞESSI útgáfa er m.a. merkileg fyrir þær sakir að hér höfum við tvenna tónleika með sömu verkun- um fyrir strengjakvartett - á tveim- ur diskum. Á þeim fyrri er einnig Offerto fyrir einleiksfiðlu (1991 - í minningu Karls Kvarans), en á þeim síðari höfum við líka Solitaire fyrir einleiksselló frá árinu 1970, verk sem margir kannast við. I nýrri tónlist sem þessari er þetta mjög vel til fundið, einkum þar sem „lagfæringar" í upptökum voru í algeru lágmarki. Merkilegust er þó tónlistin sjálf og magnaður flutn- ingur hennar, og samanburður því býsna heillandi verkefni. Verk Hafliða Hallgrímssonar á þessum hljómdiski eru samin í kringum 1990 nema Solitaire, sem er frá 1970. Fyrsta sem manni dett- ur í hug er litauðgi og sterk innlif- un í viðfangsefnið, liggur við að hver tónn sé „upp á líf og dauða“. Þetta er innhverf tónlist, „malerísk" og einmanaleg sem leitar iðulega út í öflugri og mjög nakinni tján- ingu, reynir á hljóðfærin til hins ýtrasta - sem og hljóðfæraleikar- ana. Auðheyrt er að Hafliði veit hvað má bjóða þeim - þó að sumt virðist næstum óleyfilegt, enda sjálfur frábær sellóleikari (var m.a. fyrsti sellisti við Scottish Chamber Orchestra). Þetta leiðir hugann að því að í heila öld, frá og með Schumann, voru öll meiriháttar verk fyrir strengjakvartett samin af píanistum. Hér fer ekki milli mála að hljóðfæri tónskáldsins eru strengir. Hér gefst ekki rúm til að fara ofan í saumana á hveiju verki eða fara útí samanburð, sem væri þó verðugt verkefni. Um er að ræða að vekja athygli á hljómdiskinum, efninu og framsetningu þess. Kreutzer-kvartettinn er vafalaust með betri og áræðnari kvartettum, enda skipaður ungum „sólistum", a.m.k. ekki gömlum. Leikur og túlk- un eru hafin yfir gagnrýni, hvort sem þeir leika allir saman eða glíma við einleiksverkin fyrir fiðlu og selló. Leikur Peters (Offerto) og Philips Sheppards (Solitaire) er magnþrunginn. Eiginlega er það orðið yfir tónlistina, hljómdiskinn eins og hann leggur sig. Hljóðritun er einnig hafin yfir gagnrýni. Oddur Björnsson LISTIR ÞORKELL Sigurbjörnsson. Morgunblaðið/Ásdís verið að við séum að láta til okkar heyra af mjög lágkúrulegum ástæð- um. Ég ber mikla virðingu fyrir text- anum og tel að textinn sé miklu meira virði en tónarnir sem fylgja honum. Það má segja að þetta verk sé tilraun mín til að koma þessum texta á framfæri og þegar tónarnir er löngu gleymdir stendur textinn eftir. Það eru dæmi þess að ljóð hafi öðlast líf vegna þess að þau fengu ákveðna tóna, en á disknum er mest um sígilda texta sem ég held muni lifa af allar tónsmíðar. Textinn er uppspretta tónlistar- innar og í söngverkum sem þessum liggur hann til grundvallar og kallar á tiltekið tónferli, en svo finnst öðr- um að hann kalli á allt annað tón- ferli. Tónlistin er óhlutbundin og þó ekki, hún getur kallað á ákveðnar tilfinningar, framkallað reiði eða gleði sem eru ekki óhlutbundnar til- finningar." Margt hrein brúksmúsík Þorkell segir að sum verkanna á disknum hafi bara orðið til, en önnur orðið til eftir ósk einhvers; það vant- aði lag á einhverjum ákveðnum stað. „Ef þær kringumstæður hefðu ekki verið til staðar; ef til dæmis Helga Ingólfsdóttir hefi ekki sagt: „Viltu ekki vinna með Hljómeyki næsta surnar," hefði Koma aldrei orðið til. Á disknum er einnig Te Deum sem ég samdi í tilefni af vígslu Karls bróður míns og var eins og einskon- ar gjöf af þessu tilefni og ef tilefnið hefði ekki verið hefði verkið ekki orðið til. Þannig má segja að margt af þessu sé hrein brúksmúsík. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það því mikið af þeirri tónlist sem við njótum enn þann í dag frá löng- um tíma er til komin af einhveijum ástæðum en ástæðurnar eru löngu gleymdar." Þorkell segir að í eðli sínu sé eng- inn munur á hvort samin sé trúarleg tónlist eða tónlist sem flutt verður í kirkjum. „Menn hafa deilt um það í aldir hvað kallast eigi trúarleg tón- list og hvað veraldleg, og ekki hægt að draga mörk þar á milli. I jólaórat- oríu Bachs, sem verður meðal ann- ars flutt í Hallgrímskirkju milli jóla og nýars, er eitt atriði þar sem Bach fékk að láni frá sjálfum sér mótíf úr miklu veraldlegri kantötum. Orðin hafa sinn hljóm og ekki bara sinn hljóm heldur og sína merk- ingu og þess vegna hljóta orðið og merking þeirra að móta það tónferli sem manni þykir við hæfi hverju sinni. Ef þú ert að setja tóna við einhvern kæruleysistexta sem er bara gaspur og grín þá er það mis- skilningur að gera við það einhveija alvörugefna tóna eða alvörugefin tónferli. Sömuleiðis ef textinn er alvörugefinn og djúpur væri ekki við hæfi að setja við þann texta léttúðar- fulla tóna.“ Hljómeyki skipa á Komu Anna Sigríður Helgadóttir, Áslaug B. Ól- afsdóttir, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Gunnar Guðnason, Hafsteinn Ing- varsson, Haildór Vilhelmsson, Helga Gunnarsdóttir, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdótt- ir, Marta G. Halldórsdóttir, Rúnar Einarsson og Sigurður Halldórsson. Monika Abendroth lék á hörpu. Þor- kell stjórnaði sjálfur. Nýjar plötur • ÚT er kominn hjá þýska útgáfu- fyrirtækinu Thorofon geisladiskur með Sálumessu op. 9 ogSvítu op. 5 fyrír orgel eftir franska tón- skáldið Mauríce Duruflé. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, einsöngvar- ar Rannveig Fríða Bragadóttir og Michael Jón Clarke og þýski organistinn Hannfried Lucke sem búsettur er í Lichtenstein. Mauríce Duruflé (1902-1986) er einn af kunnustu organistum og tónskáldum Frakklands á þessari öld. Hann lagði rækt við klassískan tónlistararf var hugfanginn af tón- arfi kirkjunnar, en var jafnframt impressjónisti eins og margir sam- tímamanna hans. Hann samdi Sálumessuna op. 9 árið 1947 fyr- ir einsöngvara, kór og hljómsveit en gerði síðar aðra útgáfu þar sem hljómríkt orgel er komið í stað hljómsveitar og er það sú útgáfa sem hér er hljóðrituð. Svítan op. 5er frá árinu 1933 oger meðal mikilvægustu orgelverka Duruf- lés. Upptöku stjórnaði Bjarni Rúnar Bjarnason og tæknimaður var Vig- fús Ingvarsson. Diskurinn er til sölu í Hallgrímskirkju oghjá Máli og menningu. • ÚT er kominn geisladiskur með Kvartett Ómars Axelssonar, Upphaf ti! framíðar. Á diskinum er leikinn léttur jass eftir ýmsa erlenda höfunda. Kvartettinn skipa; Ómar Axelsson, píanó, Hans Jensson tenórsaxafónn, Þorsteinn Eiríksson trommur og GunnarH. Pálsson kontrabassi. Upptökustjóri varJens Hansson. 568 1925. liý sending afMCXX sKóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.