Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SKÓLAKÓR Kársness.
Dómkórinn og Skólakór
Kársness í Hallgrímskirkju
DÓMKÓRINN í Reykjavík.
Tímarit
SKÓLAKÓR Kársness og Dóm-
kórinn i Reykjavík halda sameigin-
lega jólatónleika í Hallgrímskirkju
sunnudaginn 22. desember kl. 22.
Á efnisskrá kóranna er fjölbreytt
jólatónlist, jólasálmar og mótettur,
allt frá 16. öld til vorra daga.
Kveikt verður á jólakertum og lýk-
ur tónleikum með sameiginlegum
söng allra kóranna.
Skólakór Kársness kemur fram
í tveimur aldurshópum, alls um
120 ungmenni á aldrinum 11-16
ára. Stjórnandi er Þórunn Björns-
dóttir. Stjórnandi Dómkórsins og
orgelleikari er Marteinn H. Frið-
riksson.
Aðgangseyrir er 500 kr. og er
ókeypis á tónieikana fyrir börn.
• ÚT er komið fímmta tölublað
bókmenntatímaritsins Andblær. í
ritinu er að þessu sinni efni nítján
höfunda, til að mynda ljóð eftir
Hákon Aðalsteinsson, Óskar
Áma Óskarsson, Steinunni Ás-
mundsdóttur, Auði Haraldsdótt-
ur, Áran lbsen, Berglind Ágústs-
dóttur, Ásdísi Óladóttur, Kristján
Þórð Hrafnsson auk ljóða úr nýút-
kominni bók Þorvarðar Hjálmars-
sonar, NewOrleans árla morgvns
í desember.
í heftinu er einnig að finna
framsetningu Þrastar Helgason-
ar á þróunarsögu skáldsögunnar.
Örsögur er að finna eftir Jón
Guðmundsson og Anton Helga
Jónsson auk hugleiðinga Jóns
Halls Stefánssonar um gula lit-
inn. Smásögur eru eftir Kristján
Kristjánsson, Einar Ólafsson,
RúnarHelga Vignisson og
Bjarna Bjarnason.
Ritstjóri er Einar Örn Gunnars-
son, en í ritnefnd eru einnig Bjarni
Bjarnason og Steinunn Ásmunds-
dóttir. Forsíðumyndin Skáld í leit
að yrkisefni er eftir Ásgeir Smára
Einarsson en í heftinu er viðtal
Einars Arnar við hann. Heftið
kostar 570 kr. og fæst í Eymunds-
son í Austurstræti og Bókabúð
Máls og menningar við Laugaveg.
Englar og
bjöllur
í GALLERÍI Smíðar & Skart,
Skólavörðustíg 16a, stendur
yfir samsýning listamannanna
Auðbjargar Bergsveinsdóttur,
Elísabetar Magnúsdóttur,
Guðbjargar Káradóttur,
Guðnýjar Hafsteinsdóttur,
Heklu Bjarkar Guðmundsdótt-
ur, Söru Vilbergsdóttur, Sig-
ríðar Önnu Nikulásdóttur,
Svanhildar Vilbergsdóttur og
Þórdísar Jóelsdóttur. Yfir-
skrift sýningarinar er.Litlir,
Feitir, Mjóir, Englar... og
Bjöllur".
Sýningunni lýkur 23. des-
ember. Sýningin er opin á
verslunartíma frá kl. 10-22
alla daga fram að jólum.
Brúðuleikhús
á Sóloni
BRÚÐULEIKHÚS Helgu
Arnalds verður á efri hæð veit-
ingahússins Sólons íslandusar
sunnudaginn 22. desember og
mánudaginn 23. desember kl.
15 og 17 báða dagana.
Brúðuleikhúsið flytur þá
„Jólaleik" sinn þar sem Leið-
indaskjóða segir söguna af
fæðingu frelsarans með hjálp
barnanna og leikbrúða sem
gægjast uppúr jólapökkunum
hennar.
Sólstöðu-
kvöld
UNGSKÁLD fagna vetrarsól-
stöðum í Tjarnarsal Ráðhúss-
ins, sunnudaginn 22. desem-
ber kl. 20.30. „Skáldin freist-
ast til að kveða upp sólina,
fagna lenginu dagsins og auk-
inni lesbirtu", segir í kynn-
ingu.
Lesbirtuhópinn skipa; Gerð-
ur Kristný, Elísabet Jökuls-
dóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir,
Einar Örn Gunnarsson, Bragi
Ólafsson, Jón Kalman Stefán-
son, Andri Snær Magnason,
Jónas Þorbjarnarson og Bjami
Bjamason. Hið nýstofnaða
Jazzpatrúnuband leikur fyrir
lesturinn, eftir hann og inn á
milli.
Sögustund
hjá Ommu í
Réttarholti
SÖGUSTUND verður hjá
„Ömmu í Réttarholti" Þing-
holtsstræti 5, laugardaginn
21. desember kl. 14-15. Höf-
undarnir Bergljót Amalds,
Guðrún Hannesdóttir og Sig-
rún Helgadóttir munu lesa úr
nýútkomnum verkum sínum.
Að auki mun Ragnar Tómas
Ámason, tíu ára, lesa úr nýj-
ustu Ragga-bókinni eftir afa
sinn Harald S. Magnússon.
Þetta verður síðasta sögu-
stundin hjá Ömmu að sinni.
OLNBOGABORN
VERÐLAUNASAGA
og aðrar úrvals sögur
Nýjar óbirtar sögur
Kransi
Konungur kattanna
Jólagjöf heilagrar Maríu
Hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri
samkeppni.
Endurútgefnar sögur
Dóttir Satans
Hús ekkjunnar
Ást og náttúra
Himnabrúður
Blóð, sviti og tár
Lestu og njóttu i'rásagnargleði
Hrafnhildar Valgarðsdótlur. ,
A DISKLINGUM
ÁSAMT LEITARFORRITI
FYRIR
Macintosh
XlAn
I' /
Hið íslenska Biblíufélag
Ciuðbrandsstofii-1 iallgnmskirkju
Stmi 510-1040
beURA Lip ’SR
Kringlunni 2. hæð
f Jólapakkann til þeirra sem þú
vilt senda kærleik og ljós
*TÓNL1ST
Slökunartónlist
Hugleiösluspólur
Jógadiskurinn
hennar Kristbjargar
i
★ SKARTGRIPIR
Rúna-, Orkusteina-,
Víkinga- og Gyöjuhálsmen
SPÁSPIL
Englaspil - Indíánaspil
Rúnir - Tarotspil
*ENSKAR&
ÍSLENSKAR BÆKUR
Nýjar íslenskar bœkur
meö góöum afslœtti!
Nýir enskir titlar
* ILMANDINUDD &
BAÐOLÍUR
llmkerti
Reykelsi
Baösölt
Íf EFTIRPRENTANIR
Eftir Helgu Siguröard.
Indíánaplaköt og
Lazarus dagatölin
ARCtJS
ARCANUM
%AROT
Morning
Light
Póstkröfuþjónusta S: 581-1380