Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 4 7 MINNINGAR VALGEIR M. EINARSSON + Valgeir M. Ein- arsson fæddist í Reykjavík 16. ág- úst 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Einar Einars- son, trésmíða- og byggingameistari, f. 3. september 1882, d. 19. septem- ber 1973, og Sigur- lína María Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 31. desember 1886, d. 28. mars 1944. Einar fæddist í Svínadal í Skaftárt- ungu í Vestur-Skaftafellssýslu, sonur Einars Jónssonar bónda og Valgerðar Ólafsdóttur hús- móður. Faðir Einars fórst skömmu áður en Einar fæddist og ólst hann upp hjá móður sinni og Birni Eiríkssyni stjúpa sinum. Foreldrar Sigurlínu voru Sigurður Sigurðsson sjó- maður í Eyrarsveit og kona hans Guðrún Bjarnadóttir. Systkini Valgeirs voru: Sigrún, f. 16. okt. 1912, d. 4. júní 1993; Guðlaug Hanna, f. 16. júni 1917, d. 1932; Inga Bergdís, f. 18. ágúst 1921; Svandís Heiða, f. 23. ágúst 1924; Bryndís, f. 1. ágúst 1926, d. 27. janúar 1996. Hinn 30. september 1950 giftist Valgeir eftirlifandi eig- inkonu sinni Helgu Sigurðar- dóttur, f. 6. október 1922. Þau bjuggu fyrstu búskaparár sín í Njarðvíkum og á Keflavíkur- flugvelli og síðan í Reykjavík. Þau hafa búið í Nökkvavogi 29 í Reykjavík frá árinu 1968. Börn þeirra eru: 1) Einar Björn, bókbindari, f. 12. nóvember 1950. 2) Sigurður, prent- smiður, f. 22. júni 1953, kona hans er Birna Leifsdóttir matráðskona, f. 30. júlí 1957. Börn þeirra eru Elvar Már, f. 9. sept. 1981, Hlíðar Aron, f. 30. des. 1985, og Erna Ósk, f. 26. okt. 1987. 3) Val- geir, verkfræðingur, f. 25. jan- úar 1956, kona hans er Auður Ingólfsdóttir, skrifstofumaður, f. 15. júní 1958. Börn þeirra eru Valgeir, f. 22. des. 1980, og Björg, f. 22. apríl 1985. 4) Hörð- ur, verkfræðingur, f. 2. febrúar 1962, kona hans er Kristín Asta Þórsdóttir, húsmóðir, f. 1. maí 1965. Börn þeirra eru Sunneva og Heiður, f. 22. feb. 1992. 5) Guðrún Erna, f. 25. nóv. 1964, d. 22. jan. 1966. Valgeir var við verslun- arnám á íslandi og í Bandaríkj- unum, þar sem hann dvaldist á striðsárunum. Eftir að heim kom starfaði hann við verslun- arstörf í nokkur ár. Síðan hóf hann störf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann starfaði þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 78 ára gamall. Útför Valgeirs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ástkær tengdafaðir minn og góður vinur er látinn. Hann var orðinn fullorðinn maður og átti langa og góða ævi. Hann var heilsuhraustur en fyrir nokkrum mánuðum greindist hann með meinsemd þá sem nú hefur dregið hann til dauða. Það er nú svo að hver sem fæð- ist mun einhvern tíma deyja. Þetta veit maður og þykir eðlilegt og það einkennir á ákveðinn hátt líf manna hvernig tekist er á við þessa staðreynd. En eigingirni manns er þó þannig að það er erf- itt að sleppa þeim sem maður teng- ist góðum böndum, enda þótt dauði þeirra sé eins og í þessu tilfelli ekki ótímabær, alltaf vill maður meira. Ég minnist Valgeirs með þakk- læti. Þakklæti fyrir að vera sá sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálpar- hönd og opna heimili sitt fyrir okkur um lengri eða skemmri tíma. Þakklæti fyrir áhugann sem hann sýndi á því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem um var að ræða nám, störf eða vini okk- ar. Þakklæti fyrir að taka þátt í sorg okkar og gleði. Sérstaklega er ég honum þakklát fyrir að vera börnunum mínum besti afi sem hugsast getur. Við höfum átt saman margar góðar stundir hér heima og ekki síst í Álaborg í Danmörku, þar sem við hjónin bjuggum í nokkur ár. Þá komu Helga og Geiri til okkar í sumarfríinu og við ferðuðumst saman um Danmörku og Þýska- land. Þá var gjarnan spilað og spjallað fram undir morgun. Það er gott nú þegar samveru- stundum okkar er lokið að eiga minningarnar um góðan mann. Ég kveð þig, kæri vinur, og hafðu þakkir fyrir allt. Auður. Hann afi Geiri er farinn frá okkur til himna þar sem við vitum að Guð mun passa hann fyrir okk- ur. Við systurnar áttum margar góðar stundir með honum, bæði í Nökkvavoginum og í Danmörku þangað sem hann heimsótti okkur eitt sumarið. Alltaf var hægt að plata afa Geira til að koma út að leika í snjónum, út í búð að kaupa eitthvað spennandi sem mamma og pabbi máttu ekki vita af eða spila Olsen Olsen sem honum tókst að kenna okkur með sinni einstöku þolinmæði og góðsemi. Það var alveg sama hvað á gekk, alltaf var afi í góðu skapi og leið honum ávallt best þegar við krakkarnir fylltum húsið af leik og þeim há- vaða og látum sem með fylgdu. En það sem við vildum segja við þig, Geiri afi, nú þegar þú ert farinn frá okkur til himna, þar sem sólin skín alltaf og þú getur haldið jól með Guðrúnu Ernu, mömmu þinni og pabba, er að við munum sakna þín mikið og við viljum þakka þér það sem þú gafst okkur af þínum tíma, hlýhug og mann- gæsku. Sunneva og Heiður. SVAVAR HELGASON + Svavar Helga- son fæddist á Bæjarstöðum í Stöðvarfirði 19. júní 1913. Hann lést 13. desember síðastlið- inn í Vífilsstaðaspít- ala. Foreldrar Sva- vars voru Helgi Ól- afsson, f. 27. maí 1889, d. 1932 og Helga Sigurbjörg Stefánsdóttir, f. 14. desember 1891, d. 14. apríl 1980. Sva- var var alinn upp hjá föðurforeldrum sínum, þeim Ólafi Brynjólfssyni og Kristínu Þórarinsdóttur í Fagradal í Breiðdal. Svavar átti eina alsystur, Olgu, sem lést í æsku. Hálfsystkini Svavars sam- mæðra eru Stefán Sigbjörnsson, f. 1924, Kristín Sigbjörnsdóttir, f. 1928, og Oddný Sigbjörnsdótt- Faðir okkar, + BJÖRN ÓLAFSSON loftskeytamaður frá ísafirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 18. desem- ber. Ingibjörg Björnsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Sigrún Björnsdóttir. + Eiskuleg móðir okkar, ANNA GRÍMSDÓTTIR, Hjarðarhlíð 5, lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 18. desember. Áslaug Jónsdóttir, Guðriður Jónsdóttir, Auður Jónsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Sigriður Jónsdóttir, Ásdis Jónsdóttir. ir, f. 1931. Hálf- systkini Svavars samfeðra eru Emel- ía, f. 1917, Stefán, f. 1920, dó ungur, og Birgir, f. 1922, látinn. Svavar kvæntist 15. maí 1948 Rögnu Einarsdóttur frá Bæ í Lóni, f. 15. október 1912, d. 25. desem- ber 1991. Börn þeirra Svavars og Rögnu eru Ellen Olga, f. 21. febrúar 1949, gift Jóni Ein- Már, f. 14. júlí 1953, í sambúð með Höllu Einarsdótt- ur, og Marey Linda, f. 23. jan- úar 1958, í sambúð með Sigurði Þorvaldssyni. Útför Svavars verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. arssym, í dag kveðjum við Svavar Helga- son, tengdaföður minn. Mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Hann ólst upp í faðmi ömmu og afa í Fagradal, sem tóku hann í fóstur nokkurra daga gamlan. Leið æskan á heimili föður hans í skjóli föðurforeldranna. Svavar hlaut sína menntun í far- skóla sem títt var um börn á þeim árum. Hann lagði einnig stund á trésmíðanám þó ekki aflaði hann sér réttinda í þeirri iðn. Hann var hagur smiður og smíðaði margt ágætra gripa í frístundum. Upp úr 1940 yfirgaf hann heimabyggðina og fór til Reykjavíkur, fluttist á mölina eins og svo margir. Fram að því hafði hann verið í vinnu- mennsku í sinni sveit og í vega- vinnu. Þegar til Reykjavíkur kom lá leið hans að Korpúlfsstöðum þar sem hann var í vinnumennsku, og hann vann einnig á Álafossi. Hann lagði stund á ýmis störf, vann í Landssmiðjunni við járnsmíði, í byggingavinnu þar sem hann tók meðal annars þátt í að byggja pró- fessorabústaðina við Aragötu og Eggertsgötu. Einnig vann hann við upp- og útskipun hjá Eimskip, við Gufuborinn við borun eftir heitu vatni, og almenna verkamanna- vinnu hjá Reykjavíkurborg. Eins og sjá má af þessari upptalningu var ekki sett fyrir sig að störfin væru erfið og hvaða vinnu, sem bauðst, tekið, á erfiðum tímum. Allt var lagt í sölurnar til að sjá fjölskyldunni, sem var honum afar kær, farborða. Lengst af var hann birgðavörður í Klúbbnum og í Leikhúskjallaran- um. Seinna vann hann líka á Hótel Sögu. Var gaman að heyra hann segja frá ýmsum minnisstæðum atvikum sem hentu hann á þessum vinnustöðum. Þau hjónin Svavar og Ragna stofnuðu heimili í Reykjavík. Fyrst bjuggu þau á Holtsgötu, síðan í Kópavogi og þá á Lauga- teigi. Loks fluttu þau að Hrísa- teigi 35 hér í borg og bjuggu þar lengst af. Heimili þeirra hjóna var ávallt opið öllum sveitungum þeirra, þegar þeir voru í höfuð- borginni, til dvalar í lengri eða skemmri tíma. Börnum sínum komu þau hjónin vel til manns og eru barnabörnin tíu og barnabarnabörnin orðin þijú. Svavar var einstaklega barngóður og lét sér annt um velferð barna sinna og þeirra afkomenda. Alltaf var klappað á lítinn koll ef hann var nálægt og einhvetju hlýlegu vikið að þeim sem kollinn átti. Sakna barnabörnin og barnabarna- börnin nú hlýlega viðmótsins hans afa síns og langafa. Þegar Svavar hætti að sækja vinnu daglega tók hann að sinna hugðarefnum sínum. Hafði hann miklu ánægju af að spiia brids og var vel liðtækur í því spili. Einnig tefldi hann og dundaði sér við smíð- ar, þegar heilsan leyfði. Svavar var heilsutæpur síðari ár ævi sinnar af völdum lungnasjúkdóms sem að lokum varð honum að aldurtila. Hann hefur dvalið allt síðastliðið ár á Vífílsstöðum, stundum betri, stundum verri, en alltaf bundinn við súrefniskútinn. Síðustu dagarn- ir voru honum erfíðir og er það viss huggun harmi gegn nú þegar hann er látinn, að hann þjáist ekki lengur. Mig iangar að þakka Svavari fyrir samvistirnar þessi ár síðan ég kom inn í fjölskylduna. Ég var strax látin fínna bæði af honum og Rögnu að ég væri velkomin og reyndust þau mér og mínum í alla staði vel. Hann var alltaf léttur í lund, með spaugsyrði á vörum, ein- stakt ljúfmenni. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldunnar þakka starfsfólki Vífíls- staðaspítala fyrir hlýju í garð Svav- ars og fyrir góða umönnun. Blessuð sé minning Svavars Helgasonar. Halla Einarsdóttir. + Móðir mín, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Einifelli, verður jarðsungin frá Stafholtskirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Rafn Jónsson. HANS MANN JAKOBSSON, Karlagötu 3, Reykjavík, lést á Vífilstaðaspítala hinn 15. desem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu. Helga Kristjánsdóttir, Steinunn Kristinsdóttir og fjölskylda, Olga H. Kristinsdóttir og fjölskylda. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GRÉTAR ERLINGSSON fiskverkandi og útgerðarmaður, Hólagötu, Sandgerði, lést á heimili sínu föstudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Jóhanna Ingigerður Sigurjónsdóttir, Jóna G. Bjarnadóttir, Egill Olafsson, Erlingur Jónsson, Sigurjón Jónsson, Margrét J. Magnúsdóttir, Eyþór Jónsson, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Eygló Jónsdóttir, Thorbjörn Andersen, Víðir Jónsson, Bryndís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.