Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Yfirlýsing DFFU í Cuxhaven í Þýzkalandi * Urskurður um kvótaúthlutun 1996 staðfestur Deilt um innkeyrslu væntanlegrar verslunar við Hverfisgötu „ Vinnubrögð borg- aryfirvalda óeðlileg“ STJÓRNENDUR DFFU í Þýzka- landi og Samhetja, sem á meiri- hluta í DFFU, segja að úrskurður stjómsýsludómstólsins í Hamborg í Þýzkalandi hafa fallið Mecklen- burger Hochseefischerei, dótturfyr- irtæki ÚA í óhag. Úthlutun kvóta fyrir þetta ár standi óhögguð og úthlutun á næsta ári verði vafalítið með sama hætti og í ár. Morgun- blaðinu hefur borizt til birtingar eftirfarandi yfírlýsing frá DFFU vegna málsins. „Stjórnsýsludómstóllinn í Ham- borg felldi í gær úrskurð í kæru Mecklenburger Hochseefíscherei (MHF) á hendur þýska ríkinu vegna kvótaúthlutunar á árinu 1996. Kæran beindist eingöngu gegn Deutsche Fischfang-Union (DFFU) og var farið fram á að úthlutun yrði breytt með þeim hætti að þorskkvóti færðist frá DFFU til MHF. Úrskurður stjórn- sýsludómstólsins í Hamborg var afdráttarlaus og var kröfu MHF hafnað. Úrskurður yfírvalda um kvótaúthlutun fyrir árið 1996 var staðfestur. Úrskurður kvótans fyrir næsta ár verður vafalaust með sama hætti og hingað til, enda kveður dómur- inn upp úr með að stöðugleiki skuli ríkja við úthlutun á þessum afla- heimildum þýsku fyrirtækjanna. Forsendur sem liggja til grundvall- ar kvótaúthlutun til þýskra úthafs- veiðifyrirtækja eru staðfestar með þessum úrskurði stjórnsýsludóm- stólsins í Hamborg. Aðeins beint gegn einu fyrirtæki Forsvarsmenn DFFU og Sam- heija lýsa furðu sinni á að þessari kæru skuli beint gegn aðeins einu fyrirtæki. Fjölmörg önnur útgerð- arfyrirtæki stunda veiðar, bæði á heimamiðum og í úthafi, í tengsl- um við þessa kvótaúthlutun. Krefj- ist eigendur MHF breytinga í þess- um efnum snýr það að allri úthlut- un þýska ríkisins á áðurnefndum kvótum. Forsvarsmenn DFFU og Sam- herja hafa hvatt eigendur MHF og ÚA til að draga umrædda kæru til baka. Málaferlin eru talin mjög skaðleg fyrir starfsemi þessara tveggja þýsku fyrirtækja sem Samheiji og ÚA eiga ráðandi hluti Þá hafa framkvæmdastjórar DFFU og Samheija margítrekað reynt að fá bæjarstjóra Akureyrar, Jakob Björnsson, til að sinna þessu máli þar sem Akureyrarbær var meirihlutaeigandi í ÚA á þeim tíma sem málsmeðferðin stóð yfír. Einn- ig hefur málið verið rætt við Jón Þórðarson, stjórnarformann MHF og ÚA, þar sem á það hefur verið bent að kæra MHF myndi ekki ná fram að ganga; kvótaúthlutunin stæði óhögguð. Viðbrögð bæjaryfirvalda á Ak- ureyri hafa engin verið og stjórn MHF og framkvæmdastjóri hafa óhikað fylgt kærumálinu eftir. Eig- endur Samheija telja framferði meirihluta bæjarstjórnar Akur- eyrar, stjórnar MHF og ÚA sem og framkvæmdastjóra MHF, með ólíkindum í þessu máli. Hlutur bæjaryfirvalda i að skaða starfsemi þessara fyrirtækja á erlendri grund er forkastanlegur. Úrskurður stjórnsýsludómstóls- ins kemur ekki á óvart; stöðugleiki mun áfram ríkja við úthlutun þess- ara veiðiheimilda." DEILA er risin í borgarstjórn um hvort leyfa eigi breytingu á deilu- skipulagi við Hverfísgötu og sam- þykkja ósk lóðareiganda við Baróns- stíg 2-4 um nýja innskeyrslu að henni. Lóðareigandinn hefur leigt 10-11 verslunum húsnæði til að þar sé hægt að opna nýja matvöruversl- un. Borgarfulltrúar D-listans gagn- rýndu meirihlutann harðlega, meðal annars fyrir þær sakir að málið hafí tekið óeðlilega langan tíma í meðför- um. í bókun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, segjast þeir gagn- rýna harðlega málsmeðferð alla. Versti kosturinn valinn „Nú eru þrír mánuðir síðan mál þetta var lagt fram í skipulags- nefnd. Umferðarnefnd hefur þegar fallist á aðkomu frá Hverfísgötu og það er samdóma álit embættismanna borgarverkfræðings og Borgar- skipulags, að sú leið sem sótt er um sé til bóta frá því sem nú er. R-listinn hefur nú kosið að velja þá lausn, sem að mati embættis- manna er eina lausnin sem ekki kemur til álita, þ.e. að aðkoma að lóðinni verði frá mótum Barónsstígs og Hverfisgötu. Auk þess er þessi aðkoma versti kosturinn vegna slysahættu," segir meðal annars í bókuninni og umrædd vinnubrögð séu að mati borgarfulltrúa D-listans ekki til þess fallin að auka tiltrú á stjórnsýslu borgarinnar. í umræðum í borgarstjórn kom fram í máli Guðrúnar Ágústsdóttur, formanns skipulags- og umferðar- nefndar Reykjavíkurborgar, að á þessu svæði liggi fyrir staðfest deili- skipulag og þar sé ekki gert ráð fyrir innkeyrslu af Hverfísgötu á þessari leið heldur íbúðabyggð eftir endilangri götunni. Einnig hafí SVR lagst gegn slíkum breytingum, á þeim forsendum meðal annars að slík innkeyrsla torveldi tvístefnu um Hverfisgötu. Pólitísk lykt af málinu Eiríkur Sigurðsson einn eigenda 10-11 kveðst telja málið snúast um hvort skapa eigi versluninni viðund- andi aðstöðu eða ekki. Verslunin muni verða opnuð í febrúar eða mars, og bílastæði henni samfara séu bæði miðbænum og næsta ná- grenni til góðs. „Þegar rætt var við ráðamenn borgarinnar um þessa hluti í vor og sumar virtust engin vandkvæði vera á að fá leyfi, en núna er komið annað hljóð í strokk- inn. Mér finnst mjög óeðlilegt að svo sé, ekki síst miðað við þær athugan- ir sem við höfum gert. Þannig telja þeir fagmenn sem við höfum leitað til varðandi ráðgjöf um umferðar- þáttinn, að núverandi akstur út á Barónsstíg sé í raun stórhættulegur, en okkar lausn sé bæði einfaldari og þægilegri, auk öryggissjónarm- iða,“ segir Eiríkur. Hann kveðsttelja vinnubrögð borgaryfirvalda sæta furðu og hann skilji ekki hvaða sjón- armið búi að baki. „Ég tel málið afskaplega óeðlilegt í alla staði og því miður er pólitísk lykt af máls- meðferðinni að mínu mati,“ segir hann. Eiríkur kveðst ekki trúa því að lyktir málsins verði þær að beiðni um innkeyrslu verði hafnað, og hann sé reiðubúinn að fara eins langt og hægt er með málið. Morgunblaðið/Árni Sæberg DEILT er um það í borgarstjórn hvort eigi að heimila aðkeyrslu frá Hverfisgötu að nýju verslun- inni, sem verður í portinu bak við húsið sem sést fremst á myndinni. Yfirmaður kvótamála í Þýskalandi segir niðurstöðu dómstóls engu breyta um f orsendu skiptingar Þuifum aðeíns að i’ökstyðja ákvarð- anir okkar betur Giinter Drexelius, yfírmaður landbúnaðar- og matvæla- stofnunar Þýskalands, segir að hann gæti sætt sig við niðurstöðu máls þess, sem útgerðarfyrirtækið Mecklen- burger Hochseefíscherei höfðaði á hendur stofnuninni vegna skiptingar kvóta þessa árs. Hún breytti í raun engu um forsendur þess hvemig kvótanum var skipt, fyndi einungis að því að skiptingin hefði ekki verið nægilega rökstudd. MATHIAS Roggentin, dómari við stjórnsýslu- dómstólinn í Hamborg, sagði í gær að ekki væri um úrskurð að ræða í málinu, heldur hefðu málsaðiljar komist að samkomulagi eft- ir langar viðræður á miðvikudag. Að sögn Joachims Pradels, blaðafulltrúa dómstólsins, sendi dómstóllinn ekki frá sér úrskurð: „Málið var til iykta leitt eftir að rétt- urinn hafði greint frá afstöðu sinni. Dómstóll- inn lýsti yfír því að rangt hefði verið farið að þegar aflaheimildirnar í þessu máli og aðeins í þessu afmarkaða máli hefðu verið ákveðnar. Um leið var sagt að dómurinn mundi ekki skera úr um það hvernig væri rétt að skipta aflaheimildunum. Það væri komið undir Land- búnaðar- og matvælastofnun Þýskalands. Dómurinn hefði hins vegar ekki getað ákveðið hvemig ætti að skipta kvótanum, heldur aðeins getað sagt að skiptingin hefði verið ófullnægjandi og skipað embættinu að skipta aflanum að nýju. En það að rétturinn skyldi iýsa þessu yfir dugði öllum þeim, sem hlut eiga að málinu, þannig að þeir sögðu að af þeirra hálfu væri þetta afgreitt mál og við- komandi yfirvöld mundu framvegis viðhafa önnur vinnubrögð." Breytir engu Drexelius, sem hefur yfirumsjón með skipt- ingu kvótans, sagði að meðferð stjórnsýslu- réttarins á þessu máli mundi því engu breyta um kvótaskiptingu fyrir næsta ár. Að sögn Drexeliusar var í raun ekki fallist á þau rök Mecklenburger að reglur hefðu verið hundsaðar við kvótaskiptinguna og horft fram hjá flotastærð og veiðigetu. Rétturinn hefði reyndar komist að þeirri niðurstöðu að kvótaskiptingunni hefði verið ábótavant en að því leyti einu að hún hefði ekki verið nægi- lega rökstudd. Þetta mál snerist um þorsk. Ef úthluta ætti einni útgerð stærri þorskkvóta yrði sama útgerð að sætta sig við minni kvóta af öðrum tegundum og rétturinn hefði stað- fest það. Útgerð gæti ekki krafist aukins kvóta af einni tegund án þess að það hefði áhrif á kvóta af öðrum tegundum. Hins vegar yrði kvótaskipting næsta árs rökstudd með þeim hætti sem um hefði verið talað fyrir réttinum í Hamborg. Einn þáttur ekki nægilega skýrður Pradel sagði að einn þáttur, sem legið hefði til grundvallar skiptingunni, hefði ekki verið skýrður nægilega eða rökstuddur og því mætti segja að fallist hefði verið á málflutning Mecklenburger að hluta til. „Upp á þótti vanta að sýnt væri fram á fjárhagslega neyð eins aðiljans, Deutsche Fischfangst Union, sem naut forgangs," sagði Pradel. „Ástæðan var sögð sú að rekstur þess fyrirtækis gengi ljárhagslega illa, en ekki var sýnt nægilega vel fram á það. Þetta var einn þáttur. Aðrir þættir voru þessir: áhrif breyt- inga vegna aðlögunar að tilskipunum Evrópu- sambandsins auk þess sem sýna þurfti fram á til dæmis hvort takmarkanir vegna breyt- inga á alþjóðlegum vettvangi hefðu bitnað á einni útgerð umfram aðra - en hún hefði þá átt að njóta forgangs, en ef svo er ekki og takmarkanirnar bitna jafnt á öllum, eins og venjulega gerist, þá gilda þýsk lög, sem kveða á um að taka þurfi tillit til aflahlutar til þessa, veiðigetu viðkomandi útgerðar, flotastærðar og að sem best sé séð fyrir útgerðinni. Þetta eru þau atriði, sem kveðið er á um í forskrift ríkisins og þessi atriði þarf að kanna og það er ekki fyrr en rökstudd niðurstaða liggur fyrir að hægt er að skipta kvótanum." Skiptingin rædd um miðjan næsta mánuð Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvernig þeim úthafsveiðikvóta, sem Evr- ópusambandið úthiutar Þjóðveijum fyrir næsta ár, verður skipt. Drexelius sagði að í viðræðum um skiptinguna hefði ekki náðst samkomulag milli útgerðanna. Hann kvaðst ekki geta sagt til um það hvenær gengið yrði frá skiptingunni, en færi svo að veiðar hæf- ust á næsta ári án þess að kvótanum hefði verið skipt yrði miðað við kvótaskiptingu þessa árs til að byija með. Hann bjóst við að geng- ið yrði til viðræðna um skiptinguna að nýju um miðjan næsta mánuð og vonaði að í milli- tíðinni reyndu forustumenn útgerðanna að útkljá deilu sína. Mecklenburger Hochseefischerei, sem leit- aði til dómstóla vegna skiptingarinnar, er dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa í Rostock. DFFU er í Cuxhaven og á útgerðar- fyrirtækið Samheiji á Akureyri meirihluta í því. DFFU er með mestan hluta þýska úthafs- veiðikvótans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.