Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðstoðarframkvæmdastjóri Columbia Staðfesting samninga var ánægjulegt skref íslenzka sjónvarpið Heildar- kröfur 224 milljónir FUNDUR kröfuhafa íslenzka sjón- varpsins hf., eiganda Stöðvar 3, verð- ur haldinn í dag og frumvarp til nauðasamninga lagt fram til sam- þykktar. Að sögn Steinunnar Guð- bjartsdóttur, tilsjónarmanns fyrir- tækisins, nema lýstar samningskröf- ur rúmlega 224 milijónum króna. Gert ráð fyrir að um 80 milljónir verði greiddar í frumvarpi til nauðasamninga er gert ráð fyrir að kröfuhafar fái greitt 35% af kröfum sínum, en lægsta greiðsla verði 50.000 krónur. Því má gera ráð fyrir að um 80 milljón- ir króna verði greiddar upp í kröfurn- ar. Fáist samþykki tilskilins fjölda kröfuhafa fyrir nauðarsamningum verður leitað eftir staðfestingu Hér- aðsdóms á niðurstöðu fundarins. EKKI er hægt að heíja lokaundirbún- ing að fjármögnun væntanlegs álvers Columbia Ventures Corporation hér á landi fyrr en hafnarsamningur hefur verið staðfestur milli fyrirtæ.k- isins og íslenskra stjórvalda. Samningar milli Columbia, Lands- virkjunar og iðnaðarráðuneytis um raforku, lóð og fjármögnun voru staðfestir í London á þriðjudag og að sögn James F. Hensel, aðstoðar- framkvæmdastjóra Columbia, er búist við að hægt verði að staðfesta hafnarsamninginn 7. janúar en nokk- ur atriði séu þar ófrágengin. „Ég hef sagt áður að ákvörðun um að byggja álver á íslandi er í raun löng ferð þar sem taka þarf mörg smá skref áður en áfangastað er náð. Staðfesting samninganna var ánægjulegt skref en þegar hafn- Hafnar samning- þarf svo fjármögnun geti hafist arsamningurinn verður staðfestur munum við einbeita okkur að fjár- mögnuninni," sagði Hensel.. Hann sagði að unnið væri að und- irbúningi fjármögnunarsamninganna en ekki væri hægt að stíga öll nauð- synleg skref í þá átt fyrr en allir samningar við íslendinga lægju fyrir. Sanngjarnir samningar Hensel sagðist telja að þeir samn- ingar, sem þegar hafa verið staðfest- ir milli Columbia og Islendinga væru sanngjarnir viðskiptasamningar og gæfu samningsaðilum tækifæri til standa að framkvæmd sem væri öll- um í hag. „Við hjá Colúmbia erum þeirrar skoðunar að samningar þurfi að vera í allra þágu; annars séu þeir ekki þess virði að þeir séu gerðir. Við teljum að þessir samningar séu í beggja þágu og byggi því traustan grundvöll undir álver á íslandi,“ sagði Hensel. Hann sagðist ekki sjá neina sér- staka erfiðleika fyrir varðandi fjár- mögnun álversframkvæmdanna en það mál myndi þó skýrast nánar í næsta mánuði. Því stæði enn sú áætlun að fjármögnunarsamningar lægju fyrir í mars. Fundað með Dönum um lögsögu- mörk EMBÆTTISMENN frá íslandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi héldu á þriðjudag áfram í Kaupmannahöfn við- ræðum um afmörkun hafsvæð- anna milli íslands og Græn- lands annars vegar og íslands og Færeyja hins vegar. í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að viðræður hafi verið jákvæðar og gagnleg- ar og þeim verði haldið áfram í byijun næsta árs. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur vinna embættismanna fram til þessa einkum beinzt að því að meta stöðu málsins og sjá hvaða leið- ir eru færar til lausnar í deil- unni. Upplýsingum hefur verið safnað um lagalega stöðu ríkj- anna og er nú komið að því að lagt verði mat á þær upplýs- ingar, sem fyrir liggja. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hundur í Jósefínu ÞAÐ var hundur í henni Jós- fangadagur rennur brátt upp landsins hundar, en Jósefínu efínu í gær þ ví henni fannst og þá mun J ósefína fá sinn finnst Iifrarpylsa það bezta dálítið langttil jóla. En að- uppáhaldsmat eins og aðrir semhúnfær. Þingnefnd afgreiðir lífeyrisfrumvarp Pétur Blöndal skilar séráliti Þrír skrifa undir með fyrirvara PÉTUR Blöndal, Sjálfstæðisflokki, skrifar ekki undir breytingartillögur meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar við frumvarp um lífeyris- réttindi starfsmanna ríkisins, held- ur skilar hann sérstökum breyting- artillögum við frumvarpið. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðis- flokki, skrifar undir álit meirihlut- ans með fyrirvara og sagðist í sam- tali við Morgunblaðið styðja breyt- ingartillögur Péturs Blöndals. í tillögum Péturs er m.a. gert ráð fyrir að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins láti árlega fara fram tryggingafræðilega at- hugun á fjárhag sjóðsins. Trygg- ingafræðingur skuli meta hver ið- gjaldsprósenta launagreiðanda þurfi að vera fyrir hvora deild sjóðsins um sig og iðgjaldsprósent- an verði að lágmarki 6% af ið- gjaldsstofni deildarinnar. Þó skuli hún hækkuð ef þörf krefur þannig að hrein eign deildarinnar til greiðslu lífeyris ásamt núvirði væntanlegra iðgjalda til deildar- innar séu á hverjum tíma jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris. Þá vill Pétur að tryggingafræðingur meti áfallna skuldbindingu sjóðsins um- fram uppreiknaða eign hans vegna sjóðfélaga sem höfðu áunnið sér rétt við gildistöku laganna og geri tillögur til stjórnar um skiptingu skuldbindingarinnar á launagreið- endur eftir ákveðnum reglum. Vilja að ASÍ-félagar hjá ríki fái sama rétt Ágúst Einarsson og Jón Baldvin Hannibalsson, þingmenn Þing- flokks jafnaðarmanna, skrifa undir álit meirihlutans með fyrirvara um að stjórnvöldum beri að sjá svo um að starfsmenn ríkisins sem eru inn- an ASÍ fái sömu lífeyrisréttindi og öðrum ríkisstarfsmönnum eru tryggð með frumvarpinu. Aðrir stjórnarþingmenn sem og stjórnar- andstæðingar í nefndinni skrifa undir meirihlutaálitið án fyrirvara. 7 teknir með fíkniefni Breytingar á frumvarpi ríkisstjórnar um lífeyrisrétt opinberra starfsmanna Andstaða samtaka vinnumarkaðar óbreytt Forseti ASÍ segir að tryggja þurfi öllum landsmönnum sama rétt LÖGREGLAN handtók 7 manns í íbúð við Hverfisgötu í fyrrinótt. í íbúðinni fundust fíkniefni og tæki til neyslu þeirra. Sjömenningarnir voru fluttir í fangageymslur og tók fíkniefnalög- reglan við rannsókn málsins í gær- morgun. ANDSTAÐA Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitendasambands íslands við frumvarp ríkisstjórnar- innar um lífeyrisréttindi starfs- manna ríkisins eru óbreytt þrátt fyrir þær breytingar sem efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur gert á frumvarpinu. „Eftir sem áður er gert ráð fyr- ir fullri ríkisábyrgð," segir Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. „Við beindum því mjög ákveðið til þingnefndarinnar og fulltrúa stjórnarflokkanna að sett yrði að minnsta kosti þak á iðgjal- dagreiðslur ríkisins, þar sem allir sem að þessu koma virðast vera svo sannfærðir um að iðgjaldið muni ekki hækka heldur frekar lækka, en okkar áhyggjur eru á hinn veginn. Við teljum óeðlilegt og óviðunandi að ríkissjóður taki á sig áratuga langa ábyrgð á því að raunvextir fari aldrei niður fyr- ir 3,5%, að lífslíkur aukist ekki, að örorka verði ekki meiri en 50% af því sem gerist í Danmörku, að ríkisstarfsmenn geri ekki annað tveggja að hefja töku lífeyris við 65 ára aldur og haldi áfram starfi eða fresti töku lífeyris fram til 70 ára aldurs,“ segir hann. „Við höfum líka af því mjög þungar áhyggjur að það muni hafa áhrif á kröfur opinberra starfs- manna í komandi kjarasamningum að ráðstöfunartekjur þeirra verða skertar að meðaltali um 1,6% með þessari gjörð,“ segir Þórarinn. „Þarf að tryggja öllum landsmönnum þennan rétt“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að samtökin muni ganga eftir því við stjómvöld í tengslum við kjaraviðræðumar að launafólki á almennum vinnumarkaði verði tryggður sami réttur og frumvarpið tryggir opinberum starfsmönnum. „Við völdum ekki þann kostinn að fara að velta fyrir okkur ein- stökum greinum frumvarpsins heldur frumvarpinu í heild sinni eins og kemur fram í okkar um- sögn um frumvarpið. Sú afstaða er einfaldlega óbreytt,“ segir Grét- ar. „Við lítum svo á að stjórnvöld séu með þessari væntanlegu lög- gjöf að móta hér stefnu í lífeyris- málum til framtíðar og teljum að gefi augaleið að það þýði að það þurfi að tryggja öllum landsmönn- um þennan rétt,“ segir hann. „Við trúum því ekki fyrr en við sjáum löggjöfina afgreidda að þetta eigi ekki að ná til félags- manna okkar sem starfa hjá ríkinu og í annan stað gerum við þá kröfu til stjórnvalda að þau tryggi okkar fólki á almennum markaði þennan rétt líka,“ segir Grétar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.