Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997 Útboð borgarinnar benda ekki til þenslu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri gagnrýndi, við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar á fundi borgarstjórnar, hversu seint breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafi komið fram. Sagði borgarstjóri að nýleg útboð á vegum borgarinnar bentu ekki til þenslu eða verðbólgu í þjóðfé- laginu. í máli borgarstjóra kom meðal annars fram að áætlaðar skatttekjur hækka um 165 millj. samkvæmt breytingatillögum vegna leiðréttinga milli umræðna um fjárhagsáætlun borgarinnar. Þar af hækka áætlaðar tekjur vegna staðgreiðslu útsvars um 125 millj. og byggðist sú breyting á endurskoðaðri útkomuspá auk þess sem tekið væri tillit til áætlaðrar hækkunar á skatttekjum vegna 0,09% hækkunar útsvarshlutfalls vegna viðbótarkostnaðar sveitarfé- laga af lífeyrissjóðsskuldbindingum grunnskólakennara. Breytingin byggðist á yfirlýsingu fjármála- og félagsmálaráðherra og formanni og framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga. í þeirri yfírlýsingu væri tekið á fleiri þáttum í fjármála- legum samskiptum ríkis og sveitarfé- laga en ekki hefði gefíst ráðrúm til að meta áhrifin á einstaka liði fjár- hagsáætlunar næsta árs. „Ég hlýt hins vegar að gagnrýna það hversu seint þessi yfírlýsing er fram komin og lýsa því sem minni skoðun að það sé leiðinlegur plagsiður í samskiptum ríkis og sveitarfélaga að ganga ekki frá málum, sem varða fjárhag sveit- arfélaganna, fyrr en á elleftu stundu og þá með þeim hætti að einstök sveitarfélög koma þar mjög lítið nærri og standa oftar en ekki and- spænis gerðum hlut,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Sagði borgarsjóri að í yfirlýsing- unni kæmi fram að stefnt skyldi að því að sveitarfélög kostuðu alfarið vistun fatlaðra forskólabarna frá og með áramótum og að frá sama tíma myndi ríkissjóður alfarið kosta stofn- kostnað og viðhald sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Ekki væri Ijóst með hvaða hætti þessi skipting væri til komin. Þá vekti furðu að hvergi væri minnst á lækkun innheimtu- gjalds vegna staðgreiðslu en sveitar- félög greiða 0,5% af innheimtu út- svars í innheimtuþóknun til ríkis- sjóðs. Sagði borgarstjóri að það hlyti að vera skýlaus krafa að hlutfall inn- heimtugjalds yrði lækkað frá og með ársbyijun. Forgangsröðun Borgarsjóri vék að tillögum um forgangsröðun verkefna og sagði til- lögurnar fjórþættar. Lögð væri sér- stök áhersla á eflingu grunnskólans með markvissum stuðning við yngstu bömin við upphaf skólagöngu, ráð- Morgunblaðið/Halldór INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir hlýðir á umræður i borgar- stjórn í gær. gjöf á unglingastigi, aukið svigrúm í skólastarfi og tekið yrði á vímuefna- málum með sértækum hætti á næsta ári. Sagði borgarsjóri að tillögurnar bæru með sér skýran vilja til að styrkja stöðu miðbæjarins með auk- inni fjölbreytni í lista- og menningar- starfsemi, bæði í Hafnarhúsinu og í nýju Safnahúsi. Unnið yrði markvisst að því að draga úr atvinnuleysi og sérstök áhersla yrði lögð á verkefni fyrir ungt fólk án bótaréttar og lang- tímaatvinnulausa. Loks yrði haldið áfram að efla almenningssamgöngur í borginni. Engar nýjar lántökur Fram kom hjá borgarstjóra að í bréfí til þigmanna Reykjavíkur vegna meintra áhrifa fjárhagsáætlunar Reykjavíkur á þenslu og verðbólgu í þjóðfélaginu væri bent á að nýleg útboð á vegum borgarinnar bæru ekki með sér að þenslu væri farið að gæta á útboðsmarkaði í borginni. Komi hið gagnstæða í Ijós á næsta ári sé sjálfgefið að borgin mun endur- skoða framkvæmdaáætlun sína enda myndu tilboð, sem væru umfram kostnaðaráætlanir ekki rúmast innan fjárhagsramma borgarinnar. „í fjár- hagsáætlun borgarinnar er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum, í fyrsta sinni í fjöldamörg ár, og munu borgaryfirvöid gera það sem í þeirra valdi stendur til að halda sig við þá áætlun," sagði Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri sagði að flest benti til að framkvæmdir ríkisins í vega- málum á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári yrðu skornar niður. „Spá- dómar um þenslu hafa sett mark sitt á alla umræðu um fjárlög ríkis- ins og verið tilefni til niðurskurðar á framkvæmdum á suðvesturhorni landsins," sagði borgarstjóri. „Þeir kunna að eiga við rök að styðjast en þá og því aðeins að verði af fyrir- huguðum álversframkvæmdum á Grundartanga.“ Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Skuldir aukast þrátt fyrir auknar tekjur Morgunblaðið/Halldór ÁRNI Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulitrúar D-listans bera saman bækur sínar á borgarstjórnarfundinum í gær. VIÐ síðari umræðu um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997 kom fram í máli Árna Sigfús- sonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, að þrátt fyrir auknar tekjur borgar- sjóðs í góðæri nýtti R-listinn ekki það svigrúm sem skapast til að greiða niður skuldir. Benti hann á að 550 millj. rynnu í borgarsjóð vegna 26% hækkunar á fasteignagjöldum með svokölluð- um holræsaskatti, 600 millj. kæmu til vegna borgarfyrirtækja sem hækkað hafa álögur á borgarbúa og aukinn arður Landsvirkjunar án þess að reikningar til borgarbúa lækkuðu. Loks væri beitt 800 milijóna króna bókhaldsblekkingu. „Þrátt fyrir þessar staðreyndir munu skuldir aukast á árinu," sagði hann. Úr einum vasa í annan Ámi sagði augljóst að R-listinn hefði séð fram á að í fjárhagsáætlun fyrir árið 1997 yrði 800 millj. gat. Gripið hefði verið til þess að borgin stofnaði félag, sem tæki 800 millj. króna lán. Félagið, sem áfram yrði í eigu borgarinnar, keypti eignir, 220 leiguíbúðir, af borgarsjóði sem hagn- aðist samkvæmt bókfærslu um 800 millj. „Þessi hugmynd með aðgrein- ingu á fasteignum borgarinnar með sérstökum rekstri er svipuð tillögum sjálfstæðismanna frá því í janúar og sú hugmynd er að okkar mati til bóta,“ sagði Árni. „Það breytir ekki þeirri staðreynd að bókhaldsleikur- inn, sem tekinn er upp í framhaldi af þessu og býr til 800 millj. í tekj- ur, er tilfærsla á peningum úr einum borgarvasa í annan og svo segir borgarstjóri að ekki sé gert ráð fyr- ir nýjum Iántökum." Árni sagði ljóst að lánið ættu íbúar sem búa í íbúðun- um að greiða og að húsaleigan myndi hækka um allt að 4-5.000 krónur fyrir hveija íbúð en flest þessara heimila byggju við þröngan kost. „Þessi síðasta heila áætlun R-list- ans er því villandi og meingölluð," sagði hann. „Hún ber merki þess að borgin selur eignir sínar, leggur á skatta og hækkar reikninga á borgarbúa til að standa undir dag- legum rekstri og framkvæmdum. Það er átakanlegt að allar þessar auknu áiögur á borgarbúa frá því R-listinn tók við völdum upp á rúm- ar 2,3 milljarða eru ekki nýttar til greiðslu skulda.“ Árni benti á að auknar tekjur frá Landsvirkjun væru ekki nýttar til að lækka raforkuverð eða til að lækka arðgreiðslur Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Það gerði 1,6 milljarða króna holræsaskattur ekki heldur. 600 millj. króna álögur á borgargbúa í formi hærri rafmagns- og hita- veitureikninga, vatnsskatts, bíla- stæðagjalda, hærri gjaldskrár stræt- isvagna og fleira nægðu ekki til að kosta aukin útgjöld R-listans. Auk þess nyti borgin tekna af sölu fyrir- tækja án þess að þær tekjur væru nýttar til að greiða skuldir. Pening- arnir færu þess í stað í embættis- mannakerfið sem þendist út. Leikskólar og hjúkrunarheimili Árni sagði að 1.800 börn væru á biðlista eftir leikskólum hjá borg- inni. „Það kostar 1,2 millj. að byggja hvert pláss og það kostar 240 þús- und að reka það á hveiju ári,“ sagði hann. „R-listinn afnam heimgreiðsl- ur til foreldra og hefur hafnað tilög- um okkar um að skoða þær betur. Nú eru 228 á biðlistum eftir hjúkrun- arrými, en þeir voru 136 í fyrra og það eru aðeins 49 hjúkrunarrými að bætast við á næsta ári og þá á að byija að teikna lítið hjúkrunarheim- ili.“ Sagði Árni að sjálfstæðismenn hefðu jafnan lagt til að stuðlað væri að jafnari þróun í málaflokkum í stað þess að leggja háar upphæðir til einstaka málaflokka. Fastir í atvinnuleysi Yfirlýsingar um að draga úr at- vinnuleysi eru orðin tóm að sögn Árna. „Nú eru 37% atvinnulausra Reykvíkinga búnir að vera atvinnu- lausir í sex mánuði eða lengur,“ sagði hann. „Fyrir þremur árum var þessi hópur 17%. Hluti meinsins er að með stefnu R-listans er auðveld- ara að fá íjárhagsaðstoð frá Félags- málastofnun heldur en að fá vinnu.“ Sagði hann að skattahækkanir R-listans á fjölskyldur og fyrirtæki myndu lækka ráðstöfunartekjur heimila í borginni um 40-100 þús. við lok kjörtímabilisins. „Sú ofurá- hersla sem R-listinn leggur á að börn frá sex mánaða til tveggja ára verði vistuð á leikskólum með því að hafna tillögum um að foreldrar geti valið um að nýta fé frá borg- inni til að vera heima með börnunum hiuta úr degi eða allan daginn, er ekki aðeins dæmi um fjölskyldu- fjandsamlega stefnu, heldur mun hún einnig kosta borgarsjóð hundruð milljóna á næstu árum,“ sagði Árni. Onnur stefna Árni sagði að sjálfstæðismenn boðuðu allt aðra stefnu. „Tillögur okkar frá því að R-listinn tók við hafa aldrei varðað yfirboð,“ sagði hann. „Tillögur sjálfstæðismanna hafa alltaf miðað að skattalækkun- um og leiðum til að svara þeim með samdrætti og hagræðingu í rekstri. Slíkar tilögur eru lagðar fram nú sem fyrr.“ Sjálfstæðismenn leggja til að borgarstjórn leggi af holræsa- gjald á Reykvíkinga og í framhaldi verði fjárhagsáætlun borgarinnar endurskoðuð. Lagt er til að borgar- stjórn samþykki að fella niður heil- brigðisgjald þannig að fyrirtæki greiði í samræmi við þá þjónustu sem Heilbrigðiseftirlitið veitir. Lagt er til að borgarsjóður samþykki að nýta tæplega 90 millj. króna arð sem Landsvirkjun mun greiða Reykjavík- urborg á næsta ári til að lækka arð- greiðslur Rafmagnsveitu Reykjavík- ur í borgarsjóð um sömu tölu. Jafn- framt að Rafmagnsveitan nýti það svigrúm sem þannig skapast til að lækka rafmagnskostnað heimila í Reykjavík. Lagt er til að samþykkt verði tillaga um 200 þús. króna ár- lega greiðslu til foreldra sem velja að dvelja með börnnum sínum heima og 72 þús. króna greiðslu til for- eldra sem velja að hafa börnin sín hálfan dag á leikskóla. Loks er lagt til að samþykkt verði tillaga um að 15% tekna af sölu eigna Reykjavík- urborgar verði varið til þróunar- starfa og vísindakennslu í grunn- skólum borgarinnar. Skattalækkun og aukinn kaupmáttur Árni sagði tillögur sjálfstæðis- manna miða að skattalækkunum og auknum kaupmætti reykvískra fjöl- skyldna. Þeim þyrfti að mæta með 670 millj. hagræðingu og sparnaði í rekstri frá þeirri fjárhagsáætlun sem R-Iistinn boðaði. Til að svara tillögunum um 40-100 þús. lækkun skatta, miðað við kjörtímabil Reykja- víkurlistans, benti hann á hagræð- ingar- og sparnaðarleiðir sjálfstæð- ismanna: Heimgreiðslur til foreldra, sem velja að sinna börnum sínum heima, stuðla að lægri rekstrar- kostnaði og lægri byggingarkostnaði leikskóla. Áætlaður sparnaður um 145 millj. á næsta ári. Dregið verði úr nýframkvæmdum við holræsi sem nemi 160 millj. á næsta ári en við- haldsframkvæmdum við eldri hol- ræsi verði aukin um 30 millj. Bygg- ingaframkvæmdir við skóla verði endurskoðaðar með tilliti til hagræð- ingar. Stefnt verði að 10% í aukinni hagkvæmni miðað við þær tillögur sem eru um einsetningu en þær kosti milljarð á ári næstu fímm árin. Áætlaður sparnaður borgarinnar yrði 85 millj. Auknu fjármagni verði varið til betri mennta með hluta af tekjum af sölu fyrirtækja og eignum borgarinnar. Fjárhagsaðstoð Félags- málastofnunar verði endurskoðuð með það að markmiði að ákjósan- legra yrði að vinna en að njóta fjár- hagsaðstoðar. Fast framlag til að- stoðar yrði 595 millj. í stað 690 millj. miðað við áætlun R-listans. Embættismannakerfið verði einfald- að og Atvinnu- og ferðamálastofa lögð niður en þannig mætti draga saman um 30 millj. á næsta ári. Loks er gert ráð fyrir að megin- áhersla í hagræðingaraðgerðum borgarinnar verði endurskoðun á markmiðum með þjónustu Reykja- víkurborgar, þar sem Iögð yrði áhersla á að þrengja þjónustuhlut- verk borgarinnar og auka samstarf við félagasamtök og fyrirtæki. Skattafjárfestar Til sölu er ca. 576 fm atvinnuhúsnœði á jarðhœð í grónu atvinnuhverfi. Fasteignin er í tveimur einingum, en selst í einu lagi. Eignin er í mjög góðu ástandi og var gagngert endurnýjuð fyrir þremur árum. Mikið fylgifé. Eignin er í tryggri langtímaleigu og leigu- greiðslur 500.000.00 kr. á mánuði. Áhvílandl eru 10,5 millj. til 10 ára með 5% föstum vöxtum. Verðhugmynd er 43 millj. kr. Seljandi er tilbúinn til þess að taka leigugreiðslur upp í hluta kaupverðs. Hér er um að rœða kjörið tœkifœri fyrir fjárfesta og þá, sem þurfa að nýta sér skattafrádrátt. Allar upplýsingar veitir Ólafur Thoroddsen hdl. sími/fax 552 0841 milli kl. 10-18 nœstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.