Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR sem vísindi Vín BÆKUR Vín VÍSINDI, LIST eftir James Halliday og Hugh Johnson. Útgefandi: Staka, 1996. Þýðendur Friðjón Amason og Guðmundur A. Axelsson. BRETINN Hugh Johnson er vafalítið einhver þekktasti og áhrifamesti höfundur samtímans á sviði vínbóka. Johnson hefur ekki einbeitt sér að því að dæma vín líkt og Bandaríkjamaðurinn Robert Parker (þótt vissulega leggi hann mat á gæði einstakra framleiðenda í bókum sínum) heldur er hann yfirleitt í hlutverki uppfræðarans. Bækur Johnsons er flestar að- gengilegar og skemmtilega ritaðar þótt hann hiki ekki við á köflum að kafa djúpt ofan í sögu vínsins eða þá tækni er liggur að baki vín- gerðinni. Þekktustu rit hans eru líklega „litla“ og „stóra“ vínbókin hans. Hugh Johnson’s Wine Comp- anion, er nokkrum sinnum hefur verið endurútgefin og vasabókin Pocket Wine Companion, sem kem- ur út árlega. í Vín-vísindi, list (The Art and Science of Wine) sýnir Johnson á sér aðra hlið en flestir þekkja. Bók- in er rituð í samstarfi við ástralska víngerðarmanninn James Halliday og nálgast þeir í bókinni vín ekki fyrst og fremst út frá sjónarhóli neytandans, heldur framleiðand- ans, víngerðarmannsins. Líkt og Johnson segir í formála, þá er ætl- unin að varpa ljósi á þá valkosti sem víngerðarmanninum standa til boða, nú þegar líður að lokum tutt- ugustu aldarinnar. Rauði þráðurinn í gegnum bókina er líkt og titillinn gefur til kynna spurningin um það, hversu mikið ræðst af vísindum, tækni og þekkingu, og hversu mik- ið af innsæi víngerðarmannsins, reynslunni og listagáfunni? Bókinni er skipt í þijá hluta, þar sem ijallað er um vínekrumar, vín- gerðina og vínið sjálft eftir að í flöskuna er komið. Einn helsti styrkur Johnson’s er víðsýni hans og sú mikla reynsla er hann hefur öðlast í gegnum árið. Hann skoðar málið ekki út frá þröngu sjónar- horni heldur heildarmyndinni. Vín- framleiðsla í Búrgund og Bordeaux er honum jafnnálæg og í Chile eða Ástralíu. Hann virðir hefðina, reynsluna og söguna en lokar ekki augunum fyrir þeim framförum er bætt geta vínframleiðsluna jafnvel þótt þær stríði gegn ríkjandi hug- myndafræði. Vín - vísindi, list er um margt gífurlega forvitnilegt rit. Nálgunin er töluvert frábrugðin því sem gengur og gerist með vínbækur, sem er jafnt kostur sem löstur. Kostur vegna þess að höfundarnir kafa dýpra og skyggnast inn á svið sem alla jafna er einungis minnst á í framhjáhlaupi. Fyrir þá sem vilja vita aðeins meira um vín en landfræðilegan uppruna og þrúgutegund fá hér kjörið tækifæri til að setja sig inn í víngerðarheim- inn eins og hann er í dag. Hver er munurinn á framleiðslu léttra og þungra hvítvína, hvítvína og rauð- vína? Af hveiju er kampavín freyð- andi og hvað skilur að framleiðslu kampavína og freyðivína? Hvað ræður því hvemig vínið verður? Þeir Johnson og Halliday fara yfir flesta vínstíla heims og greina hvað gerir vínin að því sem þau eru. Helsti ókosturinn, fyrir hinn al- menna lesanda, er að umfjöllunin er á köflum mjög ítarleg og tækni- leg. Þetta er ekki bók sem hentar byijendum er vilja setja sig inn í einföldustu og algengustu atriði varðandi vín heldur rit fyrir þá er hafa einhveija smávegis forkunn- áttu. Það er ólíklegt að allir eigi auð- velt með að melta umfjöllun bókar- innar um tækni, plágur og pestir eða vökvun vínviðarins. Líklega verður lesandi að vera haldinn tölu- verðum vínáhuga til að komast í gegnum þá. Hins vegar ættu menn ekki að láta það fæla sig frá lestri bókarinnar heldur nálgast hana með réttu hugarfari. Þetta er ekki fyrst og fremst bók til að setjast niður með og lesa spjaldanna á milli heldur uppflettirit til að lesa kafla og kafla í og nota til að svara spurningum er upp kunna að koma. Sem kennslubók í vínfræðum er þetta kjörin bók. Mikinn fjölda fallegra og lýsandi litmynda er að finna í bókinni og eykur það gildi hennar til muna. Þær bæta ýmsu við það sem í text- anum er sagt og gera bók þessa þar að auki að fallegum og eiguleg- um grip. Texti er nokkuð þéttur á síðum, þýðing þokkaleg en ekki alltaf nógu lipur. Þá truflaði mig það ósamræmi sem er á rithætti erlendra nafnorða, til dæmis varð- andi stóran upphafsstaf. Yfirleitt er stuðst við þá reglu að nota stór- an staf sé það gert á frummálinu en sú regla er brotin er kemur að þrúguheitum, Cabernet Sauvignon, Riesling o.s.frv. Yfirleitt hafa þýð- endur þó skilað ágætu verki, ekki síst í ljósi þess að hér er fjallað tæknilega um svið, þar sem oft er engin íslensk málhefð til staðar, sem hægt er að grípa til. Steingrímur Sigurgeirsson Risaferskjan og Jói litli FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 35 Rolex - heimsþekkt hágæðaúr. Þar sem saman fer frægð og fágun. Hið eftirsótta Rolex eftirlit með nákvæmum Datejust-úr ber nafn- tímamælum. Eins og bótina „Chronométre“ flest það sem ótvírætt en þá viðurkenningu ... beraföðru erúrið veitir opinber Mlu mjög látlaust og þar stofnun í Sviss ” sem annast ROLEX með enn fallegra. í Austurstræti Spariskór m/öklabandi Tegund: B-5604 Verb ábur:-5995;- Ver& nú: 1.995,- Stærbir: 36-41 BÓKMENNTIR Barnabók JÓI OG RISAFERSKJAN Eftir Roald Dahl. Árni Árnason þýddi. Mál og menning, 1996 -151 s. ROALD Dahl er vel þekktur fyr- ir ýkjusögur sínar. Má þar nefna söguna um Matthildi og um Jóa og sælgætisgerðina, hvoru tveggja mjög ýktar frásagnir þótt ólíkar séu. Sagan um risaferskjuna er í sama flokki, ótrúleg saga og óraun- veruleg en skemmtilega ýkt sem fram kemur í stærð hlutanna. Sagan um risaferskjuna segir frá Jóa sem er munaðarlaus drengur. Endalok foreldra hans urðu þau að gríðarstór nashyrningur slapp út úr dýragarði og át þau upp til agna! Þá er drengurinn sendur í burt með náttföt og tannbursta sem sína ein- ustu veraldlegu eign. Hann flyst búferlum inn á heimili þar sem búa frænkur hans tvær, en þær eru einu manneskjurnar sem hann á að. Frænkur hans, þær Bredda og Bryðja, eru sannkölluð óféti. Þær misþyrma drengnum andlega og líkamlega fyrir utan það að vera forljótar og svakalegar á allan hátt. Jói litli á mjög bágt en eitt kvöldið hittir hann galdramann sem lætur hann fá poka með þúsund litlum grænum ögnum. Jói á að drekka þessar agnir til að fá úr þeim kraft- inn en tekst ekki betur til en svo að hann dettur með pokann og agnirnar renna allar niður í jörðina. Þar verða þær að næringu fyrir gamalt og hálfdautt ferskjutré. Krafturinn er svo mikill að tréð elur af sér risaferskju sem stækkar og stækkar þar til hún er orðin stærri en hús. Þegar ferskjan fer af stað niður brekkuna kremur hún frænk- urnar undir sér. „í slóð hennar lágu þær Bredda og Bryðja útflattar á grasflötinni, þunnar og lífvana eins og dúkkulísur klipptar út úr mynda- bók“ (s. 54). Segir ekki meira af þeim frænkum. Ferskjan verður heimkynni Jóa og hún er byggð fleirum en honum einum. Þar eru kónguló, glóormur, margfætla, silkiormur, engispretta, maríubjalla og ánamaðkur. Allt eru þetta risastórar skepnur og er engi- sprettan t.d. á stærð við hund. Líf- ið í ferskjunni er hið undarlegasta. Fyrst sigla þau á hafinu en þegar hákarlar ráðast að ferskjunni og naga hana í sig tekst þeim að koma böndum um háls nokkur hundruð máva sem hefja ferskjuna á loft. Síðan fljúga þau um víðan geiminn og lenda í alls kyns ævintýrum en alltaf er það Jói sem getur komið með tillögur að lausn á vandanum. Hann er hugsuðurinn sem leiðir furðudýrin og ferskjuna til farsælla endaloka. Þýðingin er lipur og ber ekki keim af frummálinu. Textinn er dálítið upphafinn og tilgerðarlegur í munni einstakra dýra eins og vera ber en orðaforðinn er auðugur og hreint ekkert barnamál. Þýðanda er ekki orða vant í glímunni við frumtextann og sagan geislar af orðgnótt. Hluti textans er í bundnu máli. Bredda og Bryðja yrkja brag um fegurð sína og gæði. Margfætl- Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. an syngur sælusöng um ferskjuna og hversu bragðgóð hún er, auk þess sem langur bragur er um alla íbúa ferskjunnar. Þessir textar eru skemmtilega saman settir, vísurnar hafa endarím og orðalag er fjöl- breytt og í anda höfundar. Þó er sá galli á mörgum vísunum að í þær vantar stuðla og höfuðstafi. Það er svo sterk hefð í íslenkri ljóðagerð að saman fari stuðlar og höfuðstaf- ir að mér finnst það spilla annars góðri ljóðaþýðingu að þetta skuli ekki hafa verið vandað betur því aðeins vantar herslumuninn. Sigrún Klara Hannesdóttir Litur: Dökk, dökk vínrautt AtK: Sérlega vandaðír, úr leðrí og leðurfððraðír Póstsendum samdægurs Toppskórinn 1 1 Austurstræti 20, sími 552 2727 ISLENSKI FJARSJOÐURINN H F. FUNDARBOÐ Stjórn Islenska fjársjóðsins hf. boðar til hluthafafundar föstudaginn 27. desember kl. 11.00 að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, Reykjavík. Dagskrá: 1. Tillaga um heimild til stjórnar um útgáfu nýs hlutafjár. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillagan liggur frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Islenska íjársjóðsins hf. , LANDSBRÉl Hl:. 7^4*- »/íh. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANOS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.