Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTTAR ÁHERSLUR UTAN- RÍKISÞJÓNUSTU RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að tillögu utanríkis- ráðherra að utanríkisþjónustan veiti skilgreinda viðskiptaþjónustu í sendiráðum erlendis. Jafnframt hefur verið ákveðið að Útflutningsráð hætti rekstri viðskipta- skrifstofa utan landsteina. Komið verður á fót samstarfs- nefnd ráðuneytis og Útflutningsráðs til að samhæfa við- skiptaþjónusta þessara aðila. Ráðnir verða tveir viðskiptafulltrúar til utanríkisþjón- ustunnar, annar til starfa í Bandaríkjunum, hinn í Evr- ópu. Þá mun ákveðið að ráða Kínverja til starfa á þess- um vettvangi í Kína og Rússa í Rússlandi. Veitt verður til þessa verkefnis 25 m.kr. á næsta ári og gert er ráð fyrir að starfsemin verði komin í fullan gang um mitt það ár. Með þessum breytingum er stefnt að því að sendiráð- in veiti fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum aukna þjónustu, einkum á verkefnagrundvelli, og að greiðsla komi fyrir í samræmi við umfang verkefnisins. Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að stefnt væri að því að nýta betur í þessum til- gangi net sendiráða og ræðismanna vítt um veröld. Haldin hafi verið ráðstefna með viðkomandi starfsfólki utanríkisþjónustunnar fyrir um það bil ári, þar sem áherzla hafi verið lögð á að kynna þá möguleika sem ísland hafi að bjóða á viðskiptasviðinu. „Við höfum ver- ið að vinna að þvi í utanríkisráðuneytinu,“ sagði ráðherr- ann, „að reyna að skipuleggja hvernig við getum nýtt þetta net betur í þágu íslenzks viðskiptalífs og ég er ekki í nokkrum vafa um að það getur verið mikill ávinningur í þessu fólginn.“ Aukin áherzla á viðskiptaþáttinn í utanríkisþjón- ustunni er tímabær og fagnaðarefni. Viðskiptavæðing utanríkisþjónustunnar felur í sér aðlögun að nýjum að- stæðum í alþjóðaviðskiptum - og vaxandi hagsmunum okkar á þeim vettvangi. Fáar þjóðir eru jafn háðar milli- ríkjaverzlun og íslendingar: Flytja út jafn stóran hluta eigin framleiðslu - og inn jafn hátt hlutfall meintra nauðsynja. Þau kjör, sem hveiju sinni nást í milliríkja- verzlun, setja því afgerandi mark á lífskjör okkar. ÁTAK í SKÓGRÆKT OG LANDGRÆÐSLU RÍKISSTJÓRNIN HEFUR tilkynnt um aðgerðir til að auka skógrækt og landgræðslu. Sérstakt átak verð- ur skipulagt í þessu skyni næstu fjögur árin og verður varið til þess 450 milljónum króna og kemur það til viðbótar þeim verkefnum, sem áður hafa verið ákveðin. Guðmundur Bjarnason, umhverfis- og landbúnaðar- ráðherra, kynnti áætlunina í fyrradag, en samkvæmt henni hækka opinber framlög í áföngum til landgræðslu óg skógræktar úr 253 milljónum króna í ár upp í 403 milljónir árið 2000. Nemur hækkunin 59%. Einn tilgang- ur átaksins er að auka bindingu koltvíoxíðs í gróðri um 100 þúsund tonn frá því sem var árið 1990, en talið er að bindingin frá þeim tíma nemi 50-60 þúsund tonnum. íslendingar eru skuldbundnir til að auka ekki koltvíoxið í andrúmsloftinu umfram sem það var 1990 samkvæmt rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar. Augljóst er, að einhver bezta leiðin til að ná þessu markmiði er aukin skógrækt og landgræðsla, því sú leið stuðlar að fegrun lands og dregur úr þeim mikla upp- blæstri lands, sem er geigvænlegt vandamál hér á landi. Hluti átaksins verður unninn í samráði við bændur, sem hafa haft vaxandi áhuga á skógrækt, bæði til fram- tíðar nytja og landbóta. Ræktun nytjaskóga á Suður- landi verður sérstakt verkefni og höfð verður hliðsjón af reynslunni sem hefur fengizt af ræktun héraðsskóga á Austurlandi. Hér er um jákvætt framtak að ræða. Auk þess sem við stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar með þessu átaki bætum við landið, sem við búum í. TALIÐ er að allt að 35 þúsund manns hafi komið í Kringluna í fyrradag. í SLENDIN GAR K GLAÐIR FYRIR J ÞEGAR einungis fjórir dag- ar eru til jóla er jólaversl- unin í algleymingi. Jóla- verslunin fór heldur seinna af stað í ár heldur en oft áður og ekki var laust við að kaup- menn væru áhyggjufullir fram eftir miðjum desembermánuði. Síðustu daga tók verslunin mikinn kipp og ein skýringin á því hversu seinir landsmenn voru að taka við sér eru mikil veikindi sem heijað hafa að undanförnu. Eins skipti töluverðu máli að nýtt greiðslukortatímabil byijaði tæpri viku seinna fyrir þessi jól heldur en í fyrra. Eigendur fataverslana eru al- mennt ánægðir með sinn hlut fyrir þessi jól og telja að verslunin sé heldur meiri í ár heldur en í fyrra. Hljóðið er ekki eins gott í eigend- um raftækjaverslana sem segja að verslunarferðir íslendinga til út- landa hafi mikil áhrif og salan hafi dregist heldur saman síðustu þijá mánuði ársins. Erfitt sé að keppa við Fríhöfnina í Leifsstöð þar sem engin virðisaukaskattur og vöru- gjöld séu lögð á vöruna þannig að sama varan geti verið allt að helm- ingi ódýrari í Fríhöfninni heldur en 5 öðrum verslunum á íslandi. í verslunum með tölvur og fylg-i- hluti þeirra virðist salan hafa verið fremur dræm fyrri hluta ---------- mánaðarins en búist er við sölukipp síðustu dagana fyrir jól líkt og undanfarin ár. Allt sem tengist alnet- inu, svo sem mótöld, selst mjög vel og tölvuleikir fyrir einkatölvur. Meira verslað Þrátt fyrir að rúmlega 20 þúsund íslendingar hafi farið í helgarferðir til útlanda á síðustu þremur mánuðum er hljóðið yfirleitt gott í kaupmönnum fyrir þessi jól. Guðrún Hálfdánardóttir heyrði hljóðið í kaupmönnum. Innkaupa- ferðirtil út- landa hafa mikil áhrif urður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, segir að þrátt fyrir að rúmlega 20 þúsund íslendingar hafi farið í borgarferðir í haust séu kaupmenn um allt land á því að salan sé betri fyrir jólin í ár heldur en oft áður og þeir eigi von á að helgin framundan verði góð söluhelgi. Kaupmenn, sem bæði reka versl- anir í Kringlu og á Laugavegi, segja að mun meira sé verslað í Kringl- unni en á Laugaveginum og dæmi séu um það að verslunareigendur á Laugavegi bæti ekki við starfsfólki fyrir þessi jól vegna þess hve lítið sé að gera og í raun hafi verslunin fyrst farið á stað í vikunni sem nú er að líða. Eða eins og einn kaup- maður orðaði það: „Fólk er að kaupa það núna sem ekki gafst tími til að kaupa í verslunarferðinni til út- landa í haust. Minn helsti sam- keppnisaðili er ekki hérlendis heldur -------- eru það verslanir á Bret- landseyjum sem ég þarf að keppa við. Það segir sig sjálft að þegar fulltrú- ar 15-17 þúsund Ijöl- skyldna fara árlega til útlanda að versla þá miss- búðirnar. Aftur á móti eru kaup- menn fljótir að átta sig á því að um íslendinga sé að^ ræða þegar innkaupin hefjast. íslendingarnir versli yfir höfuð mjög mikið og þá einna helst leikföng og fatnað.“ Þó að íslendingar kaupi mikið af leikföngum erlendis þá er Jón Páll Grétarsson, eigandi leikfanga- verslunarinnar Leikbær, mjög ánægður með söluna fyrir þessi jól og telur að hún sé um 20-30% meiri heldur en í fyrra. Þar skipti miklu að leikföng hafí aldrei verið jafn mikið auglýst og í ár. „Mjög mörg heimili eru með sjónvarpsstöð- ina Cartoon Network og þar eru leikföng auglýst gríðarlega mikið. Þetta skapar eftirspurn eftir leik- föngum í staðinn fyrir einhverju öðru. Við hjá Leikbæ höfum heldur aldrei áður lagt eins mikið í að kynna okkar verslanir og það kynn- um við þessar fjölskyldur aý mestu leyti úr jólainnkaupunum á íslandi." ingarstarf er að skila sér í betri sölu.“ Vetrarhörkur valda aukinni sölu hjá Útilífi fyrir þessi jól heldur en árið á undan. Skíði og skautar fljúgi út hjá versl- uninni vegna þess hve Krin hefur v inn yfii vec í Kringlu en á Laugavegi Kaupmannasamtök íslands, Fé- lag íslenskra stórkaupmanna, Hag- kaup og Samtök samvinnuverslana stóðu fyrir átakinu Islensk verslun - allra hagur sl. haust. Tilgangur átaksins var að minna á verslun hér á landi og mikilvægi íslenskrar verslunar þegar verslunarferðir til erlendra borga voru að hefjast. Sig- Kaupmenn í Dublin hrifnir af íslendingum Starfsmenn ferðamálaráðs í Dublin segja írska kaupmenn ánægða með heimsóknir íslendinga til landsins. Eða eins og viðmælandi Morgunblaðsins hjá ferðamálaráði Dublinar sagði: „íslendingar og írar eru mjög líkir í útliti og þekkast því ekki úr þegar þeir koma inn í kalt hafi verið og að skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað miklu fyrr í vetur heldur en oft áður. í fyrra hafi veðurblíðan sett strik í reikn- inginn í sölu á vetrarvörum þannig að verslunarstjórinn í Útilífi var hæstánægður með vetrarhörkuna undanfarið. Starfsfólk í hljómplötuverslunum kvartar undan því að stórmarkaðir og Fríhöfnin í Keflavík taki bróður- partinn af geisladiskasölunni fyrir þessi jól og fremur hart sé í ári hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.