Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 45 bjuggu þau fyrstu búskaparárin á Hvammstanga. Einar var sonur óðalsbóndans Knuts Farestveit á jörðinni Farestveit í Modalen í Nor- egi og konu hans, Önnu Helland Farestveit. Hann varð síðar lands- þekktur kaupsýslumaður hér á landi og hafði auk þess til að bera sér- stakan myndugleik og glæsi- mennsku sem eftir var tekið hvar sem hann fór. Einar lést árið 1994. Guðrún og Einar fluttust til Reykjavíkur 1942 og bjuggu þar mestan hluta sinnar búskapartíðar utan síðustu árin í Garðabæ. Börn Guðrúnar og Einars Farestveit, svo og makar þeirra, eru vel af Guði gerð og hafa komið sér vel og smekklega fyrir. Mér er vissulega efst í huga nú við fráfall Guðrúnar hversu börnin og makar þeirra sýndu foreldrum sínum og tengda- foreldrum einstaklega mikla nær- gætni og umhyggju á þeirra efri árum og oft í umtalsverðum veik- indum. Það er og verður þeim til sóma, enda með þeim hætti að maður vildi óska sem flestum öldr- uðum slíks hlutskiptis. Mágkonu minni kynntist ég fyrir u.þ.b. 50 árum, er hún og Einar áttu heimili á Hraunteigi 30. Þeir tímar eru mér sannarlega minnis- stæðir. Við hjónin vorum tíðir gest- ir þar á bæ og raunar alltaf jafn velkomin hvenær sem var og með því að nú er stutt í að jólahátíðin gangi í garð minnumst við þess bæði með ánægju og þakklæti að hafa verið samvistum með þeim hjónum og börnum þeirra á að- fangadagskvöld um áraraðir. Slíkar samverustundir, sem í senn voru hátíðarstundir með ívafi kátra og eftirvæntingarfullra barna ásamt góðri og glæsilegri jólamál- tíð, er nokkuð sem lifir lengi í minn- ingunni, enda eru þessir tímar oft vinsælt umræðuefni í upprifjun góðra og genginna stunda. Guðrún S. Farestveit var ekki einungis mjög samviskusöm og myndarleg húsmóðir, heldur ein- kenndist líf hennar mjög af hóg- værð og góðvild. Ljóst var að um- hyggja fyrir fjölskyldunni og heimil- inu, svo og velferð ættmenna, skip- aði ríkulegan sess í hennar daglegu hugsun og athöfnum. Að leiðarlokum þakka ég mág- konu minni alla vinsemd og hugul- semi í minn garð. Börnum hennar og öðrum ættingjum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hinnar mætu konu, Guð- rúnar S. Farestveit. Sigurður Magnússon. Elsku amma mín er dáin. Margar hugsanir koma upp í huga minn þegar ég byija að rifja upp allar okkar samverustundir. Það er erfitt að horfa á eftir ömmu sinni því í henni var svo mikið af afa sem lést fyrir rúmum tveimur árum. Það er sorglegra en orð fá lýst að nú séu þau horfin mér bæði tvö. Ég er samt þakklát fyrir það hvað ég fékk að njóta þeirra lengi. Það var alltaf jafn gaman að koma heim til þeirra á Laugarás- veginn. Þar var svo margt við að vera. Við stelpurnar nutum þess að máta alla fallegu gömlu silki- og satínkjólana hennar ömmu sem hún geymdi í kjallaranum frá því að hún var ung kona. Hún átti svo marga fallega muni. Fyrir mér var húsið þeirra eins og ævintýrahöll með mörgum herbergjum og stór- um stiga sem hægt var að leika í, eða búa til hús undir stiganum. Ég gat setið tímunum saman og gramsað í öllu gamla dótinu sem var geymt inn af miðstöðvarher- berginu. Amma mín var alltaf svo hlý og góð. Góðvildin streymdi frá henni og til hennar voru allir velkomnir. Hún var eins og ömmurnar í sögu- bókunum, hlý, tók ávallt á móti mér með brosi og kossi og var ekki lengi að skella í pönnukökur ef maður leit inn. Hún kenndi mér 12 ára gamalli, listina að baka pönnu- kökur, þegar ég fékk að fara með henni og afa Einari í sumarbústað- inn í Noregi heilt sumar. Þar lærði ég margt um lífið og tilveruna því þau voru óþrjótandi í því að fræða mig um allt mögulegt. Þá kynntist ég þeim undir allt öðrum kringum- stæðum en áður. Ég var mjög þakk- lát fyrir að fá að fara með þeim í heimabyggð afa. Amma Guðrún elskaði ljóð og oft reyndi hún að kenna mér eða bara segja mér ljóð sem mér fannst af- skaplega lítið til koma þá en núna þegar ég hugsa til baka þá er undra- vert hversu mörg hún kunni. Hún settist líka ósjaldan niður við píanó- ið sitt og spilaði undir meðan hún söng. Einhvern tímann reyndi hún að kenna mér að spila á píanó en mér þótti skemmtilegra að glamra eftir mínu höfði og reyna sjálf að spila einhver lög því ég mátti ekki vera að því að læra hvað nóturnar hétu og að spila eftir nótum. Amma var dugleg að sauma út í höndunum og eftir hana liggja mörg listaverkin. Eitt þeirra fékk ég í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Gaman er að eiga fallegt handbragð eftir hana og kem ég ávallt til með að minnast hennar þegar ég horfi á þessa fallegu mynd. Ég á eftir að sakna ömmu sárt en allar góðu minningarnar á ég um hana sem hjálpa mér að komast yfir sorgina. Ég var svo ánægð að hún gat verið viðstödd _ skírnaveislu dóttur minnar. Ég vildi flýta skírninni, vildi ekki geyma það fram að jólum. Síðasta myndin var tekin af henni með litlu dóttur mína, Dröfn. Einum og hálfum sólarhring seinna veiktist amma. Hún sem var svo óvenju- hress í veislunni. Ég er svo gíöð að hún gat verið með. Mig langar til þess að ljúka þessum orðum með sálminum: Ég byija reisu mína, Jesú! I nafni þínu höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði; Jesús mér fylgi í friði með fógru engla liði. (Hallgr. Pétursson) Ólöf Ásta. Á stundu eins og þessari er erf- itt að finna réttu orðin til að lýsa tilfinningum mínum. Öll orð sem koma í hugann virðast svo ómerki- leg þegar ég ætla að lýsa þeirri yndislegu konu sem hún amma mín var. Ég sé hana alltaf fyrir mér sem þessa fullkomnu ömmu sem maður sér í bíómyndunum, svo fullkomin, blíð, indæl og hlý. Allir vilja eiga svona ömmu, en því miður eru ekki allir eins heppnir og ég. í hvert skipti sem ég kom í heim- sókn var mér alltaf tekið með jafn mikilli hlýju og góðvild. Núna eftir að amma dó reikar hugurinn til baka og allar minningarnar sem ég á um hana birtast í huga mér ljóslif- andi. Það verður gott að ylja sér við þær þegar maður fýllist sökn- uði, núna þegar hún er farin frá okkur. Sterkasta minningin er þegar við sátum saman við píanóið og sung- um saman lagið, Til himins upp hann afi fór. Það er lag sem ég mun alltaf elska og hugsa um i hvert skipti sem ég hugsa um hana ömmu. Jólin hjá fjölskyldunni okkar í ár verða öðruvísi en venjulega því að okkur vantar hana ömmu sem kom okkur alltaf í jólaskap með brosinu sínu. Með þessari grein vil ég kveðja góðan vin minn og ömmu mína, Guðrúnu Farestveit. Megi minning hennar lifa í hjarta okkar að eilífu. Hjördís Eva Þórðardóttir. í lífi okkar allra koma við sögu einstaklingar sem hafa varanleg áhrif á lífsferil okkar og hamingju. Einn þessara einstaklinga í mfnu lífi var Guðrún Farestveit, en ég mun alltaf hugsa til hennar sem mikils gæfusmiðs vegna þeirrar umhyggju sem hún veitti mér og öðrum sem áttu hana að. Söknuður er efst í huga mínum eftir fráfall tengamóður minnar, Guðrúnar Far- estveit, en hún var mér alltaf traust- ur vinur sem ávallt var gott að eiga að. Hún var 83 ára er hún lést að Hrafnistu í Hafnarfirði þann 11. desember síðastliðinn, tveimur árum eftir að tengafaðir minn, Ein- ar Farestveit, féll frá. Samrýnd voru tengdaforeldrar mínir alla tíð og glæsileg hjón. Guðrún var ein þeirra kvenna sem kaus að hasla sér völl innan heimilisins og helga starfskrafta sína fjölskyldunni, en það hlutverk taldi hún mikilvægara en flest ann- að. Ekki er ofsagt að hún skilaði því hlutverki sem hún valdi sér vel úr hendi og er arfleifð hennar besta staðfesting þess. Hún var fremur hlédræg og hafði sig sjaldnast mik- ið í frammi, en lægi mikið við þá var gott að eiga hana að. Hún naut þess að hlusta á góða tónlist, söng í kirkjukór um hríð og var áhuga- söm um lestur íslenskra ljóða. Fyrstu kynni mín af tengdamóð- ur minni voru fyrir rúmum 30 árum er ég sem ungur maður felldi hug til dóttur hennar. Það er ekki alltaf sjálfgefið að maður vinni samþykki tengdaforeldra sinna í fyrstu at- rennu þegar leitað er samþykkis þeirra og svo fór í þetta sinn. En tveir ástfangnir unglingar geta yfir- stigið öll vandamál, einkum ef tengdamóður eins og Guðrúnar Farestveit nýtur við. Þá eins og oft síðar fylgdist hún með framvindu mála, lét reyna á að maður fyndi réttu lausnirnar sjálfur, en var jafn- an reiðubúin að sýna stuðning í verki væri eftir því leitað. Því kalla ég hana gæfusmið, að hún lagði hornstein hamingju minnar með því að gerast talsmaður tveggja ást- fanginna ungmenna sem rugluðu saman reitum og vildu eiga framtíð- ina saman. Þannig fékk hún sínu framgengt eins og ávallt þegar hún taldi mikið liggja við og verð ég henni, gæfusmiðnum mínum, ævin- lega þakklátur fyrir það. Tengda- faðir minn, sem ég bar ávallt djúp- stæða virðingu fyrir, verðskuldaði ekki síður það sæmdarheiti að telj- ast gæfusmiður fjölskyldu sinnar og voru það mikil forréttindi að eiga með honum samleið meðan hann lifði. Dagur er að kvöldi komin, áhrifa- valdur í lífi mínu er horfinn yfir móðuna miklu og það er komið að leiðarlokum í bili. I dag ræður sorg- in ríkjum, en minningin um hjarta- hlýja tengdamóður mun í tímans rás innleiða gleðina á ný. Ég á eft- ir að sakna þín, kæra tengdamóðir. Þórður Guðmundsson. Elsku amma og afi. Nú eruð þið bæði farin og stórt skarð hefur myndast í fjölskyldunni okkar. Þið sem alltaf voruð til staðar þegar maður þurfti að leita til ykkar og tilbúin með góð ráð þegar á þurfti að halda. Ég minnist þess hvað þið hvöttuð mig til dáða í náminu og stuðning- ur ykkar var mér ómetanlegur. Eg fór í æði mörg próf með því hugar- fari að nú ætlaði ég að standa mig svo þið gætuð verið stolt af mér. Það voru ófá prófin sem ég lærði undir heima hjá ykkur á Laugarás- veginum og síðar á Garðatorgi. Þar ber helst að nefna norskuprófin sem þið voruð svo dugleg að hlýða mér yfir og tala við mig á norsku. Alveg síðan ég man eftir mér skipuðuð þið stóran sess í lífinu mínu. Leddy, hundurinn ykkar, var stóra ástin okkar barnabarnanna og við upplifðum okkar fyrstu sorg þegar hún dó. Gamlárskvöldin á Laugarásveg- inum voru yndisleg. Við krakkarnir fórum í leiki, kíktum á brennuna niðrí Laugardal og svo var skotið upp rakettum úti í garði. Loks fylgdumst við öll saman með þegar nýja árinu var skotið inn. Einhvern veginn finnst mér eins og gamlárs- kvöld geti aldrei orðið eins. Ykkur vantar en ég er þakklát fyrir að fjölskyldan stendur saman og held- ur minningu ykkar á lofti. Elsku amma og afí. Þið skiptið mig meira máli en orð fá lýst. Gáf- uð mér svo óendanlega mikið og það mun ég geyma innra með mér út lífið. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Hvílið í friði. Ykkar, Elín. RICHARD H. RECTOR + Richard H. Rector var fæddur í Connectic- ut í Bandaríkjum Norður-Ameríku 25. júlí 1956 og ólst þar upp. Hann lést í Kaupmannahöfn 23. ágúst síðastlið- inn. Richard lærði fé- lagsráðgjöf á heil- brigðissviði og lauk síðar viðbótarnámi í viðskipta- og lög- fræði. Hann vann við ýmis störf á næstu árum, var t.d. þjónn og Utför Richards var gerð frá sá um rekstur veitingastaða í Garnisonskirkjunni í Kaup- New York. mannahöfn 31. ágúst. Árið 1982 greind- ist Richard með al- næmi og breytti það öllu lífshlaupi hans. Árið 1984 fór Ric- hard til Evrópu og vann eftir það hjá Rauða kross hreyf- ingunni. Hann vann fram í andlátið við að skrifa bókina Cross- ing Boarders, ásamt M. Haour Knipe. Bókin er nú komin út hjá Francis & Taylor í London. HlV-smitaðir og alnæmissjúkir hafa misst einarðan talsmann. Richard Rector dó 23. ágúst sl. í Kaupmannahöfn, fertugur að aldri. Hann greindist með alnæmi í San Francisco árið 1982 og siðan vann hann að bættum hag alnæmissjúkra um allan heim. Hann var frábær ræðumaður og einn sá fyrsti til að tala opinberlega um að lifa með alnæmi í stað þess að deyja úr því. Richard var með í að stofna San Francisco Aids Foundation og PWA Coalition en það voru fýrstu samtök HlV-smitaðra í San Franciseo. Samtökin börðust gegn útbreiðslu alnæmis með fræðslu og gegn for- dómum í garð alnæmissjúkra, fyrir auknum mannréttindum og félags- legu réttlæti. Richard gekk fram fyrir skjöldu í nafni samtakanna og gerði málstaðinn að sínum. Einn- ig veitti hann smituðum ráðgjöf. Árið 1984 réðst Richard til norska Rauða krossins og gat sér þar góðan orðstír. Það varð til þess að hann réðst til Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf og vann á vegum þeirra í 50 þjóðlöndum á undanförnum 12 árum. Hann var einnig ráðgjafi fyrir Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina (WHO) í málefnum alnæmissjúkra. Richard kom hingað til íslands árið 1988 á vegum Rauða kross íslands. Hann hélt fundi með starfsfólki Landspítala og Borgar- spítala sem vann með alnæmissjúk- um, hitti þáverandi heilbrigðisráð- herra, Guðmund Bjarnason, og hélt almennan fund þar sem áhugafólk um stofnun stuðningsfé- lags við alnæmissjúka var hvatt til þess að skrifa sig á lista. Var það vísir að Alnæmissamtökunum á íslandi. Richard var jarðsunginn frá Garnisonskirkjunni i Kaupmanna- höfn 31. ágúst sl. Jarðarförin var mjög áhrifamikil og fór bæði fram á dönsku og ensku, ljóð voru lesin og afrísk kona söng á mjög sér- stæðan hátt. Kistan var einungis skreytt sólblómum og sólblóm mynduðu eins konar stíg að kirkj- unni og inn í hana. Eftir jarðarför- ina var erfidrykkja á heimili hans. Þar höfðu vinir hans útbúið glæsi- legar veitingar til þess að fagna og þakka fyrir líf hans. Genginn er góður maður, hug- djarfur brautryðjandi, sem vann að hugsjónum sínum fram til síð- ustu stundar. Hólmfríður Gísladóttir, starfsmaður Rauða kross íslands t Útför SIGFÚSAR DAÐASONAR skálds, Skólavörðustíg 17b, sem andaðist fimmtudaginn 12. desem- ber, fer fram frá Dómkirkjunni mánu- daginn 23. desember kl. 10.30. Guðný Ýr Jónsdóttir, Bergljót Haraldsdóttir, Hamíð Moradi, Áshildur Haraldsdóttir og afabörnin. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru dótt- ur, systur og mágkonu, SVEINDÍSAR ÓSKAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Engihjalla 11, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Kristín Sveinsdóttir, Guðmundur Unnarsson, Unnar Þór Guðmundsson, Berglind Gísladóttir, Brynjar Már Guðmundsson, Kristján Geir Guðmundsson, Sólborg Þórisdóttir. Lokaðí dag Einar Farestveit & Co, Borgartúni 28, verður lokað í dag, föstudaginn 20. desember, frá kl. 9.00 til 13.00 vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR FARESTVEIT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.