Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 55 AÐSENDAR GREINAR að breytingunni." Og þetta: „Ef um óverulegan ágalla á fundarboði eða fundi að öðru leyti hefur verið að ræða er eiganda ekki rétt, þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. að synja um greiðslu ef ákvörðun hefur verið um brýna framkvæmd, t.d. nauð- synlegt viðhald, eða ef augljóst er að vera hans á fundi, málflutningur og atkvæðagreiðsla gegn fram- kvæmd hefði engu breytt um niður- stöðuna og ákvörðunina, svo sem að yfirgnæfandi meirihluti eigenda hefur verið á fundinum og greitt atkvæði með.“ Og þessi klausa fylgdi. „Með húsi í lögum þessum er átt við byggingu sem varanlega er skeytt við land og stendur sjálf- stæð og aðgreind frá öðrum húsum eða skilur sig þannig frá þeim þótt sambyggð eða samtengd séu að eðlilegt og haganlegt sé að fara með hana samkvæmt lögum þessum sem sjálfstætt hús.“ Nú er ég orðinn svo ruglaður að mér er ómögulegt að gera mér grein fyrir hvað hús er. Hús er hús ef það er varanlega skeytt við land. Þetta gæti átt við illa byggt hlaðið steinhús sem hrynur ef reynt er að hreyfa það. Það er hús. Óðru máli gegnir um sterkbyggð timburhús. Þau er hægt að flytja í heilu lagi og eru þá ekki hús samkvæmt þess- um lögum, heldur sennilega tjald. Tja héma. Ég gekk og gekk til að reyna að hrista þetta af mér, en hrökk við þegar einhver hrópaði: „Sæll gamli.“ Eg leit í kringum mig og sá hann Jón gamla Jónsson standa þarna og spóka sig í góða veðrinu. „Sæll, vinur," sagði ég. Við tókum tal saman og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Þegar svo hafði gengið góða stund sagði Jón. „Sérðu nýja húsið mitt?“ Eg leit niður eftir götunni og sá hvert kofaskriflið eftir annað, svo langt sem augað eygði og mér virtist þessi samfellda röð hrörlegra bygg- inga beygja óslitin fyrir homið og inn í næstu hliðargötu. Svo renndi ég augunum þvert yfir götuna. Þar gaf að líta. Ég stóð andspænis ein- hverri þeirri glæsilegustu villu sem ég hef augum litið. Öll í tipp topp standi, nýmáluð og fín. Jón sá hvert ég horfði og sagði stoltur. „Þetta er húsið mitt.“ Mér til skelfingar, - enda var ég nýbúinn að lesa lög- in - sá ég að húsið hans Jóns tengdist þessari endalausu röð kofaskrifla með einhvers konar skúrbyggingu. Og Jón hélt áfram. „Ég fékk þetta hús á fínu verði enda er nágrennið ekki til að hrópa húrra fyrir.“ „En góði maður!“ sagði ég. IHefurðu ekki lesið lög- in?“ „Hvaða lög?“ sagði hann. „Nú, lögin um fjöleignarhús, það vill svo til að ég er með þau í vasanum," sagði ég. „Enda var ég að pæla í þeim rétt áðan.“ „Lát heyra,“ sagði Jón. Ég opnaði plaggið og las: 3. gr. „Þótt sambyggð eða samtengd hús teljist tvö sjálfstæð hús eða fleiri skv. 1. mgr. þá gilda ákvæði laganna eftir því, sem við getur átt um þau atriði og málefni sem sameiginleg eru, svo sem lóð ef hún er sameiginleg að öllu leyti eða nokkru og um útlit og heildarsvip." Og áfram 6. gr. „Þótt fjöleignarhús samanstandi af einingum eða hlut- um, sem eru sjálfstæðar eða að- greindar að einhverju leyti og hvort sem þau standa á einni lóð eða fleir- um er allt ytra byrði hússins alls staðar, þak, útveggir og gaflar, í sameign allra eigenda þess.“ Jón skildi bersýnilega strax hvað ég var að fara. Fína húsið hans var ekki hús samkvæmt þessum lögum. Það var aðeins partur af gríðarstóru fjöleignarhúsi. Hann blánaði og stundi: „Ertu að segja mér að 3. gr. tákni að eigendur þessarar lengju verði að koma sínum kofum í sama ástand og mitt hús er í, eða á ég að koma mínu í ástand þeirra?" „Ekki bara það,“ sagði ég, „heldur samkvæmt 6. gr. ber þér að taka fullan þátt í kostnaði við að koma veggjum og þaki þeirra húsa í sama ástand og er á þínu húsi.“ Hann fölnaði og hneig niður. Ég stum- raði yfír honum, en það sást ekki lífsmark. Hann hafði bersýnilega fengið hjartaáfall. Ég snaraðist inn í næstu búð og hringdi í Neyðarl- ínuna og bað um sjúkrabíl. Svo fór ég út til hans. Það leið löng stund og enginn kom. Þá birtist búðar- stúlkan í dyrunum og sagði: „Þeir á Neyðarlínunni voru að hringja og segjast ekki ná neinu sambandi við sjúkrabílana. Það er eitthvert vesen í símanum hjá þeim þarna á Neyðarlínunni. Þeir töldu líka að eftir svona langan tíma hlyti karl- inn að vera dauður og ætla að senda líkbílinn." Höfundur er kennari við Tækniskóla íslands. kirsuberjatréð vesturgötu 4 darbie ilmvatn Ilmur fyrir ungar stúlkur Utsölustaðir: Snyrtivöruverslanir, apótek og Leikbær - kjarni málsins! anðunnh skaúcpijm ^Bitfur- otj gullsknitgripir með ís/enskum nnttúrusteinum, petlum og ðemöntum ÍÁRA" 'SÍUSMlO>)> Skólavörðustíg 10 S: 561 1300 J Stórfróðleg bók UM 3 AKUREYRINGA, LÍFSHLAUP ÞEIRRA, ÆVINTÝRI OG SORGIR Hér segir af hinum nafntogaða skipstjóra og útgerðarmanni Vilhelm Þorsteinssyni, togaralífinu, frækilegu björgunarafreki og baráttunni fyrir lífi ÚA. Þjóðsaganapersónan Ingimar Eyda! gengur fram á sviðið, Sjallaárin lifna við, kennaraárin tíunduð og vonbrigðum stjómmálamanns er lýst. Gunnar Ragnars er þriðji maðurinn. Hann talar af fullri hreinskilni um líf forstjórans, Slippstöðvarárin, ÚA og Mecklenburger, vinnuþrældóm og veikindi. ..Það þarf mikinn kjark til þess að tala af svo mikilli hreinskilni sem Gunnar Ragnars gerir í þessari bók. Með því stuðlar hann að því á afar virðingarverðan hátt, að sjúkdómar og þjáningar, sem lengi hefur verið farið með sem feimnismál, njóta meiri skilnings en hingað til. Þeir sem hafa tilhneigingu til að leyna sjúkdómi sínum eða aðstandenda sinna af ótta við fordæmingu eða skilningsleysi umhverfis sín, öðlast aukið sjálfstraust við það, að sjá einstakling, sem gegnt hefur mikilvægum trúnaðarstörfum í atvinnulífi og stjómmálum, tala með þeim hætti, sem Gunnar Ragnars gerir." Víkverji, Morgunblaðinu 19. nóv. 1996. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR KitchenAid KM 90: Verð kr. 29.830 stgr. m/hakkavél. Aðrar gerðir kosta frá kr. 26.885 stgr. KitchenAid heimilisvélin fæst í 5 gerðum og mörgum litum. Hún er landsþekkt fyrir að vera lágvær, níðsterk og endast kynslóðir. Fjöldi aukahluta er fáanlegur. ÍSLENSK HANDBÓK FYLGIR. KitchenAid - mest selda heimilisvélin á íslandi í 50 ár! 2 REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, Kringlunni, Húsasmiðjan, Skútuvogi, Rafvörur hf„ Ármúla 5, H.G. y Guðjónsson, Suðurveri, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Miðvangur, Hafnarfirði, Pfaff, Grensásvegi 13. “ VESTURLAND: Rafþj. Sigurdórs, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. ^ Hamrar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksf., Skandi, ^ Tálknafirði, Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsagagnaloftið, ísafirði, Straumur, ísafirði, Kf. m Steingrímsfjarðar, Hólmavík. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri, Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi, Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri og útibú, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf. W Langnesinga, Þórshöfn, Versl. Sel, Skútustöðum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, CQ Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði, Kf. Fáskrúðsfjarðar, J Fáskrúðsfirði, Kf. A-Skaftafellinga, Djúpavogi, Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, ™ Kf. Rangæinga, Rauðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Árnesinga, Selfossi, Kf. J Árnesinga, Vík. SUÐURNES: Rafborg, Grindavík, Samkaup, Keflavík, Stapafell, Keflavík. KitchenAid - kóróna eldhússins! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 ‘B' 562 2901 og 562 2900 llmurinn hennar BORSALINO - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.