Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Sigurð- ardóttir Farest- veit fæddist á Æsu- stöðum í Langadal í Austur-Húna- vatnssýslu 7. des- ember 1913. Hún lést á hjúkrunar- deild Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni 11. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar Guðrún- ar voru Sigurður Pálmason, kaup- maður á Hvamms- tanga, f. 21.2. 1884, og Steinvör Helga Benon- ýsdóttir, f. 22.8. 1888, frá Kambhóli í Vestur-Húnavatns- sýslu, bæði látin. Systkini Guð- rúnar voru Sigríður Sigurðar- dóttir, húsmóðir í Borgarnesi, nú látin, gift Halldóri Sigurðs- syni, sparisjóðsstjóra í Borgar- nesi, sem einnig er látinn; Jó- hanna Benný Sigurðardóttir, hússtjórnarkennari í Hvera- gerði, gift Birni Sigurðssyni, garðyrkjubónda á sama stað; Pálmi Sigurðsson, nú látinn. Hann var kvæntur Margit Far- estveit, frá Modalen í Noregi, sem einnig er látin; og Sigrún Sigurðardóttir, tannsmiður, gift Sigurði Magnússyni, fyrrr- verandi framkvæmdasljóra ÍSÍ. Guðrún var flutt nýfædd á hesti í desember ásamt móður sinni til Hvammstanga en þar hafði Sigurður Pálmason keypt gjaidþrota kaupfélag og hóf þar verslunarrekstur. Verslun Sigurðar Pálmasonar var mjög umfangsmikil um margra áratuga skeið. Einar Farestveit, fæddur 9.4. 1911, eiginmaður Guðrúnar, var fæddur á óðalsjörðinni Far- estveit i Modalen í Hörðalandi. Guðrún og Einar giftu sig að Melstað 21.10. 1934. Þau flutt- ust til Reykjavíkur 1942 og bjuggu þá á Hringbraut 205. Lengst af bjuggu þau svo á Laugarásvegi 66. Einar og Guðrún stofnuðu árið 1964 fyrirtækið Einar Far- estveit & co hf. Guðrún eignaðist sex börn. Fimm þeirra lifðu. Þau eru: Steinar Farestveit, verkfræð- ingur, fæddur 5.5. 1935, búsett- Þar sem aldan gjálfrar við mölina stendur lítið þorp, Hvammstangi. Ungur drengur skokkar út strönd- ina og heldur í hönd móður sinnar. Mamma, hlaupum út að Kúskelja- kletti, segir hann og tekur fast í hönd móðurinnar. Móðirin nemur staðar. Drengurinn snarstansar, lítur upp í augu móður sinnar full- ur spurnar. Hún segir. Nú get ég ekki hlaupið lengur með þér. Sjáðu, ég á von á barni og hún ber hönd hans að maganum á sér. Þarna á ströndinni finnur drengurinn að nú er hann ekki lengur einn með mömmunni sinni. Áður hafði hann átt allan heiminn með henni, en nú er hann einn. Vorið eftir þegar snjóa leysir stendur 6 ára drengur utan við Dalarútuna. Honum er lyft upp í hana og ókunnugum manni boðið að gæta hans. Hann er á leið til vandalausra í sumar- dvöl. Tár hníga ofan hvarma móður- innar. Engin orð sögð. í annað sinn er ungt barn hennar fært frá henni. í annað sinn hefur hefð tímans krafíst að fráfæra ætti sér stað. í annað sinn fer bankandi barns- hjarta eitthvað út í buskann til ein- hvers sem það þekkir ekki. Barnið hennar. Og móðirin hugsar til óra- langs sumars. Bréfín hennar berast vikulega. Ilmandi andar drengurinn þeim að ur í Stokkhólmi. Fyrri kona hans var Karin Bersás, þau skildu. Sambýlis- kona hans er Cecil- ia Wenner, deildar- stjóri. Steinar á fimm börn með Karin og eitt barna- barn. Arthur Knut Farestveit, fram- kvæmdastjóri, fæddur 13.7. 1941, búsettur í Garðabæ. Eiginkona hans er Dröfn H. Farest- veit, hússljórn- arkennari. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Edda Far- estveit, snyrtifræðingur, fædd 31.8. 1947, búsett í Reykjavik. Eiginmaður hennar er Gunn- steinn Gíslason, skólameistari Myndlista- og handíðaskóla Islands. Þau eignuðust fjögur börn, 3 eru á lífi og eitt barna- barn. Gerða Farestveit, leik- skólasérkennari, fædd 6.3. 1949, búsett í Garðabæ. Eig- inmaður hennar er Þórður G. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Landsvirkj- unar. Þau eiga þrjú börn. Hákon Einar Farestveit, sölu- stjóri, fæddur 20.9. 1957, bú- settur í Garðabæ. Eiginkona hans er Guðrún A. Farestveit, sölumaður. Þau eiga þijú börn. Guðrún gekk í barnaskólann á Hvammstanga, söng í kirkju- kórnum og að afloknu barna- skólanámi fór hún til Hafnar- fjarðar og settist í Flensborgar- skóla. Guðrún var heimavinnandi húsmóðir frá því þau stofnuðu heimili. Hún tók virkan þátt í kórastarfi, lagði stund á ensku og norsku, ferðaðist mikið með manni sínum og var heimili hennar einskonar félagsmið- stöð norskra stúdenta sem lásu við Háskóla íslands frá stríðs- lokum fram á sjöunda áratug- inn. Guðrún og Einar stofnuðu sjóð til styrktar norskukennslu í grunnskólum hér á landi með myndarlegu stofnframlagi. Sjóðurinn ber nafnið Einar og Gudrun Farestveit Fond. Utför Guðrúnar Farestveit fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. sér. Enginn skilningur á texta. Þessi ilmandi hvítu bréf voru of dýrmæt til þess að vandalaus læsi þau fyrir ólæsan drenginn. Ég bjarga mér, sagði hann og faldi þau utandyra. Nokkrir stafir voru skrifaðir. Settir í áritað umslag með frí- merki. Tjáning án kunnáttu. Tár á hvörmum móður. Lítil hönd víðs fjarri og nokkrir skakkir stafir á blaði. „Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrár.“ Davíð Stefánssson tal- aði út úr hjarta hennar. Þannig var móðir mín. Barnsmissir, sjúkdóm- ar, slys og veikindi. Allt bar hún í hljóði en veitti bros og hlýju hveij- um sem leið átti um. Sjúkar, einmana gamlar konur í götunni, sem enginn virtist eiga, fengu grautarsendingar og brauð í dúk á kvöldin frá konunni á horn- inu, sem sendi drenginn sinn með þetta því þær þurftu þess með. Konan sem talaði fljúgandi norsku, mælti á enska tungu og söng og spilaði svo undur fagurt á píanó og flaug kringum hnöttinn fyrr en flestir Islendingar, útbjó graut í skál fyrir einmana sjúkar konur. Þú skalt gæta bróður þíns. Þegar faðir hennar, þreyttur, kom um 12 tíma veg frá Hvamms- tanga í vetrarhörkum. Tók hún utan um hann í dyrunum. Elsku pabbi, ertu ekki þreyttur og hún klæddi hann úr frakkanum, jakkan- um og hlúði að honum köldum. Þá sá drengur djúpa ást í augum hennar, ást sem speglaði himinbláa fegurð, sindurblátt blik dótturinnar og þau skiptust á fréttum og vísum og það var hátíð með suðusúkkul- aði á Hraunteigi 30. Við skulum ekki hafa hátt, því hér er maður á glugga, sagði hún við fótsmáar telpur þegar maðurinn hennar lá fárveikur vikum saman. Fallegar hendur hennar snertu kolla og brosið leyndi öllum sorg- um. Það var gott að eiga slíka móð- ur. Maður verður ríkur af slíkri gjöf. Elsku mamma. Þú varst móðir í fyllstu merkingu. Þú varst ein af þeim fjölmörgu konum sem gefa heimilinu alla sína orku og fegurð. Alla hlýju handanna sinna. Þú gafst þitt bros og ilminn af lífi þínu án þess að kreijast nokkurs til baka. Takk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Arthur. Að kveðja elskulega systur og vinkonu hinstu kveðju er sársauka- fullt en kveðjustundin verður Ijúfsár þegar viðkomandi lætur eingöngu eftir sig góðar minningar. Guðrún var elskuleg mannkosta- kona, ein af þessum yfirveguðu, góðu konum sem ekkert aumt mega sjá án þess að reyna að bæta það. Það er margs að minnast þegar litið er til baka. Heimili okkar á Hvammstanga var fjölmennt. Þar var fólk á öllum aldri, elskulegt og gott fólk sem átti ríkan þátt í upp- eldi okkar og mótun. Þar var amma Sigríður fremst í flokki. Eldri systur mínar, Guðrún og Sigríður, spiluðu talsvert á orgel svo að oft safnaðist heimilisfólkið að hljóðfærinu og tók lagið, öllum til óblandinnar ánægju og var oft glatt á hjalla. Nú eru öll eldri systk- ini mín látin en þau Pálmi og Sigríð- ur létust langt um aldur fram. Árið 1933 kom til dvalar á heimili okkar ungur Norðmaður, Einar Farestveit að nafni. Hann hafði tekið að sér rekstur á refabúi, sem stofnsett var á Hvammstanga og átti hann að kenna heimamönnum meðferð dýr- anna. Um þetta leyti dvaldi Guðrún norður á Akureyri en þegar hún kom og þau Einar hittust kviknaði stóra ástin í lífi þeirra beggja og þau gengu í hjónaband. Fyrstu hjónabandsárin höfðu þau íbúð í húsi foreldra okkar og þar fæddust eldri drengirnir þeirra. Ein- ar fór síðan að starfa í Reykjavík en vegna þess hve erfiðlega gekk að fá húsnæði á stríðsárunum, bjó Guðrún áfram fyrir norðan en þeg- ar húsnæðið fékkst, flutti fjölskyld- an suður og hefur átt þar heima síðan. Þeirra var sárt saknað af vinum og vandamönnum lyrir norðan en heimili þeirra í Reykjavík stóð okk- ur öllum opið og var okkar annað heimili meðan heilsa þeirra og kraftar entust. Guðrún og Einar tóku mig nánast í fóstur um tíma. Eftir fermingu fór ég í Héraðsskól- ann í Reykholti. Þar veiktist ég af berklum ásamt fleiri nemendum og var ég send á berklahælið á Vífils- stöðum. En þegar dvöl minni þar lauk, sendi Guðrún bónda sinn til að sækja mig og á heimili þeirra dvaldi ég um langan tíma. Þau settu mér nokkrar reglur sem ég átti að fara eftir og var það um útivist að kvöldlagi, hvíld og mataræði. Mér þótti nóg um alla þessa reglusemi, hélt ég væri sloppin frá öllum regl- um en svo var nú ekki því þau létu einskis ófreistað til að bati minn yrði varanlegur og sýndu mér aldr- ei annað en einstakt umburðarlyndi og ylskulegheit. Ég kynntist mörgu skemmtilegu fólki á heimili þeirra og voru Norð- menn tíðir gestir meðan á stríðinu stóð. Systir mín var einstök mat- reiðslukona, alveg sama hvort hún bjó til einfaldan rétt eða eldaði há- tíðarmat og var jólamaturinn henn- ar einstakur og gleymist ekki auð- veldlega. Þegar Guðrún og Einar Bjuggu á Hraunteignum, var ég stundum hjá þeim og gætti bús og barna þegar þau fóru til útlanda. Þetta var alltaf skemmtilegur og hressandi tími. Um það sáu börnin þeirra sem þá voru orðin fjögur, en þau urðu fimm. Guðrún var einstak- lega geðprúð og jákvæð kona. Hún skapaði manni sínum og börnum fagurt og traust heimili, var alla tíð heimavinnandi húsmóðir, móðir, sem tók börnin sín í fangið og hugg- aði þegar eitthvað bjátaði á, gladd- ist með þeim á góðum stundum og var þeim góð fyrirmynd í hvívetna. Guðrún og Einar áttu miklu barna- láni að fagna kom það berlega í ljós þegar aldur færðist yfir og veik- indi hijáðu þau. Létu þau einskis ófreistað til að létta þeim lífið. Eft- ir lát Einars hafa þau umvafið Guðrúnu þeirri ástúð og kærleika sem fáir verða aðnjótandi. Hvíl þú í friði, elskulega systir. Benny Sigurðardóttir. Nú hefur mín elskulega tengda- móðir kvatt þennan heim. Augu mín fyllast af tárum, tregi sækir að hjartanu. Nærvera hennar er eitthvað sem mér finnst að eigi alltaf að vera. En þannig er lífið ekki. Guð kallar á börnin heim og við hin erum alltaf jafn óundirbúin. Ég var aðeins 16 ára þegar leið- ir okkar lágu fyrst saman. Við Arthur, næstelsta barn Guðrúnar, kynntumst 15 ára gömul á Núps- skóla. Ekki voru allir ánægðir með ráðahaginn. Aðeins unglingar og allurjífsundirbúningurinn framund- an. Á 16 ára afmæli Arthurs kom ég fyrst á heimili Guðrúnar. Hún brosti við mér, hlýjan skein frá henni. En hún stóð til hlés. Hún var ekki komin að dæma mig. Síðan heyrði ég að ráðhag henn- ar og Einars tengdaföður míns hafði ekki heldur verið af öllum vel tekið í fyrstu. En þegar auðséð var að okkur Arthur var full alvara, þó ung vær- um, þá var mér tekið opnum faðmi. Guðrún varð mér sem besta móðir. í upphafi búskapar okkar Art- hurs fengum við hjónin að innrétta okkur íbúð í kjallaranum hjá tengdaforeldrum mínum á Laugar- ásvegi 66. Þar bjuggum við í fjögur ár. Það var okkur ómetanlegur stuðningur. Við Guðrún urðum miklir vinir. Hennar einstaklega ljúfa viðmót og hlýja til mín var mér ómetanlegur stuðningur á fyrstu búskaparárun- um. Það er mikils um vert fyrir unga konu að fá slíkt viðmót. Virð- ing og umhyggja var svo eðlislæg í fasi hennar. Aldrei blandaði Guð- rún sér í heimilishaldið hjá tengda- dótturinni. Svona vill unga fólkið hafa það sagði hún og þá fékk það að spreyta sig. En þegar ég leitaði ráða hjá henni lét hún mig aldrei fínna að ég vissi lítið. Hún leiðbeindi eins og góður kennari af nærgætni. Þegar barnabörnin fóru að koma í heimsókn eitt af öðru var ekki lít- il gleði í ranni afa og ömmu. Hveiju einstöku þeirra var tekið fagnandi. Aldrei hækkaður rómur þó oft væri líflegt. Tengdamóðir mín var ákaflega vandvirk og velvirk í öllum sínum verkum. Þegar ég orðaði þetta við hana þá sagði hún að amma sín hefði sagt við hana þegar hún var ung stúlka: Guðrún mín, það spyr enginn hversu lengi þú varst að þessu, heldur skoðar viðkomandi bara hvernig þetta er gert. Það má því með sanni segja að líf tengdamóður minnar hafi verið mótað af þessum orðum ömmu hennar. Allt sem hún gerði, gerði hún vel. Þegar heilsan fór að bresta, síð- ustu árin, dvaldi hún á hjúkrunar- deild Hrafnistu. En ávallt um helg- ar ef heilsan leyfði fór hún út með einhveiju af börnum sínum. Og oft- ar en ekki sagði hún við mig: Þetta er alltof mikil fyrirhöfn fyrir ykkur. Þið eruð alltaf svo góð við mig. Þá fékk hún svarið. Þegar sáð er góðu kemur gott upp. Eg þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari elskulegu konu sem hafði meiri áhrif á mig en flest- GUÐRUN FARESTVEIT ir aðrir. Ég kveð hana með sökn- uði, en minning hennar lifir í hjart- anu í mér. Guð blessi minningu hennar. Dröfn. Ég vil gjarnan í nokkrum orðum, fá að lýsa þakklæti mínu fyrir að hafa fengið að kynnat tengdamóður minni Guðrúnu Farestveit. Kynni okkar hófust fyrir nær 30 árum, kynni sem áttu eftir að þróast yfir í gagnkvæma vináttu sem aldrei brá skugga á. Fyrir mér var Guðrún fremur hæglát kona sem réð sínum málum án nokkurs hávaða. Þetta fann ég svo vel þegar konan mín og ég hófum búskap. Þá átti fyrir okkur að liggja að fá að búa í lít- illi íbúð sem tengdaforeldrar mínir áttu, í húsi þeirra við Laugarásveg- inn. Þrátt fyrir nærveru þeirra, varð ég aldrei var við neina af- skiptasemi eða tilraunir til að blanda sér í okkar mál í basli fyrstu búskaparáranna. Hins vegar fann ég fljótt að hvenær sem ég þurfti á tengdamóður minni að halda, var hún tilbúin að rétta mér hjálpar- hönd, í smáu og stóru. Þetta skap- aði mér og fjölskyldu minni ómetan- legt öryggi í amstri lífsins. Þrátt fyrir hógværð í daglegu lífí var mér fljótt ljóst að Guðrún hafði skoðan- ir á hlutunum og kom þeim á fram- færi þegar hún vildi það við hafa. Hún var skarpgreind og gat skoðað fleiri hliðar á málum sem upp komu og oftlega var hún fljót að sjá skop- legar hliðar á tilverunni sem lyfti okkur samferðafólki hennar upp úr gráu hversdagslífinu. Ég get með sanni sagt, að með Guðrúnu kveð ég manneskju sem ég gat ávallt leitað til og sem sýndi mér virðingu og vinarhug. Gunnsteinn Gíslason. Það er sárt að horfa á eftir góðri og mikið elskaðri manneskju hverfa frá manni. Það er yndisleg kona sem ég kveð núna, það er hún amma mín, Guðrún. Allar mínar minningar um ömmu mína eru ynd- islegar og mun ég alltaf geyma þær í hjarta mínu. Amma var alltaf bros- andi og syngjandi, alltaf komst ég í gott skap í kringum hana. Mínar fyrstu minningar um ömmu er góða lyktin sem var alltaf heima hjá henni og afa því þar voru alltaf nýbakaðar vöfflur og pönnsur á boðstólum. Alltaf var gaman að setjast inn í eldhús hjá ömmu og rabba um allt milli himins og jarð- ar. Amma kunni svör við öllum spurningum, sama hversu barna- legar þær voru. Ég man eftir því að fara öll á ið þegar ég vissi að ég var að fara til ömmu á Laugar- ás, þar var alltaf gott að koma í heimsókn. Elsku amma mín, ég sakna þín óendanlega mikið en samt er gott að þú ert aftur sameinuð afa. Þið eruð með því besta fólki sem ég hef kynnst og tel ég það forréttindi að vera skyld þér. Fáar konur sem ég hef kynnst hafa ver- ið jafn elskulegar og indælar og reynst mér jafnvel og þú, elsku amma mín. Það hefur verið erfitt að horfa á þig veikjast og verða meira veikburða með árunum og geta ekkert gert við því en nú eru þjáningar þínar á enda og er ég þakklát fyrir það. Elsku amma mín, ég kveð þig núna með söknuð í hjarta og von- andi fáum við að hitta þig aftur seinna. Þakka þér, amma, fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst en þá einkanlega fyrir pabba minn. Bless elsku amma mín, Þín Anna Sif. Mágkona mín, Guðrún S. Farest- veit, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu hinn 11. þ.m. liðlega 83 ára að aldri og verður kvödd hinstu kveðju í dag frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Guðrún ólst upp á Hvammstanga og hlaut þar sína barnaskólamennt- un en síðar stundaði hún nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Árið 1934 gekk Guðrún að eiga Einar Farestveit, sem nokkru áður hafði ráðið sig hingað til lands sem loðdýraræktarráðunautur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.