Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 49 MINNINGAR Mig langar að minnast Jóns Sig- björnssonar með fáeinum orðum. Eg kynntist honum fyrir tæpum 43 árum þegar ég byijaði að starfa á Viðgerðarstofu Útvarpsins. Jón hafði þá verið hjá Útvarpinu í 11 ár. Hann byrjaði sitt starf á Viðgerð- arstofu Útvarpsins sem þá var við Ægisgötu, en þaðan fór hann að vinna í Landsímahúsinu við Austur- völl þar sem Útvarpið var þá til húsa. Jón fór að vinna við upptökur og útsendingu á útvarpsefni, sem varð hans starf æ síðan. Haustið 1959 var Útvarpið flutt í hús Hafrannsóknastofnunar við Skúlagötu. Um sama leyti var Við- gerðarstofan lögð niður og ég fór þá að vinna við upptökur og útsend- ingu á Skúlagötunni. Árið 1966 varð Jón deildarstjóri Tæknideildar og þá varð ég staðgengill hans. Samstarf okkar Jóns varð mjög náið eftir það. Jón var mikið snyrtimenni og vildi hafa reglu á hlutunum, hann var sanngjarn og góður yfirmaður. Tæknideildinni var vel stjórnað í hans tíð. Aldrei á öllum þessum árum sem við störfuðum saman bar skugga á okkar samstarf. Jón hafði gaman af ferðalögum og fór hann margar upptökuferðir um lanöið. Mörg sumur fóru þeir félagar, Jón og Stefán Jónsson fréttamaður, um landið og gerðu marga ómetanlega þætti um mann- lífið í landinu. Þessir þættir eru flestir til í segulbandasafni Útvarps- ins og eiga þeir eftir að vera góð heimild frá þessum tíma. Jón var kvæntur Vigdísi Sverris- dóttur, frá Hvammi í Norðurárdal. Voru þau hjón mjög samrýnd og sérstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Var með okkur góður vin- skapur. Starfsmenn Tæknideildar Út- varpsins senda Vigdísi og fjölskyld- unni allri sínar innilegustu samúð- arkveðjur með þökk fyrir góð kynni. Magnús Hjálmarsson. Vinur okkar Jón Sigbjörnsson fyrrverandi deildarstjóri tæknideild- ar Ríkisútvarpsins er látinn. Þegar við kveðjum góðan vin koma upp í hugann minningarnar um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Jón var glaðsinna og naut sín vel í góðra vina hópi. Hann kunni frá mörgu að segja og oft voru þetta spaugilegar frásagnir frá þekktum atburðum og þekktum mönnum. Jón var gestrisirin og hafði gaman af að fá fólk í heimsókn. Sem deildar- stjóra tæknideildar var Jóni umhug- að um að samhugur ríkti í tækni- deildinni og lagði hann sitt af mörk- um til að svo mætti verða. Ófá voru matarboðin sem tæknimenn ásamt eiginkonum sínum þáðu hjá þeim hjónum Jóni og Dísu og þar var alltaf glatt á hjalla. Einnig stóð Jón fyrir því að tæknimenn og konur þeirra færu í ferðalög. Þetta voru alltaf tveggja daga ferðir og margar voru skemmtilegar uppákomurnar. Jón hafði mjög gaman af ferða- lögum og oft fórum við saman í ferðir fyrir útvarpið hér á árum áður. Alis staðar þekkti hann til og hvar sem við komum brást það aldr- ei að Jón þekkti einhvern á staðn- um. Hann var sérlega góður ferða- félagi. Oftlega í gegnum árin dvöldum við hjónin, ásamt Ragnheiði og Magnúsi, í sumarbústað í Munaðar- nesi með Jóni og Dísu. Þar áttum við saman góðar og ánægjulegar stundir sem gott er að minnast. Elsku Dísa, við samhryggjumst þér, börnunum þínum og fjölskyld- um þeirra og biðjum guð að styrkja ykkur öll. Hörður og Guðríður. VÖNDUÐ OG FALLEG , SKRIFSTOFUHUSGOGN Á FRÁBÆRU VERÐI Skúffuskáput a hjólum 17x45x63 kt.1t.500 Skrifborð 160x80x75 kt.10.900,- Hornborð 80x80x75 kt.8.950,- Skrifbotð 120x80x75 kt. 9.500,- ■=E oo CJD Vélritunarborð á hjólutn 105x40x69 kt. 5.950,- 46.850 Hirzlan Auðbrekku 19 200 Kópavogur Sími 564 5040 • Fax 564 5041 wLn ^ M Blað allra landsmanna! ...blabib
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.