Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTIR F r æd i r i t í ELDLÍNU KALDA STRÍÐSINS eftir Val Ingimundarson Vaka-Helgafell, 1996,480 bls. SAGNFRÆÐI er ein af mikils- verðustu greinum mannlegra fræða. Það er erfiðara en margur hyggur að öðlast raunverulegan skilning á mannlegu félagi, innvið- um þess, þróun og breytingum. Þegar sagnfræðingi tekst að varpa skýrara ljósi en öðrum á mikilsverð- an þátt nýliðinnar sögu, færa les- endur sína nær því sem raunveru- lega gerðist, þá er það merkilegt fræðilegt framlag. Mér virðist að Vali Ingimundarsyni takist þetta í öllum meginatriðum. Bók Vals er viðamikil, tæpar 500 blaðsiður að stærð, og í henni ligg- ur mikil heimildavinna sem er að því er ég fæ bezt séð mjög vönduð. Bókin Ijallar um, eins og undirtitill hennar gefur til kynna, samskipti íslands og Bandaríkjanna á árabil- inu 1945 - 1960. Höfundur hefur unnið mikla frumheimildavinnu, skoðað skjalasöfn vestan hafs og í Evrópu, skoðað skjalasöfn á Is- landi. Hann notar einnig útgefnar frásagnir annarra og að því er ég fæ séð er það fagmannlega unnið, túlkanir eru undantekningalaust eðlilegar miðað við vitneskjuna sem hafa má úr bókinni sjálfri og miðað við það sem mögulegt er að skoða á örskömmum tíma. Höfundur gerir í inngangi al- menna grein fyrir þeim skilningi sem hann telur að liggi að baki þeim átökum sem einkenndu þetta tímabil kalda stríðsins. Hann lítur svo á að skilningur Bandarikja- manna á þjóðaröryggi skýri bezt markmið þeirra og gerðir, en skiln- ingur Evrópumanna hafi verið sá að hagsmunir Bandaríkjamanna og íbúa Evrópu færu saman í öryggis- og varnarmálum í kalda stríðinu og þess vegna bæri að fagna af- skiptum þeirra af Evrópu. Lykillinn er sá að hvorir tveggju töldu sig vera að sinna eigin þjóðarhagsmun- um. Hann fylgir þessari hugsun síðan prýðilega vel í gegnum bók- ina. Mér virðist þessi meginhugsun verða til þess að höfundur fer mild- ari höndum um sósíalista og tals- menn þeirra á þessu tímabili en maður sér stundum. Hann hlífir þeim engan veginn við óvægum dómum þegar það á við en hann leitast frekar við að skilja málflutn- ing þeirra út frá skilningi þeirra á þjóðarhagsmunum og þjóðernis- hyggju en þjónkun við Moskvu. I bókinni eru 7 kaflar, inngangur og niðurstöður. Tilvísanir í heimild- ir ná yfir um 60 síður og aftast er nafnaskrá. í fyrsta kaflanum er rakinn aðdragandinn að því að Keflavíkursamningurinn er gerður haustið 1946. Nýsköpunarstjórnin sat á þessum tíma og Bandaríkja- menn áttu óhægt um vik að bera fram beiðni um herstöð á íslandi. Ólafur Thors var forsætisráðherra og lagði ótrúlega mikið á sig til að halda stjórninni saman. En hún sprakk á þessum samn- ingi. Næsti kafli segir frá þeirri atburðarás sem leiddi til þess að ísland varð stofnaðili að NATO. Það var i raun ekki fyrr en árin 1947 til 1948 að stjórn- málamenn almennt í Norðurálfu fara að átta sig á hinum nýju að- stæðum í álfunni eftir síðari heimsstyijöldina. Tveir atburðir verða síðan til að gera öllum ljós hin nýju valdahlut- föll. Annars vegar var það samgöngubann Sovétmanna á Berlín og hins vegar fall Tékkóslóvakíu í hendur sovétveldisins. Sovétmenn voru orðnir aðalógnvaldur íbúa í Vestur-Evrópu og þeirrar samfé- lagsskipanar sem þeir bjuggu við. íslenzkir ráðamenn verða smám saman ásáttir um það að taka þátt í því bandalagi sem verið var að undirbúa í Evrópu með aðild Banda- ríkjamanna og Kanadamanna. Á þeim fræga degi 30. marz 1949 samþykkti Alþingi þingsályktun um það efni og Bjarni Benediktsson skrifaði síðan undir sáttmálann 4. apríl. Þriðji kaflinn greinir frá Mars- hall aðstoðinni og hlutdeild íslend- inga í henni. Farið er yfir hvernig þeirri aðstoð var varið og hvernig hún skiptist og hve Bandaríkjamenn voru veikir fyrir því að láta efna- hagsleg sjónarmið yíkja fyrir hern- aðarlegum þegar íslendingar áttu í hlut. Einnig er greint frá því að hingað kom í apríl verkalýðsfulltrúi á vegum bandaríska sendiráðsins til að styrkja lýðræðissinna í þeirri hreyfingu. Fjórði kaflinn lýsir þeim atvikum sem leiddu til varnarsamn- ingsins við Bandaríkin árið 1951. Kóreustyrj- öldin vakti ugg um ásetning Sovétmanna um víða veröld og hún virðist skipta miklu máli til að skilja sjón- armið íslenzkra stjórn- málamanna sem studdu gerð varnasamningsins. í þessum kafla kemur til dæmis afar skýrt fram hvernig íslenzkir stjórn- málamenn héldu á íslenzkum hags- munum í samningsgerðinni og vildu ekki víkja frá þeim. Fimmti kaflinn segir frá sambúð- inni við herinn sem gekk brösuglega enda gekk Bandaríkjamönnum erf- iðlega að skilja þjóðernisvitund ís- lendinga sem jaðraði stundum við þjóðernisofstæki en skýrist fyrst og fremst af langvarandi einangrun landsins. En meginatriði þess tíma- bils sem hér greinir frá er aukin andstaða við herinn sem skýrðist af sambúðarerfiðleikum, breyting- um á forystu Alþýðuflokksins og uppgangi Þjóðvarnaflokksins. Það leiðir svo til þess sem segir frá í sjötta kafla sem er vinstri stjórn Hermanns Jónassonar. En þessi kafli er sennilega mest nýlunda í bókinni enda dregur hann fram mjög skýrt hvernig lánveitingar Bandaríkjamanna réðu því að þessi stjórn stóð ekki við það að vísa hernum úr landi. Uppistaðan í þess- um kafla hafði birst í tímaritinu Sögu en samhengið og þær ályktan- ir sem eðlilegt að draga af því sem hér er dregið fram verða mun ljós- ari í bókinni. Síðasti kaflinn er síð- an um aðdraganda viðreisnarstjórn- arinnar, árin frá 1957 til 1960. Þar er til dæmis rakinn undirbúningur þeirra efnahagsumbóta sem sú stjórn greip til. En höfundur leitast hvarvetna við að tengja saman þró- un í íslenzkum efnahagsmálum og þá þróun sem varð í varnar- og öryggismálum. Kalda stríðið stóð frá 1945-46 til 1989. í raun er enn ekki ljóst hvort við eigum að skilja það sem síðari kafla í seinni heimsstyrjöld- inni eða nýtt tímabil. Það er a.m.k. ljóst að kaida stríðið er bein afleið- ing af niðurstöðu síðari heimsstyij- aldarinnar. Megininntak kalda stríðsins voru varnar- og öryggis- mál og hugmyndabarátta, skipting heimsins í tvær ólíkar fylkingar sem tókust á, stundum með ógnvænleg- um hætti. Nú er öldin önnur sem er efni í aðra sögu. Þessi bók er óhjákvæmileg lesn- ing öllum sem áhuga hafa á stjórn- málum og sögu á Islandi. Það er í henni gífurlegt magn af upplýsing- um skipulega og vel dregið saman og leitast við að túlka það í ljósi þeirra meginviðhorfa sem getið var í upphafi. Það hefði mátt liggja svolítið meira yfir stílfari bókarinn- ar sums staðar og það er svolítið af prentvillum í henni. Þegar til alls er tekið skýrir bókin vel nýlið- inn tíma og gerir samtímann skilj- anlegri. Guðmundur H. Frímannsson ________________LISTIR______ Mikilsvert sagnfræðiverk Valur Ingimundarson BÓKMENNTIR Æ v i n t ý r i FIMM ÆVINTÝRI - OKK- AR INNRI MAÐUR - Höfundur texta og mynda: Arnheið- ur Borg. Prentverk: Steindórsprent Gutenberg 1996. Verkefna- og náms- styrkja-sjóður Kennarasambands ís- lands styrkti gerð þessarar bókar. 79 síður + handbók. „MENNT er máttur“, segir gam- alt spekiyrði, og allir virðast sam- mála um að svo sé. En þá kemur að því að skýra hvað mennt er, skipta „spekingar" sér í fylkingar og rimman getur orðið æði hörð. I raun spaugilegt, því engan mál- stokk höfum við annan en „þroska“ okkar sjálfra, til þess að mæla með. Eg man, þá sálfræðingur hélt um það fyrirlestra, að sjómanns- börn væru öðrum heimskari. Ung- um þótti mér þetta forvitnilegt, og lagði á mig að hlusta á rökin. Þau voru „spekingnum" auðfundin, því krakkaormarnir á sjávarkambinum vissu sáralitið um heynál; sylgjur; rúning og annað slíkt, er hinn vitri hafði kunnað öll deili á í sínum uppvexti, í sveit! Um annað var ekki spurt! Lengi hefir því verið trúað, að íslenzkir nemar stæðu sig vel í skól- um erlendis. En nú, 1996, kemur í ljós, að þetta er allt talin blekking, íslenzk börn séu örgustu skussar í samanburði við erlenda jafnaldra. Orsaka er leitað, og mér skilst að niðurstaða „speking- anna“ bendi öll á lélega kennara! Menntunars- kortur og dugleysi þeirra sé um að kenna! Ekki hefi eg orðið þess var, að starf kennara hafi verið eða sé til margra fiska metið, á vogarskál launa og að- búnaðar, hjá okkur löndum. Furðað mig á, á stundum, hví þeir hafi ekki fyrir langa löngu gefizt upp, ráðið sig í þjónustu, þeir er kunna að lifa, við að telja peninga og verðbréf, stquka og strauja. Þó mér sé ógeðfellt mat á störfum okkar, hvert sé öðru mikilvægara, þá hika eg ekki við að fullyrða, að starf þess er leiðir ungan upp þroskans fjall er öllum störfum mikilvægara, tilvera þjóða veltur á þeirri handleiðslu. Eg hika heldur ekki við að fullyrða, að í skólum eru frábær störf unnin, en því mið- ur afrekanna alltof sjaldan getið í fréttum þjóðar. Stoð undir þessar fullyrðingar er eg með í höndum í bókarkorni Arnheiðar. Kennarar í Garðabæ vildu gera gott betra, leituðu leiða nemendum sín- um til umhugsunar um betri, bjartari heim. Til þess var sjónum beint að eigin barmi, því þannig, aðeins þannig verður þjóðlíf og heimsmynd bætt. Arnheiður bregður, í ævintýrunum sínum fimm, Ijósi á, hvemig það var unnið. Það er fljótsagt, að öll eru þau bráðsnjöll, - hnitmiðuð og sögð af leikni sögu- manns. Fyrst er Reiði kerling leidd á svið. Hún heldur, úr helli sínum, meðal manna, leitar uppi þá er hún getur att saman - lúmsk - snjöll, og á í fyrstu góða, skemmtilega daga, allt þar til hún hittir fyrir ljós- verurnar þrjár. ★ í næsta ævintýrinu er nornin Hefnd leidd fram. Hún telur létt verk og löðurmannlegt að hrekja ljósverurnar á braut. Þefar upp slóð stöllu sinnar, Reiði, og hittir marg- an þann er gerist henni leiðitamur. En hér fer sem fyrr, lósverurnar þijár ganga í veg fyrir skassið, og úr því er allur máttur. En hveijar eru þær þessar verur? Systurnar Umburðarlyndi, Þolinmæði og Fyr- irgefning. ★ Enn reynir myrkrið að sigra mannheim, og að þessu sinni halda af stað skötuhjúin Öfund, dóttir Hefndar, og Hroki, sonur Reiði. Það léttir þeim för, að þau hitta systkin- in Hrafn og Ösp, og á hroka þeirra og öfund nærast hellisbúarnir vel, allt þar til, að þau systkin ákveða, í sjálfheldu, að breyta um háttu, sjá líf sitt í nýju ljósi. Við það er allur vindur úr seglum Öfundar og Hroka. ★ Við horfum á svið, þar sem reyna með sér álfar tveir. Annar myrkrinu merktur, hinn ljósinu. Þeir búa báð- ir í sama húsi, húsi samvizkunnar í bijósti Sveins, tíu ára snáða. Um hann er „teflt“, og í fyrstu virðist sá dökki hafa betur, tælir Svein til óhlýðni - til að taka það er hann á ekki - til lyga. Slíkum verður svefninn ekki vær, og við eyra móður játar hnokkinn brot sín. Ljós- álfurinn vinnur taflið. ★ Þá erum við komin að Gleði kóngsdóttur. Hún heldur út í heim, að ráði Vizku drottningar, og kynn- ist gleðinni í margri mynd, sannri gleði, gleði óhófs og nautna. Líka skugganum; kuldanum; húsi sorgar - lærði af Vizku, ásamt mörgu öðru, að sorg og gleði eru systur. För hennar endar í húsi þakklætis- ins. Þar vildi hún una alla sína daga. Því hefi eg rakið þráð ævintýr- anna, að eg vil þér sé ljóst, að margur kennarinn leggur mikið á sig, til þess að slípa og fægja þau gullin sem börn okkar bera fegurst með sér. Fyrir það ber þeim þakk- ir. Eg vildi líka vekja athygli þína á kverinu, því svo listavel vinnur Arnheiður úr efni, að það á ekki aðeins erindi við börn, heldur aldna líka, en bezt þá saman sitja æska og elli með kverið í höndum. Já, gleymum ekki, að því fylgir hand- bók - leiðarvísir til lengri umræðu. Mál höfundar er Ijúft og lipurt, og myndir hans meistaralegar. Prentverk allt vel unnið, minnist ekki villu nema á síðu 17, þar sem stafsetning fyrir 1929 hefir læðzt inn. Viljir þú barni þínu vel, þá verð- ur þú þér úti um þessa bók, og lest hana með því. Bæði verða betri eftir. Sig. Haukur. Taktu eftir þessari! Arnheiður Borg Rósa og árstíðirnar Nýjar bækur TONLIST Illjómdiskar ÍÐIR íðir 1996. Rósa Ingólfsdóttír. Vor. Sumar. Haust. Vetur. íslensku árstíð- irnar, tónlist eftir Rósu Ingólfsdótt- ur. Hljómsveitarstjóm: Vilhjáknur Guðjónsson. Japis. Rósa. 20 minutes. ÞEGAR ég snart hurðarhúninn/ á húsi þínu, land mitt/ og opnaði út í vorið,/ var sem vitund mín fylltist/ óendanleikanum,/ þegar allt verður til.“ - Þannig hefst óðurinn til vors- ins, undir suðrænum rytma (la primavera!). Þetta er reyndar ástar- og þakk- lætisóður um íslensku árstíðirnar og hverri fylgir stutt ljóð (í bæklingi, einnig á ensku). Á diskinum sjálfum, sem Rósa tileinkar dætrum sínum, er fyrst og fremst spænskættaður rytmi kringum einfaldar og keimlík- ar melódíur með elskulegum hús- dýrahljóðum (sumarið). Mér heyrist hljómsveitin aðallega samanstanda af „skemmtara" með nokkuð mörg- um möguleikum - ásamt náttúru- hljóðum. í upphafi vetrar er kulda- boli mættur í öllu sínu veldi, en text- inn hljóðar svona: „Þar sem mætast stálin stinn/ stendur þú styrkur vet- ur minn./ Vef mig yfirhöfn athafna þinna/ svo von mín væðist krafti,/ til vors.“ Þetta er ballettverk, segir höfund- ur, en hvað um það: þetta er á sinn hátt einlægur og vissulega óvenju- legur „réttur“ - eiginlega bara for- réttur, enda tekur hver árstíð um það bil fimm mínútur. Og tónskáldið í raun og veru ekkert tónskáld. Oddur Björnsson • ÞJÓÐLA GA ÚTSETNINGAR Sveinbjörns Svcinbjörnssonar eru nú aftur fáanlegar, en þær komu fyrst út í Edinborg 1913 eða 1914, og síðan ljósprentuð í smækkuðu broti í Reykjavík 1949. Ný og aukin útgáfa er nú komin út í bókaflokknum Islensk sönglist. Er það ný setning nótna og texta og að auki bætt við erindum þar sem Sveinbjörn hafði aðeins eitt erindi. Jón Þórarinsson, tónskáld, skrifar formála um Sveinbjörn og störf hans auk þess að skrifa sérstaklega um hvert lag, en Ólafur Vignir Alberts- son, píanóleikari, er ritstjóri útgáf- unnar. I bókarauka eru nokkrar út- setningar íslenskra þjóðlaga sem ekki voru í frumútgáfunni þannig að þetta er heildarútgáfa útsetninga Sveinbjörns á íslenskum þjóðlögum fyrir píanó og söngrödd. Þar sem Sveinbjörn fór um og kynnti íslensk þjóðlög og söng þau sjálfur við eigin undirleik, voru þau í lágri tónhæð, því hann var barítón. Þess vegna koma útsetningarnar út í tveimur bókum, annarsvegar í upp- haflegri tónhæð og hinsvegar í tón- hæð fyrir sópran og tenór. Tónverkaútgáfan ísalög hefur unnið bækurnar að öllu leyti en prentsmiðjan Klói prentaði ogFé- lagsbókbandið sá um bókband. Bæk- urmir kosta hvor um sig kr. 2.200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.