Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Anna María Georgsdóttir fæddist í Reykjavík 13. mars 1947. Hún andaðist á heimili sínu, Álftalandi 11 í Reykjavík, hinn 11. desember síð- astliðinn. Anna María var dóttir hjónanna Georgs F. Gíslasonar verslun- armanns, fæddur 29. september 1921, dáinn 8. desember 1994, og Ingibjarg- ar Eiríksdóttur, húsfreyju, fædd 14. september 1925. Bræður Önnu Maríu eru: Ingibergur Jón, lagermaður, fæddur 18. april 1954, kona hans er Sigríður Gunnarsdóttir, starfsmaður á leikskóla, fædd 20. mars 1953, og Eiríkur Odd- ur trésmiður, fæddur 22. sept- ember 1956, kona hans er Ragn- hildur Sveinsdóttir kennari, fædd 24. febrúar 1957. 24. febr- úar 1965 eignaðist Anna María Löng þá sjúkdómsleiðin verður iifið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Sofðu rótt, elsku ástin mín! '■ Þinn, Óli. Það ríkir sorg í hjörtum okkar. Hún Anný okkar er farin yfír móð- una miklu. Við vorum bæði þeirrar gæfu aðnjótandi að búa með þeim hjónum, Anný og Óla, tengdaforeldrum okk- ar, í Álfalandinu. Þá fengum við svo sannarlega að kynnast mannkostum hennar: Órlæti, hún vildi allt fyrir alla gera. Einlægni, hún var traust og trú. Kærleiksrík, hún átti svo mikið að gefa og var óspör á ást sína. Já, lífið var gjöfult, gaf okkur hana sem tengdamömmu. Hún tók okkur í faðm sinn eins og sin eigin börn. Orðin virðast fá, en minningarnar margar. Anný gaf okkur stærstu perluna, minninguna um sig. Með þakklæti í hjarta um bestu tengdamömmu í heimi, kveðjum við þig, elsku Anný okkar, þú veist hvað við elskuðum þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Elsku Óli, Georg, Jenný og Gísli, við biðjum góðan Guð að gefa ykk- - ;ur styrk. Guð blessi minninguna um Anný. Fanney og Reynir. Með fátæklegum orðum kveðjum við þig, Anný. Söknuðurinn er sár og afar erfitt er til þess að hugsa að við munum ekki hitta þig oftar. Eftir standa minningar um góðar stundir sem við áttum saman. Fólk er gætt mismunandi ríkum persónueiginleikum. Eiginleikar Annýjar voru fjölmargir. Meðal sterkari eiginleika hennar voru þó eðlislæg hlýja og glaðværð í slíkum mæli að fáum er gefið. Það er þess- um sérstöku eiginleikum sem minn- ingar okkar tengjast fremur en öðru. Þær eru frá stundum þegar við kynntumst fyrir hartnær þrjátíu árum á heimili ömmu Línu á Suður- götunni. Þær eru frá hinum fjöl- mörgu fjölskyldufundum og uppá- komum í gegnum árin. Þær tengj- soninn Georg Krist- jánsson sölumann, sambýliskona hans er Dórothea Gunn- arsdóttir nemi, fædd 10. febrúar 1967, og eiga þau dótturina Vöku Ingibjörgu, fædd 6. maí 1995. Eftirlifandi eig- inmanni sinum Óla Pétri Olsen málara- meistara, fæddur 16. júlí 1943, giftist Anna María 20. júní 1970. Börn þeirra eru: Jenný Björk kennari, fædd 3. október 1971, sambýlismað- ur hennar er Reynir Jóhannes- son sölumaður, fæddur 15. mars 1971, og Gísli Ottó mál- ari, fæddur 25. september 1973, sambýliskona hans er Fanney Karlsdóttir flugfreyja, fædd 23. júní 1970. Útför Onnu Maríu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ast bömum hennar og Óla og síðar okkar bömum. Þær tengjast hátíð- um jafnt sem hversdagstiltækjum, frá heimilum okkar og frá útilegum. Minningarnar ryðjast fram í hugann ein af annarri og eru okkur afar ljúfar. Við þökkum þær stundir af öllu hjarta. Elsku Anný, við og synir okkar biðjum að þú hvflir í Guðs friði og að Guð almáttugur styrki og styðji Óla og börnin ykkar, Jennýju, Gísla og Georg, og Bíbí mömmu þína. Jarþrúður, Björn, Björn, Hallur og Eiríkur. Síminn hringir snemma morguns og mér er tilkynnt að Anný vinkona mín sé látin. Maður situr hljóður og spyr sig hvers vegna hún sé hrif- in burt svo snögglega. Við verðum að trúa því að það hafí einhvem ákveðinn tilgang. Nú, þegar ljós aðventunnar búa okkur undir komu hátíðar ljóss og friðar leita á hugann endurminningar frá liðnum tímum. Það er umhugsunarvert hvað viðmót og framkoma hefur mikil áhrif í daglegum samskiptum manna tii góðs eða ills. Það er eins og birta eða ylur, sem stafar frá sumu fólki, smiti út frá sér og vermi umhverfið og lýsi. Anný vinkona mín var þess- um eiginleikum gædd. Kynni okkar Annýjar eins og hún var kölluð af fjölskyldu og vinum hófust fyrir þrjátíu árum. Þessi kynni leiddu til vináttu sem haldist hefur æ síðan og skal nú þökkuð. Anný hafði marga góða kosti. Hún var mikil fjölskyldumanneskja sem ræktaði frændgarðinn vel og ekki síður vin- ina. Hún var mikill fagurkeri og bar heimili hennar þess glöggt merki. Hún var mjög líflegur persónuleiki og það var ætíð stutt í hláturinn og grínið. Anný mátti aldrei neitt aumt sjá og var einstaklega örlát manneskja. Ef hún vissi af einhverj- um í vanda og ef einhvern skorti eitthvað var hún rokin af stað til aðstoðar. Hjálpsemi og greiðvikni Annýjar var einstök og nutu margir góðs af örlæti hennar og gjafmildi. Anný var mjög lánsöm í einkalíf- inu. Án nokkurs vafa var það mesta lífslán Annýjar að kynnast og giftast Óla Olsen. Einstakur kærleikur og hlýja einkenndi hjónaband þeirra. Hamingjusól þeirra átti eftir að skína enn skærar því bömin urðu tvö, Jenný Björk og Gísli. Bæði eru þau ákaflega vel gerð ungmenni sem erft hafa bestu kosti foreldra sinna. En fyrir hjónaband eignaðist Anný soninn Georg og á hann eina dóttur sem var sólargeisli ömmu sinnar. Síðustu árin átti Anný við erfíð veik- indi að stríða. Elsku Óli, þú ert kletturinn, sem stóðst við hliðina á henni. Aðdáun- arvert var að sjá hve mikla alúð og nærgætni þú og börnin sýnduð henni í þessum erfíðu veikindum. Móður Annýjar sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Góður Guð styrki og styðji eigin- mann hennar, bömin þeirra og aðra ástvini. Anný hefur opnað aðrar dyr og henni fylgja blessunarorð. Minn- ing um góða eiginkonu, ástríka móður og ömmu mun lifa þótt kvaðst sé að sinni. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. P.) Þín vinkona, Hrafnhildur Björk. í kuldanum, jólaljósunum og þessum óendanlega ilmi jóla- stemmningar og undirbúnings er erfitt að setjast niður og rita minn- ingarorð um konu, 49 ára gamla, sem mér þótti svo vænt um. Hún Anný er dáin, þessi hjartahlýja, bjarta glaða og geislandi kona sem kom inn í líf mitt með það að leiðar- ljósi að kenna mér kærleik, um- hyggju, það sem skipti mestu máli í lífinu. Við Anný kynntumst í gegn- um starf mitt í fjölmiðlum, hún skrifaði mér um flughræðslu sína og það var síðan afráðið að ég tæki að mér að lækna hana af þeim kvilla, með því skilyrði að koma henni upp í fluvél alla leið til New York. Sú ferð var farin og verður helst skrif- uð á spjöld sögunnar, svo ógleyman- leg er hún mér og mínum. Við fjög- ur fræknu, ég og Bonni, Anný og Óli, lögðum heiminn að fótum okk- ar, nutum okkar til hins ýtrasta, lífsgleði, kærleikur og hamingja voru einkunnarorð okkar þá og eru enn. I New York bundumst við bönd- um sem aldrei slitnuðu, minnist ég matarboða og stunda þar sem við sátum og hlustuðum á fallega tón- list sem minningarbrot voru tengd við, langar mig að þakka þær stund- ir. Fyrir rúmum fímm árum lenti Anný í slæmu bílslysi, sem alltaf síðan hefur plagað hana, þessa fal- legu konu. Sársauki og verkir sem engan gat órað fyrir, endalaus sjúkrahúslega, endurhæfíng og allt það sem þessi kona þoldi síst af öllu, þurfti hún og hennar fjölskylda að reyna. Eftir erfíða baráttu við lífið, gaf hjartað sig og hún fékk að kveðja þennan heim þar sem hún vildi helst af öllu í heiminum vera, í fanginu á Óla sínum. Nú fer í hönd hátíð ljóss og frið- ar, mig langar að biðja Guð og alla englana að vaka yfír Öla og börnun- um þeirra, Georg, Jennýju og Gísla. Elsku Anný, takk fyrir þína visku, brosin og tárin í gegnum tíðina, ég veit að þér líður vel núna. Valdís Gunnarsdóttir. í dag er kvödd hinstu kveðju okkar eiskulega vinkona Anna Mar- ía Georgsdóttir. Okkar fyrstu kynni voru þegar við stóðum saman í að byggja okkur húsnæði í Álftaland- inu. Áttum við þá margar góðar stundir saman yfír kaffibolla og kynntumst við þá best hennar per- sónuleika. Frá þeim tíma hefur allt- af verið gott og innilegt samband á milli okkar hjóna og Annýar og Óla. Margs er að minnast, en orð mega sín lítils á stundu sem þess- ari. Alltaf var stutt í brosið hennar Annýar og aldrei dauflegt í kringum hana. Þó minnumst við einna helst, hversu hugljúf, góð og hjartahlý hún var. Alltaf tilbúin að hjálpa og gera allt fyrir aðra og sérstaklega einstæðinga sem minna máttu sín. Einnig var Anný alveg sérstaklega barngóð manneskja. Það er sárt að sjá á eftir góðri vinkonu langt fyrir aldur fram og verður seint fyllt í hennar skarð. Við kveðjum nú elsku Annýju, þökkum samfylgdina og biðjum algóðan guð að gæta hennar og geyma. Elsku Óli, Jenný, Gísii, Georg, tengdabörn, barnabarn og aðrir ástvinir. Við biðjum guð að styrkja ykkur og hugga á þessum erfíðu tímum. Við kveðjum þig, elsku Anný okkar, með þessum orð- um: Því er lífið stundum svona stutt, og stormur rauna hvasst um hjartað næðir, og í skjótu bragði burtu flutt hið bjarta ljós, er tilveruna glæðir? Já, þú ert horfin héðan, svona fljótt í heimi lokið þínum starfadegi. En okkur finnst hér ríki niðdimm nótt, en nísti hugann söknuður og tregi. Við dveljum hér við hvílurúm þitt klökk og kveðjum þig í hinsta sinni, vina. En til þín streymir heitust hjartans þökk fyrir horfna tíð og kæru samfylgdina. Þín endurminning eins og geisli skín á okkar leið og mýkir hjartans sárin. Já, vertu sæl, við sjáumst, vina mín, í sælu guðs, er þerrar harmatárin. (Höf. óþekktur). Þínir vinir, Kolbrún, Harald, Þóra og Salbjörg. Glæsilega, einlæga frænka mín, hún Anný, hefur lokið þessari jarð- vist. Við ólumst upp í stórri sam- hentri fjölskyldu svo samverustund- irnar voru margar. Ég minnist henn- ar frá barnæsku sem: Hróa-Hattar- frænku. Hún var alltaf fremst í flokki ef til þurfti drifkraft, dugnað og hugrekki og var alltaf sú sem hjálpaði og varði þá sem voru minni máttar. Hún var líka sú sem seldi flest blöðin og merkin, stundum datt mér í hug, „skyldu þau hafa komist upp með að segja nei, takk“? Árin liðu. Það brást aldrei að í fjölmörgum boðum og mannfagnaði sem efnt var til í fjölskyldunni var Anný ætíð sú sem af bar fyrir glæsi- leika og snyrtimennsku, þar sem hún ljómaði af gleði yfir að vera innan um sína. Hún var einlæg og henni fylgdi ávallt kátína og fjörið var þar sem Anný var. Hún var heimskona, á sína vísu, þó ekkert væri henni kærara en að fá að vera heima hjá Óla sínum og börnunum og hreiðra um sig á fal- lega heimilinu þeirra og hlú að sín- um. Hún talaði mikið um það hve heppin hún væri, heppin að eiga þessi börn og að eiga að þennan yndislega mann, hann Óla, sem hlúð hefur að henni með ástúð sinni og umhyggju. Hvergi mátti hún aumt sjá. Þrátt fyrir eigin þjáningu í veikindum sín- um eftir slysin, var henni ætíð um- hugað um alla hina sem áttu erfitt. Hún vildi öllum vel og var ætíð tilbú- in með útrétta hönd að hlú að þeim sem minna máttu sín. Mér eru minn- isstæðar ófáar símhringingar frá henni á þessa leið: Ó, Kiddý mín, ertu ekki aflögufær með eitthvað af fatnaði af ykkur og leikföng? Ég veit nefnilega um fjölskyldu sem á svo bágt. Hún Anný var meðvituð kona, þroskuð sál sem trúði á mátt bænar- innar og eilífðina. Margir eiga henni að þakka betri líðan fyrir hennar hlýhug og elskulegheit, bænir og góðar hugsanir. Ég þakka henni fyrir að vera Anný, fyrir það sem hún með sinni jarðvist gaf mér og kenndi. Ég bið um að ykkur öllum megi verða eilífð- in ljós og mátturinn innra með ykk- ur sjálfum, mátturinn sem gefur ykkur öll svörin sem þið þarfnist, ekki síst á stundum sorgar. Guð ykkur umvefli vængjum verndar og leiði að vegvísum. Kristín Jónsdóttir. Anný er dáin. Það var óvænt og sárt. Anna María eða Anný eins og hún var alltaf kölluð var yndisleg manneskja. Hún var með stórt hjarta, hjarta sem hafði að geyma svo mikla hlýju og góðmennsku. Alltaf var hún boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Hún var einstaklega stórtæk og gjafmild og þau eru ófá skiptin sem hún hefur gefíð mér og börnunum mínum góðar gjafír. Síðastliðið haust bjó hún til fallega púða sem hún gaf sonum mínum. Við hugsum til hennar með hiýju í hvert skipti sem við horfum á þá. Undanfarin ár hefur Anný átt við veikindi að stríða sem ollu henni miklum sársauka. Alltaf stóð fjöl- skyldan hennar eins og klettur við hlið hennar og gaf henni styrk. Hún ANNA MARIA GEORGSDÓTTIR fékk betri tímabil inn á milli og all- ir vonuðu að sú stund rynni upp að batinn kæmi. Sú von rættist ekki. Við eigum margar góðar minn- ingar um yndislega konu. Það verð- ur aldrei frá okkur tekið. Elsku Óli minn, Jenný, Gísli, Georg og aðrir ættingjar. Það er erfítt að vera fjarri ykkur á stundu sem þessari. Ég vildi að ég gæti komið og faðmað ykkur öll. Guð gefí ykkur styrk í sorginni. Kveðja frá Noregi. Berglind. Elsku Anný. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir systur mína. Þó það séu liðin 10 ár síðan hún dó, er mér ofarlega í huga öll sú umhyggja og kærleikur sem þú sýndir henni og varst henni ómetan- leg vinkona í gegnum hennar veik- indaár sem voru ekki svo fá. Þó okkar samband hafi dottið niðurgleymi ég aldrei hve Hrabba átti gott að eiga þig sem vinkonu og nú ertu búin að hitta hana aftur sem ég vildi að hefði ekki orðið svo fljótt. Hvíl í friði, elsku Anný. Óla, börnum og öðrum aðstand- endum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Auður. Á fyrsta degi eftir að við fluttum í nýja húsnæðið okkar að Áiftalandi 9, týndist dóttir okkar þá fímm ára gömul. Það kom síðar í ljós að hún hafði farið í leit að vinkonu á svip- uðu reki og bankað upp á næstu dyr, númer 11. Hún fann svo sann- arlega vinkonu sem átti ekki einung- is eftir að tengjast henni traustum vináttuböndum heldur og einnig öll- um öðrum fjölskyldumeðlimunum og þá sérstaklega móður hennar. Anna María Georgsdóttir eða Anný eins og hún var alltaf kölluð var sérstaklega opin, glaðleg og góð persóna sem tók miklu ástfóstri við alla þá sem henni þótti vænt um. Glaðværð hennar lýsti upp litla botnlangann okkar í Fossvoginum og hún var leiðandi í að kalla fólk saman á góðum stundum og efia þar með kynni og vinskap meðal íbúa götunnar. Henni leið vel og sagðist aldrei mundi flytja í burtu. Þegar svo við íhuguðum að skipta um bústað lagði hún sig alla fram við að tala okkur ofan af slíkum fyrirætlunum með þeim árangri að við erum enn á sama stað þó hún hafi nú flutt sig um set. Fyrir nokkrum árum lenti Anný í umferðarslysum. Þó þau hafí ekki látið mikið yfír sér í fyrstu var fylgi- fískur þeirra sá að hún bjó við stöð- ugar kvalir sem leiddu til síversn- andi heilsu. Ljósið skæra sem áður lýsti upp umhverfið dofnaði stöð- ugt. Óðru hvoru brá samt fyrir glampa sem minnti á liðna tíma fyrir ekki svo löngu. Glampa ljóss sem gáfu von um batnandi heiisu og betri tíð byr undir báða vængi. Spurningin var bara hvenær ljósið næði að loga nógu skært til þess að sópa í burtu grámuskunni sem svo fast hafði sótt að í seinni tíð og lýsa aftur upp umhverfið og til- veruna alla. Það kom því eins og reiðarslag þegar okkur barst sú fregn að Anný væri öll og hefði sameinast ljósinu eilífa hjá Guði almáttugum. Ög að við hér í jarðnesku lífi hefðum verið skilin eftir með leiftur minninganna um góða vinkonu og hjartahlýja manneskju sem með ákefð sinni fyrir velferð annarra og björtu brosi hafði sannarlega lífgað uppá tilveru okkar og allra sem þekktu hana. Eðlilega er hugurinn fullur af eftirsjá og sorg. En sú sorg mun hverfa af sjálfu sér þegar inn síast sá skilningur að engu er hægt að glata og að Anný mun alltaf vera með okkur. Á hinu nýja tilverustigi mun ljós hennar skína skærar en nokkurntíma fyrr. Þótt augum ég beini út i ómælis geim ertu samt nálæg mér. Því stjarnanna blik og birtan frá þeim ber mér glampa frá þér. Við viljum votta eftirlifandi eigin- manni Óla, börnum hennar Jennýju,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.