Morgunblaðið - 21.12.1996, Page 23

Morgunblaðið - 21.12.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 23 Breska stjórnarandstaðan Reynt að fella ríkisstjórnina London. Reuter. ERFIÐLEIKAR John Majors, for- sætisráðherra Bretlands, á þingi hafa aukist til muna eftir að stjórnarandstaðan sagði upp sam- starfssamningi, sem lengi hefur gilt milli hennar og meirihluta Ihaldsflokksins. Segir hún, að stjórnin hafi svikið gerða samn- inga í atkvæðagreiðslu sl. mánu- dagskvöld. Talsmenn stjórnarandstöðunnar I sögðu í gær, að einskis yrði látið ófreistað til að fella stjórnina en hún hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að Verkamanna- flokkurinnn vann sigur í auka- kosningum í einu kjördæmi. Sýndi það sig raunar strax í fyrrakvöld þegar stjórnin tapaði í atkvæða- greiðslu um breytingar á frum- ) varpi um glæpsamlega áreitni. Sakar Major um | svik og pretti „Það er undirferlið, sem er að- all þessarar stjórnar. Svik og prettir eru daglegt brauð hjá henni,“ sagði John Prescott, vara- leiðtogi Verkamannaflokksins. Fyrrnefnt samkomulag er um það, að séu einhveijir þingmenn annarrar fylkingarinnar fjarstadd- ir atkvæðagreiðslu, þá jafnar hin metin með því að láta jafn marga sinna þingmanna sitja hjá. Við atkvæðagreiðsluna á mánudag um fiskveiðistefnu Evrópusambands- ins, sem var mjög mikilvæg stjórn- inni, vantað Verkamannaflokkinn þrjá þingmenn og fijálslynda þijá. Sex íhaldsþingmenn hefðu því átt að sitja hjá en stjórnin nefndi hins vegar þijá sömu mennina við báða flokka. Talsmenn Íhaldsflokksins neit- uðu því, að haft hefði verið rangt við en Archie Hamilton, fyrrver- andi framkvæmdastjóri þing- flokksins, sagði í gær, að þarna hefði ríkisstjórnin gripið til bragða, sem hún ætti eftir að iðr- ast. Þetta mál þykir sýna vel fjand- skapinn, sem er á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, og einnig örvæntinguna, sem ríkir í stjórn- arliðinu. Kaupm á Stadshypoteket ► Búist við fleiri bankasamrunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ATOKUNUM um Stadshypoteket lauk með einum sigurvegara og öðrum sem tapaði, en áframhaldið | verður jafn erfitt fyrir báða aðila. I Skandia missti af lánastofnuninni og þarf nú að huga að því hvar fínna má fjármagn fyrir nýja markaðssókn. Og Handelsbanken, sem hreppti Stadshypoteket fyrir framan nefið á Skandia, þarf nú að samhæfa starfsemi beggja stofnananna. Fastlega er búist við að fleiri bankasamrunar fylgi í kjölfarið. Skandia mun einbeita sér að tryggingum og búist er við að | SkandiaBanken, lítill banki í eigu fyrirtækisins, muni sækja af alefli á markaði hins komandi sam- steypubanka Handelsbanken og Stadshypoteket. Skandia er hins vegar fjárþurfi og átti Stadshypo- teket að bæta þar um. Nýi bank- inn þarf hins vegar að glíma við að samræma starfsemi sína og athafna sig á einkalánamarkaðn- um, þar sem samkeppnin er mjög hörð. Bankinn hefur lítið svigrúm, því eftir sænsku bankakreppuna í lok síðasta áratugar er rekstur sænskra banka orðinn sá hag- kvæmasti í Evrópu. Áhugi Handelsbanken á Stads- hypoteket, sem er húsnæðislána- stofnun, er talinn stafa af því að bankinn hafi viljað stökkva til á undan öðrum stórum bönkum, sem væntanlega eru einnig í samruna- hugleiðingum til að treysta stöðu sína. Ýmsar samrunaleiðir eru ræddar, meðal annars samruni S-E-banken og Nordbanken. Sænskir bankar hafa einnig róið á norræn mið og meðal annars hefur Handelsbanken nýlega opn- að útibú í Danmörku. Unnendur fagurbókmennta! AUSTURLJÓÐ eftir Steingrím Gaut Kristjánsson er tilvalin til gjafa. í henni gefst einstæð innsýn í töfraveröld Austurlanda í ljóðum, lausamáli og myndum. Þessi fallega bók fæst hjá bóksölum. Afdrep ehf., sími 562 1313. Gilbert úrsmiður RAYMONDWEIL Laugavegi 62 sími: 551 4100 Víkurbraut 60, Grindavík sími 426 8110 GENEVE HORKUSKIÐflBUnflÐUR ...renndu við! Físc/vor A SVIGSKÍÐI GÖNGUSKÍÐI TÖSKUR HÚFUR - HANSKAR MTYROUA “ SKÍÐABINDINGAR Á SVIG OG GÖNGUSKÍÐI DACHSTEIN SKÍÐASKÓR SnHTH SKÍÐAGLERAUGU SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK Þekking Reynsla Þjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.