Morgunblaðið - 21.12.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 21.12.1996, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRÐI SUNNUDAGUR í AÐVENTU MESSUR Á MORGUN Jólasöngvar í Neskirkju JÓLASÖNGVAR verða í Nes- kirkju kl. 14 á morgun, sunnudag. Þá verður breytt út af hefðbund- inni guðsþjónustu og góðir gestir fengnir í heimsókn. Að þessu sinni mun kór Mela- skólans syngja undir stjórn Jónas- ar Þóris Þórissonar. Vala Kolbrún Pálmadóttir les jólasögu. Söngur Sigurbjörg Níelsdóttir, Stefán Birkisson og Guðrún Loftsdóttir (táknmálssöngur). Kórar Nes- kirkju syngja jólalög og sr. Frank M. Halldórsson flytur lokaorð. Reynir Jónasson organisti leikur undir fjöldasöng á flygil kirkjunn- ar. Tekið verður á móti framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunnar í fjárhúsinu, sem að þessu sinin stendur í anddyri kirkjunnar. Aðventusöngvar við kertaljós í Háteigskirkju í NÁND jólanna hefur mörgum þótt nauðsynlegt að bijóta upp eril jólaföstunnar og undirbúa komu jólanna með því að sækja aðventu- söngva við kertaljós í Háteigskirlqu, sem verða að þessu sinni sunnudag- inn 22. desember kl. 20.30 og njóta góðrar tónlistar og talaðs máls. Tekið verður á móti kirkjugest- um með lúðrahljómi, blásarakvart- ett leikur íslensk og tékknesk jóla- lög af svölum kirkjunnar áður en eiginleg dagskrá hefst. Fjölbreytt aðventu- og jólatónlist verður flutt af einsöntgvurum, hljóðfæraleik- urum, barnakór og kirkjukór Há- teigskirkju. Vilborg Dagbjarts- dóttir, skáld, les úr ljóðum sínum. Flytjendur tónlistar eru mezzo- sópranarnir Albina Helena Dubik og Dúfa S. Einarsdóttir, fiðluleik- ararnir Szymon Kuran og Zbigni- ew Dubik, Lovisa Fjeldsted leikur á selló, Viera Manásek á orgel og sembal og stjórnandinn Pavel Manásek á orgel. Kórstjóri barna- kórs er Bima Björnsdóttir. Það eru allir velkomnir og að- gangur er ókeypis. Tómas Sveinsson. Jólasöngvar í Laugarneskirkju í LAUGARNESKIRKJU verða jólasöngvar fjölskyldunnar að venju síðasta sunnudag fyrir jól sem að þessu sinni ber upp á 22. desem- ber. Samverustundin er óformlegri en hefðbundin guðsþjónusta. Tekið verður við söfnunarbauk- um Hjálparstofnunar kirkjunnar og kveikt á ijórða kertinu á að- ventukransinum. Nemendur úr Tónlistarskóla Suzuki leika á píanó og selló. Sögð verður jólasaga og sungnir jólasálmar. Strax að þessari samverustund lokinni verður jólaskemmtun í umsjá mæðramorgna. Þar verður gengið kringum jólatré og ekki er ólíklegt að rauðklæddar verur birt- ist með góðgæti í litlum pokum. Ólafur Jóhannsson Guðspjall dagsins: Vitnisburður Jóhannesar. (Jóh. 1.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Foreldrar hvattirtil þátt- töku með börnunum. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Prestsvígsla kl. 10.30. Biskup íslands herra Ólaf- ur Skúlason vígir írisi Kristjáns- dóttur til aðstoðarprests í Hjalla- prestakalli í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra og Nönnu Guðrúnu Zoega semm ráðin hefur verið til djáknaþjónustu í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Vígslu- vottar sr. Bragi Friðriksson, pró- fastur, sem lýsir vígslu, sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson, sóknar- prestur, Unnur Halldórsdóttir, djákni og sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson dómkirkjuprestur. Altaris- þjónustu annast sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson ásamt biskupi. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Jólahátíð barnastarfsins kl. 11.00. Jólatón- leikar kl. 14.00. Strengjasveit Nýja tónlistarskólans leikur, stjórnandi Árni Arinbjarnarson. Helgistund sr. Halldór S. Grönd- al. Bænastund í nánd jóla kl. 18.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Barnakór Hallgríms- :irkju syngur undir stjórn Bjarn- ;yjar Ingibjargar Gunnlaugsdótt- jr. Organisti Hörður Áskelsson. Tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar í messunni. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Bænastund kl. 18.30. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Blokkflautu- sveit leikur undir stjórn Dúfu Ein- arsdóttur. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Aðventusöngvar við kertaljós kl. 20.30. Fjölbreytt tón- list. Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld, les úr Ijóðum sínum. Blás- arakvartett, mezzosópranarnir Albina Helena Dubik og Dúfa S. Einarsdóttir, fiðluleikararnir Szymon Kuran og Zbigniew Du- bik, Lovisa Fjeldsted sellóleikari, Viera Manásek orgel- og sembal- leikari og stjórnandinn Pavel Manásek, organisti, barnakór, kórstjóri Birna Björnsdóttir og kirkjukór Háteigskirkju flytja fjöl- breytta aðventu- og jólatónlist. Allir eru velkomnir. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 13. Prestursr. Tómas Guðmundsson. Organisti Jón Stefánsson. Sungnir jólasöngvar, tekið á móti söfnunarbaukum fyr- ir Hjálparstofnun kirkjunnar. LAUGARNESKIRKJA: Jólasöngv- ar fjölskyldunnar kl. 11. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Nemendur úr Tón- listarskóla Suzuki leika á píanó og selló. Jólasaga og almennur söngur. Jólaskemmtun í umsjá mæðramorgna að jólasöngvum NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Frostaskjól: Barnastarf kl. 11.00. Húsið opnar kl. 10.30. Sr. Halldór Reynisson. Jólasöngvar kl. 14. Kór Melaskóla syngur undir stjórn Jónasar Þóris, kórar Neskirkju syngja. Vala Kol- brún Pálmadóttir les jólasögu. Söngur Sigurbjörg Nielsdóttir, Stefán Birkisson og Guðrún Loftsdóttir (táknmálssöngur). Reynir Jónasson organisti leikur undir fjöldasöng. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Jóla- söngvar allrar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakórinn syngur. Jóla- helgileikur sem börn úrTTT sýna. Ingunn Hjaltadóttir les jólasögu. Mikill almennur söngur. Organisti Viera Manasek. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Helgi- stund kl. 18.30 fyrir þá sem kvíða komu jólanna. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Tekið á móti söfn- unarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Börn úr TTT starfi Ár- túnsskóla flytja helgileik undir stjórn Guðna Más og Bents. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Jólasöngv- ar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakór- inn syngur. Tekið á móti söfn- unarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónas- son. DIGRANESKIRKJA: Opið hús og í kirkjunni kl. 20.30. Jólasálmar sungnir, jólaglögg, piparkökur og spjall. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Helgi- stund í kirkjunni, síðan gengið í kringum jólatré í safnaðarheimil- inu. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Börn úr Foldaskóla flytja helgileik og syngja. Barnakór Grafarvogs- kirkju syngur undir stjórn Áslaug- ar Bergsteinsdóttur. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Organisti Hörð- ur Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 13. Org- anisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Sóknarprestur. KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laugardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnudag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Fjöl- skyldusamkoma á morgun kl. 17. Jólatrésskemmtun hefst að lok- inni samkomunni. Fyrir samkom- una verður hægt að fá heitt kakó og piparkökur. MARIUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og aðfangadag kl. 14. Altarisganga öll sunnu- dagskvöld. Prestur sr. Guðmund- ur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Almenn samkoma kl. 11. Ræðu- maður Ásmundur Magnússon. Fyrirbænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fyrstu tónar jólanna sunnudag kl. 16.30. Umsjón Miriam Óskarsdóttir og barnastarfið. Kveikt á jólatrénu. Helgileikur. MOSFELLSPRESTAKALL: Jóla- stund barnastarfsins verður í Lágafellskirkju kl. 11. Bíll frá Mos- fellsleið fer venjulegan hring. Tek- ið á móti söfnunarbaukum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. Jón Þor- steinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Hafnarfjarðar- Glæsilegur samkvæmisfatnaður fyrir öll tækifæri. Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, Í3“565 6680. Opið frá kl. 9 - 18 og 10 - 14 á laugardögum. Ferskur, kraftmikill. Nýr ilmur fyrir ykkur stelpur og strákar. I m •' 5 *\ r. FYRIR ALLA, ALLTAF, ALLSTAÐAR Opíð alla helgina. Laugardag kl. 10.00-19.00. Sunnudag kl. 13.00-17.00. húsgagnaverslun Siðumúla 20, sími 568 8799. BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.