Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 5. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter U mhverfis j örðina í loftbelg LOFTBELGUR breska auðkýf- ingsins Richards Bransons hófst í gær á loft í Marokkó og sést hér fljúga yfir borgina Marra- kesh. Branson og tveir félagar hans vonast til að verða fyrstir til að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg. Joan, kona Bransons, og börn þeirra tvö, Holly 15 ára og Sam 11 ára, fylgdust með þegar belgurinn tókst á loft. „ Við höldum nú á vit mikilla ævintýra,“ sagði Branson við blaðamenn áður en hann klifraði inn í lokaða hylkið, sem hangir neðan í loftbelgnum. „Ég er full- ur sjálfstrausts." Branson rekur ýmis fyrirtæki undir nafninu Virgin og fæst við allt frá hljómplötusölu til far- þegaflugs. Hann býst við að ferð- in muni taka 14 til 21 dag. Á innfelldu myndinni veifar Bran- son úr dyrum hylkisins fyrir flugtak. ■ Freista hnattflugs/20 Utanríkisráðherra Þýskalands um stækkun NATO Vill koma til móts við Rússa Bonn, Varsjá. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær, að Rússar ætluðu að setja upp hátt verð fyrir að fallast á stækkun Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Kvað hann nauðsynlegt, að aðildarríki NATO reyndu að milda andstöðu þeirra með ýmsum ráðstöfunum í hemað- arlegum og efnahagslegum efnum. Kinkel sagði, að Rússar vissu, að þeir gætu ekki komið í veg fyrir stækkun NATO í austur og því færu þeir fram á margvíslegar tryggingar fyrir því, að hún beind- ist ekki gegn þeim. Með þeirri hörðu afstöðu, sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefði kynnt Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, á fundi þeirra sl. laugardag, væru Rússar að reyna að tryggja hagsmuni sína sem best gagnvart stækkuninni. Þýski utanríkisráðherrann sagði, að umræður um stækkun NATO myndu taka til samningsins um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE), um START-2-afvopnunar- samninginn, um stöðu Rússa í Sjö- ríkja-hópnum og um efnahagslega aðstoð við þá. Hefur hann einnig lagt til, að NATO og Rússland komi á fót fastri samráðsstofnun til að ræða þessi mál og önnur. Telur Kinkel, að með samráðs- stofnuninni, sem hann kallar „S-17“, NATO-ríkin 16 og Rúss- land, geti bandalagið greint á milli ákvarðana, sem það tekur sjálft; þeirra, sem ræddar verða við Rússa, og þeirra, sem þurfa sam- þykkis þeirra við. Á fréttamannafundinum í gær sagði Kinkel, að í fyrstu hrinu myndi NATO hleypa inn nokkrum ríkjum og þá biði það erfiða verk- efni að sannfæra önnur um, að þau yrðu ekki útilokuð um alla framtíð. Sagði Tyrki fjarlægjast Evrópu Kinkel vék einnig máli sínu að Tyrkjum og sagði, að þeir væru farnir að fjarlægjast Evrópu vegna vonbrigða með þá aðstoð, sem ESB hefði veitt þeim. Nefndi hann sem dæmi um þessa þróun áform Tyrk- landsstjórnar að boða til fundar átta múslimaríkja til að ræða um nánari efnahagssamvinnu. Boðar friðsam- lega lausn gíslamáls Lima. Reuter. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, sagði í gær að hann von- aði að gíslarnir, sem nú hafa verið í haldi hjá skæruliðum samtakanna Tupac Amaru í bústað japanska sendiherrans í Lima í þijár vikur, yrðu frels- aðir án blóðsúthellinga. Hann sagði einnig að hann mundi ekki láta undan kúgunarað- gerðum hryðjuverkamanna. Tveir japanskir blaðamenn fóru í gær inn í sendiherrabú- staðinn og færðu menn úr hryðjuverkasveitum perúsku lögreglunnar þá á brott þegar þeir komu út tveimur klukku- stundum síðar. Hermt var að bækur þeirra og myndavélar hefðu verið gerðar upptækar. Skæruliðaforingi í haldi? Útvarpsstöð í Perú sagði í gær að perúskar öryggissveitir hefðu handtekið Carlos Dario Perez, einn leiðtoga Tupac Amaru, í frumskógum landsins. Skæruliðarnir halda 74 gísl- um, sem þeir segjast láta lausa gegn því að um 400 samherjum þeirra verði sleppt úr fangelsi. í gærmorgun heyrðust tveir háir dynkir við sendiherrabú- staðinn. Samkvæmt fréttum sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNN hleypti perúskur vörður af byssu sinni í ógáti. Tilræði í Alsír kost- Gingrich nær kjöri þrátt fyrir siðabrot Washington. Reuter. REPÚBLIKANINN Newt Gingrich var endurkjörinn forseti fulitrúa- deildar Bandaríkjaþings í gærkvöldi þrátt fyrir að hann hefði viðurkennt að hafa brotið siðareglur þingmanna og eigi yfir höfði sér áminningu frá siðanefnd fulltrúadeildarinnar. Repúblikanar hafa 19 sæta meiri- hluta í deildinni, en sigur Gingrich var engu að síður naumur. Hann fékk 216 atkvæði, en Richard Gep- hardt, leiðtogi demókrata, sem eru í minnihluta, fékk 205. Fjórir repú- blikanar greiddu öðrum þingmönn- um atkvæði sitt og fimm sátu hjá vegna málsins, sem er fyrir siða- nefndinni. Gingrich ávarpaði þingið eftir að atkvæðagreiðslan hafði farið fram og baðst afsökunar á framferði sínu í þrígang. „Að vissu marki var ég of hvatvís, of sjálfsöruggur eða of ýtinn,“ sagði Gingrich. „Eg biðst afsökunar." í dag hefst síðasti áfangi rann- sóknar siðanefndarinnar, sem staðið hefur í tvö ár. Málið snýst um það hvort Gingrich hafi sagt siðanefnd- inni ósatt um það hvaðan fé, sem hann notaði til námskeiðahalds, var komið og notað framlög, sem runnu til háskóla og góðgerðarstofnana, í pólitískum tilgangi. Framlög til slíkra stofnana eru skattfijáls, en það á ekki við um framlög til póli- tískrar starfsemi. ar sjö líf París. Reuter. SJÖ manns létu lífið og 48 særðust, sumir alvarlega, þegar bíisprengja sprakk í miðri Algeirsborg, höfuð- borg Alsír, síðdegis í gær, að því er sagði í yfirlýsingu alsírskra yfir- valda í gær. Sprengingin varð skammt frá að- albyggingu háskólans við enda helstu verslunargötu borgarinnar. Yfirvöld hafa kennt múslimskum heittrúarmönnum ura sprengjutil- ræði af þessu tagi. í liðinni viku gerðu skæruliðar árásir á þorp í Alsír og myrtu a.m.k. 38 manns. Deilan um nasistagullið ágerist Svissneskur sjóður um helf ör gyðinga Ziirich, Jerúsalem. Reuter. SVISSNESKA stjórnin lýsti því yfir í gær að hún hygðist stofna sjóð til minningar um helför gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari. Samtök gyðinga hafa lagt hart að Svisslend- ingum að bæta fyrir meintan gróða af svokölluðu nasistagulli í heims- styijöldinni síðari og tóku Svisslend- ingar skýrt fram að stofnun sjóðsins væri ekki viðurkenning á að þeir hefðu hagnast á gullinu. Samskipti gyðinga og sviss- neskra stjórnvalda hafa verið stirð vegna ummæla fráfarandi forseta Sviss, Jean-Pascal Delamurz, um að krafa Alþjóðaráðs gyðinga um bætur handa gyðingum, sem kynnu að eiga rétt á greiðslum frá sviss- neskum bönkum, væri fjárkúgun þar sem rannsókn málsins væri ólokið. Leiðtogi gyðinga lýsti því yfir í gær að hann myndi ákveða innan fjögurra vikna hvort skora eigi á fólk að skipta ekki við svissneska banka vegna ummælanna. ■ Svisslendingar sakaðir/20 Reuter Olíuleki ógnar sjáv- arútvegi STAFN rússneska olíuskipsins Nakhodka gægist úr kafi fimm kílómetra undan Japansströnd- um í gær. Skipið brotnaði í tvennt í óveðri í síðustu viku og hefur framhlutinn borist jafnt og þétt undan vindi að landi. Olíuleki úr skipinu ógnar lífríki og afkomu fjölda útgerðarbæja á 100 kíló- metra langri strandlengju. Mikill fjöldi skelja- og fiskeldisstöðva er í stórhættu. Þannig er skelja- afli þessa árs þegar talinn ónýtur og einnig þanguppskera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.