Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 17
VIÐSKIPTI
Kópavoj,
rossvogur
Arnarnes- H
vogur J
Afengisutsalan i Kopavogi
verður irlð Dalveg
Áfengisverslun
opnuð íKópavogi
FYRSTA áfengisverslunin í Kópa-
voginum verður opnuð um mánaða-
mótin mars-apríl. Verslunin verður
í húsnæði Listakaupa ehf. á Dal-
vegi 2 en þar rekur fyrirtækið
verslun með vörur frá Quelle vöru-
listanum.
Listakaup átti lægsta tilboðið í
lokuðu útboði í rekstur áfengisútsölu
í Kópavogi og var frávikstilboð
þeirra samþykkt. Að sögn Höskuldar
Jónssonar, forstjóra Áfengis og tób-
aksverslunar ríkisins var samnings-
upphæðin ekki nákvæmlega sú sama
og kom fram í tilboðinu vegna þess
að ekki var sérstaklega fjallað um
kröfur ÁTVR um iága vörurýrnun í
útboðsgögnum.
Að sögn Ólafs Ástgeirssonar,
verkefnastjóra hjá Ríkiskaupum,
verða bjóðendur nánast undantekn-
ingarlaust að standa við sín tilboð
en í þessu tilviki hafí vantað upplýs-
ingar í útboðsgögnin og því hafi
samningsupphæðin verið önnur en
tilboðið.
STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT
AÐ VERA NAKINN EN...
...EKKI ALLTAF!!!
Raytheon kaupir deild
í Texas Instruments
Lexington, Massachusetts. Reuter.
RAYTHEON fyrirtækið hefur til-
kynnt að það hafi samþykkt að kaupa
hergagnadeild Texas Instruments
Inc fyrir 2.95 milljarða dollara.
Þetta er enn eitt dæmi um sam-
runa, sem hófst í bandarískum her-
gagnaiðnaði fyrir fjórum árum. Með
kaupunum færir Raytheon út kvíam-
ar í þriðja sinn á tveimur árum.
„Forstjóri Raytheon, Dennis Pic-
ard, sagði í yfirlýsingu að fýrirtækið
vildi halda áfram að vera í fremstu
röð fyrirtækja í hergagnaiðnaði. Því
hefði verið ákveðið að kaupa vaxandi
fýrirtæki á heimsmælikvarða, sem
stæði vel að vígi í gerð rafeindarbún-
aðar í hernaðarþágu — enda hefði
Raytheon ekki látið mikið að sér
kveða á því sviði.
Forstjóri Texas Instruments,
Thomas Engibous, sagði í yfirlýsingu
að salan gerði fyrirtækinu kleift að
einbeita sér „stafrænum lausnum í
netvæddu þjóðfélagi."
www.centrum.is/hanz Hanz- Krin9|unni &-i 2, s. ses 1925.
Formex yf-
irtekur
DEB þjón-
ustuna
FORMEX ehf. hefur yfirtekið starf-
semi DEB þjónustunnar á Akranesi.
David Butt, eigandi DEB þjónustunn-
ar, hefur undanfama fjóra mánuði
verið í Nova Scotia í Kanada og þar
hefur hann ásamt L&B Enterprises
og Trecan Combustion stofnað fyrir-
tækið Combustion Technologies Inc-
orporated, COMTEC, sem mun vinna
að rannsóknum og framleiðslu á
brennsluhvata sem David Butt hefur
fundið upp. Brennsluhvatanum er
ætlað að stuðla að eldneytisspamaði
og mengunarvömum í bensín- og
díselvélum.
í fréttatilkynningu frá David Butt
kemur fram að hann er bjartsýnn á
framtíðina í Kanada þar sem banda-
ríski og kanadíski sjóherinn og
strandgæslan hafa sýnt brennslu-
hvatanum mikinn áhuga og eru
mælingar hafnar hjá strandgæsl-
unni. Ennfremur hefur Toronto-
borg, Toronto Hydro, Halifax Shipy-
ard, Washington DC Metro Bus
Company og fleiri sýnt áhuga á að
taka brennsluhvatann í notkun.
Brennsluhvatinn er flokkaður sem
mengunarvarnabúnaður fyrir bens-
ín- og díselvélar samkvæmt banda-
rísku umhverfisstofnuninni, EPA, og
samkvæmt bréfi og yfirlýsingu frá
umhverfisráðuneytinu gildir viður-
kenning EPA einnig á Islandi. Hér
eftir mun Formax sjá um markaðs-
setningu og þjónustu fyrir brennslu-
hvatann á Norðurlöndum ásamt því
að selja Exit Rust, Neotronics gas-
mæla og annað sem DEB þjónustan
verslaði með.
Allt að 507. afsláttui
Sjónvarpstæki • liljómtæki • ferðatæki
myncitiandstæki • bíltæki • örTDylgju-ofixetr
lceLffivélSLr • brauðristar • hrað suðukönnur
kæliskápar • frystiskápar • sj ónvarpsmyndavélar
faxtæki og fleira og fleira I
I
I
TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA
KRADtHONUSTA VID tANÐSBYCCÐAKFOlK
lcidan uadnin u illl lud I lúttrili, li
' ' ' HLl'" ' “ 7
TIL 36 MANAÐAI klliillirlrII.I!:M,uuriitiliilttudii.
tHNKAUPiTnYGTMO I FHQRIÁRYROOARTIUI * 1
Skipholti 19
Sími: 552 9800
Grensásvegi 11
Sími: 5 886 886
Grcent númer. 800 6886