Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 25 Nýtt álver á Grundartanga UNDANFARNAR vikur hefur verið nokk- ur umræða um fyrir- hugað álver Columbia Ventures Corporation (CVC) á Grundart- anga. Okkur, sem fjall- að hafa um umhverfis- og tæknilega þætti verksmiðjunnar, hefur fundist að talsvert skorti á að þessi um- ræða væri málefnaleg og á rökum reist. Nýtt álver að þýskri fyrirmynd Því hefur verið hald- ið fram að til standi að endurbyggja gamla verksmiðju sem hafí verið lokað vegna umhverfis- vandamála. Það er fjarri öllum sanni. Á árunum 1980 til 1982 reisti þýska fyrirtækið Vereinigte Alum- inium Werke (VAW) nýja álbræðslu við þorpið Töging í Suður-Þýska- iandi m_eð 60.000 tonna ársfram- leiðslu. Árið 1993 var álverinu lokað af eftirtöldum ástæðum: Heims- markaðsverð á áli var lágt, orkan dýr og álverið ekki lengur sam- keppnishæft þar sem flytja þurfti hráefni 600 kílómetra leið til og frá næstu höfn. Álverið, sem var full- komnasta álbræðsla í Þýskalandi, verður fyrirmynd nýju verksmiðj- unnar sem stendur til að reisa á Grundartanga. Fyrirkomulag og vinnslutækni VAW í Töging skilaði góðum árangri og mun álver á Grundartanga nota nýjustu þróun þeirrar tækni og þar með nýjustu tækni sem völ er á, bæði hvað varð- ar framleiðslu áls og mengunar- varnir. í Töging var vel staðið að meng- unarvörnum og allri umhverfísvernd enda verksmiðjan í nábýli við bæjar- félag og umlukið landsvæði þar sem akuryrkja var og er stunduð. Til fróðleiks má geta þess að við gerð umhverfisreglugerðar í Þýskalandi var tekið mið af mengunarvörnum álversins í Töging. CVC hefur fest kaup á hluta bún- aðar Töging álversins. Um er að ræða hluti sem hafa langan afhend- ingartíma frá framleiðendum, eins og hluta rafbúnaðar, krana sem ganga eftir endilöngum kerskálun- um, keryfirbyggingar, deiglur og vagna. Þessi búnaður er engan veg- inn úreltur og tengist ekki beint sjálfri álbræðslunni eða mengunar- vörnum hennar. Þetta kemur fram í skýrslu um mat á umhverfisáhrif- um og hefur ekki breyst frá því það var ritað. Munur á vinnslutækni fyrirhugaðs álvers á Grundartanga og í Straumsvík er m.a. sá að á Grundartanga mun rafgreining fara fram við hærri straum og í stærri kerum. Kerin, sem verða ný, standa þvert í kerskála en ekki samsíða eins og í Straumsvík, og þjónusta við kerin á Grundartanga verður úr krana en í Straumsvík eru þau þjónustuð með tækjum sem ekið er eftir gólfinu. Lokur yfir kerum verksmiðjunnar á Grundartanga verða „handsettar" en það hefur verið nefnt sem dæmi um úrelta tækni. Eðlilega horfir málið þannig við þeim sem ekki þekkja til þar sem horfið var frá handsettum lokum í Straumsvík. Handsettu lokurnar í Straumsvík voru hins vegar óþjálar og óþéttar því þær fóru illa m.a. vegna þess að ekið var yfir þær. Því voru sett upp stór loftdrifin lok yfir endilöng kerin. Á Grundartanga verður öll þjónusta við kerin úr krana en ekki af gólfí og verða lokurnar því ekki fyrir hnjaski vegna umferðar. Hand- settu lokurnar á Grundartanga eru minni en þær sem notaðar voru í Straumsvík, falla vel að kerunum og síðast en ekki síst hafa þær þann kost að kerið er einungis opnað yfir því forskauti sem skipta á um hveiju sinni og minni kerreyk- ur sleppur út en ef opn- að er yfir endilöngu kerinu. Önnur nýleg álver í heiminum eru með þverstæðum ker- um og handsettum lok- um. Staðsetning á Grundartanga Af mörgum ástæð- um er talið hagstæðara að reisa álverið á Grundartanga en á öðr- um stöðum á íslandi. í upphafi verður verk- smiðjan lítil og ekki talið hagkvæmt að reisa hana nema þar sem fyrir er hafnaraðstaða. Þegar CVC sýndi fyrst áhuga á að byggja álver á íslandi, hafði Grundartangasvæðið þegar verið skipulagt og samþykkt sem iðnaðarsvæði. Þar er gott land- rými en óneitanlega yrði þrengra um nýja álbræðslu í Straumsvík. Jafnframt voru Hvalfjarðargöng í augsýn sem stækkar atvinnusókn- arsvæði Grundartanga margfalt. Forsvarsmönnum CVC leist vel á aðstæður á Grundartanga og í kjöl- farið hófst vinna við mat á umhverf- isáhrifum þar. Besta fáanleg tækni ísland er aðili að fjölþjóðlegu samkomulagi um varnir gegn meng- un sjávar (PARCOM) sem hefur að geyma tilmæli um mengunarvarnir frá álverum út í andrúmsloftið sem eru þau ströngustu í heimi. Sam- kvæmt þeim er besta fáanlega tækni í nýjum álverum sú að nota forbök- uð skaut, lokuð ker og að hreinsa kerreyk með þurrhreinsibúnaði. Með slíkri tækni er talið að unnt sé að takmarka heildarmagn flúors við 0,6 kg fyrir hvert unnið áltonn og magn ryks við 1,0 kg fyrir hvert unnið áltonn. Einnig er lagt til að notuð verði forbökuð skaut með lágu brennisteinsinnihaldi. í tillögu að starfsleyfi álversins á Grundartanga er í fyrsta lagi farið í einu og öllu að tilmælum PARCOM samkomu- lagsins og verður nýja álverið eitt hið fyrsta í heimi þar sem það er gert. Auk þess eru kröfur íslenska starfsleyfísins að sumu leyti ennþá strangari en PARCOM. í greinargerð Hollustuverndar ríkisins með tillögum að starfsleyfi álversins á Grundartanga kemur fram að: „Sú mengun sem kemur frá álframleiðslu er fyrst og fremst loftmengun og föst úrgangsefni. Þar sem eru notuð forbökuð rafskaut, eins og krafist er í öllum nýjum álverum, er mengunin nær eingöngu flúoríð, ryk, og brennisteinstvíoxíð, sem myndast vegna brennisteins- innihalds í kolarafskautum. Flúoríð- mengun er sú mengun sem skapar langmesta hættu fyrir gróður og grasbíta og lögð hefur verið höfuðá- hersla á að minnka. Með bestu tækni hefur verið náð verulegum árangri við að takmarka þá mengunarhættu og einnig rykmengun. Flúoríðmengun og rykmengun frá álframleiðslu er aðeins hægt að takmarka með því að hreinsa flúor- íð og ryk úr útblæstri frá framleiðsl- unni. Besta tækni til þeirrar hreinsunar er svonefnd þurrhreinsun með full- nægjandi virkni í hreinsibúnaði. í þurrhreinsibúnaði er súrálið, sem álið er framleitt úr, notað til þess að binda flúoríð úr útblæstrinum. Rykið frá framleiðslunni blandast þá einnig inn í súrálið. Súrálsryk frá þurrhreinsibúnaðinum er svo síað frá útblæstrinum með poka- síum. Ryk og flúoríð er síðan endur- nýtt í rafgreiningarkerunum." Það samrýmist því ekki einungis um- hverfissjónarmiðum að hreinsa flú- Tómas M. Sigurðsson MYNDIN sýnir Töging álverið í Þýskalandi sem verður fyrirmynd álversins á Grundartanga. Hún er tekin árið 1992, áður en álverinu var lokað. Staðreyndin er sú að álver eru ekki lengur sá mengunarvaldur sem eitt sinn var, segir Tómas M. Sigrirðssoii, enda er nútíma- álbræðsla talin hrein- legur málmiðnaður. oríð og ryk úr framleiðslunni með þurrhreinsun heldur fer ákveðin endurvinnsla fram í leiðinni sem sparar hráefniskaup fyrirtækisins. Góður árangur mengunarvarna í Straumsvík Ótti við að umhverfi álversins spillist af völdum mengunar vegna starfsemi þess er ástæðulaus. Því til stuðnings er bent á rannsóknir á umhverfi álversins í Straumsvík en þar hefur verið fylgst með flúor- íðmengun í gróðri frá upphafi. Mælingar eftir að þurrhreinsibún- aður var settur upp og kerum lokað á viðunandi hátt sýna meðalflúoríð- styrk í dag sambærilegan því sem mældist áður en álverið tók til starfa. Einnig hefur verið fylgst með styrk flúoríðs og brenni- steinstvíoxíðs (S02) í andrúmslofti í nágrenni verksmiðjunnar. Mæling- arnar sýna að í 2 km fjarlægð frá miðju álversins (á Hvaleyrarholti), er styrkur flúoríðs og S02 í öllum tilfellum langt undir viðmiðunar- mörkum fyrir viðkvæman gróður en viðmiðunarmörk fyrir menn og dýr eru hærri. Það sem kannski er at- hyglisverðast við þessar mælingar er það að styrkur S02 var mestur í norðaustlægum áttum þegar vind- ar blésu frá Reykjavík og miðbæ Hafnarfjarðar. I Straumsvík er kerbrotum fargað í sérstaklega útfærðum flæðigryfj- um líkt og fyrirhugað er á Grundar- tanga. Rannsóknir Líffræðistofnun- ar Háskóla íslands í Straumsvík sýna að förgun kerbrota á þennan hátt hefur engin merkjanleg áhrif á sjávarlíf umhverfís gryfjurnar. Þessar rannsóknir gáfu heldur ekki til kynna að sjór meðfram strönd- inni í Straumsvík væri á nokkurn hátt mengaður af völdum álversins. Annar fastur úrgangur álversins í Straumsvík er annaðhvort endur- unninn eða skilað á viðurkennda móttökustaði fyrir sorp. Hið sama er lagt til í drögum að starfsleyfi fyrir álver á Grundartanga. Staðreyndin er sú að álver eru ekki lengur sá mengunarvaldur sem eitt sinn var enda er nútímaál- bræðsla talin hreinlegur málmiðn- aður. Strangar mengunarkröfur skila árangri og um það ber álverið í Straumsvík gott vitni. Höfundur er verkfræðingur og sérfræðingur Hönnunnr hf. ímati á umhverfisáhrifum. REYKJAVÍKURVEGI 62 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 1680 Opið laugardag til kl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.