Morgunblaðið - 08.01.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 37
EINAR
INGIMUNDARSON
+ Einar Ingi-
mundarson,
fyrrverandi alþing-
ismaður, bæjarfóg-
eti og sýslumaður,
fæddist í Kaldár-
holti í Holtum í
Rangárvallasýslu
29. maí 1917. Hann
lést 28. desember
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Dómkirkjunni 7.
janúar.
Árið 1941 heyrði ég
Einars Ingimundar-
sonar fyrst getið. Hann var þá for-
maður Stúdentaráðs og kom
gjarna með efni í fjölritun í skrif-
stofu móður minnar í Tjarnargötu.
Ævinlega að verklokum kom hann
sérstaklega til að gera upp reikn-
inga. Er mér ofarlega í minni lofið
sem þessi myndarlegi, trausti, ungi
maður hlaut fyrir.
Þegar amma mín heyrði þetta
riú'aði hún það upp er Ingimundur
faðir hans bjó ungur hjá foreldrum
hennar í Bankastræti meðan hann
var við nám í orgelleik í Reykjavík.
Fyrir hann hafði verið beðið af
séra Skúla Gíslasyni, þjóðsagna-
manni á Breiðabólsstað í Fljótshlíð,
en þar var Ingimundur alinn upp.
Á prestsetrinu voru foreldrar hans
Benedikt Diðriksson ráðsmaður og
Kristín Þórðardóttir frá Sumarl-
iðabæ. Þau fengu ekki að eigast.
Séra Skúli stíaði þeim sundur og
vildi ekki að þau hlæðu niður
ómegð. Kristín endaði reyndar sína
ævidaga hjá syni séra Skúla. Sá
var séra Skúli í Odda sem átti
ömmusystur mína. Þannig komu
saman fjölskyldur okkar Einars og
áttu eftir að bindast enn fastari
böndum.
Ingimundur gekk að eiga Ing-
veldi Einarsdóttur frá Hæli. Hófu
þau búskap í Eystri-Garðsauka í
Hvolhreppi. Saknaði hún frænda
sinna í Gnúpveijahreppi og
Hreppafjallanna svo þau fluttu sig
að Kaldárholti í Holtum. Þjórsá var
farartálmi á milli, en þar var feiju-
staður og jafnvel auðveldara yfir
ána að fara en mýrarnar í Holtun-
um. Sem betur fer greip séra Skúli
gamli of seint inn í rás viðburð-
anna því afkomendur Ingimundar
og Ingveldar eru margir orðnir og
farsæl ætt af þeim komin. Þau
stóðu fyrir góðu búi og voru for-
ystumenn í sinni sveit. Ingimundur
smíðaði járnbát mikinn og feiju
yfir Þjórsá, stundaði rokkasmíði
víða, var organisti í Hagakirkju,
stundaði kynbætur og ræktunar-
störf. Samgangur var mikill yfir
ána við Hæl þar sem bjuggu for-
eldrar Ingveldar, Einar Gestsson
og Steinunn Vigfúsdóttir Thorar-
ensen, bróðir hennar Gestur og
systirin Ragnhildur í Hlíð skammt
frá.
Einar ólst upp í Kaldárholti í
stórum systkinahópi, yngstur átta
synstkina. Þar var jafnan margt í
heimili, en foreldrar hans tóku að
sér og ólu upp nokkur ungmenni
og komu til þroska sem þeirra börn
væru. Rituðu þeir um Ingimund
látinn dr. Guðni prófessor Jónsson
og dr. Sigurður gerlafræðingur
Pétursson og lofuðu húsráðendur
og heimilið. Ingimundur og Ing-
veldur brugðu búi árið 1930 og
fluttust til Reykjavíkur. Starfaði
hann upp frá því sem trésmiður
hjá Tómasi í Ölgerðinni, sem hafði
verið ungur vinnumaður bæði í
Eystri-Garðsauka og Kaldárholti
og tengst fjölskyldunni tryggða-
böndum. Einar stundaði nám í MR
og laganám í Háskólanum. Á sumr-
in stundaði hann ýmis störf, m.a.
í síld á Siglufirði. Að loknu laga-
prófi árið 1944 stundaði hann
blaðamennsku og ýmisleg lög-
fræði-, stjórnmála- og embætti-
störf sem ekki verða rakin hér.
Árið 1949 gengu þau Einar og
Erla Axelsdóttir í hjónaband. Voru
það glæsileg hjón á
velli sem mikið sópaði
að. Erla var af menn-
ingarfólki komin, vel
menntuð heimskona
þótt skólaganga væri
ekki löng. Upp úr því
fór fundum okkar að
bera saman öðru
hveiju vegna tengda-
banda minna við Erlu.
Árið 1952 var Ein-
ar skipaður bæjarfóg-
eti á Siglufirði þar
sem hann var til 1966.
Upp frá því var hann
sýslumaður og bæjar-
fógeti í Gullbringu- og Kjósarsýslu
til ársins 1987, með ýmsum um-
dæmabreytingum. Það ár hætti
hann störfum vegna aldurs eftir
farsælt og dyggðugt ævistarf.
Siglufjörður var aldeilis ekki
höfuðvígi Sj álfstæðisflokksins þeg-
ar þau Einar og Erla fluttu þang-
að. Það vakti þjóðarathygli þegar
Einari tókst að sigra í kosningun-
um 1953 en Siglufjörður var þá
einmenningskjördæmi. Enginn
hafði átt von á að það gæti gerst.
Skýringin var miklar persónulegar
vinsældir þeirra hjóna. Það hafa
gamlir Siglfirðingar sagt mér að
þau hafi borið með sér ferskan blæ
og sett svip á bæinn. Sat Einar á
þingi með hléi til ársins 1966.
Hann afsalaði sér þingmennsku er
hann fluttist til Hafnarfjarðar.
Árið 1960 tengdist ég Kaldár-
holtsfólkinu er ég gekk að eiga
Sigríði, systurdóttur Einars. Eftir
að þau fluttu suður jukust kynnin
og samgangur varð tíðari við Einar
og fjölskylduna. Tel ég það heppni
þegar Einar bað mig 1964 um að
koma norður og aðstoða heil-
brigðisnefnd við að leysa úr ágrein-
ingsmáli. Happið var í því fólgið
að veður hamlaði heimferðinni og
varð ekki lengi komist frá Siglu-
firði. Ég dvaldist á heimili Erlu og
Einars og kynntist þeirra ágætu
börnum, Valdísi hjúkrunarfræð-
ingi, Ingimundi hrl. og Ingveldi
sem er við framhaldsnám í lögum
í Uppsölum. Var unun að kynnast
því íjjöruga og umsvifamikla menn-
ingarheimili og nánum tengslum
fjölskyldumeðlimanna. Einar ætíð
léttur í lund og stutt í stríðni og
dillandi hlátur á eftir. Hefur stríðni
hans verið nokurs konar mann-
dómsraun ungra frændsystkina.
Heimilið að Brekkugötu í Hafnar-
firði var glæsilegt. Þar var örlæti
og gestrisni við völd. Erla hafði
næman smekk og þekkingu á ýms-
um sviðum lista og listiðnaðar,
safnaði listmunum, bókum og
tímaritum. Þá batt hún bækur
listavel inn eins og faðir hennar
hafði einnig gert. Minnist ég þeirra
feðgina með hlýju er ég fer höndum
um bókbandstækin þeirra gömul
og slitin, en Einar gaf mér allt
hennar bókbandsefni eftir lát Erlu
árið 1985. Var sár harmur kveðinn
að Einari við lát Erlu og má segja
að hann hafi vart borið sitt bar
upp frá því. Börnin, tengdabörn
og barnabörn léttu honum árin sem
hann átti ólifuð. Þau Einar og Erla
höfðu komið sér upp fögru heimili
á Álftanesi til að eyða ellinni í
þegar óvægur sjúkdómur kvaddi
dyra. Undi hann þar skamma stund
eftir fráfall Erlu og flutti í Miðleiti
þar sem tvær systur hans bjuggu
í næsta nágrenni.
Styrkur hinnar góðu fjölskyldu
frá Kaldárholti er einstök frænd-
rækni og samlyndi. Aðdáunarvert
er hve systkinin hafa stutt hvert
annað enda hafa þau verið óvenju
náin, umgengist þétt og notið sam-
vistanna. Nú eru fimm þeirra fallin
frá en þrjú lifa. Skammt er síðan
ég leit til Einars í banalegunni.
Honum var þorrinn kraftur, lífs-
löngunin slokknuð. En minnið var
óbrigðult og skopskynið vakandi,
hláturinn dillaði er við rifjuðum upp
spaugileg atvik frá fyrri tíð. Hann
beið óragur þess sem koma skyldi
en óttaðist að þurfa að kveðja
þennan heim án þéss að verða að
ósk sinni að sjá Ingu dóttur sína
áður. Sú hin hinsta ósk rættist.
Innilegar samúðaróskir færum
við hjón börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og systrum dreng-
skaparmannsins sem við kveðjum
í dag.
Eggert Ásgeirsson.
Einar Ingimundarson var sýslu-
maður og bæjarfógeti í Hafnarfirði
snemma árs 1966 og gegndi því
embætti til ársins 1987 er hann lét
af störfum sjötugur að aldri. Áður
hafði hann verið bæjarfógeti á
Siglufirði í allmörg ár og einnig
setið á Alþingi. Hann hafði því
mikla reynslu sem nýttist vel er
hann tók við hinu stóra og erilsama
embætti. Oft var vinnudagurinn
langur og fríin fá. Aðalsmerki Ein-
ars voru hógværð og góðmennska
enda naut hann trausts og virðing-
ar sem valdsmaður. Einar reyndist
starfsmönnum sínum ákaflega vel
og þótti öllum vænt um hann.
Starfsmenn sýslumannsembætt-
isins í Hafnarfirði minnast Einars
Ingimundarsonar með mikilli hlýju
og kveðja hann með virðingu og
þökk.
Aðstandendum vottum við inni-
lega samúð.
Guðmundur Sophusson.
Hjónin Einar Ingimundarson og
Erla Axelsdóttir fluttu til Siglu-
fjarðar vorið 1952. Það ár var Ein-
ar skipaður bæjarfógeti í Siglufirði
og Siglufjörður varð heimili fjöl-
skyldunnar í tæpan hálfan annan
áratug eða til ársins 1966, er Ein-
ar tók við embættum sýslumanns
í Gullbringu- og Kjósarsýslu og
bæjarfógeta í Hafnarfirði.
Þessi ungu hjón, Erla og Einar,
fóru ekki erindisleysu til nýrra
heimkynna. Þau komu til Siglu-
fjarðar að vori - og þeim fylgdi
svo sannarlega vorhugur. Lífsvið-
horf þeirra var í ætt við gróandann
sem var að vakna af vetrardvala í
umhverfinu. Þau féllu og vel inn í
það samfélag sem fyrir var. Og
þau urðu leiðandi afl sem hvar-
vetna hafði áhrif til góðs.
Einar Ingimundarson varð fljótt
vinmargur í Siglufirði. Hann og
þau hjón tóku þátt í margvíslegu
félagsstarfi, ekki sízt á vegum
Sjálfstæðisflokksins. Það lá ein-
hvern veginn beint við að Einar
gerðist oddviti siglfírzkra sjálf-
stæðismanna fljótlega eftir að
hann hafði setzt að í bænum.
Það þóttu mikil tíðindi í íslenzk-
um stjórnmálum þegar Einar Ingi-
mundarson, frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins, vann Siglufjörð,
sem þá var einmenningskjördæmi,
í alþingiskosningum árið 1953, en
á þeim tíma var Siglufjörður talinn
„rauður bær“. Sá sigur var ekki
sízt persónulegur sigur Einars, sem
átti vinsældir og tiltrú langt út
fyrir flokksraðir.
Erla og Einar áttu góð ár í Siglu-
firði meðal vina. Þau settu svip á
bæinn og unnu honum vel. Fj'öl-
margt mætti tína til því til sönnun-
ar. En þeir sem leggja leið sína
um fyrstu jarðgöngin í íslenzka
vegakerfinu, um fjallið Stráka,
njóta árangurs, sem rekja má að
dijúgum hluta til þingmennsku
Einars Ingimundarsonar. Stráka-
göng rufu margra alda einangrun
byggðarlagsins, sem aðeins var
hægt að sækja heim sjóleiðina
lungann úr ári hverju, unz göngin
komu til sögunnar.
Einar Ingimundarson var hvers
manns hugljúfí í Siglufirði norður,
hógvær, hjálpsamur og grandvar.
Hann kveður jarðlífið þegar dag
tekur að lengja á nýjan leik. Það
fer vel á því að slíkur maður deyi
inn í hækkandi sól og vaxandi
birtu. Siglfirzkir sjálfstæðismenn,
heima og heiman, kveðja hann með
söknuði, virðingu og þakklæti.
Megi hann mæta vori og gróanda
í nýjum heimkynnum, þar sem sól
almættisins skín ofar Hólshyrnu
vona og trúar.
Stefán Friðbjarnarson.
t
Eiginkona mín,
HREFNA MAGNÚSDÓTTIR,
Bakkagerði 14,
lést 3. janúar 1997.
Útförin veröur gerð frá Bústaðakirkju
föstudaginn 10. janúar kl. 13.30.
Sigurður Gislason
og aðrir vandamenn.
Ástkær frænka, systir og mágkona okkar,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR PARKER
(Lilla),
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. janúar.
Jarðsett verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. janúar
kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bára Magnúsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
MAGNÚS AÐALSTEINSSON
fyrrv. lögregluþjónn,
Laufásvegi 65,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 9. janúar nk. kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vilja minnast hins
látna, er bent á Barnaspítala Hringsins.
Hjördfs Björnsdóttir
og börn hins látna.
» ... Tf
t
Elskulegur bróðir minn,
JÓN RAGNAR ÁSBERG KJARTANSSON
(Beggi),
elliheimilinu Hlévangi,
Keflavfk,
lést mánudaginn 6. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Maria Kjartansdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN KONRÁÐSDÓTTIR,
Öldugranda 9,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 9. janúar kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Konný Garibaldadóttir, Eirfkur Friðbjarnarson,
Aslaug Garibaldadóttir, Stefán Benediktsson,
Gunnlaug Garibaldadóttir, Sveinn Jónsson,
Jenný Garibaldadóttir, Nils Skogen,
Einar Garibaldason, Karin Johanson,
Þorbjörn Garibaldason, Skúli Jón Theodórs,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÞÓREY ÁSMUNDSDÓTTIR,
Háteigsvegi 9,
Reykjavfk,
sem lést 31. desember, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju föstu-
daginn 10. janúar kl. 13.30.
Sólveig Steingrfmsdóttir, Birgir Jensson,
Svava Asdís Steingrímsdóttir, Ágúst Már Sigurðsson,
Guðrún Steingrfmsdóttir, Sigurður Ásgeirsson,
Edda Hrönn Steingrímsdóttir, Ásgeir H. Ingvarsson,
Alda Steingrímsdóttir, Oddur Eiríksson,
Kolbrún Lind Steingrímsdóttir, Jóhannes Eiríksson,
Rósa Steingrímsdóttir, Guðmundur B. Jósepsson
og barnabörn.