Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tálsýn spilavítanna París, Monte Carlo. The Daily Telegraph. Reuter. RAINER prins: Enginn dans á rósum. UNDIRBUNINGUR hátíðarhald- anna náði hámarki í gær. Fánar voru dregnir að húni, gangstéttir hvítskúraðar, skólabörnin snurfusuð og gott ef íbúar dýragarðsins voru ekki þvegnir og blásnir. í dag hefst dagskrá sem standa mun í tíu mán- uði þar sem minnst verður 700 ára afmælis smáríkisins Mónakó, sem rekur upphaf sitt til blekkingar, sem er enn til staðar. Ekki er þó búist við að þau muni draga að sér erlend stórmenni eða fjölda gesta. Hæst setti erlendi gesturinn sem viðstadd- ur verður opnunarhátíðina í dag er talsmaður Páfagarðs. í gær var lítið um að vera í furstadæminu. Götur voru auðar, margir matsölustaðir lokaðir og hátíðaskreytingarnar að mestu leyti notað jólaskraut. Er búist er við að flestir íbúanna, sem eru um 30.000 talsins, muni sitja heima í dag og fylgjast með hátíða- höldunum í sjónvarpi. Árið 1297 knúði maður í munka- kufli dyra á vígi Genúamanna á Mónakókletti og beiddist skjóls fyrir nóttina. Verðirnir uggðu ekki að sér og hleyptu manninum inn. Hann reyndist hins vegar ekki guðsmaður heldur frækinn stríðsmaður, Franc- esco Grimaldi að nafni, sem þakkaði fyrir sig með því að leggja Mónakó undir sig. Grimaldi-ættin hefur verið við völd þar síðan, að frátöldum tveimur áratugum sem landið var undir stjórn Frakka í kjölfar frönsku byltingarinnar, 1789. ímynd fegurðar og auðs Margt hefur breyst á þeim 700 árum sem liðin eru og nægir að nefna öryggisgæsluna. Hins vegar er ýmislegj; sem ekki hefur breyst, t.d. að Mónakó dulbýr sig ekki síður Ýmislegt mætti betur fara í furstadæminu Mónakó sem heldur upp á 700 ára afmæli sitt í dag. Það er ekki sú ævintýraveröld, sem það virðist vera við fyrstu sýn, og glím- ir nú við efnahagslega, félagslega og stjóm- málalega kreppu. en Grimaldi í munkakuflinum. Fljótt á litið virðist landið vera samheiti fegurðar og auðs, þar sem hinir ríku baða sig í Ijóma spilavítanna. Þrátt fyrir að líf Rainiers prins, og barna hans þriggja, Alberts, Karólínu og Stefaníu, hafi ekki verið neinn dans á rósum frá því að Grace, eiginkona Rainiers, lést í bílslysi árið 1982 og hvert hneykslismálið hafi rekið ann- að, virðist það ekki megna að setja blett á imynd fjölskyldunnar, heldur þvert á móti styrkja hana. Á opinber- um myndum veifar fjölskyldan af svölum hallarinnar, dansar í hátísku- klæðnaði og slakar á um borð í Iysti- snekkjum. Hún virðist af öðrum heimi. Þegar litið er undir yfirborðið kemur ýmislegt í Ijós. Mónakó er fjarri því að vera sú ævintýraveröld sem virðist í fljótu bragi. Það er eins og hvert annað stórfyrirtæki, veltan um 380 milljarðar á ári en gengi þess með ýmsu móti. Að undanförnu hefur leiðin legið niður á við. í fyrsta sinn frá árinu 1949 gengur Mónakó í gegnum efnahagslega, félagslega og stjórnmálalega kreppu. Fyrir hálfum mánuði munaði minnstu að fjárlög ríkisins fyrir þetta ár yrðu felld á þingi þess, þar sem 18 menn eiga sæti. Annað árið í röð er halli á rekstri ríkissjóðs. Gengisfall ítölsku lírunnar í upphafi þessa áratugar og alþjóðleg kreppa hafa dregið úr fjárfestingum. Verð- fall hefur orðið á fasteignum í Món- akó og ferðamönnum hefur fækkað. Árið 1995 mótmæltu um 3.000 manns opinberlega fyrirhuguðum niðurskurði á bótum og starfsmenn spilavítanna, sem Mónakó er einna þekktast fyrir, hafa farið í verkfall til að mótmæla 40% launalækkun. Aðeins 3% af þeim 6.000 sem bera mónakósk vegabréf, hafa efni á fasteignum í landinu. Vera má að erfiðleikar þessarar smáþjóðar séu lítilvægir í saman- burði við hinn franska nágranna, og nægir þar að minna á að enginn tekjuskattur er innheimtur í Món- akó. En vandamálin eru fyrir hendi, það viðurkenna stjórnvöld. „Rétt er það, við höfum staðnað, það er ekki endalaust hægt að viðhalda sama hagvexti,“ segir Michel Sosso, ráð- herra félagsmála og opinberra framkvæmda. í rauninni hefur ljóminn farið af furstadæminu Mónakó, það er ekki lengur hið fullkoma athvarf hinna ríku; getur ekki lengur boðið full- komið öryggi, algeran stöðugleika og bankaleynd. Á undanförnum árum hefur hvert áfallið af öðru dunið yfir. Ekki er langt síðan ein stærsta mafíufjöl- skyldan í Napólí viðurkenndi að hafa stundað peningaþvott í Món- akó, að ógleymdu hruni iðnaðar- bankans í Mónakó (Banque Ind- ustrielle Monagasque) og umfangs- mikilli rannsókn á starfsemi spila- vítanna í Monte Carlo, en ríkið er einn þeirra aðila sem stendur að rekstrinum. í hinum fjölmörgu bönkum Món- akó er víða að finna illa fengið fé sem þar er geymt í krafti banka- leyndar. Vera má að glæpir séu óalgengir á götum smáríkisins, seg- ir einn íbúanna. „Ástæðan er ein- faldlega sú að vopnuð rán eru mun áhættusamari en þau sem framin eru fyrir luktum dyrum.“ Vel fylgst með öllu Mónakó er ekki draumaland frelsisunnenda, nema þá þeirra sem vilja vera lausir við óþægilegar spurningar um bankareikninga sína. Flestir Mónakóbúar vinna hjá hinu opinbera, fámennur hópur embættismanna heldur um valda- taumana og 400 manna lögreglulið fylgist grannt með öliu, ekki síst ferðum inn í og út úr landi. Dæmi um það var kona búsett í Mónakó sem fór á námskeið í Frakklandi, skammt frá landamærunum. Hún ók jafnan í tíma og ekki voru liðnir margir dagar áður en mónakóska lögreglan hafði samband við skól- ann til að kanna hvaða erindi konan ætti þangað. Innanríkisráðherrann neitar því að Mónakó sé lögregluríki þótt grannt sé fylgst með öllu. Enda kannski full nauðsyn á í landi þar sem hinir ríku og frægu spóka sig með dýrgripi í spilavítunum og sam- kvæmisklæðin kosta jafnvel milljón- ir króna. Kuífltrs van tUTopð i mm Ttiis wtb %iie is Dtcyíns d’íUTapfi w . M a ribtx e>f th«r fsDfgrT "Ciriicm firsr cot'jei iíu f' " ^ Æ mfoiuMtioa initifibve kundtvd tiy CtuiiiÍAino* Ihe íuiooean dr fumpj Itrat Jéf ^ i CnriP'.iTJÍOTi <md ihr tuTop«in PailiapirR?. íitudinti d'tttnepiL Wn dilfeiíifi luropc binmsn bereik luJjietL- fieated Dakernt in tttrepa y \ rri tlus site will •Cidíltos priöjidddí [ IJHmÍhí givz ynu ar. idra 2f»S oj youT »iglm <»5 Xan5alai3«tt« i natian*f ef a turoojuiMA Stei?.-kzt 5Ut« QÍ ífc* mm; 'jí' turopfcian Utiiíbi. íurnDí .usatú ■ ■■:/ / .'.v* jÆtm Setect your country BtJqlt/OrUHquíCapiglrn I CiMntd: I PtitnMie.il I ELIm I EtPjiSt I Ereetc I Irtlteii/Eirt I Uelii I tuytmfce.m/.tj|gHBtin« I Heiitrltnil 1 wttrrticli I PortuqBl I Suomi/FinlaBtl | Sverlqe | Unfteri Klnqdom | HEIMASÍÐA Borgara í fyrirrúmi á alnetinu. Vilja sam- evrópskar varnir MEIRIHLUTI Svía er hlynntur því að varnir Svíþjóðar verði í framtíð- inni hluti af sameiginlegum vörn- um Evrópu, að því er fram kemur í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem gerð var síðastliðið haust. Svenska Dagbladet greinir frá niðurstöðunum í gær. Spurt var í könnuninni: „Myndir þú sam- þykkja að hervarnir okkar yrðu í framtíðinni hluti af sameiginlegum hervörnum Evrópu?" Af tæplega 1.100 svarendum svarar 61% spurningunni játandi, en 33% neit- andi. Tölurnar hafa snúizt við frá því sama spurning var borin upp árið 1992 í sams konar könnun. Þá sögðust 65% á móti og 33% hlynnt. Meirihluti svarenda í könnuninni taldi að bæði NATO og Bandaríkin hefðu meiri þýðingu fyrir öryggi Svíþjóðar en Evrópusambandið. Hollenzka ríkisstjórnin fundar með framkvæmdastjórninni Þörf á „áþreifan- legnni árangri“ Vinsæl þjónusta UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA Evr- ópusambandsins um gagn borg- aranna af innri markaðnum, „Borgarar í fyrirrúmi" naut mik- illa vinsælda fyrstu þrjár vik- urnar sem hún var starfrækt. Þá voru að beiðni einstakl- » ”>1 f I»J« ingasendút m 'e el® 127.000 eintök af bæklingi, þar sem útskýrt er hvern- ig innri markaðurinn auðveldi borgurunum að setjast að og stunda nám, vinnu eða fyrirtækja- rekstur í öðru aðildarríki ESB en sínu eigin. Loks heimsóttu 68.000 manns heimasíðu Borgara í fyrirrúmi á alnetinu. Allt að 5.250 manns skoð- uðu hana á einum degi. Flestar upplýsingar, sem er að finna á heimasiðunni á fjölda tungumála, eiga einnig við um Evrópska efna- hagssvæðið. Netslóðin er „http://citizens.eu.int/“. Haag. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÖRN Evr- ópusambandsins átti í gær fund með hollenzku ríkisstjórninni í Haag, en Holland tók um áramótin við forsætinu í ráðherraráði ESB. Að fundinum loknum sagði Jacqu- es Santer, forseti framkvæmda- stjórnarinnar, að Hollendingar yrðu að ná „áþreifanlegum ár- angri“ í málefnum sambandsins á fyrri helmingi ársins. „Þetta er síð- asta tækifærið ... Ég tel að hinn pólitíski vilji sé fyrir hendi. Hol- lendingar eru góðir samningamenn og innblásnir anda stofnenda Evr- ópusambandsins," sagði Santer. Wim Kok, forsætisráðherra Hol- lands, sagði á blaðamannafundin- um að Hollendingar myndu tileinka sér viðhorf Kennedys Bandaríkjafor- seta: „Menn ættu ekki að takmarka sig við spurninguna um það hvað Evrópa geti gert fyrir þá. Spurn- ingin er: Hvað getum við gert sam- an fyrir Evrópu, fyrir sameiginlega framtíð okkar?“ sagði Kok. Meginverkefnin endurskipulagning stofnana og undirbúningur EMU Hann sagði að meginverkefni Hollendinga næsta hálfa árið væru tvö. í fyrsta lagi þyrfti að reka smiðshöggið á endurskipulagningu stofnana ESB, þannig að það gæti tekið á móti nýjum aðildarríkjum Reuter JACQUES Santer, forseti framkvæmdasljórnar ESB, og Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, heilsast í upphafi fundarins í Haag í gær. frá Austur- og Mið-Evrópu. „Þetta mun þýða hvarf hinnar óeðlilegu markalínu, sem lá um Evrópu þvera í hálfa öld,“ sagði Kok. „Við getum nýtt okkur þetta sögulega tækifæri til að tryggja stöðugleika í Evrópu." í öðru lagi sagði forsætisráð- herrann að halda þyrfti áfram und- irbúningi fyrir Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU) og ljúka því verki að mynda hindrunarlaus- an innri markað 370 milljóna manna. „Þetta er hleðslusteinn, sem er nauðsynlegur ef okkur á að takast að auka pólitískt sam- starf í framtíðinni,“ sagði Kok. Hann lagði einnig áherzlu á að ESB yrði að tala einni röddu í utan- ríkismálum. „Við megum ekki horfa eingöngu inn á við ... við eigum ekki aðeins að byggja brýr á milli núverandi aðildarríkja og aðildarríkja morgundagsins, held- ur byggja brýr til allra fjögurra heimshorna," sagði Kok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.