Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Undirbúningnr stofnunar sendiráðs í Japan enn skammt á veg kominn
Kostnaður er óviss
HELSTU VIÐSKIPTALÖND ÍSLANDS 1992-1995
25 milljarðar króna
22,5 Bretland
15,9 Þýskaland
14,4Bandaríkin J4’1
13,2 JAPAN
9,1 Danmörk
7,9 Frakkland
5,6
-4,3 Spánn
-3,8Noregur
-3,4 Holland Í'o
- 2,6 Sviss
INNFLUTNINGUR
13,0 Þýskaland
11,6 Noregur
—10,9 Bretland
'-10,7 Danmörk
9,5 Bandaríkin
7,9 Svíþjóð
-7,8 Holland
5,0 JAPAN
4,8 Frakkland
3,7 Ítalía
1992
1993
1994
1995
1992
1993
1994
1995
RÍKISSTJÓRNIN fjallaði tvívegis á
síðasta ári um nauðsyn þess að stofna
sendiráð í Japan, að sögn Halldórs
Asgrímssonar utanríkisráðherra. f
utanríkisráðuneytinu er undirbúning-
ur að stofnun sendiráðsins enn
skammt á veg kominn, en búast má
við að línur skýrist hvað varðar kostn-
að og fleiri atriði á næstu mánuðum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í áramótagrein sinni hér í blað-
inu að Japan væri eitt_ stærsta og
öflugasta viðskiptaland íslands, auk
þess sem ríkin ættu samleið í ýmsum
efnum. „Viðskiptin á milli landanna
eru orðin svo umfangsmikil að einka-
aðilar hafa lagt í mikinn kostnað við
að efna til skrifstofuhalds í höfuð-
borg Japans. Þar er ekkert íslenzkt
sendiráð. Það myndi kosta töluvert
fé að koma því þar upp. Slík ráðstöf-
un myndi borga sig, ekki bara með
óbeinum hætti, heldur í beinhörðum
peningum talið. Islenzkt sendiráð í
Japan myndi væntanlega leiða til
opnunar á japönsku sendiráði hér,“
sagði í grein forsætisráðherra.
Mikilvægi Japans í utanríkisvið-
skiptum íslands hefur aukizt jafnt
og þétt á undanförnum árum. íslend-
ingar flytja mun meira út til Japans
en þei> flytja inn af japönskum vör-
um. Á árinu 1995 voru fluttar út
íslenzkar vörur fyrir á fjórtánda
milljarð króna til Japans og aðeins
flutt meira út til Bretlands, Þýzka-
lands og Bandaríkjanna. Sama ár
nam innflutningur frá Japan tæpum
fimm milljörðum króna og fluttu ís-
lendingar inn vörur fyrir meira fé frá
sjö öðrum löndum. Þeirra á meðal
var aðeins eitt ríki, þar sem ísland
hefur ekki sendiráð; Holland.
Sendiherra til viðræðna við
Japani fljótlega
Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins, segir að und-
irbúningur fyrir stofnun sendiráðs í
Tókýó sé enn skammt á veg kominn.
Utanríkisráðuneytið sé að afla sér
upplýsinga og leggja á þær mat.
Hann segir að Hjálmar W. Hann-
esson, sendiherra íslands í Kína, sem
einnig fer með fyrirsvar íslands í
Japan, muni fara til Tókýó fljótlega
til viðræðna við þarlend stjórnvöld
um möguleika á stofnun sendiráðs
og hugsaniegri sendiráðsstofnun
Japana hér á landi.
Helgi segir að gengið sé út frá
að sendiráð í Tókýó verði „alvöru-
sendiráð", þ.e. með sendiherra,
sendifulltrúa og ritara.
Þrisvar til fjórum sinnum
dýrara en í Peking?
Þegar ákveðið var að stofna sendi-
ráð í Kína fyrir hálfu þriðja ári var
ein af röksemdum Jóns Baidvins
Hannibalssonar, þáverandi utanríkis-
ráðherra, fyrir að stofna sendiráð þar
í landi en ekki í Japan, sem ísland
á miklu meiri viðskipti við, sú að það
væri hagkvæmara. Jón Baldvin sagði
í grein í Morgunblaðinu í maí 1994
að það myndi kosta þrisvar til fjórum
sinnum meira að opna sendiráð í
Japan, þótt vissulega væri æskilegt
að gera það einnig í framtíðinni.
Helgi Ágústsson segir aðspurður
að sendiráð í Japan verði tæplega
svona miklu dýrara en sendiráðið í
Kína, þótt það verði eflaust eitthvað
dýrara, enda Tókýó ein dýrasta borg
heims. Forsendur hafi að einhverju
leyti breytzt á síðustu árum, til dæm-
is vegna þess að fasteignaverð í
Tókýó hafi lækkað.
Rekstur sendiráðsins í Peking, sem
er af svipaðri stærðargráðu og sendi-
ráð í Tókýó yrði væntanlega, var
49,9 milljónir króna samkvæmt flár-
lögum síðasta árs. Fjárveiting til
sendiráðsins í ár er 53,1 milljón króna.
Þetta er lítið eitt lægri rekstrarkostn-
aður en hjá sendiráðunum í París og
Washington og fastanefndunum hjá
Atlantshafsbandalaginu í Brussel og
hjá alþjóðastofnunum í Genf og New
York. Sendiráðið í Kína er hins vegar
talsvert dýrara en sendiráðin í Lond-
on, Kaupmannahöfn, Ósló, Stokk-
hólmi og Moskvu. Dýrasta og fjöl-
mennasta sendiráð íslands er sendi-
ráðið í Brussel, sem sinnir samskipt-
um við Evrópusambandið, en gert er
ráð fyrir að rekstur þess kosti tæpar
100 milljónir króna á þessu ári.
Helgi segir að enn sé verið að afla
upplýsinga um kostnað, meðal annars
hjá sendiráðum hinna Norðurland-
anna í Tókýó.
Botnleðja
hitar upp
fyrir Blur
BRESKA popphljómsveit-
in Blur hefur boðið ís-
lensku hljómsveitinni
Botnleðju að hita upp fyrir
sig á átta daga tónleika-
ferð um Bretland frá 20.
til 28. janúar næst kom-
andi. Tilboð þetta kemur í
kjölfar þess að Botnleðja
hitaði upp fyrir bresku
hljómsveitina á tónleikum
í Laugardalshöllinni i
fyrrasumar.
Taka upp lögmeð
enskum texta
Botnleðja mun koma
fram undir nafninu „Silt“,
sem er þýðing á íslenska
heiti hljómsveitarinnar, og
spilar á tónleikum Blur í
smærri tónleikasölum víðs
vegar um Bretland.
Rafn Jónsson hjá R-mús-
ík sem annast hefur útgáfu
á plötum hljómsveitarinn-
ar, Drullumalli og Fólk er
fífl, segir að Botnleðja hafi
undanfarna daga tekið upp
útgáfur nokkurra laga
hljómsveitarinnar með
enskum textum undir sinni
sljórn og upptökumannsins
Ken Thomas.
Einstakt tækifæri
sem beraðnýta
„Það er mat þeirra sem
til þekkja í breskum tón-
listarheimi að hér sé um
einstakt tækifæri að ræða
fyrir Botnleðju, sem beri
að nýta vel,“ segir Rafn.
„Meðlimir Blur hafa látið
ánægju sína með Botnleðju
óspart í ljós síðan þeir
heyrðu fyrst í henni og
settu það sem skilyrði að
Botnleðja hitaði upp fyrir
þá í Laugardalshöllinni
síðastliðið sumar,“ segir
Rafn Jónsson.
Borgarráð samþykkir 5 milljóna króna afmælisfj árveitingu til LR
Reksturinn
gengnr ekki
óbreyttur
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær sérstaka fjárveitingu til
Leikfélags Reykjavíkur að upphæð
fimm milljónir króna í tiiefni af
hundrað ára afmæli félagsins á þessu
ári. Leikfélagið hafði í bréfi dagsettu
17. desember sl. farið þess á leit að
fjárframlag borgarinnar yrði hækkað
um fimmtán milljónir. Þórhildur Þor-
leifsdóttir leikhússtjóri segir að ekki
sé grundvöllur fyrir óbreyttum
rekstri LR.
Fjárveiting Reykjavíkurborgar til
leikhússins fyrir árið 1997 er 135
milljónir en var á síðasta ári 140
milljónir. Að sögn Kristínar Árna-
dóttur, aðstoðarkonu borgarstjóra,
var það sérstök afmælisfjárveiting
vegna undirbúnings afmælisársins
1997 en árið 1995 nam fjárveitingin
120 milljónum króna.
60 milljóna króna skuld
„Auðvitað veldur það manni alltaf
vonbrigðum að fá ekki það sem ósk-
að er eftir, þó að ég hafi svo sem
aldrei gert mér vonir um að vandinn
yrði leystur núna með einu penna-
striki,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir
leikhússtjóri í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hún benti jafnframt á
að með hinu nýsamþykkta aukafram-
lagi væri fjárveitingin komin í ná-
kvæmlega sömu upphæð og hún var
á síðasta ári. „Ég vona þó að þetta
sé ekki endanleg niðurstaða og að
eftir standi einhver vilji tii að gera
einhverjar þær áætlanir sem megi
verða tii bjargar í framtíðinni."
Þórhildur segir að skuldir leikfé-
lagsins hafi verið um 60 milljónir
króna þegar hún tók við starfinu á
liðnu hausti. Hún segir ljóst að ekki
sé grundvöllur fyrir rekstri með
óbreyttu fyrirkomulagi og því sé
nauðsyniegt að grípa til ráðstafana.
Ekki sé hægt að halda áfram rekstri
þegar fyrirfram er vitað að skuldir
muni aukast.
Þórhildur segir vandann hafa blas-
að við allt frá því að leikfélagið flutti
inn I Borgarleikhúsið á sínum tíma
og því ætti hann ekki að koma neinum
á óvart. Jafnvel þau tvö ár sem að-
sókn hafi slegið öll met hafi afkoman
rétt náð að skríða upp fyrir núllið.
„Þegar ákveðið var að byggja húsið
vissu menn að fjárþörfín myndi tvö-
faldast og það vantar ennþá nokkra
tugi milljóna upp á að því marki hafi
verið náð. Þannig að þetta eru í raun-
inni engar fréttir, heidur staðfesting
á því sem menn vissu.“
Leikfélag Reykjavíkur heldur upp
á aldarafmælið nk. laugardag og á
afmælisárinu er ráðgert að frumsýna
alis tíu ný verk eftir íslenska höf-
unda. Þórhildur segir óhjákvæmiiegt
að leggja í nokkurn kostnað vegna
afmælisins. „Það er stór viðburður
hér að einhver stofnun nái hundrað
ára aldri og svona tímamót verður
að halda upp á með veglegum og
sómasamlegum hætti. Það á að vera
stolt okkar allra, ekki bara Leikfé-
lags Reykjavíkur. Við fengum fram-
lag frá ríkinu I fyrsta sinn í mörg
ár, 25 milljónir sem deilt var á árin
1996 og 1997. Auðvitað er það gríð-
arieg hjálp. Einnig hafa mjög marg-
ir, bæði fyrirtæki og einstaklingar,
lagt okkur lið vegna afmælisins, en
það leysir ekki framtíðarvandann.
Menn ættu að nota þessi tímamót í
sögu þessa gamla félags, sem er
vagga allra sviðslista á íslandi, og
íhuga hvort ekki séu til leiðir til þess
að renna stoðum undir reksturinn,“
segir Þórhildur.
Hún bendir jafnframt á að erfitt
sé að spara meira í fyrirtæki þar sem
alltaf hafi verið gætt fylista hagræð-
is og eins sé það heldur vafasamur
sparnaður að höggva á tekjumögu-
leika með því að fella niður sýningar
en vegna samdráttarins var ein sýn-
ing á stóra sviðinu felld niður í haust.
Ekki fleiri leikhópa í húsið
Leikhússtjórinn kveðst ekki fylgj-
andi þeim hugmyndum sem upp
hafa komið um að fleiri leikhópar
fái inni í húsinu. „Ef menn vilja
nýta þetta hús er það eina raun-
hæfa að gera myndarlegt átak þann-
ig að Leikfélag Reykjavíkur geti
fært út kvíarnar og staðið hér að
þeirri starfsemi sem til var ætlast í
þessu húsi í upphafi. Hér þarf að
stækka Ieikhópinn og efla starfsem-
ina. Þar er hin eina raunverulega
nýting á þeirri fjárfestingu sem iigg-
ur í þessu húsi,“ segir Þórhildur að
lokum.
Syngjandi
slökkviliðs-
menn
KÓR slökkviliðsmanna fagnar
fímm ára afmæli um þessar
mundir. Af því tilefni söng kór-
inn fyrir gesti og gangandi í
Ráðhúsinu síðdegis í gær, undir
sljóm Kára Friðrikssonar.
Slökkviliðsmennirnir, í stíf-
pressuðum einkennisbúningum
með gljáfægða hnappa, sungu
ýmis þekkt íslensk lög, en í sain-
tali við Morgunblaðið sagði einn
kórfélaga að ekki væri lögð sér-
stök áhersla á að syngja um loga
og funa, enda fengju slökkviliðs-
menn nóg af slíku í starfi.