Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ é ufi/te/tpœyM IÖNU EP- L ÍFMTT7 h Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Athugasemd við talað og ritað mál í fjölmiðlum Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: ÉG UNDIRRITAÐUR vil gjarnan koma fram athugasemdum við nokk- ur atriði sem koma fram í töluðu og rituðu máli í fjölmiðlum. Fyrst er þá til að taka, þras um veiðileyfagjald á alþingi nýlega, sem að mínum dómi er óhæfa og afleið- ingar verða niðurgreiðsla með út- gerðinni frá ríkissjóði eftir fá ár og skal ég gefa vísbendingu um það hér á eftir og lýsa umræðu frá alþingi nú nýlega. Þingmaður sagði á þing- fundi. „Fjóra milljarða kr. mun kosta á hvern landsfjórðung fýrir útgerðina í skattlagningu að taka upp veiði- leyfagjald," sagði þingmaðurinn og beindi orðum til Svanfríðar Jónas- dóttur. Þá var Svanfríður búin að geta þess að kreppu gætti í físk- vinnslunni og samt á að skattleggja útgérðina enn frekar, þó margar físk- vinnslur gangi enn, einmitt vegna þess að þær hafa útgerð með vinnsl- unni. Allir njóta góðs af auðlindinni og hafa framfæri sitt af. Hvers vegna þá að leggja enn og aftur á, þar sem ríkið tekur heiming allrar arðsemi í skattagjöld nú þegar. Þjóðvakamenn sem eru í dauða- teygjunum ættu að leita sér lækninga við þeirri meinsemd sinni sem sýni- legt er að er tilraun til valdabrölts með valdboði fámennrar klíku sem heldur þingmönnum á alþingi, algjör- lega á brostnum forsendum og hrundu fylgi og getur ekki haft rétt til að beija niður afkomu sjávarút- vegsins og vinna að atvinnuleysi hjá sínum stuðningsmönnum og þjóðinni. Þá er það annað mál sem ég vil minnast á og hefur ekki verið minnst á síðan atvikin urðu. Það er varðandi fótboltaleik á Akranesi fyrir skömmu. Skemmtikraftur Davíð, hafði óviðeig- andi orð um Akranesliðið og er svar Davíðs, er hann hafði umsögn varð- andi þau gamanmál sín sem áttu að vera að hans dómi og sagði hann á Stöð 2 í viðtali. „Hvernig getið þið vænst þess að við séum vinir ykkar þegar þið eruð búnir að vinna mörg ár í röð?“ Þetta var allt og sumt sem hann gat sagt sér til varnar. Hugsunarhátturinn er hugsun fótboltabullu en ekki íþrót- taunnanda. Hann baðst afsökunar. Að iokum fá orðatiltæki. Lunginn: sem átt er við um meiri- hluta núorðið og er búið að festa í tali fjölmargra, er frámunalega vit- laust og óheyrilegt og ætti að afmá nú strax vegna þess að góð orð eru til yfír þessa merkingu. Þá er það annað atriði. Að beija augum, sem nálgast það að vera vitfirrt, öfgafullt afskræmi á íslensku málfari í staðinn fyrir mörg góð orð yfir lýsingu á því sem fyrir augu ber. Að lokum er það auglýsing sem nú er farin að dynja yfir. Grillaður Akureyringur, þvílíkur viðbjóður sem fólk kann við að setja saman og kann ekki að skammast sín fyrir að mata samborgara sína á. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavík. Laun heilaskurð- lækna o g önnur laun Frá Hallberg Hallmundssyni: ÉG VAR rétt í þessu að ljúka lestri Morgunblaðsins frá 11. desember. Þar sá ég á annarri síðu frétt um brottflutning Þóris Ragnarssonar heilaskurðlæknis af landi brott sökum þess að hann, að eigin sögn, geti ekki lengur unað þeim launakjörum, starfsaðstöðu og starfsumhverfí sem ríkjandi sé bæði innan Sjúkrahúss Reykjavíkur og utan. Fram kom í greininni að föst mánaðarlaun Þóris væru 204 þúsund krónur, en hann hafði fá tækifæri til að afla sér auka- tekna utan sjúkrahússins eins og aðrir læknar hefðu tök á. Þórir er sagður hafa sérlega lagt fyrir sig aðgerðir á heiladingli, sem enginn annar íslenskur læknir hafí gert. Á blaðsíðu 15 í sama tölublaði rakst ég svo grein um að Island hefði boðist til að hýsa umhverfísskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Það fannst mé_r góð fregn. Én svo las ég áfram. Á þeirri skrifstofu mundu starfa „2 inn- lendir sérfræðingar og 2 almennir starfsmenn, og launakostnaður vegna fjögurra starfsmanna [sem greiðast mundi af íslenska ríkinu] væri áætlaður um 18 milljónir á ári“. Þá greip ég til reiknivélarinnar. Ef við gerum ráð fyrir að allir fjór- ir starfsmenn njóti sömu launakjara, koma samkvæmt þessari áætlun 375 þúsund krónur á mánuði í hvers hlut. Það er dijúgum meira en heilaskurð- arsérfræðingum er borgað. En reynd- ar er óraunsætt að ætla að allir fjór- ir mundu sitja við sömu kjör. Gerum því ráð fyrir að hinum tveim almennu starfsmönnum yrðu borguð sömu mánaðarlaun og Þóri, 204 þúsund krónur, sem varla er minna en óbreyttum skrifstofumönnum er ætl- að í kaup, þá yrði mánaðarhlutur hinna tveggja sérfræðinga 546 þús- und krónur. Með öðrum orðum, verk þeirra yrðu metin langt umfram tvö- falt meira virði en störf heilaskurð- læknisins. Síst vil ég gera lítið úr sérfræði- þekkingu þeirra sem um umhverfis- mál flalla. En er ekki eitthvað bogið við slíkt mat? Eða kemur hér kannski eitthvað fleira til greina en ég kem auga á? HALLBERG HALLMUNDSSON, New York. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.