Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sveitarfélögin áforma að stofna sameiginlegan lífeyrissjóð Reglugerð sniðín að reglum almennra sjóða STARFSHÓPUR um lífeyrismál sveitarfélaganna leggur til að sveit- arfélögin í landinu stofni sameigin- legan lífeyrissjóð, sem sníði réttindi sjóðsféiaga að réttindum almennra lífeyrissjóða. 5,5% viðbótariðgjald sveitarfélaganna verði lagt í sér- eignarsjóð í samráði við starfsmenn. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar samkomulags fjármálaráð- herra og opinberra starfsmanna um lífeyrismál. Tillögur hópsins hafa verið sendar sveitarfélögunum til umsagnar, en Samband íslenskra sveitarfélaga ætlar að efna til fund- ar á næstu vikum um tillögumar. Núna greiða sveitarfélögin 770 milljónir á ári í iðgjöld til lífeyris- sjóðanna; 330 milljónir til almennra lífeyrissjóða og 440 milljónir í LSR og níu lífeyrissjóði sveitarfélag- anna. Þær breytingar sem gerðar verða á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins koma til með að hækka þessar greiðslur vegna þess að ið- gjöld nýrra starfsmanna verða greidd af heildarlaunum en ekki grunnlaunum eins og nú er, endur- greiðsla á hluta ávöxtunar sjóðsins fellur niður og vegna þess að tekn- ar verða upp samtímagreiðslur á iðgjöldum. Iðgjöld hækka mikið Ef þessi breyting verður einnig látin ná til lífeyrissjóða sveitarfé- laganna, sem em níu talsins, hækka árlegar iðgjaldagreiðslur sveitarfélaganna úr 770 milljónum í 1.595 milljónir. Starfshópurinn telur að sveitar- félögin eigi fjóra kosti í þessari stöðu. í fyrsta lagi að sveitarfélög- in gerist aðilar að A-deild LSR (nýja kerfinu) og eldri starfsmenn greiði áfram í B-deild (gamla_ kerf- ið) eða sveitarfélagasjóðina. í öðru lagi að sveitarfélögin gerist aðilar að almennu lífeyrissjóðunum og eldri starfsmenn greiði áfram í B-deild. Nefndin telur ólíklegt að starfsmenn fallist á þessa lausn. í þriðja lagi að A-deild verði stofnuð í núverandi sjóðum sem nýir starfs- menn greiði í. í fjórða lagi að sveit- arfélögin stofni sameiginlegan líf- eyrissjóð fyrir nýja starfsmenn og eldri starfsmenn greiði áfram í sína gömlu sjóði. 5,5% iðgjald í séreignarsjóð Nefndin mælir með því að síðast- nefnda leiðin verði farin. Með henni verði tekið á vanda lífeyrissjóða sveitarfélaganna, sem standa flest- ir illa fjárhagslega. Sveitarfélögin fái áhrif á stjórn sjóðsins, en þau hafa engin áhrif á stjórn LSR í dag. Auk þess verði sameiginlegur sjóður stór eining sem geti mætt áföllum sem minni sjóðir eigi erfið- ara með að mæta. Nefndin telur að ýrnsar leiðir séu fyrir hendi varðandi mótun rétt- indareglna sjóðsins, en mælir með því að reglurnar verði mótaðar eft- ir grunnreglugerð Sambands al- mennra lífeyrissjóða með þeirri við- bót að viðbótariðgjald sveitarfélag- anna verði lagt í séreignarsjóð. Nefndin gerir ráð fyrir að þetta viðbótariðgjald verði 5,5%. Segja má að þessi tillaga feli í meginatrið- um í sér svipaða leið og bankamenn sömdu um að fara. Þeir sömdu við bankana um að setja 7% iðgjald í séreignarsjóð, sem verður á nafni hvers starfsmanns fyrir sig. Samiðum sjúkra- flutninga BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyr- ir hönd Slökkviliðs Reykjavíkur að framlengja samning við heilbrigðis- og tryggingamálaráuðneytið um framkvæmd og rekstur sjúkraflutn- inga í Reykjavík, Kópavogi, Sel- tjarnarnesi og Mosfellsbæ. Samþykkt var að framlengja samninginn til 31. mars 1997. Hafi ekki verið gengið frá langtíma- samningi fýrir þann tíma framleng- ist samningurinn um aðra þrjá mánuði eða til 30. júní og fellur þá endanlega úr gildi. Greiðslur ráðu- neytisins til borgarinnar skulu vera í samræmi við mat oddamanns á kostnaði við sjúkraflutninga og framreiknaðar miðað við vísitölu í júní 1994. ----» ♦ ♦ Bílstjórinn í aftursætinu HVUTTINN í aftursætinu fylgist athugull með umferðinni, enda ekki vanþörf á þvi viðsjárverðir hálkublettir leynast víða á götum. Morgunblaðið/RAX Úrsögn fulltrúa ASÍ tefur af- sláttarkerfi fyrir mjólk og osta Hið nýja kerfi átti að taka gildi um áramótin Biluð trilla dregin til hafnar BÁTUR Slysavamafélags íslands, Henry Hálfdánarson, dró trillu með bilaða vél til hafnar í Reykjavík í fyrrinótt. Slysavamafélaginu barst beiðni um aðstoð kl. 2.30 um nóttina. Einn maður var um borð í trillunni, Mar- íu BA-124, og var hann á leið frá Reykjavík til Keflavíkur þegar vél trillunnar bilaði um 7-8 mílur út af Gróttu. Logn var og gott í sjóinn. Henry Hálfdánarson fór strax af stað, tók trilluna í tog og var kominn með hana til hafnar á ný kl. 7 í gær- morgun. y* Istlikar Kolbeinscy Þétí isrilst' n L\ / kmn Gntnsey- istisl 2, V _ Bariamlaki Straumncs;' Kópufp^. taigar ' v ynúpw \ \ < Hafís fýrir norðan land Hafís á sigl- ingaleiðum SAMKVÆMT hafískönnun Land- helgisgæslu á sunnudag reyndist ísjaðar vera kominn 18 sjómílur norður af Horni og flákar voru komnir austur að Kolbeinsey. í gær bættust við tilkynningar frá varð- skipi um hafís á siglingaleiðum, rúmar 20 sjómílur norðaustur af Geirólfsgnúpi. ísinn hefur hrakist austur á bóginn fyrir vestlægum vindum sem ríkt hafa á Grænlands- sundi og fyrir norðan land undan- farið. Að sögn Þórs Jakobssonar, veðurfræðings á Hafísdeild Veður- stofu, gæti hann verið hættulegur skipum í myrkri en búist er við að hagstæðar vindáttir taki nú við og ríki út vikuna. ÞAR sem viðskiptaráðherra hefur ekki skipað nýja fulltrúa neytenda í fimmmannanefnd eftir að fulltrú- ar ASÍ sögðu sig úr verðlagsnefnd- um landbúnaðarins í haust hefur það tafíst að magnafsláttarkerfi í viðskiptum með mjólkurafurðir gangi í gildi. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar, forstöðumanns samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, var ráð- gert að frá og með áramótum tæki gildi afsláttarkerfí í öllum mjólkur- iðnaði, jafnt fyrir þær vörur sem ekki eru háðar verðlagsákvörðun og hinar þar sem verðlagning hefur verið bundin af ákvörðun fimm- mannanefndarinnar. Kæra frá Bónusi Tilefnið var úrskurður Sam- keppnisráðs vegna kæru frá Bón- usi, en fyrirtækið taldi að það ætti í krafti stærðar sinnar og umfangs viðskipta við Osta- og smjörsöluna, að fá magnafslátt af viðskiptum með osta sem ekki væru verðlagð- ir af opinberum aðilum. Áfrýjunamefnd samkeppnis- mála staðfesti sl. vor þann úrskurð Samkeppnisráðs að ostar, sem ekki era verðlagðir af opinberam verð- lagsnefndum, falli undir sam- keppnislög, en ekki undir búvöra- lög og að Osta- og smjörsölunni bæri að bjóða viðskiptavinum sín- um kjör sem eru sambærileg því hagræði sem hún hefur af viðskipt- unum við þá. í framhaldi af þessum úrskurði var, að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, ákveðið að koma á afsláttar- kerfí í mjólkuriðnaði í heild sinni, og veita stærri kaupendum einnig afslátt af þeim vöram sem era háðar verðlagsákvörðunum, eins og mjólk, smjör, rjómi og nokkrir ostar. Þessar breytingar kölluðu á ákvörðun fimmmannanefndar, sem er stjómvald sem falið er verkefni samkvæmt lögum, og var starf nefndarinnar að málinu á lokastigi þegar fulltrúar ASÍ sögðu sig úr verðlagsnefndum landbúnaðarins í haust. Eftir úrsögn fulltrúa ASÍ er nefndin ekki fullskipuð og getur ekki lögum samkvæmt tekið þá ákvörðun sem þessi skipulags- breyting kallar á fyrr en viðskipta- ráðherra hefur skipað nýjan full- trúa neytenda í stað fulltrúa ASÍ, að sögn Guðmundar Sigurðssonar. I i ! I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.