Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 29 SAMBAMDSIMS r verða að , en EES nær Mikil fundahöld vegna álvers og orkuframkvæmda Deilumar um umhverfismál fara vaxandi Aðstoðarforstjóri Columbia Ventures ræðir við hreppsnefnd Kjósarhrepps vegna mótmæla hennar við staðsetningu álvers. Borgarráð vísar tillögu um jarðvarmavirkjun til borgarstjómar. Ágreiningur er um lagningu háspennulínu um Mosfellsbæ. rmaður lögfræðideildar imbandsins, ESB, með ndinga þurfa að hugsa 3umálum, einkum með ngum Efnahags- og u, EMU, muni valda. n hitti Piris er hann ídi um áramótin. rópusambandsins í Brussel. Meðal hugmynda, sem uppi hafa verið um endurbætur á uppbygg- ingu og starfsreglum ESB, er sú, að taka beri upp meirihlutaákvarð- anir á sem allra flestum sviðum ESB-samvinnunnar. Þeir sem eru fylgjandi þessari hugmynd telja að hana eigi jafnvel að innleiða í ákvarðanatöku um utanríkisstefnu. Þótt Piris segist almennt fylgjandi því, að ákvarðanatökuferlið verði larstöðum ð og Esso tir og eiginmaður hennar, ris, á góðri stund. fyrirtækjastjórnendur eiga ekki að venjast. „Iljá Esso hafði ég aðeins með að gera samninga sem fóru yfir 10 milljónir dollara,“ segir hún. einfaldað og gert skilvirkara, vill hann ekki sjá meirihlutaákvarðanir á öllum sviðum. „Ég tel að í utanríkismálum sé æskilegt að neitunarvald einstakra ríkja haldi sér,“ segir Piris. Ef Evr- ópusambandið vex í 25 aðildarríki og 24 þeirra vildu samþykkja ákveðna sameiginlega stefnu gagn- vart Tyrklandi - væri þá eðlilegt, að sú stefna yrði bindandi fyrir alla, jafnvel þótt Grikkir væru algerlega andsnúnir henni? Schengen-samningurinn og EFTA-ríkin Piris segir að reikna megi með því, að Schengen-samningurinn verði sameinaður „þriðju stoðinni“ og þar með gerður að hluta af grundvallarsáttmála ESB. Hann segist ennfremur sannfærður um, að takast muni að ná samkomulagi við EFTA-ríkin, sem hafa undirrit- að samstarfssamninga við ríki Schengen, um með hvaða hætti þau geta verið áfram átt aðild að samn- ingnum þrátt fyrir að hann verði sameinaður ESB-grundvallarsátt- málanum. Piris segir nokkur af stærstu umbótaskrefunum, sem stigin verði með endurskoðun grundvallarsátt- málans nú, varði samvinnu ESB- ríkjanna í „þriðju stoðinni", í lög- reglu- og dómsmálum. Þessari þró- un verði íslendingar að fylgjast vel með. Þar sem Island sé hluti af sama stóra mark- aðnum, þar sem m.a. per- sónu- og vöruflutningar séu frjálsir, sé landið ekki firrt því að sú þróun sem t.d. verði í skipulagðri al- þjóðlegri glæpastarfsemi, s.s. fíkni- efnasmygli, snerti það. Menn verði að vera mjög vakandi um þessa þróun, og bregðast sameiginlega við til að neikvæðar hliðar frelsisins varpi ekki skugga á ótvíræða kosti þess. Sú hlið þeirrar þróunar, sem nú sé að eiga sér stað í Evrópu, sem Fjármálastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar Sem liðsmaður alþjóðastarfsliðs Esso vissi Margrét að henni væri ætlað að skipta um land í janúar 1986. Þetta leizt henni ekki of vel á, þar sem hún hafði komið sér fyrir í París með eiginmanni og barni. „Eg fór því að litast um eftir starfi í París,“ segir hún. Á sama tíma voru lausar stöður hjá OECD, þar á meðal ein af æðstu stöðunum, sem fulltrúar aðildarlandanna kjósa í. Hún þurfti því tilnefningu Islands til að koma til greina. Haraldur Kroyer, þáverandi sendiherra í París, útvegaði þessa tilnefningu, en hún er eina aðstoðin sem Mar- grét hefur á ferli sínum þegið frá íslenzkum yfirvöldum. Margrét var ein átta umsækjenda. En hún fékk stöðuna. Reynsla hennar úr starfi hjá einkafyrirtæki þótti að sögn vega þungt. Þetta var staða fjármálastjóra (financial controller), en innan stofnunarinnar var aðeins aðal- framkvæmdastjórinn yfir henni. í þessari stöðu hafði Margrétþað hlutverk að hafa yfirumsjón með því hvernig fé stofnunarinnar væri varið, eftir að fjárhagsáætiun lá fyrir hverju sinni, og að hafa úrslitavald um ýmis atriði þar sem fjárveitingar koma við sögu. Auk íslendingar ættu sízt að láta sig litlu varða að mati Piris, er Efna- hags- og myndbandalagið, EMU. Islendingar ættu, segir hann, að leggja meiri áherzlu á að huga að því hvernig þeir fá hagsmunum sín- um borgið þegar Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, verð- ur að veruleika, en nú eru ekki nema um 100 vikur unz af því verð- ur, í ársbyijun 1999. Aðspurður með hvaða hætti hugsanlegt væri að ísland og hin EFTA-ríkin í EES gætu tryggt hagsmuni sína þegar hinn sögulegi atburður verður, að gjaldmiðlar helztu viðskiptalandanna verði sameinaðir, segist Piris ekki vilja fullyrða um það, en hann sé þess fullviss, að um það verði hægt að semja. Ut frá íslenzkum hagsmun- um séð sé það mikilvægast að Is- lendingar geri sér fulla grein fyrir því sjálfir, hvaða áhrif EMU muni hafa á ísland. Áfangi á lengri leið Piris segir engan vafa leika á því, að Evrópska efnahagssvæðið verki vel, eins og er. Aðspurður um þá skoðun sem komið hefur fram um framtíð EES, að það sé hálf- dauðadæmt eftir að ESB stækkar í 20 eða fleiri aðildarríki, nema Sviss gangi til liðs við EFTA-ríkin í EES, segir Piris að slíkur ótti sé óþarfur. I því löggjafarstarfí innan ESB, sem fulltrúum EFTA-ríkjanna í EES er veittui* aðgangur að með EES-samningnum, skiptir að mati Piris ekki máli hver beri upp þessa eða hina röksemdina - það eina sem skiptir máli er að hún sé góð. Því sé ekki hætta á að alvarleg breyting til hins verra verði á virkni EES-samstarfsins eftir stækkun sambandsins, þótt EFTA-hlið EES samanstæði eftir sem áður aðeins úr Noregi, íslandi og Liechtenstein. „En er það nóg fyrir Island?" spyr Piris. Hann bendir á að EES-saming- urinn nái ekki til annarrar og þriðju stoðar ESB- samstarfsins. Á sama tíma sé Evrópusamband- ið í sífelldri þróun. Ef litið sé til þess, hvernig tryggja megi íslenzka hagsmuni í Evrópu til frambúðar, er að mati Piris ekki nóg að treysta alfarið á EES-samninginn: „Við höldum áfram. Við stað- næmumst ekki. Endurskoðun grundvallarsáttmálans nú verður aðeins áfangi á lengri leið.“ þess fólst í starfinu seta í öllum nefndum sem fjölluðu um samn- inga, útboð og þess háttar. Á árunum 1985-1987 átti Mar- grét meðal annars þátt í mikilvæg- um samningaviðræðum OECD við bandarísk sljórnvöld. Lögfræð- ingur samninganefndar OECD var þá Frakkinn Jean-Claude Pir- is, sem síðar varð annar eiginmað- ur Margrétar. Hún hætti í hinu annasama starfi sínu hjá OECD árið 1990, og flutti til Brussel, þar sem Jean-Claude hafði tekið við embætti yfirmanns lögfræðideild- ar ráðherraráðs Evrópusam- bandsins árið 1988. Frá því Margrét hætti hjá Efna- hags- og framfarastofnuninni starfaði hún við ráðgjöf og sér- verkefni, mest megnis á vegum stofnunarinnar. I febrúar 1992 eignuðust þau Jean-Claude dóttur, Anne-Sophie. „Hún hefur nafnið frá fósturmóður föður míns, Önnu Soffíu," segir Margrét. Þáttaskil í ársbyijun 1996 greindist Mar- grét með krabbamein í brjósti. Allt síðastliðið ár gekkst hún und- ir meðferð gegn því sem mjög reyndi á fjölskylduna. „Nú er meðferðinni lokið,“ segir Margrét með bjartsýni í röddinni og kveð- ur blaðamann með tæplega fimm ára dóttur sína í fanginu. HREPPSNEFND Kjósar- hrepps átti í gærkvöldi fund með James F. Hens- el, aðstoðarforstjóra Col- umbia álfyrirtækisins, sem haldinn var að ósk Hensels, en hann vildi kynna sér viðhorf hreppsnefndar- manna, sem hafa mótmælt harðlega staðsetningu fyrirhugaðs álvers á Grundartanga. í dag ætlar hreppsnefndin að eiga fund með Hollustuvernd ríkisins og Náttúruverndarráði vegna þessa máls. Einnig er í undirbúningi fundur iðnaðarráðherra með hreppsnefnd Kjósarhrepps. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins er búist við miklum umræðum og jafnvel hörðum deilum um umhverfismál og fleiri mál í tengslum við staðsetningu álversins á opnum borgarafundi sem boðað er til í félagsheimilinu Heiðarborg í Leir- ársveit á fimmtudagskvöldið með þátttöku sveitarstjórna- og hrepps- nefndamanna af svæðinu, fulltrúum stjórnvalda og álfyrirtækisins. Telur mengun aukast verulega Guðbrandur Hannesson, oddviti Kjósarhrepps, vísar á bug ummælum iðnaðarráðherra um að engin mengun stafi af fyrirhuguðu álveri Columbia. Hann bendir á að áður en járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga var reist á sínum tíma hafi verið var- að við mengunarhættu af starfsemi hennar ef eitthvað færi úrskeiðis. Nú viðurkenni forstjóri Járnblendiverk- smiðjunnar að hreinsunarbúnaður hennar hafi verið bilaður í tvö ár án þess að nokkuð hafi verið að gert. Guðbrandur telur víst að fyrirhugað álver Columbia yrði fljótlega stækkað í 180 þúsund tonn og við það myndi mengun á svæðinu aukast um 20%. Guðbrandur vísar því einnig á bug að hreppsnefnd Kjósarhrepps hafi komið of seint fram með sínar athuga- semdir. „Bréf sem við fengum frá Hollustuvernd hljóðar upp á að við höfum frest til 13. janúar að gera athugasemdir og við förum eftir því. Okkur var ekki boðið upp á þetta í fyrra en maður á kannski að fylgjast betur með og lesa völvuspána árið áður,“ segir hann. Samningar til borgarstjórnar Á fundi borgarráðs í gær voru lögð fram til kynningar árituð drög að raforkusölusamningum milli Reykja- víkurborgar vegna Hitaveitu Reykja- víkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur annars vegar og Landsvirkjunar hins vegar vegna 60 MW jarðvarmavirkj- unar á Nesjavöllum og var samþykkt samhljóða að vísa málinu til af- greiðslu borgarstjórnar á fundi hennar á fimmtudag í næstu viku. í bókuninni er kveðið á um að leit- að verði samþykkis borgarstjórnar að heimila Hitaveitu Reykjavíkur að ráð- ast í byggingu og rekstur 60 MW raforkuvers að Nesjavöllum og heim- ila Rafmagnsveitu Reykjavíkur að reisa og reka háspennulínu til flutn- ings fyrir Hitaveitu Reykjavíkur á samningsbundnu rafmagni frá raf- orkuverinu á Nesjavöllum að aðveitu- stöð Rafmagnsveitunnar við Korpu í Reykjavík. Jafnframt verði óskað eft- ir virkjunarleyfi iðnaðarráðherra. Ágreiningur um háspennulínur Meðal framkvæmda sem ráðast á í er lagning 132 kV háspennulínu frá Nesjavöllum að Korpu og mun Raf- magnsveita Reykavíkur byggja og annast rekstur línunnar. Lagaheimild er fyrir byggingu allt að 76 MW raf- orkuvers að Nesjavöllum en iðnaðar- ráðherra þarf að veita virkjunarleyfí. Hins vegar þarf að afla lagaheimildar fyrir lagningu háspennulínunnar, sem fellur undir mat á umhverfisáhrifum og skipulagslög. Ágreiningur hefur komið upp á milli borgaryfirvalda, bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ og Landsvirkjunar vegna lagningar háspennulínunnar. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitu-• stofnana, kveðst þó eiga von á að samkomulag takist innan tíðar. Að sögn Jóhanns Siguijór.ssonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, gera áætl- anir ráð fyrir að Nesjavallalínan verði lögð í jörðu þar sem hún kemur ofan ■ af Mosfellsheiðinni fyrir ofan Gljúfra- stein og að jarðstrengurinn liggi gegn- um sveitarfélagið meðfram Þingvalla- vegi og Vesturlandsvegi. Að sögn Jóhanns hefur hins vegar svokölluð Sogslína 1, sem liggur frá Sogsvirkj- ununum til Reykjavíkur, í gegnum þéttbýlið í Mosfellsdal og um sveitar- félagið fyrir neðan Vesturlandsveg, lengi verið mönnum þyrnir í augum. „Við höfum átt viðræður við Lands- virkjun um að þessi lína verði lögð í, jörðu. Við áttum fund með Rafmagns- veitu Reykjavíkur í september og var þá talið að hún fengi línustæði Lands- virkjunar vegna Sogslínu 1 til afnota og að strengurinn yrði lagður í jörðu þannig að Sogslínan hyrfí. Hins vegar náðist ekki samkomulag milli Lands- virkjunar og Rafmagnsveitunnar um að Rafmagnsveitan nýtti þetta gamla línustæði og þar af leiðandi blasir núna við að ef ekkert er að gert verð- um við komin með tvær háspennulín- ur yfir Mosfellsheiðina, önnur að vísu í jörðu í gegnum sveitarfélagið en gamla línan yrði áfram uppihang- andi. Það þætti okkur dapurleg niður- staða,“ segir Jóhann. Hann hefur átt viðræður við for- ^ stjóra Landsvirkjunar vegna þessa máls og var ákveðið að kalla saman hóp tæknimanna frá Rafmagnsveit- unni, Landsvirkjun og Mosfellsbæ til að fara yfír málið sameiginlega. „Von- andi leiðir það til farsællar lausnar," sagði Jóhann. Framkvæmt fyrir 1,8 miiyarða Reiknað er með að útboð á jarð- vegsframkvæmdum vegna virkjunar á Nesjavöllum fari fram í mars og framkvæmdir hefjist í maí. Gert er ráð fyrir að bygging rafstöðvarhúss og framkvæmdir við kaldavatns- og gufulagnir frá borholum fari einnig fram í sumar en alls er áætlað að framkvæmt verði fyrir 1,7 milljarða á Nesjavöllum á þessu ári og að jafn- framt muni Rafmagnsveita Reykja- víkur ráðast í framkvæmdir fyrir 130-140 milljónir kr. við lagningu háspennulínu til höfuðborgarinnar. Hargrétar Þóroddsdóttur Mikilvægt, aö íslendingar meti áhrif EMU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.