Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 LISTIR EINS og önnur leikhús er Konung- lega leikhúsið í Kaupmannahöfn umdeilt, en undanfarið hafa gagn- rýnendur þó farið mildum orðum og jafnvel haft uppi hrósyrði um ýmsar uppsetningar þar, þeirra á meðat sýningu á Þrettándakvöldi Shakespeares og Meistara- söngvurum meistara Wagners. Og eftir að hafa séð þær sýningar er ekki annað hægt en að slást í hóp hrifinna leikhúsgesta því báðar sýningarnar eru skemmtilegar og hugmyndaríkar álits, alveg eins og best getur gerst í leikhúsi. Gamanleikur í speglasal Þrettándakvöld er einn gaman- leikja Shakespeares og eins og fleiri þeirra gengur efnisþráðurinn út á ástarflækjur og misskilning þar sem allt fellur í ljúfa löð í lok- in. Textinn flýgur af vörum leikar- anna fullur af orðaleikjum á shak- espeareska vísu og skírskotanimar fljúga út og suður. Þýðingin fer skemmtilega í munni leikaranna, þó þýddur Shakespeare sé aldrei það sama og frumtextinn. Leikritið gerist eins og fleiri leik- rit Bretans á tilteknum stað, sem fínna mátti á landakortinu, nefni- lega í hinni fornu Illyríu við Adría- hafíð, en rétt eins og Krónborg í Hamlet þá er staðurinn eins og hann birtist í leikritinu ekki sann- sögulegur. Leikmynd og búningar spinna áfram á þessum nótum, bæði eru og eru þó ekki. Ramminn að leikmyndinni er að mestu sá sami allan tímann, hallandi gólf og bæði það og veggir em þaktin málmplötum, sem gefa spegiláhrif, en hvorki er reynt að draga upp mynd af stað né tíma. Heildaráhrif- in eru stórfalleg og heillandi sjón- ræn leikhúsblekking. Með búning- um er heldur ekki reynt að skapa ímynd staðar eða tíma, heldur eru þeir sniðnir eftir persónunum á Sígild verk í ferskum útgáfum Konunglega leikhúsið býður upp á Shakespeare-leikrít og Wagner-óperu. Sigrún Davíðs- dóttir sá sýningamar og hreifst af ferskleika þeirra. einhvern hátt. Orsínó hertogi er í skikkju, þjónustustúlkan María í nútímabúningi þjónustustúlku, skipstjórinn Antóníó í röndóttri skipparapeysu með hring í eyranu og svo mætti áfram telja. í þessari umgerð sniðugra bún- inga og heillandi leikmyndar nýtur leiksprikl Shakespeares sín vel. Leikhúsmaðurinn Shakespeare spilar gjarnan á marga strengi leiklistarinnar, laus við kröfur raunsæis og natúralisma og um- gerð eins og sú danska hæfir leik- ritum hans firnavel. Leikararnir fylgja umgerð og hugmyndum leik- ritsins skemmtilega eftir í leik sín- um og niðurstaðan er eftir því. Þarna spreyta margir af ungum leikurum leikhússins sig og því gefur sýningin gott yfirlit yfir þá burði, sem vænta má næstu árin og áratugi og það eru góð fyrirheit. Wagnersyrpa í norðri Óperur Richard Wagners voru um árabil heldur afskiptar á fjölum Shakespeare Wagner ingar hafa tekist hið besta. Upp- bygging óperunnar hefur ekki að- eins komið fram í nýjum verkefn- um, heldur í stækkuðum söngvara- hópi, eftir að söngvarahópurinn hafði staðnað nokkuð. Með tíðum umskiptum söngvara hefur festunni verið fómað fyrir fjölbreytnina, en góðir ungir söngvarar, flestir danskir, eru þó á góðri leið með að verða ný kjölfesta óperunnar. Það var einvalalið útlendinga, sem sá um uppsetningu Meistara- söngvaranna og þar var fremstur í flokki Heinz Fricke, fyrrum aðal- hljómsveitarstjóri við Deutsche Staatsoper í Berlín í þrjátíu ár, sem er einkum þekktur fyrir flutning á Wagner- og Strauss-óperum. Þó sagan gerist í Þýskalandi á Konunglejga leik- hússins. I samræmi við uppbyggingu óperustarfsemi hússins hefur kröft- unum verið beint að meginverkum ópemsviðsins og þá auðvitað einnig að óperam Wagners. Enn era þó engar horfur á að Hringurinn verði fluttur þar, heldur hefur Jóska óp- eran í Árósum skotið hinni Konung- legu ref fyrir rass og tekist það þrekvirki flytja Hringinn og það svo vel að Wagner-unnendur hafa flykkst að og Árósar fengið tignar- heitið Bayreuth norðursins. Konunglega stórasystirin í Kaup- mannahöfn hefur hins vegar ein- beitt sér að því að flytja aðrar óper- ur Wagners, svo sem Parsifal, Tannháuser, Hollendinginn fljúg- andi og Meistarasöngvarana frá Númberg, en þijár síðastnefndu óperamar era á dagskrá í vetur og tvær þær síðastnefndu í nýju upp- setningum. Allar þessar uppsetn- ŒSAJaVIUDHO MORGUNBLAÐIÐ miðöldum lætur sviðs- og búninga- hönnuðurinn breski, Alison Chitty, það ekki binda sig um of. Uppistað- an í sviðsmyndinni er háir timbur- turnar, nokkurs konar stílfærð bindingsverkshús, sem fleyta hug- anum til sögusviðsins, en binda hann engan veginn við það. Bún- ingamar eru í upphafí stífír og konurnar með krínólínur í átt við tísku í lok 18. aldar og yfirbragðið dökkt, en það lýsist er á líður og búningarnir verða lausari. Loka- þátturinn, þegar ástin og listin sigrar er í ljósflæði og ljósum bún- ingum í anda tísku í upphafi þess- arar aldar, nema hvað hinn íhaldss- ami Beckmesser er enn í jafn svört- um fötum og í upphafi. Það birtir því yfir á sviðinu um leið og verð- ur nútímalegra umhorfs. Þar með er farin skemmtileg leið til að und- irstrika sjálfan anda verksins, en ekki aðeins tíma hans. Hlutverk riddarans Walthers er sungið af Stig Fogh Andersen, ein- um athyglisverðasta danska Wagner-söngvaranum, sem hefur sungið allt, sem hefur verið að hafa af Wagner í Danmörku, en einnig spreytt sig í Bayreuth. Eva er ýmist sungin af Tinu Kiberg, ungri söngkonu er syngur heima og heiman, ekki síst Wagner í Bayreuth og er í alvörunni gift Andersen, eða hinni sænsku Iréne Theorin. Annar danskur Wagner- söngvari, Poul Elming, sem gert hefur garðinn frægan eins og þau fyrrnefndu, syngur einn af meist- urunum. Þó sýningar Konunglega séu ekki óbrigðular frekar en annars staðar hefur leikhúsið um þessar mundir mjög góðum kröftum á að skipa, fyrir utan að húsið er eitt af fallegustu leikhúsum Evrópu og þó víðar væri leitað, svo ferð þang- að er alltaf eftirminnileg, þó ekki væri nema fyrir andrúmsloftið eitt. ÍSLAND er Iandið; Magnús, Ægir, Ragnheiður og Kristín í fræðslumyndinni Undir björtum himni. Solveig von Schoultz látin Undir björtum himni KVIKMYNDIR Námsgagnastofnun UNDIR BJÖRTUM HIMNI Handrit, kiipping og stjórn upptöku: Andrés Indriðason. Kvikmyndataka: Óli Öm Andreassen. Samsetning: Gunnar Ámason. Tónlist: Magnús Kjartansson. Umsjón með gerð myndarimiar fyrir hönd Náms- gagnastofnunan Tryggvi Jakobsson. Aðalhlutverk: Kristín Halldórsdóttir, Magnús Scheving, Ragnheiður Mel- steð og Ægir Steinarsson. Náms- gagnastofnun. 1997. NÁMSGAGNASTOFNUN fram- sýndi um síðustu helgi í húsakynn- um sínum nýja íslenska fræðslu- mynd sem ber heitið Undir björt- um himni og er eftir Andrés Indr- iðason. Er hún bæði gerð með ís- lenskum og enskum texta („Mid- summer’s Journey" heitir hún á ensku) og er framlag íslands í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem ber heitið Svipmyndir eða „Country Profiles"; hvert þátt- tökulandanna framleiðir eina mynd um eigið land og þjóð og leggur fram til verkefnisins og fær við það rétt til að þýða allar aðrar myndir er verða til innan sam- starfsins og dreifa innan skóla- kerfisins, eftir því sem segir í til- kynningu frá Námsgagnastofnun. Stefnt er að því að alls verði 12 myndir komnar til dreifíngar í skólum vegna þessa samstarfs í árslok 1997. Eru þær ætlaðar til kennslu í samfélagsgreinum og landafræði á miðstigi grunnskóla. Kostnaður við gerð Undir björt- um himni er á fjórðu milljón króna. Andrés hefur leyst verkefnið prýðilega af hendi ásamt sam- starfsmönnum sínum innan þess ramma sem því er sniðinn. Mark- hópurinn er krakkar í erlendum skólum og á tæpum tuttugu mín- útum eru þau frædd um Island og líf fólks í landinu og tengsl manns og umhverfis. Það gerir höfundurinn með frásögn af ævin- týram ungrar stúlku frá Vest- mannaeyjum, Kristínar Halldórs- dóttur, sem ætlar til Reykjavíkur að hitta ömmu sína og afa en ferðalagið verður lengra en fyrst var ætlað og þannig gefst tæki- færi til að kynnast landinu. Myndin er fyrst og fremst ferða- og sveitalífsmynd og gerð í þjóð- ernisrómantískum anda. íslandi er lýst sem landi elds og ísa, íslenska fjölskyldan klæðist íslenskum lopapeysum, Óli Örn Andreassen kvikmyndatökumaður fangar fal- legar myndir af landinu og frið- sæld sveitarinnar er alger í faðmi fjalla. Jökla- og hestaferðir og ís- lenska sumarnóttin era í öndvegi og gefa nokkra mynd af lífínu í landinu. Kristín er sögumaður myndar- innar en aðrir sem koma fram í henni eru m.a. Magnús Scheving, sem gerir svolitlar þolfímiæfíngar uppi á jökli, Ragnheiður Melsteð og Ægir Steinarsson. Arnaldur Indriðason FINNLANDSSÆNSKA skáldkon- an Solveig von Schoultz er látin, 89 ára að aldri. Sköpunarkraftur hennar var ekki þrotinn. Aðeins mánuður er liðinn frá því að síðasta ljóðabók hennar - Skýjaskugginn - kom út. Fyrsta bók hennar kom út 1932 - barnabókin Petra og silfurapinn. Hún samdi líka smásögur og leik- rit, en sagði 'jóðið vera sitt tungu- mál. Hún vfkti fyrst veralega at- hygli með bókinni Stund mín (Min timme) 1940. í kjölfarið komu margar ljóðabækur á um það bil sextíu árum. „Mál hennar sem allt frá byijun bar mark síðmódernisma varð sí- fellt óbrotnara og skýrara eftir því sem á leið. Það mótaðist af örðug- leikum og auðlegð tilverannar, myrkum undirstraumum lífsins. STJÓRNENDUR Fílharmón- íunnar í Björgvin í Noregi hafa gripið til þess ráðs að senda áskrifendum að tónleik- um hljómsveitarinnar litla „skrjáffría" taupoka, til að koma í veg fyrir hvimleitt skrjáf í sælgætisbréfum á tón- leikum. Á pokanum boðar liljómsveitin skijáflausa tón- leika með aðstoð gestanna, sem geta nestað sig áður en gengið er í tónleikasalinn, og hent skrjáfandi umbúðunum. Taupokann má þvo og nýta aft- ur og aftur. Stjórnandi Fílharmóníunnar, Jostein Osnes, leggur áherslu á að áheyrendur í Björgvin séu ekkert háværari en gengur og gerist, heldur sé hér um að ræða Hún freistaði þess að sýna innri manninn, þann sem dylst endra- nær,“ segir í tilkynningu. Af kvæðunum í Skýjaskugganum hefur margur staðnæmst við eftir- farandi ljóð: Um miðja nótt Glaðvakandi um miðja nótt. Koldimmt. Það stendur yfir hreingeming í alheimi tjöldin hafa verið dregin fyrir en ég dreg frá svolítið hom: maður lifandi, þarna er þá gjörvöll Vetrarbrautin nýfægð og glitrandi. Kannski bergmála skærir steinar brautarinnar allt sem gerst hefur og kannski, einhvers staðar þangað sem ég sé ekki skín nú þegar það sem senn á að gerast? Allt eins og vera ber. Og nú get ég sofnað. hugmynd markaðsstjórans, sem hafi lengi ergt sig á skijáfi í sælgætisbréfi í leikhúsi og á tónleikum. Hafa tónleikagestir flestir brugðist vel við jóla- kveðju hljómsveitarinnar og bendir allt til mun hljóðlátari gesta á tónleikum hennar en áður. Intemetnámskeið Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuraðgjöf • námskeio • útgáfa Grensásvegi 16 • ® 568 80 90 Burt með skrjáfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.