Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1S97 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÍFSKJÖR Á ÍSLANDIOG í ESB SKÝRSLA, sem nefnd á vegum forsætisráðherra hefur tekið saman, um mun á verðlagi á íslandi og í ríkjum Evrópusambandsins er mikilvægt innlegg í þá umræðu, sem fram hefur farið undanfarin misseri um lífskjör á íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Skýrslan sýnir í fyrsta lagi fram á að almennt verðlag hér á landi er 13% hærra en að meðaltali í ríkjum ESB. Hins vegar er ekki allt dýrara á íslandi en í öðrum Evrópu- ríkjum; húsnæðis- og eldsneytiskostnaður er t.a.m. lægri hér, en verð matar, drykkjar og tóbaks mun hærra en í ESB-ríkjum. Þótt þar muni mest um hátt verð áfengra drykkja er ljóst að enn er matvöruverð hærra á Islandi en í nágrannaríkjunum. Að vísu hefur það lækkað talsvert á undanförnum árum og hugsanlegt er að munurinn á mat- vöruverði á íslandi og í ESB sé orðinn minni en fram kemur í skýrslunni, en tölur í henni eru miðaðar við árið 1994. Niðurstöður nefndarinnar beina athygli manna að þeim þáttum, þar sem íslendingar þurfa að gera betur, þótt nefnd forsætisráðherra geri engar tillögur til úrbóta. Frek- ari umbætur í landbúnaðarkerfinu, aukin samkeppni og áframhaldandi stöðugleiki í efnahagslífinu eru forsendur þess að lækka megi verðlag enn frekar en orðið hefur undanfarin ár. Loks má ekki gleyma því að verðlagssamanburður seg- ir engan veginn alla söguna um mun á lífskjörum á ís- landi og í Evrópusambandinu. Aðeins i fátækustu ríkjum ESB er landsframleiðsla á vinnustund minni en á íslandi. Eingöngu í Portúgal og Grikklandi er greitt lægra tíma- kaup. íslendingar hafa því miklu meira fyrir kaupmætti sínum en aðrar Evrópuþjóðir. Þetta er mál, sem brýnt er að taka á í komandi kjarasamningum. TRY GGIN G AVERND LÁNTAKENDA ARNI SIGFÚSSON, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, hefur varpað fram athyglisverðri hugmynd um tryggingavernd fyrir lántakendur við tekjutap vegna veikinda, slysa eða atvinnuleysis. Árni kynnti málið nú i upphafi árs í grein hér í blaðinu og bendir m.a. á, að hjá brezkum veðlánastofnunum og bönkum fái lántakandi tryggingu um leið og hann tekur lán. Tryggingin greiðir afborganir og vexti af láninu við tekjutap í fyrrgreindum tilvikum. Þetta er ekki aðeins mikilvæg vörn fyrir lántak- andann heldur einnig lánveitandann og á því að geta stuðl- að að hagstæðari vaxtakjörum. Árni Sigfússon bendir á, að lánveitandi geti gert samn- ing við tryggingarfélag um, að allir lántakendur falli sjálf- krafa undir tryggingaverndina og þetta gæti t.d. Hús- næðisstofnun gert. Vegna fjölda lántakenda verði kostnað- ur við tryggingaverndina lágur. Þetta er vafalaust rétt og er vel hægt að hugsa sér, að bankar og aðrar lánastofn- anir bjóði slíka tryggingavernd út til að fá sem hagstæð- ust kjör. íslenzk heimili hafa safnað miklum skuldum undanfarin misseri og er það því augljóslega mikið hagsmunamál þeirra að eiga kost á slíkri tryggingavernd. í grein Árna kemur fram, að á tveimur árum hafi 2500 heimili leitað eftir sérstakri greiðsluerfiðleikaaðstoð hjá Húsnæðisstofn- un. Þar af hafi 72% heimilanna lent í fjárhagserfiðleikum vegna veikinda, slysa, atvinnumissis eða lækkandi tekna. Tryggingavernd hefði breytt miklu bæði fyrir lántakanda og lánveitanda í þessum tilvikum. Viðbrögð við hugmynd Árna eru jákvæð af hálfu ís- lenzkra lánastofnana. Forstjóri Húsnæðisstofnunar, Sig- urður Guðmundsson, segir að sér lítist vel á hana og bend- ir m.a. á, að norski Húsbankinn hafi farið inn á þessa braut fyrir sjö árum og reynslan hafi verið mjög góð. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir það enga spurningu, að bankaþjónusta og tryggingar eigi mikla samleið. Hér er um mikið sameiginlegt hagsmunamál lántakenda og lánastofnana að ræða og full ástæða til að hrinda hugmyndinni um tryggingaverndina í framkvæmd hið fyrsta. ÞRÓUN EVRÓPU' íslendinga hugsa lengra ISLENDINGAR verða að leggja meiri áherzlu á að huga að því hvernig þeir fá hagsmun- um sínum borgið þegar Efna- hags- og myntbandalag Evrópu, EMU, verður að veruleika. Sama gildir um þátttöku íslands í sam- starfi Evrópuríkja á sviði lögreglu- og dómsmála, sem EES-samning- urinn nær ekki til. Þetta er mat Jean-Claudes Piris, yfirmanns lög- fræðideildar ráðherraráðs Evrópu- sambandsins, ESB, en hann var staddur hér á landi yfir hátíðarnar, og átti m.a. fund með Halldór Ás- grímssyni utanríkisráðherra. Piris er tengdur íslandi, þar sem eiginkona hans, Margrét Þórodds- dóttir, er íslenzk. Dvelja þau hjónin oft á hátíðum hér á landi. Auk þess að gegna stöðu æðsta yfirmanns lögfræðideildar (legal service) ráðherraráðsins er Piris jafnframt sérlegur lögfræðiráðu- nautur ESB-ráðherranna sem og ríkjaráðstefnunnar, sem nú stendur yfir. Hann hlaut m.a. frægð fyrir þátt sinn í að leysa þá kreppu sem ESB lenti í eftir að Danir höfðu árið 1992 hafnað því í þjóðaratkvæða- greiðslu að staðfesta Maastricht- sáttmálann. Lögformlega gat sátt- málinn ekki tekið gildi nema allar aðildarþjóðir ESB staðfestu hann, og gat því „danska neiið“ sett hann í uppnám. Danir settu fram kröfur um lagalega bindandi undanþágur frá vissum ákvæðum sáttmálans. Á leiðtogafundi ESB í Edinborg í desember 1992 tókst að ná sam- komulagi um fyrirvara Dana, sem síðan varð til þess að í nýrri þjóðar- atkvæðagreiðslu (í maí 1993) féll- ust Danir á að staðfesta sáttmál- ann. í umijöllun fjölmiðla um Edin- borgarfundinn var Piris eignað megnið af heiðrinum að því að þetta samkomulag náðist, einkum með því að beita nýrri túlkun á nálægðarreglunni svo- kölluðu (subsidiarity), sem þótti bera snilli hans sem lögfræðings og samningamanns glöggt vitni. Að öilu jöfnu fara störf Piris annars ekki hátt í fjölmiðlum. Sem yfirmaður lögfræðideildar ráð- herraráðsins hafði hann umsjón með samningaviðræðunum á ríkja- ráðstefnu ESB 1991-1992, sem lauk með undirritun Maastricht- sáttmálans. Sama gildir um ríkja- ráðstefnuna sem nú stendur yfir og ætlunin er að ljúka á leiðtoga- fundi ESB í Amsterdam í júní á þessu ári. Ríkjaráðstefnan Ríkjaráðstefnu-viðræðurnar fara fram á vikulegum fundum sérskip- aðs hóps fulltrúa allra aðildarríkj- anna (sem flestir eru sendiherrar að tign) auk fulltrúa frá fram- kvæmdastjórn ESB og Evrópuþing- inu. Flestir þessir menn eru þeir sömu og sátu í hugleiðingarhópnum svokallaða, sem undir stjórn Carlos- ar Westendorp, þáverandi Evrópu- málaráðherra Spánar, undirbjó ríkjaráðstefnuna. Auk hinnar stöð- ugu meðhöndlunar hjá þessum hópi eru málefni ríkjaráðstefnunnar rædd á mánaðarlegum fundum ut- anríkisráðherra ESB-ríkja. Lög- fræðideild ráðherraráðsins heldur utan um þessar samningaviðræður og getur Piris því sem yfirmaður hennar haft töluverð áhrif á gang þeirra. Staða viðræðnanna Á leiðtogafundi ESB í Dublin í desember sl. var m.a. lögð fram skýrsla viðræðuhópsins um stöðu mála á ríkjaráðstefnunni. Þau mál- efni, þar sem viðræðunum hefur miðað lengst, eru þau mál sem falla undir „þriðju stoð“ ESB, sem snerta dómsmál, lögreglusam- starf o.þ.h., en að sögn Piris nú þegar náðst sam- staða um texta þessa kafla, sem þjóna mun sem grunnurinn að niðurstöðu ríkj aráðstefnunnar, endurbættum grundvallarsáttmála ESB. Piris segir að þriggja stoða upp- byggingu Evrópusambandsins, sem komið var á fót með Maastricht- sáttmálanum, verði viðhaldið við endurskoðun sáttmálans nú. Fyrsta stoðin er kjaminn í sam- starfí ESB-ríkjanna, og felur í sér Jean-Claude Piris er yfi: ráðherraráðs Evrópuss meiru. Hann segir íslei betur sinn gang í Evrój tilliti til hvaða breyti myntbandalag Evróp Auðunn Arnórsso dvaldist hér á lar BYGGING ráðherraráðs E\ efnahagssamvinnu og sameiginleg- ar stefnur sambandsins; önnur stoð- in snýst um utanríkisstefnu og ör- yggismál. Piris segir ljóst vera nú, að nokkur atriði sem fram að þessu heyrðu undir þriðju stoðina munu flytjast i þá fyrstu. Er þar m.a. um að ræða sameiginlegar reglur ESB um öryggi einstaklingsins , lögreglusamstarf gegn skipulagðri glæpastarfsemi o.fl. Schengen sameinaður grundvallar- sáttmála ESB Ovenjulegur starfsferill I FYRIR meira en aldarfjórðungi fór ung íslenzk kona, nýútskrifuð úr viðskiptafræði frá Háskól- anum, til starfa hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París. Upp frá því átti hún allan sinn starfsferil erlendis, en sá starfsferill á sér fáar hliðstæður meðal Islendinga. Þessi kona heitir Margrét Þór- oddsdóttir. Hún fæddist á Harð- bak á Melrakkasléttu, ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum, Kristínu Guðmundsdóttur og Þóroddi Th. Sigurðssyni, fv. vatnsveitustjóra. Hún gekk í MR, þaðan sem hún útskrifaðist úr stærðfræðideild árið 1966. Sam- hliða viðskiptafræðináminu við Háskólann vann hún hjá Efna- hagsstofnuninni, sem nú er Þjóð- hagsstofnun. Þangað komu sum- arið 1970 menn frá OECD, til að afla gagna fyrir Islandskaflann í ársskýrslu OECD, sem á þeim tíma náði aðeins til landa V-Evr- ópu auk Bandarikjanna, Kanada, Japans, Ástralíu og Nýja-Sjá- lands. „Þeir gátu tekið einn aðstoðar- mann í þjálfun í eitt ár. Mér var því boðið að koma til aðalstöðv- anna í Paris og að árinu liðnu fékk ég þar fast starf,“ tjáði Mar- grét blaðamanni, sem tókst að hitta hana er hún dvaldi hér á landi yfir hátíðarnar ásamt eigin- manni sínum, Jean-CIaude Piris, og dóttur þeirra Anne-Sophie. Næstu átta árin vann hún sig upp metorðastigann innan stofn- unarinnar. Hún var í hópi þeirra starfsmanna OECD, sem störfuðu hjá Alþjóðaorkumálastofnuninni, IEA, frá stofnun hennar, en hún er ein af undirstofnunum OECD. Alþjóðleg orkumál urðu því sér- svið Margrétar. „Þegar hér var komið sögu varð ekki lengra komizt án frek- ari menntunar," segir Margrét. Hún ákvað að fara í MBA-nám til London, sem hún lauk árið 1980. Þá var hún ráðin til að gegna stjórnunarstöðu hjá Evr- ópuhöfuðstöðvum ESSO (Exxon). Hjá þessu risafyrirtæki, sem hef- ur fleiri en 160.000 starfsmenn, starfaði Margrét I fimm ár, 1980- 1985. Hún tilheyrði alþjóða- starfsliðinu, var ráðin í London til aðalstöðvanna í París, en vann við rekstrarendurskoðun víða um lönd. Hún var ekki búin að vera þar lengur en i þrjá mánuði þeg- ar hún var farin að stjórna stór- um endurskoðunarverkefnum, orðin það sem kallað er ,,/ead auditor>t. Fljótlega eftir það eignaðist Margrét sitt fyrsta barn, Mark, með fyrri eiginmanni sínum, Nýsjálendingnum Paul Dymock, sem vann á þessum tíma sem hag- * I stjórnun hjá OECI MARGRÉT Þóroddsdót! Jean-Claude Pii fræðingur hjá OECD i París. Eft- ir barnsburðarleyfið fór hún aft- ur til starfa hjá Esso. Þar stjórn- aði hún endurskoðun verkefna af stærðargráðu sem íslenzkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.