Morgunblaðið - 08.01.1997, Page 43

Morgunblaðið - 08.01.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 43 FRÉTTIR Á MYNDINNI má sjá Valgarð og Bentu Briem, Völu Thoroddsen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Sigríði Maríu Tómasdóttur sem tók á móti styrknum, ásamt fulltrúum Jafningja- fræðslu framhaldsskólanna við athöfnina þegar styrkurinn var afhentur. Jafningjafræðslan fékk styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsens ÚTHLUTAÐ var úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsens í 11. sinn föstudaginn 3. janúar sl. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thor- oddsen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga, hópa, stofn- ana eða félaga eða veita verðlaun eða lán vegna rannsókna, tilrauna eða skyldrar starfsemi á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála, en Gunnar Thoroddsen lét slík mál sérstaklega til sín taka sem borgarstjóri. Að þessu sinni var úthlutað 250 þúsund krónum til Jafningja- fræðslu framhaldsskólanna í við- urkenningarskyni fyrir og til stuðnings við störf þeirra að fíkni- vörnum meðal skólanema. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrkt- arféð við athöfn sem fram fór í Höfða. I máli borgarstjóra, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, kom fram að tvær megin ástæður væru fyrir því að ákveðið hefði verið að veita Jafningarfræðslunni viður- kenningar að þessu sinni. I fyrsta lagi samræmdist það stefnu Reykjavíkurborgar að sporna með öllum tiltækum ráðum gegn þeirri fíkniefnavá sem hetjar á allan hinn vestræna heim og í öðru lagi væru borgaryfirvöld afar ánægð með það frumkvæði sem framhalds- skólanemar hefði sýnt með starfi Jafningjafræðslunnar, segir í fréttatilkynningu. Undankeppni fyrir Norður- landamót í skólaskák UNDANKEPPNI fyrir yngsta flokk (1986 og síðar) Norðurlanda- mótsins í skólaskák verður haldin 10. og 11. janúar nk. Mótið hefst föstudaginn 10. janúr kl. 19 og verður síðan fram haldið laugar- daginn 11. janúar kl. 13. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunar- tími 25 mínútur á skák. Teflt verð- ur í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12, Reykjavík. Rétt til þátttöku hafa allir krakk- ar fæddir 1986 eða síðar. Sigurveg- arinn öðlast síðan rétt til þátttöku á Norðurlandamótinu í skólaskák sem verður naldið í Færeyjum í byijun febrúar. Skráning er á skákstað en allar nánari upplýsingar má fá í síma Skáksambandsins milli kl. 10 og 13 virka daga. Skullu saman á ljósum LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af vitnum að árekstri, sem varð á gatnamótum á Bústaðavegi sl. föstudag, 3. des- ember, um kl. 18.45. Ford-fólksbíl var ekið austur Bústaðaveg á hægri akrein og Toyota-fólksbíl var ekið upp og norður aðrein frá Kringlumýrar- braut. Bílarnir skullu saman á ljós- unum og eru ökumenn ekki sam- mála um stöðu umferðarljósanna. Vitni eru beðin um að hafa sam- band við rannsóknardeild lögregl- unnar. Samúðarbók vegna fráfalls Bertils prins VEGNA fráfalls hans hátignar prins Bertils hinn 5. janúar 1997 liggur samúðarbók frammi fyrir þá sem óska að rita nafn sitt í hana á heimili sendiherra Svíþjóðar á Fjólugötu 9 dagana 7.-10. jan- úar 1997 kl. 11-14. Flugvallar- hringurinn genginn HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Hafn- arhúsinu kl. 20 í kvöld, miðviku- dagskvöld. Farið verður með Tjörninni og um Háskólahverfið suður í Skeija- fjörð. Þaðan eftir strandstígnum inn í Nauthólsvík og um skógar- stíga Öskjuhlíðar, Vatnsmýrina og Hljómskálagarðinn til baka. Hægt verður að stytta gönguna með því að taka SVR við Skeljanes eða Hótel Loftleiðir. Allir velkomnir. Sveinspróf í framreiðslu og matreiðslu SVEINSPRÓF í framreiðslu og matreiðslu voru haldin í gær og verða í dag, 8. janúar 1997, í hinum nýja Hótel og Matvælaskóla í Menntaskólanum í Kópavogi. Próftakar sýna veisluborð og rétti úr ýmsum hráefnistegundum. Sýningin á sveinsprófsverkefnum er opin almenningi frá kl. 14.15- 15.15 í dag. Bifreiðum stolið HINN 27. janúar s.l. var bifreiðinni í-2049, fjögurra dyra brúnsanser- aðri Toyota fólksbifreið með skotti, árg. ’88, stolið frá Bjargarstíg. Þá var einnig bifreiðinni R- 16463, tveggja dyra ljósblárri Saab 900 turbó, árg. ’84, stolið frá bíla- sölu á Ártúnsholti. Þeir, sem gætu gefið upplýs- ingar um hvar bifreiðirnar er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Sólbaðsstofan Sólin opnuð SÓLBAÐSSTOFAN Sólin hefur verið opnuð aftur eftir langt hlé vegna framkvæmda í nýju Kringl- unni. Þeir sem eiga gömul kort fá að klára kortin sín. Sólbaðsstofan er enn á 4. hæð í nýju Kringlunni og er opin frá kl. 8-22. Fuglamerki sendist Náttúru- fræðistofnun SÍÐUSTU ár hafa svartfuglar ver- ið merktir í stórum stíl á vegum Náttúrufræðistofnunar íslands. Merkingarnar eru liður í samstarfi landa á norðurslóðum sem beinist meðal annars að því að kanna ferð- ir svartfugla utan varptíma og helstu vetrarstöðvar þeirra. í frétt frá Náttúrufræðistofnun eru þeir sem veiða eða finna merkta fugla hvattir til að gera stofnun- inni viðvart og senda merkið ásamt nánari upplýsingum um fuglana til Náttúrufræðistofnunar. Viðkom- andi fá bréf um hvar og hvenær fuglarnir voru merktir. Símaskráin á geisladiski Á ÞESSU ári mun símnotendum standa til boða að kaupa síma- skrána í tölvutæku formi á geisla- diski. Samningur þar að lútandi hefur verið undirritaður af Pósti og síma annars vegar og Úrlausn - Aðgengi ehf. hins vegar. Úrlausn - Aðgengi ehf. mun m.a. sjá um að hanna hugbúnaðinn vegna útgáfunnar og er gert ráð fyrir að fyrsta útgáfa símaskrár- innar 1997 á geisladiski komi ekki síðar út en í nóvember nk. Áætlað er að símaskráin á geisladiski muni kosta um 4 þúsund krónur og er innifalið í því verði uppfærsla á skránni fjórum sinnum yfir árið svo þar sé alltaf að finna nýjar upplýsingar. Leiðrétt Rangt nafn í FORMÁLA minningargreina um Hlöðver Sindra Aðalsteinsson mis- ritaðist nafn bróður hans í upptaln- ingu systkinanna. Þau eru: Helgi S. Guðmundsson, f. 16.10. 1928, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, f. 11.6. 1937, og Árni Aðalsteinsson, f. 22.8. 1943. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. RAÐ/\ UGL YSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 16. janúar 1997 kl. 09.30 á eftir- farandi eignum: Áshamar 3E, þingl. eig. Jólín Lilja Brynjólfsdóttir og Fannberg Einar Stefánsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Áshamar 69, 3. hæö H (b), þing. eig. Húsnæöisnefnd Vestmanna- eyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Áshamar 71, 3. hæð C, þingl. eíg. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, geröarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Áshamar 75, 2. hæð C, þingl. eig. Húsnæöisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Boðaslóð 7, efri hæð, þingl. eig. Hreinn Sigurðsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Búhamar 25, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Oddur Magni Guðmunds- son og Auður Finnbogadóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins. Dverghamrar 8, þingl. eig. Tómas Sveinsson, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins og Vestmannaeyjabær. Flatir 27, 51%, norðurhluti, þingl. eig. Bílverk sf., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður. Foldahraun 41,3. hæð A, þingl. eig. Guðbjörn Guðmundsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar ríkisins. Foldahraun 42, 3. hæð C, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmanna- eyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Hásteinsvegur 48, kjallari og bílskúr, þingl. eig. Anna Antonsdóttir og Björn Geir Jóhannsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar rfkisins. Heiðarvegur 43, neðri hæð, þingl. eig. Elsa Bryndís Halldórsdóttir og Gunnar Helgason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Heiðarvegur 44, þingl. eig. Ragnheiður Víglundsdóttir og Garöar Pétursson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húnæðisstofnunar ríkisins. Helgafellsbraut 19, þingl. eig. Pétur Árnmarsson og Anna Sigríður Ingimarsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Lukka v/Dalveg, 50% eignarinnar, þingl. eig. Halldór Ingi H. Guð- mundsson, geröarbeiöandi sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum. Miðstræti 24, þingl. eig. Jóhann Friðrik Gíslason, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Sólhlíð 3, efri hæð, 2 geymslur i kjallara, þingl. eig. Hannes Guðlaugs- son, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Sæfaxi VE-25, skipaskráningarnr. 127, þingl. eig. Nes-pakk, gerðar- beiðandi Raftak hf. Vallargata 12, þingl. eig. Sigurður Þór Sveinsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Vestmannabraut 52, austurendi, þingl. eig. Kristján Guðmundsson og Kristín G. Steingrímsdóttir, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins og Vátryggingafélag íslands. hf. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 7. janúar 1997. FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk í Austurbæ og Norðurmýri Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri verður haldinn í Valhöll miðvikudaginn 15. janúar nk. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Til leigu í Stapahrauni 7, Hafnarfirði • 442 fm á 1. hæð með 4,25 m lofthæð og góðum innkeyrsludyrum. • Á 1. hæð 245 fm. Lofthæð ca 4 m. Þrenn- ar góðar innkeyrsludyr. • Á 2. hæð 245 fm með vörugálga. • Á 3. hæð 193 fm. 4-5 stórar skrifstofur. • Á 1. hæð 170 fm óupphitað. Lofthæð 4,25 m. Innkeyrsludyr. Upplýsingar gefur Gísli á fasteignasölunni Stakfelli, sími 568 7633.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.