Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Aldarfjórðungs- afmæli Vínartón- leika á Islandi VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða í Há- skólabíói fimmtudaginn 9. og föstu- daginn 10. janúar kl. 20.00 og laug- ardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar kl. 17.00. Hljómsveitarstjóri verður Páll Pampichler Pálsson og einsöngvarar Rannveig Fríða Bragadóttir og Ólafur Árni Bjarna- son. í ár heldur Sinfóníuhlómsveit íslands upp á 25 ára afmæli Vínar- tónleika á Islandi, en fyrstu tónieik- ar þeirrar tegundar voru haldnir árið 1972. Þeim tónleikum stjórn- aði austurríski hljómsveitarstjórinn og fiðluleikarinn Willi Boskowsky, en hann hóf Vínartónlist til vegs og virðingar m.a. með Nýárstón- leikum Fílharmóníuhljómsveitar- innar í Vínarborg sem hann stjórn- aði í 25 ár og eru þekktir um allan heim í gegnum sjónvarpsstöðvar. Reyndar varð hlé á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í nokkur ár en frá 1981 hafa þeir verið árlegur viðburður og vinsæll og vinsældir þeirra sífellt aukist, svo sem segir í kynningu. Að þessu sinni mun landi Bosk- owskys, Páll P. Pálsson, stjórna tónleikunum. Árið 1949 réðst Páll, þá 21 árs að aldri, sem trompetleik- ari og þjálfari til Lúðrahljómsveitar Reykjavíkur væntanlega grunlaus um það að hér ætti hann meira eða minna eftir að eyða starfsævinni. Þegar Sinfóníuhljómsveit íslands var stofnuð nokkrum mánuðum síð- ar var Páll fenginn þar til þátttöku. Tveim árum eftir komuna til lands- ins var hann farinn að stjórna hljómsveitinni og var hann fastráð- inn hljómsveitarstjóri hennar í hart- nær 40 ár. „Páll sem innst inni er enn ósvikinn Austurríkismaður, þótt fyrir löngu sé hann íslenskur ríkisborgari, drakk í sig Vínartón- listina með móðurmjólkinni. Létt- leikin er honum í blóð borinn, eigin- leiki sem nauðsynlegur er til að skapa rétt hughrif í flutningi þess- arar tegundar tónlistar,“ segir í kynningu. Að loknu framhaldsnámi í Vín- arborg gerðist Rannveig Fríða Bragadóttir félagi í óperustúdíói Ríkisóperunnar í Vín þar til hún LISTIR „ _ Morgunblaðið/Ásdís OLAFUR Árni Bjarnason og Rannveig Fríða Bragadóttir bera saman bækur sínar á æfingu. varð fastráðinn einsöngvari við óperuna haustið 1989, en þar hefur hún sungið m.a. undir stjórn heimsþekktra hljómsveitarstjóra, s.s. Herberts von Karajans, sir Georgs Soltis, Claudios Abbados o.fl. Hér á landi hefur Rannveig Fríða haldið fjölda tónleika auk þess að taka þátt í óperuuppfærsl- um hjá íslensku óperunni og Þjóð- leikhúsinu. Framhaldsnám stundaði Ólafur Árni Bjarnason í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Hann var fastráðinn við óperurnar í Regensburg og Gelsenk- irchen í Þýskalandi frá árunum 1990-1995. Hann hefur tekið þátt í óperuppfærslum á Spáni og í Suð- ur-Ameríku. Hér á landi hefur hann sungið í uppfærslum í Íslensku óper- unni. Árið 1995 var hann í hópi fimm tenóra sem komust í úrslit í Jussi Björling-keppninni í Svíþjóð. Ólafur hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir söng sinn þar á meðal námsstyrk frá Metropolit- an-óperunni. Þeim dauðu líður vel Nemendaleikhúsið frumflytur leik- ritið Hátíð eftir ungverska leikrita- skáldið Georg Tabori í Lindarbæ í kvöld kl. 20. Þóroddur Bjarnason sá sýninguna og ræddi við leikstjóra verksins og einn leikaranna. HÁTÍÐ, eða „Jubiláum", gerist í kirkjugarði við Rínarfljót þar sem fórnarlömb nasista frá seinni heimsstyijöldinni, gyðingar, hommar, fatlaðir og aðrir sem ekki þóttu falla að heimsmynd nasista, hvíla. Leikmyndin er dökk og það eina sem sést á sviðinu í upphafi verks eru legsteinar og úfín jörðin í kring en í endanum á sviðinu sit- ur hljómsveit, að því er virðist ofan í skotgröf. Ungur nýnasisti hefur leikinn. Hann kemur inn á sviðið í þeim tilgangi að vanvirða grafirnar en þá spretta líkin upp úr þeim, mis- jafnlega á sig komin, með holsár og hálsbrot, rekja sögu sína og lýsa dauða sínum. Hljóðfæratónlist og söngur er áberandi framan af, reyndar svo áberandi að á tímabili fer verkið að minna á söngleik. Hluti af mann- kynssögunni Viðtalið fer fram í herbergi bak- sviðs í Lindarbæ en á veggjum þess hanga óhugnanlegar myndir af fórnarlömbum nasista í fanga- búðum í Þýskalandi. Myndimar þjóna þeim tilgangi að færa þenn- an veruleika nær leikurunum en auk þess unnu þeir í persónum sín- um með því að klippa líma og lita eins og Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri orðar það. „Ég hef aldrei gert svona áður,“ segir Halldór Gylfason, einn leikaranna, og sýnir blaðamanni klippimyndir sem leik- ararnir unnu við undirbúning verksins. „Það var mjög erfitt og krefj- andi að koma sér inn í þennan heim sem verkið gerist í. Það er mikil dramatík í þessu. Maður er að fást við hluta af mannkynssög- unni sem snertir mann á óþægilegan hátt og maður tekur sterkar tilfinningar með sér á sviðið,“ segir Halldór. Hann segir leikhópinn hafa kynnt sér vel efni sem fjallar um of- sóknir gegn gyðing- um við undirbúning sýningarinnar enda er af nógu af taka. „Auðvitað veltum við því fyrir okk- ur hvort ekki væri verið að bera í bakkafullan lækinn með því að setja upp verk sem fjallar um gyð- ingaofsóknir nasista en mér finnst það ekki, því þetta er allt öðruvísi en annað sem ég hef séð um þetta efni. Höfundinum tekst að sneiða hjá því að gera verkið klisjukennt, sem hefði verið hægur vandi.“ Kolbrún segir Tabori nota leikhús- formið til hins ítrasta til að koma sögunni á framfæri. „Hann tekur allar áhættur sem hægt er að taka við að segja sögu í leikhúsi. Hann brýtur líka upp alla lógík í sam- bandi við tímaskynjun.“ Tabori er að sögn Kolbrúnar einn af merkilegri leikhúsmönnum í Evrópu í dag. Hann er orðinn 82 ára, býr í Vínarborg og leikstýrir grimmt ennþá, að hennar sögn, auk þess sem hann semur um eitt leikrit á ári. Tabori er gyðingur og missti föður sinn og nánast alla ættingja í helförini og því er viðfangsefnið honum skylt. Hann hefur samið fleiri verk um sama efni, þar á meðal söguna af því þegar móðir hans slapp á síðustu stundu úr lest sem flutti gyðinga til fanga- búðanna í Auscwitz, „My Mot- LÁTINN hommi les upp úr Gyðingakonunni eftir Brecht meðan unnusti hans sem liggur við hlið hans í kirkjugarðinum gerist ást- leitinn. GYÐINGUR og fötluð stúika fyrir neðan áletrun sem ný- nasistinn úðaði á vegginn í garðinum. # Morgunblaðið/Kristinn NYNASISTINN hyllir foringjann og fóstuijörðina með tilburð- um í krafmikilli senu um miðbik verksins. her’s Courage" eða Hetjan móðir mín. „Það er rosalega flott leikrit og hefur verið flutt í útvarpinu. Það er eina verkið sem flutt hefur verið eftir hann hér á landi til þessa en okkar uppfærsla er fyrsta sviðsuppfærsla á verki eftir hann. Það er mjög skrýtið því hann hefur verið svo afkastamik- ill. Ég veit þó ekki hver ástæðan er, það er eiginlega óskiljanlegt," segir Kolbrún. Gyðingar í Volkswagen Mörgum þykir verk hans þung, þó húmor sé oftar en ekki áber- andi í þeim. „Hann er kaldhæðinn. Það er mikil dramatík en svo kem- ur svona glaðleg upplyfting inn á milli og dregur mann upp úr sorg- inni og sársaukanum sem búið er að planta með manni,“ segir Hall- dór réttilega enda eru brandarar og söngur notaðir í þeim tilgangi þó þar sé kaldhæðninni fyrir að fara. Til dæmis er brandari um hvernig á að troða 20 gyðingum í Volkswagen sagður ítrekað í verk- inu. „Þetta er allt dáið fólk og það er ekkert sem snertir það lengur,“ segir Halldór um persónurnar og vitnar í kraftmikla senu um miðbik verksins þegar nýnasistinn, sem kom fram í upphafi verks, birtist og tuskar líkin til og rifjar upp hræðilegar sögur. „Þeim dauðu líð- ur vel, segir í einum stað í verk- inu, líkin eru komin yfir sársauka jarðlífsins.” Allt lagt í sölurnar Kolbrún er ánægð með leikhóp- inn. „Þetta er kraftmikill og góður hópur sem vílar ekkert fyrir sér. Það er mjög gaman að vinna með svona krökkum sem bretta upp ermarnar til að ná sem mestum árangri, eins og togarasjómenn á vertið. Það er allt lagt í sölurnar." Þetta er í fyrsta skipti sem Kol- brún leikstýrir hjá Nemendaleik- húsinu. Hún segir að það sé þó nokkuð frábrugðið að vinna í Nem- endaleikhúsinu og í öðrum leikhús- um, einkum vegna þess að allir eru á sama aldri. „Þetta er fólk sem þekkist ofboðslega vel og það er ekkert lengur í hegðun þeirra sem kemur á óvart enda ríkir fullkomið traust í hópnum. Þau eru öll mjög jákvæð og opin og góð við hvort annað.“ Þau minnast á tónlistina, sem flutt er af fjórum nemendum í Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Það er svo skemmtileg tónlist í þessu sem gefur manni dálítið trukk. Hún styður líka stemmning- una,“ segir Halldór. Aðrir leikarar í verkinu eru Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson, Hildi- gunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Þorgeirs- dóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikmynd og búninga gerði Elín Edda Árnadóttir, Egill Ingibergs- son hannaði lýsingu og Kjartan Óskarsson stjómar tónlistarflutn- ingi. Hljóðfæraleikarar eru Kristín Björg Ragnarsdóttir, Steingrímur Þórhallsson, Snorri Heimisson og Ingólfur Vilhjálmsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.