Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 19 Markus Wolf, fyrrverandi yfirmaður Stasi, fyrir rétti Sakaður um valdbeitlngu o g mannrán Diisseldorf. Reuter. RÉTTARHÖLD yfir Markus Wolf, fyrrver- andi yfirmanni austur- þýsku leyniþjón- ustunnar, hófust í Diisseldorf í gær en hann er sakaður um mannrán og valdbeit- ingu og hafa valdið öðrum líkamlegu tjóni. Wolf lýsti sig saklaus- an af öllum ákærum og kvaðst ekki sekur um neitt nema hafa þjónað landi sínu. Wolf, sem er 73 ára gamall, sagði, að sak- sóknarar reyndu að útmála hann sem hvern annan glæpamann þótt hann hefði ekki brotið í neinu stjómarskrá Austur- Þýskalands. Réttarhöldin nú eru síðasta tilraunin til að sækja Wolf til sektar en hæstiréttur Þýskalands ómerkti í fyrra landráðadóm, sem kveðinn var upp yfir honum 1993. Sagði í niðurstöðunni, að hann yrði ekki sakfelldur fyrir að hafa sem Austur-Þjóðveiji njósnað um erlent ríki, sem þá var, Vestur-Þýskaland. Flutt til A-Berlínar Sakarefnin nú, mannrán, vald- beiting og að hafa valdið mönnum líkamstjóni, voru einnig bönnuð í austur-þýsku stjórnarskránni en Wolf er sagður hafa gerst sekur ym þetta á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Walter Thrane, foringi í Stasi, austur-þýsku leyniþjónustunni, var lækkaður í tign 1962 vegna ástar- sambands, sem yfir- mönnum hans þóknað- ist ekki, og þá flýði hann til Austurríkis. Stasi gat þó ginnt hann og vinkonu hans á af- vikinn stað þar sem þau voru barin þar til þau misstu meðvitund og síðan flutt með leynd til Austur-Ber- línar. Thráne sat í fangelsi í 10 ár en vin- kona hans í þrjú. Woif neitar að hafa vitað um þetta mál en undirritun hans er hins vegar á skipun frá 1955 um að fá Christu Trapp, túlk hjá yfirherstjórn Bandaríkjamanna í Vestur-Berlín, til að njósna fyrir Austur-Þýskaland. Trapp og móður hennar var rænt og fiuttar til Aust- ur-Berlínar en hún neitaði að ger- ast málaliði Wolfs þótt henni væri hótað með því, að ella myndi hún ekki sjá móður sina aftur. Þær voru sendar heim daginn eftir. Wolf seg- ist nú ekkert muna eftir þessu máli. Átti að ófrægja Brandt Wolf neitar því aftur á móti ekki að hafa skipað svo fyrir 1959, að Georg Angerer, austur-þýskur rík- isborgari, skyldi handtekinn fyrir upplognar sakir. Hafði hann verið túlkur á vegum Gestapo í Noregi á stríðsárunum og tilgangurinn var sá að fá hann til að ófrægja Willy Brandt, þáverandi borgarstjóra í Vestur-Berlín, en á þessum árum var hann einnig í Noregi um hríð. Markus Wolf Könnun hollenskra félagsfræðinga Island vænlegast til gæfuríks lífs NÝ könnun hollenskra félags- fræðinga gefur til kynna að Island sé það Evrópuland þar sem einstaklingar geti vænst þess að lifa flest hamingjusöm ár í þessari jarðvist, að sögn blaðsins The European í vik- unni. Blaðið segir að þótt íslend- ingar búi við mikið myrkur og í harðbýlu landi geti þeir búist við því að jafnaði að vera ham- ingjusamir í alls 62 ár - sex mánuðum lengur en „hinir auð- ugu“ Svíar og Hollendingar sem eru í öðru og þriðja sæti og tvöfalt lengur en Búlgarar sem eru í botnsætinu. Hollendingarnir fóru aðrar leiðir en oftast er gert þegar reynt er að bera saman lífskjör þjóða. Ruut Veenhoven prófess- or, sem stjórnaði rannsóknar- hópnum við Erasmus-háskól- ann í Rotterdam, lét ekki kanna félagsleg atriði á borð við menntun, atvinnustig og heil- brigðismál til að mæla Iífsgæðin í öllum 48 ríkjum álfunnar. Þess í stað var borin upp ein- föld spurning, nefnilega hve mörgum hamingjuríkum árum hver maður gæti átt von á. Niðurstöðurnar benda til þess að góður efnahagur tryggi út af fyrir sig ekki fólki hamingju í lífinu en á hinn bóginn virðist sem frelsi og réttlæti í samfélag- inu geti gert það. Yfirleitt lifir fólk þó lengra og gæfuríkara lífi í auðugum löndum en fátæk- um en samhengið er ekki ein- hlítt. Segir í blaðinu að mörkin virðist vera við árstekjur er nemi 10.000 Bandaríkjadollurum eða um 660 þúsund íslenskum krón- um. Það virðist ekki vera nein trygging fyrir aukinni lífs- ánægju að meðaltekjur þjóðar fari yfir þau mörk. nr Tölvu- tíg verkfræðipjónostan Tölvuraögjöf • námskeiö • útgáfa Grensásvegi 16 • dt) 568 80 90 UTSALAN hefst á morgun ferra GARÐURINN KRINGLUNNI Verzlunarskoli íslands Öldungadeild Lærið hjá þeim sem þekkja þarfir viðskiptalífsins í xoröm 1997 xerða eftirtaldar aámgremr í boði: Bókfærsla Danska Enska Fjölmiðlar Forritun Franska Internet-námskeið s Islenska Stærðfræði Tölvubókhald Líffræði Reksturshagfræði Ritvinnsla (byrjendur) Tölvunotkun Ritvinnsla (framhald) Verðbréf Saga Sálarfræði Skattabókhald Spænska Vélritun (á tölvur) Þjóðhagfræði Þýska Gjald fyrir hvern áfanga fer eftir fjölda kennslustunda. Auk náms í einstökum greinum, sem safna má saman til náms af bókhaldsbraut, skrifstofubraut, verslunar- * prófs og stúdentsprófs býður öldungadeild V.I. Bókhalds- og tölvunám 208 kennslustundir. Verð kr. 51.800.- Kennsla á vorönn 1997 hefst 15. janúar. Innritað verður á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík 8.-13. janúar 1997. 940215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.