Morgunblaðið - 08.01.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 08.01.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 19 Markus Wolf, fyrrverandi yfirmaður Stasi, fyrir rétti Sakaður um valdbeitlngu o g mannrán Diisseldorf. Reuter. RÉTTARHÖLD yfir Markus Wolf, fyrrver- andi yfirmanni austur- þýsku leyniþjón- ustunnar, hófust í Diisseldorf í gær en hann er sakaður um mannrán og valdbeit- ingu og hafa valdið öðrum líkamlegu tjóni. Wolf lýsti sig saklaus- an af öllum ákærum og kvaðst ekki sekur um neitt nema hafa þjónað landi sínu. Wolf, sem er 73 ára gamall, sagði, að sak- sóknarar reyndu að útmála hann sem hvern annan glæpamann þótt hann hefði ekki brotið í neinu stjómarskrá Austur- Þýskalands. Réttarhöldin nú eru síðasta tilraunin til að sækja Wolf til sektar en hæstiréttur Þýskalands ómerkti í fyrra landráðadóm, sem kveðinn var upp yfir honum 1993. Sagði í niðurstöðunni, að hann yrði ekki sakfelldur fyrir að hafa sem Austur-Þjóðveiji njósnað um erlent ríki, sem þá var, Vestur-Þýskaland. Flutt til A-Berlínar Sakarefnin nú, mannrán, vald- beiting og að hafa valdið mönnum líkamstjóni, voru einnig bönnuð í austur-þýsku stjórnarskránni en Wolf er sagður hafa gerst sekur ym þetta á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Walter Thrane, foringi í Stasi, austur-þýsku leyniþjónustunni, var lækkaður í tign 1962 vegna ástar- sambands, sem yfir- mönnum hans þóknað- ist ekki, og þá flýði hann til Austurríkis. Stasi gat þó ginnt hann og vinkonu hans á af- vikinn stað þar sem þau voru barin þar til þau misstu meðvitund og síðan flutt með leynd til Austur-Ber- línar. Thráne sat í fangelsi í 10 ár en vin- kona hans í þrjú. Woif neitar að hafa vitað um þetta mál en undirritun hans er hins vegar á skipun frá 1955 um að fá Christu Trapp, túlk hjá yfirherstjórn Bandaríkjamanna í Vestur-Berlín, til að njósna fyrir Austur-Þýskaland. Trapp og móður hennar var rænt og fiuttar til Aust- ur-Berlínar en hún neitaði að ger- ast málaliði Wolfs þótt henni væri hótað með því, að ella myndi hún ekki sjá móður sina aftur. Þær voru sendar heim daginn eftir. Wolf seg- ist nú ekkert muna eftir þessu máli. Átti að ófrægja Brandt Wolf neitar því aftur á móti ekki að hafa skipað svo fyrir 1959, að Georg Angerer, austur-þýskur rík- isborgari, skyldi handtekinn fyrir upplognar sakir. Hafði hann verið túlkur á vegum Gestapo í Noregi á stríðsárunum og tilgangurinn var sá að fá hann til að ófrægja Willy Brandt, þáverandi borgarstjóra í Vestur-Berlín, en á þessum árum var hann einnig í Noregi um hríð. Markus Wolf Könnun hollenskra félagsfræðinga Island vænlegast til gæfuríks lífs NÝ könnun hollenskra félags- fræðinga gefur til kynna að Island sé það Evrópuland þar sem einstaklingar geti vænst þess að lifa flest hamingjusöm ár í þessari jarðvist, að sögn blaðsins The European í vik- unni. Blaðið segir að þótt íslend- ingar búi við mikið myrkur og í harðbýlu landi geti þeir búist við því að jafnaði að vera ham- ingjusamir í alls 62 ár - sex mánuðum lengur en „hinir auð- ugu“ Svíar og Hollendingar sem eru í öðru og þriðja sæti og tvöfalt lengur en Búlgarar sem eru í botnsætinu. Hollendingarnir fóru aðrar leiðir en oftast er gert þegar reynt er að bera saman lífskjör þjóða. Ruut Veenhoven prófess- or, sem stjórnaði rannsóknar- hópnum við Erasmus-háskól- ann í Rotterdam, lét ekki kanna félagsleg atriði á borð við menntun, atvinnustig og heil- brigðismál til að mæla Iífsgæðin í öllum 48 ríkjum álfunnar. Þess í stað var borin upp ein- föld spurning, nefnilega hve mörgum hamingjuríkum árum hver maður gæti átt von á. Niðurstöðurnar benda til þess að góður efnahagur tryggi út af fyrir sig ekki fólki hamingju í lífinu en á hinn bóginn virðist sem frelsi og réttlæti í samfélag- inu geti gert það. Yfirleitt lifir fólk þó lengra og gæfuríkara lífi í auðugum löndum en fátæk- um en samhengið er ekki ein- hlítt. Segir í blaðinu að mörkin virðist vera við árstekjur er nemi 10.000 Bandaríkjadollurum eða um 660 þúsund íslenskum krón- um. Það virðist ekki vera nein trygging fyrir aukinni lífs- ánægju að meðaltekjur þjóðar fari yfir þau mörk. nr Tölvu- tíg verkfræðipjónostan Tölvuraögjöf • námskeiö • útgáfa Grensásvegi 16 • dt) 568 80 90 UTSALAN hefst á morgun ferra GARÐURINN KRINGLUNNI Verzlunarskoli íslands Öldungadeild Lærið hjá þeim sem þekkja þarfir viðskiptalífsins í xoröm 1997 xerða eftirtaldar aámgremr í boði: Bókfærsla Danska Enska Fjölmiðlar Forritun Franska Internet-námskeið s Islenska Stærðfræði Tölvubókhald Líffræði Reksturshagfræði Ritvinnsla (byrjendur) Tölvunotkun Ritvinnsla (framhald) Verðbréf Saga Sálarfræði Skattabókhald Spænska Vélritun (á tölvur) Þjóðhagfræði Þýska Gjald fyrir hvern áfanga fer eftir fjölda kennslustunda. Auk náms í einstökum greinum, sem safna má saman til náms af bókhaldsbraut, skrifstofubraut, verslunar- * prófs og stúdentsprófs býður öldungadeild V.I. Bókhalds- og tölvunám 208 kennslustundir. Verð kr. 51.800.- Kennsla á vorönn 1997 hefst 15. janúar. Innritað verður á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík 8.-13. janúar 1997. 940215

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.