Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna um skýrslu um framfærslukostnað heimilanna Kennir kerfinu um hátt matvöruverð JÓHANNES Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir að skýrsla nefndar, sem kannaði framfærslukostnað heimil- anna að frumkvæði forsætisráð- herra, staðfesti yfírlýsingar sam- takanna til fjölda ára um að mat- vælakostnaður heimila væri óheyri- lega hár. Lýsti hann yfir vonbrigð- um með að nefndin hafí ekki gert tillögur um lækkun framfærslu- kostnaðar eins og henni hafi borið að gera. Jóhannes segir að ekki sé gerð tilraun til að skilgreina hvað orsaki hátt matvælaverð sem staðfest væri í skýrslunni. „Við teljum okkur á hinn bóginn vita að það er hið snarruglaða landbúnaðarkerfi sem kallar á allt of hátt matvælaverð. Við söknum þess að nefndin skuli ekki reyna að gera tillögur um hvernig hægt er að draga úr mat- væiakostnaði," sagði hann. Framkvæmdastjórinn segir löngu tímabært að endurskoða landbúnaðarkerfið frá grunni. „Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið að því kerfi sem gerir það að verkum að íslenskir neytendur þurfa að greiða heimsins hæsta verð fyrir landbúnaðarvörur á sama tíma og 40% bænda eru samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar undir hungurmörkum. Menn verða að endurskoða þetta kerfi sem er andsnúið bæði kaupendum og fram- leiðendum landbúnaðarvara," sagði Jóhannes. Vill óhefta samkeppni Varðandi verðmun á matvöru inn- anlands segist Jóhannes geta tekið undir það mat nefndarinnar, að samkeppni hafi haft góð áhrif til lækkunar framfærslukostnaðar heimilanna. Af þeim ástæðum kveðst hann sakna þess að nefndin stígi skrefið til fulls og hvetji til óheftrar samkeppni í sölu erlendra landbúnaðarvara. Jóhannes viðurkennir að örðugt sé að koma á fullkominni sam- keppni í minni byggðarlögum. Segir hann að í þeim tilvikum sé það skylda stjórnvalda að örva sam- keppni sem mest, einkum með reglulegum verðkönnunum. * Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Islands Hagstæður samanburður fyrir íslenskar búvörur SIGURGEIR Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir samanburð á verði matvöru í Evrópu og á íslandi hagstæðan fyr- ir íslenskar búvörur. Telur hann sundurliðun á samanburðinum stað- festa annars svegar að verðlag ýmissa búvara, s.s. kjötvara, mjólk- urvara og feitmetis, sé lægra en annarra matvara á Islandi og hins vegar að verðlag búvara á Islandi sé sambærilegt því sem þekktist á Norðurlöndum. Sigurgeir sagði í samtali við Morgunblaðið að könnunin væri athyglisverð fyrir þær sakir að hún gæfi hugmynd um stöðu íslands borið saman við lönd Evrópusam- bandsins. „Rétt er að benda á að í meðaltali ESB vega Miðjarðarhafs- ríkin þungt við að lækka verð á búvörum, þær eru yfirleitt dýrari í norrænum ríkjum,“ sagði hann. Sem dæmi um þetta bendir hann á að kjöt er 44% yfir meðaltali ESB hér á landi. Sambærilegar tölur fyrir önnur ríki Norðurlanda eru á bilinu 30-41%. Að sama skapi er verðlag smjörs, olíuvara og feitmet- is annað lægst á Norðurlöndunum. í Danmörku er verðlag þessarar matvöru 13% yfir meðaltali, á ís- landi 23%, í Noregi 28%, Svíþjóð 34% og í Finnlandi 73% yfir meðal- talinu. Sigurgeir segir ennfremur að samanburður á verðlagi ólíkra teg- unda matvara á íslandi sé einnig íslenskum búvörum hagstæður. Verðlag búvara væri á bilinu 23-44% yfir meðaltali ESB en ann- arra matvara 64%. Verðlag á matvöruflokkum í einstökum ríkjum samanborið við meðaltal 15 ríkja ESB, 1994 ESB15 = 100 Sviss ísland Noregur Finnland Svíþjóð Danmörk Austurrfki Holland Frakkland Lúxemborg Þýskaland Ítalía Belgía 96 írland 83 Spánn 80 Bretland Portúgal Grikkland Pólland ESB15 = 100 ísland Danmörk Noregur Finnland Sviss Svíþjóð Austurrfki Portúgal Grikkland Þýskaland Frakkland Lúxemborg Ítafía HIÉB Spánn Halland Belgía írlandMBM Pólland 75 Bretland 73 Verðlag á matar- og drykkjarvörum á Islandi 1994, samanborið við meðaltal 15 ríkja ESB VORUFLOKKAR ESB 15 = 100 Afengir drykkir Drykkjarvörur í helld Óáfengir drykkir Aðrar matvörur Matur, drykkjarv.& tóbak: í HEILD Kjöt ;£ § Matvörurur í heild Ávextir, grænmeti, kartöflur Mjólk, ostar, egg Tóbak 'mm Olíur og feitmeti Brauð og kornvörur Fiskur 80 Sundurliðun á verðlagi á mat og drykk Norðurlönd með hæsta verðlagið Framfærslukostnaður lágur á Selfossi „Staðfestir hagkvæmni í rekstri bæjarfélagsins“ STAÐFEST var í gær í skýrslu nefndar sem kannaði framfærslu- kostnað heimilanna að verðlag mat- og drykkjarvara og tóbaks væri 48% yfir meðaltali í 15 löndum Evrópusambandsins. Sundurliðun á þessum lið í verðsamanburðinum leiðir í ljós að drykkjarvörur, eink- um áfengir drykkir, vega þungt og hækka meðaltal Islands verulega. Fiskur er eina matvörutegundin sem er undir meðaltali ESB. Áfengir drykkir eru 188% yfir meðaltalinu en næst koma Noreg- ur, sem einnig var borinn saman við lönd Evrópusambandsins, 125% yfir meðaltali og Finnland, 106% yfir meðaltalinu. Aðrar drykkjar- vörur eru 136% yfír meðaltali hér á landi og óáfengir drykkir 65%. Kjötvörur eru 44% yfir meðal- tali, mjólk, ostar og egg 35%, olíur og feiti. þ.á m. smjör, 23%, ávext- ir, grænmeti og kartöflur 35% en önnur matvara 64%. Fiskur er á hinn bóginn 20% ódýrari en að jafn- aði í Evrópu. Hærra verð í Sviss og Noregi Af þeim löndum sem tekin eru með í samanburðinum er verðlag aðeins hærra í Sviss og í Noregi. I skýrslunni er bent á að margar kannanir sem gerðar hafa verið á verðmismun í Evrópu staðfesti að Norðurlöndin skeri sig nokkuð úr hvað varðar hátt verðlag. Segir að ýmsar kenningar hafí verið settar fram til skýringar á háu verðlagi en að hluta til mætti leita hennar í háum lífskjörum. Nefndarmenn lögðu áherslu á það við kynningu skýrslunnar að verðlag á Islandi væri í góðu sam- ræmi við verðlag í löndum þar sem landsframleiðsla væri álíka mikil og hér á landi. Að sögn Björns R. Guðmunds- sonar, formanns nefndarinnar, er verðsamanburðurinn mjög traust heimild en hann hafi verið unninn af Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. SELFOSS var það sveitarfélag sem kom best út úr samanburði á rekstri fasteigna sem birtur var í skýrslu nefndar sem kannaði framfærslu- kostnað heimilanna. Reyndust opin- ber gjöld þar lægst í þeim tíu sveit- arfélögum sem til skoðunar voru. Húshitunarkostnaður var næstlægst- ur en rafmagnskostnaður í meðallagi. Karl Björnsson, bæjarstjóri Sel- fosskaupstaðar, segir þessa niður- stöðu góðar fréttir í byijun 50 ára afmælisárs sveitarfélagsins og minnir á, að á dögunum hafí Selfoss einnig fengið hæstu einkunn í athug- ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra og John Petersen, sjáv- arútvegsráðherra Færeyja, luku í gær tveggja daga löngum fundi í Reykjavík um gagnkvæmar veiðar í lögsögu landanna. Niðurstaðan varð sú að litlar breytingar verða gerðar frá samningi síðasta árs. Ráðherrarnir leggja til við stjórnir sínar að botnfískveiðiheimildir Fær- eyinga í íslenzku lögsögunni verði óbreyttar á þessu ári, eða 5.000 lest- ir samtals. Eina breytingin á há- marksafla í einstökum tegundum innan þessa aflamarks er 200 tonna hækkun á hámarksafla í keilu. Gagnkvæmar veiðiheimildir sömu og í fyrra Þá leggja ráðherrarnir til að gagnkvæmar veiðiheimildir land- un Vísbendingar á rekstri sveitarfé- laga. „Þessar fréttir staðfesta hag- kvæmni í rekstri sveitarfélagsins. Við höfum reynt að vanda til allrar áætlunargerðar og notum áætlanir sem alvöru stjórntæki,“ sagði Karl í samtali við Morgunblaðið. Framkvæmt fyrir eigið fé Bæjarstjórinn segir að í gegnum árin hafí verið reynt að framkvæma mest fyrir eigið fé og stilla lántökum í hóf. Þannig tækist að minnka fjár- magnskostnað sem aftur gerði það anna í uppsjávartegundum verði óbreyttar milli ára. Islendingar fái að veiða kolmunna, 2.000 lestir af síld, annarri en úr norsk-íslenzka síldarstofninum (sem sérstakur samningur er um) og 1.000 lestir af makríl í færeysku lögsögunni. Þá fái Færeyingar að veiða kol- munna og 30.000 lestir af loðnu í íslenzku Iögsögunni. Færeyingum verði heimilt að frysta allan loðnu- aflann á vorvertíð en óheimilt verði að frysta hann um borð eða landa annars staðar en á íslandi, nema til bræðslu. í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu segir að ríkisstjórn íslands muni fjalla um niðurstöðu fundar ráðherranna og gengið verði frá samningi milli landanna af hálfu íslands í framhaldi af því. að verkum að rekstrarafgangur yrði meiri. Með þessum aðgerðum hefur m.a. tekist að halda gjöldum í lágmarki og segir Karl að skýra megi lágt vatnsgjald með hagkvæmum rekstri vatnsveitunnar. Aðspurður segir bæjarstjórinn vel- gengni bæjarins endurspeglast í stöð- ugum uppgangi bæjarfélagsins og fólksfjölgun. „Árið 1940 bjuggu hér 200 manns en íbúar eru nú rúmlega 4.200 talsins. Fólksfjölgun er stöðug en á síðustu tíu árum hefur Ijölgunin numið 1,6% á ári,“ sagði Karl. Menningarborgir Evrópu Samstarf samþykkt BORGARRÁÐ hefur samþykkt samstarfssamning menningar- borga Evrópu árið 2000. Samningurinn var undirrit- aður í Kaupmannahöfn 15. des- ember sl. og undirritaði Guðrún Ágústsdóttir forseti borgar- stjórnar, samninginn fyrir hönd Reykjavíkurborgar með fyrir- vara um samþykki borgarráðs. Vinna ruglaði brunaboða BRUNABOÐI á Landspítalan- um fór í gang í gærmorgun og fór slökkvilið, lögregla og sjúkrabíll á staðinn. í Ijós kom að vinna iðnaðar- manna hafði villt um fyrir brunaboðanum því enginn var eldurinn. Björgunarliðið gat því snúið til annarra starfa. Viðræður við Færeyinga Veiðiheimildir að mestu óbreyttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.