Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 35 SVEINNA. SÆMUNDSSON + Sveinn A. Sæ- mundsson blikk- smiðameistari fæddist á Eiríks- bakka í Biskups- tungum 24. nóvem- ber 1916. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi fimmtu- daginn 2. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Arnleif Lýðsdóttir, f. 10.8. 1877, d. 2.5. 1960, húsmóðir frá Ei- ríksbakka, og Sæ- mundur Jónsson, f. 8.5. 1876, d. 16.6. 1926, bóndi í Hrauntúni og Torfastaðakoti sem nú heitir Vegatunga, en Sæmundur var frá Stritlu sem í dag heitir Dalsmynni. Systkini Sveins voru Lýður, f. 1.7. 1904, d. 1979, bóndi og húsasmiður, fyrri kona hans var Guðlaug Guðnadóttir, látin, þau eignuð- ust eitt barn, seinni kona Lýðs var Helga Karlsdóttir, þau eignuðust þrjá syni; Kristrún, f. 16.2.1907, d. 1997, hennar maður var Kristinn Sigurjóns- son, látinn, þau eignuðust sex börn en Kristrún átti eitt barn fyrir; Jón, f. 20.5. 1908, d. 1956, múrari, kona hans var Guðlaug Sigfúsdóttir, þau eignuðust tvær dætur; Kristinn, f. 23.8. 1909, d. 1956, húsasmiður, hans kona var Kristín Ogmundsdótt- ir, látin, þau eignuðust eitt barn; Sigríður, f. 14.12. 1911, d. 1932; Guðbjörg, f. 11.5. 1914, d. 1920; Ingibergur, f. 20.6. 1920, d. 1994, lögregluþjónn og síðar garðyrkjubóndi, hans kona var Sigríður Halldórsdóttir, látin, þau eignuðust þrjú börn. Sveinn kvæntist 22. júlí 1944 Ingibjörgu Guðrúnu Kristjáns- dóttur, f. 12.11. 1914 á Kirlgu- bóli í Korpudal í Önundarfirði, d. 6.4. 1980, klæðskerameistari og húsmóður. Hún var dóttir Kristjáns Björns Guðleifssonar frá Bakka í Dýrafirði og Ólínu Guðrúnar Ólafsdóttur frá Ket- ilseyri í Dýrafirði. Börn Sveins og Ingibjargar eru Alda, f. 12.3. 1945, forstöðumaður Dagdvalar aldraðra í Sunnuhlíð í Kópa- vogi, gift Jóni Inga Ragnarssyni málarameistara og eiga þau þrjú börn; Ólína Margrét, f. 2.3. 1948, skrifstofustjóri Sparisjóðs Kópavogs, gift Trausta Finn- bogasyni prentara og á hún þrjú börn en tvö þeirra eru á lífi. Langafa- börn Sveins eru nú tíu talsins. Seinni kona Sveins var Jónína Rannveig Þorfinns- dóttir, f. 16.9. 1921, d. 10.4. 1992, kenn- ari. Þau gengu í hjónaband 20. febr- úar 1982. Hún var dóttir Þorfinns Guð- brandssonar frá Hörglandskoti og Ólafar Runólfsdótt- ur frá Hólmi. Sveinn lauk námi í Barna- skólanum í Reykholti í Biskups- tungum 1930, var í Bændaskól- anum á Hvanneyri 1936-38, í Iðnskólanum i Reykjavík 1945-46, lauk sveinsprófi i blikksmíði 1947 og öðlaðist meistararéttindi 1950. Þá sótti hann ýmis námskeið í stjórnun og rekstri fyrirtækja. Sveinn stundaði landbúnaðarstörf til 1941, þar af eitt ár sem fjósa- meistari á Hvanneyri. Hann stofnaði ásamt fleirum Blikk- smiðjuna Vog 1949 og veitti henni forstöðu til 1983. Sveinn var formaður Félags blikk- smiða 1948-49, sat í stjórn Fé- lags blikksmiðjueiganda í tutt- ugu ár og var formaður þess í tíu ár, sat í stjórn Sambands málm- og skipasmiðja í sex ár, þar af forseti í fjögur ár, sat í stjórn Landssambands iðnaðar- manna í sex ár, þar af varafor- maður í fjögur ár, og í stjórn Norðurlandasambands blikk- smíðameistara í tíu ár, þar af formaður í tvö ár. Hann var stofnfélagi Rotaryklúbbs Kópa- vogs, var í Karlakór iðnaðar- manna 1945-48, í Karlakór Reykjavíkur 1963-68, síðan með eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur til dauðadags, söng með Árnesingakórnum um árabil og nú í vetur með Kór aldraðra í Kópavogi. Hann sat í stjórn Framfarafélags Kópa- vogs frá 1950 og var formaður þess frá 1954. Sveinn gaf úr ijóðabókina „Stiklað á stuðlum" 1989. Hann var einn af frumbýl- ingum Kópavogskaupstaðar en hann flutti þangað 1948 og átti heima þar til dauðadags. Útför Sveins fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar göngu þrýtur mína Þá er fátt sem gleður andann meir en vita að máttug skína mánaljósin fyrir handan. (S.A.S.) Hann afí í Vallargerðinu er dáinn. Um huga okkar allra flögra ljúfar minningar af bemskuárum okkar hjá afa og ömmu í Vallargerði. Flest fengum við þeirrar gæfu að njóta að búa í risinu í þessu stóra húsi, geta hlaupið milli hæða, skríða í fangið hjá ömmu og afa og jafnvel athugað hvort eitthvað betra væri í matinn hjá þeim. Löngu eftir að foreldrar okkar fluttu úr Vallargerðinu vor þær ófáar heimsóknir okkar til ömmu og afa í þetta stóra ævintýralega hús þar sem alltaf var hægt að fínna nýja felustaði og skúmaskot. Og ekki var stóri fallegi garðurinn síður spennandi þar sem hvert okkar fékk sitt eigið blómabeð hjá afa og þar sem við fylgdumst hugfangin með fallegu rósunum hans og grænu vín- beijunum sem voru þau bestu í heimi. Áldrei fórum við í heimsókn til afa öðruvísi en svo að okkur væru boðnar afaskonsur í stöflum og mjólkurglas, og svo var iðulega grip- ið í spilin, þar sem afi vann oftast með miklum yfirburðum. Alltaf um jól þegar fjölskyldan safnaðist sam- an var sest niður við að spila Triv- ial, þar sem allir vildu vera með afa í liði, því öðruvísi komst maður ekki skammlaust frá bókmennta- og söguspurningunum. Til þess að lægja öldurnar var brugðið á það ráð að draga í lið og var svo nú um þessi jól sem og önnur að liðið hans afa var það sem ætíð spjarað sig best í bókmenntafróðleiknum. Og mikil var tilhlökkun okkar um hver jól og á afmælisdögum þegar kortin frá afa voru opnuð og nýrri vísu var bætt í safnið. Vísurnar hans afa, sem eru okkur ómetanlegur fjársögur, voru fastir liðir í jólahaldi og skipst var á að lesa upp vísurnar fyrir hina í fjölskyldunni. Með hans eigin orðum og söknuð í hjarta kveðjum við afa sem ætíð var klettur í ölduróti lífs okkar og nú er kominn til ömmu og Sævars: í faðmi blárra fjalla með fanna og jökulskalla hún liggur landsins perla mín Ijúfa bemskusveit um bijóstin fossar falla á flúð og hamrastalla og eigi veit ég gerla neinn unaðslegri reit. Þótt leiðin liggi víða um landsins byggðir fríðar mér finnst ég hvergi finna neinn fegri gróðurreit þvi læt ég hugann liða um leiti og Qallahlíðar sé fegurð fossa þinna mfn fagra æskusveit. Elsku afi, ástarþakkir fyrir allt. Ragnar, Ingibjörg, Berglind, Dómald og Linda. Tæp tvö ár eru liðin síðan við héldum upp á fjörutíu ára afmæli Kópavogs sem kaupstaðar. Þrátt fyrir það eru framundan merkileg tímamót í sögu þessa bæj- ar, ef til vill ennþá merkari en af- mæli kaupstaðarins. Á þessu ári á Kópavogur hálfrar aldar afmæli sem sjálfstætt sveitar- félag, á komandi hausti eru liðin fimmtíu ár frá síðari skiptingu hins forna Seltjarnarneshrepps í tvö sveitarfélög, Kópavogshreppur varð til. Það er full ástæða til að minnast þessara tímamóta um leið og Sveinn A. Sæmundsson blikksmíðameistari er kvaddur hinstu kveðju, þeim fækkar nú óðum sem ruddu brautina og lögðu grunninn að því að Kópa- vogur er í dag fjölmennasta sveitar- félag landsins á eftir höfuðborginni. Þó við Sveinn værum báðir iðnað- armenn var það ekki á þeim vett- vangi sem leiðir okkar lágu saman. Ef minnið bregst mér ekki var það 1956 sem Sveinn hafði samband við mig, en þá var ég í forystu Breiða- bliks en hann formaður Framfarafé- lagsins, þess félags sem stóð í fylk- ingarbijósti við að byggja upp viðun- andi mannlíf á þessum gróðurvana hálsum og nesi sem Kópavogur var þá. Erindi hans var að félög starf- andi í Kópavogi, sem auk fyrr- nefndra félaga voru Kvenfélag Kópavogs og Skátafélagið Kópar, tækju höndum saman og stæðu fyr- ir útihátíð á Rútstúni í þeim tilgangi að þjappa bæjarbúum saman og gefa þeim tækifæri til að lyfta sér upp við margs konar skemmtun, dans og söng. Er ekki að orðlengja það að allir forystumenn félaganna hrifust af eldmóði Sveins, samþykktu að ráð- ast í verkefnið og er skemmst frá því að segja að hátíð þessi tókst með miklum ágætum, þar var sung- ið og leikið, knattspynuleikur háður milli giftra og ógiftra, dansað fram á nótt á blíðu ágústkvöldi. Það fór auðvitað ekki hjá því að við allan undirbúning útihátíðar á Rútstúni varð þungamiðjan í húsinu sem enn stendur á horni Urðarbraut- ar og Vallargerðis, heimili Sveins og konu hans Ingibjargar Guðrúnar Kristjánsdóttur. Allir þeir sem að undirbúningi unnu höfðu þar allan beina, þaðan var leitt vatn og raf- magn til hátíðasvæðis. Þetta hús var þá orðið reisulegt eins og það er enn þann dag í dag, en það hafði átt sér nokkuð Iangan aðdraganda, lengi vel stóð þar að- eins kjallari en þar var Blikksmiðjan Vogpir stofnuð og þegar hér var komið sögu var hún enn starfrækt í kjallaranum en fjölskyldan bjó þá orðið i hæðinni og risi hússins. Sú svipmynd sem hér er dregin upp er aðeins örlítið brot af félags- málastörfum Sveins A. Sæmunds- sonar og gægist ögn inn í störf hans sem iðnaðarmans, en ekki skal þar farið lengra, til þess eru aðrir hæf- ari. Þessi svipmynd gefur ef til vill svolitla innsýn í störf þess samhenta hóps manna og kvenna sem voru í forystusveit okkar sveitarfélags á bernskuárum þess, en þar lagði Sveinn svo sannarlega hönd á plóg- inn. Svo vill oft verða að athyglin beinist að þeim sem kjörnir eru til trúnaðarstarfa, en þeir kæmust ekki langt ef þeir hefðu ekki að baki sér vaska sveit sem léti til sín taka. í þeirri vösku sveit vann Sveinn ótrauður og það framtak hans að efna til samkomu um höfuðdag í Kópavogi, ungum sem öldnum til óblandinnar ánægju, var aðeins lítið brot af farsælum félagsstörfum á langri ævi en segir talsvert um manninn. Snemma fóru ungir piltar og stúlkur í Kópavogi að iðka margs- konar íþróttir, voru þá gjarnan not- aðir allir sléttir blettir sem fundust og ekki voru yfirfullir af gijóti, reyndust þeir furðu fáir. En einmitt um það leyti sem Kópavogsbúar dönsuðu á ágústnótt á Rútstúni var búið að byggja iítinn völl, Vallar- gerðisvöll, sem enn er notaður og full þörf er fyrir. En lengi vel var þar engin aðstaða til eins eða neins, ekkert skýli og þegar þörfin sagði til sín þótti ekkert sjálfsagðara en að banka uppá hjá Sveini og Ingi- björgu og fá að bjarga sér. Má því segja að heimili þeirra og blikksmiðj- an í kjallaranum hafi verið búnings- klefi og aðstaða fyrir ungmenni Kópavogs sem komu saman á Vall- argerðisvelli undir merkjum Breiða- bliks lengi vel, eða þar til búnings- klefarnir, sem enn standa, voru byggðir. Tæpum tveimur áratugum síðar lágu leiðir okkar Sveins saman aft- ur, þá tóku sex félög að sér að reka Félagsheimili Kópavogs en það hafði sveitarfélagið gert fram að því sem leiðandi aðili. Þó saga þess heimilis sé mikil hrakfallasaga er hægt að fullyrða að árin sem félögin ráku heimilið ein og næstum óstudd frá 1970 til 1980, hafí verið eini tíminn sem félög og menningarstarf fékk að njóta sín innan veggja þess. Fé- lögin skipuðu rekstrarstjórn án nokkurra áhrifa frá pólitískum full- trúum, allir unnu þar án endurgjalds og Sveinn lét sig ekki muna um að færa bókhaldið í hjáverkum og án þess að taka fyrir það einn eyri. Saga Kópavogs er til á mörgum heimilum hér I bæ. Þrátt fyrir það er saga Kópavogs, eða réttara sagt saga frumbyggjanna í Kópavogi, að glatast. Sagan sem stendur í bóka- hillunni er að mestu leyti hin opin- bera saga sem er til í skjölum emb- ætta og stofnana. En um sögu ein- staklinganna sem skópu þennan bæ í upphafí er ekki hirt, hún er að glatast á hveijum degi. í dag kveðjum við einn af frum- heijunum, Svein A. Sæmundsson, sem lagði dijúgt lóð á vog uppbygg- ingar þessa bæjar. Þau örfáu artiði sem hér hefur verið minnst á í störf- um hans að uppbyggingu Kópavogs eru þó ef til vill ekki minna virði en margt annað, en vissulega aðeins örfá brot. Ég votta minningu Sveins A. Sæmundssonar virðingu mína og dætrum hans, tengdasonum og öðr- um vandamönnum samúð. Sigurður Grétar Guðmundsson. Sveinn Sæmundsson blikksmíða- meistari, einn ástsælasti félaginn í klúbbi okkar, er nú lagstur til hinstu hvílu. Hann var einn af stofnfélögum klúbbsins, forseti hans árið 1971- 1972, útnefndur Paul Harris-félagi 1986 og gerður að heiðursfélaga klúbbsins árið 1989. Hann gegndi margvíslegum störfum fyrir klúbb- inn enda var hann þjálfaður félags- málamaður af öðrum vettvangi þar sem hann var einnig bæði forystu- maður í Framfarafélagi Kópavogs og í ýmsum samtökum innan járn- iðnaðarins. Sveinn var hress og kátur félagi, glettinn og gamansamur sem oft kom öðrum í gott skap. Hann var þungur á bárunni, fylginn sér, traustur og opinn fyrir nýjungum. Hans er ekki síst minnst fyrir það hve gott var að leita til hans. Hann fékk síma á undan flestum öðrum í Kópavogi og er mér kunnugt um að nágrannar hans gátu þá, hvort sem var á nóttu eða degi, bankað upp á til þess að notfæra sér það. Hann var söngvinn og var í mörg ár forsöngvari klúbbsins þegar fé- lagarnir tóku lagið. Hann var góður hagyrðingur og átti auðvelt með að slá fram stöku algjörlega fyrirvaralaust. Oft flugu ferskeytlur frá honum á fundum um málefnið sem þá stundina var til umræðu. Skrifaði hann þær gjarnan á servíettu sem síðan gekk um sal- inn þangað til einhver afhenti hana stjórnanda fundarins sem þá las hana upp í heyranda hljóði. Fer- skeytlurnar fuku hjá honum við flest tækifæri. Þessi mun hafa orðið til í ferð klúbbsins austur fyrir fjall: Þótt við sjáum skúraský skulum vera teitir. Það rignir ei á Rótarý í reisu austur um sveitir. Kveðskapur hans var að vísu miklu meiri að vöxtum. Hann orti oft tækifærisljóð, m.a. af ýmsu til-' ' efni í Rótarý. Einnig samdi hann ljóð um Rótarý sem Fjölnir Stefáns- son, skólatjóri Tónlistarskóla Kópa- vogs, annar félagi í klúbbnum, samdi lag við og raddsetti og er nú oft sungið innan hreyfingarinnar. Hann gaf út safn ljóða sinna í ljóðabókinni Stiklað á stuðlum árið 1989. Við kveðjum heiðursfélaga okkar með söknuði og sendum aðstandend- um samúðarkveðjur. F.h. Rótarkýklúbbs Kópavogs, J. Ingimar Hansson. Með Sveini A. Sæmundssyni er genginn einn virtasti forystumaður t Félags blikksmiðjueigenda. Hann'**’ var mörg ár i stjóm félagsins, þar af formaður í tíu ár og traustur leið- | togi sinnar greinar hér á landi auk þess sem hann var formaður Nordisk | blikkenslagermesterforbund um tíma. Áhugi hans og ósérhlífni að j efla hag blikksmíðagreinarinnar vakti athygli langt út fyrir raðir hennar enda var hann formaður Sambands málm- og skipasmiðja i fjögur ár og einnig í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna. Þannig var hann vakandi og sofandi við af^ ■ efla íslenskan iðnað auk þess að stjórna stærstu blikksmiðju landsins til margra ára. Sveinn A. Sæmundsson bjó yfir þeim góða eiginleika að geta hrifið menn með sér, hvort heldur var í leik eða starfí. Eftir langar funda- • setur og ítarlegar umræður um allt sem horfði til bóta í blikkgreininni var hann fyrstur manna til að söðla um og skemmta sér og öðrum með söng og kveðskap. Hann átti mjög létt með að yrkja og fiutti okkur félögunum oft stuttar vísur eða langar drápur eftir því sem við átti hveiju sinni. Þannig fléttaði hann saman alvöru og gleði og treysti með því samstöðu hópsins. Slíkir menn eru ómetanlegir i samtökun*T eins og okkar: þeir eru í senn for- ingjar og gleðigjafar, alvörugefnir þegar það á við, leggja gott til mála og kætast síðan að loknu góðu dagsverki. Fyrir hönd Félags blikksmiðju- eigenda vil ég þakka Sveini A. Sæmundssyni ómetanleg störf fyrir félag okkar og faggrein og enn- fremur fyrir allar ánægju- og gleði- stundirnar, sem hann veitti okkur félögunum. Aðstandendum vottum við djúpa samúð. F.h. Félags blikksmiðjueigenda, Kolviður Helgason, formaður. + Elskuleg mófiir okkar, ÁLFHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Borgarsíðu 33, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 5. janúar, verður jarðsungin fró Akureyrarkirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður á Möðruvöllum ( Hörgárdal. Guðmundur Guðmundsson, Margrét Jóhannsdóttir og fjölskyldur Lokað Lokað í dag vegna jarðafarar. Heildverslun Eirfks Ketilssonar Vatnsstíg 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.