Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meðferð lögreglu á fíkniefnamáli gagnrýnd Mætti fyrir dómi og tók á sig sökina RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins rannsakar nú meint brot manns, sem gaf sig fram við þingfestingu fíkniefnamáls á hendur öðrum manni og kvaðst vera sá sem í raun ætti þau fíkniefni sem fundust. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom mál ummrædds manns ekki til kasta ríkissaksókn- ara fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglan fann fíkniefni í fórum hans og þá eftir að embætti ríkis- saksóknara hafði leitað sérstaklega upplýsinga um málið hjá fíkniefna- lögreglunni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fann lögreglan umtalsvert af hassi og amfetamíni í fórum manns um fimmtugt í mars si. Maðurinn mun hafa haldið því fram að hann ætti ekki þessi fíkniefni. Samkvæmt heimildum blaðsins töldu almennir lögreglumenn í lög- regluliði Reykjavíkur að fíkniefna- deildin væri mögulega að tefja rannsókn á máli mannsins gegn því að fá upplýsingar frá honum. Nýrri rannsókn að ljúka Eftir að í hámæli komst innan lögreglunnar að maðurinn nyti slíkrar meðferðar fíkniefnadeildar- innar leitaði embætti ríkissaksókn- ara eftir upplýsingum um málið og var því þá vísað frá lögreglu til ríkis- saksóknara, sem gaf út ákæru. Málið var þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjaness í desember, en þá brá svo við að ungur maður gaf sig fram við dóminn og kvaðst eiga fíkniefnin, sem fundust í fórum þess fimmtuga. Dómarinn vísaði málinu þá aftur til ríkissaksóknara, sem fór fram á að RLR rannsakaði meint brot yngri mannsins. Þeirri rannsókn er að ljúka, samkvæmt upplýsingum frá RLR og kemur málið þá til kasta ákæruvaldsins á ný. Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi ekki rétt að tjá sig um málið að svo stöddu, enda væri það í rann- sókn. Forsetahjónin heimsækja Kaupmanna- höfn vegna ríkisafmælis Danadrottningar Kaffisamsæti verð- A ur fyrir Islendinga Kaupmannahöfn. Morgunbladið. I TILEFNI af aldaríjórðungs ríkisafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar munu forseta- hjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir koma til Kaupmannahafnar og vera við hátíðahöldin 14.-16. jan- úar, ásamt mörgum öðrum þjóð- höfðingjum. En heimsóknina munu þau einnig nota til að heilsa upp á íslendinga, sem búsettir eru í Danmörku. Forsetahjónin bjóða löndum sín- um og Ijölskyldum þeirra til kaffi- samsætis í Moltkes Palæ, steinsnar frá Kóngsins nýja torgi, mánudag- inn 13. janúar kl. 17-19. Búist er við miklu íjölmenni, þar sem á sjötta þúsund íslendingar eru bú- settir í Danmörku. Þó gaman hefði verið að halda samsætið í Jónshúsi þótti ekki annað fært en að leita rúmbetri húsakynna, þar sem Jónshús er fjarri því að geta hýst fjölmenna samkomu. Þegar forsetahjónin voru í opin- berri heimsókn í Danmörku fyrr í vetur gafst þeim ekki tækifæri til að kalla íslendinga á sinn fund. Þá komu upp gagnrýnisraddir og áréttaði þá forsetinn að skipulag þeirrar heimsóknar hefði fyrst og fremst miðast við að gestirnir kynntust því landi, sem heimsótt var, en ýjaði að því að afmælis- heimsóknina nú mætti nota til þess að hitta íslendinga, eins og nú verður gert. Sekir og saklaus TVEIR menn voru gripnir í söluturni við Hverfisgötu snemma á mánudag áður en verslunin var opnuð. Mennirnir gátu ekki þrætt fyrir innbrotið þegar lögregl- an greip þá svo glóðvolga. Það gerði hins vegar maður, sem lögreglan handtók þar sem hann var hálfur inni í bíl. Bíl- inn átti hann ekki og augljós- lega hafði verið brotist inn í hann, en maðurinn sór og sárt við lagði að það hefði hann ekki gert. Bíllinn hefði verið svona þegar hann kom að honum og hann hefði bara verið að svipast um. Þá kannaðist hann enn síður við að hafa brotist inn í tvo aðra bíla þar í nágrenninu. Samstarf um innanlandsflug Viðræður liggja niðri VIÐRÆÐUR milli stjórnenda Flug- leiða, íslandsflugs og Flugfélags Norðurlands, um samstarf um inn- anlandsflug, hafa legið niðri að und- anförnu. Þessir aðilar hafa kannað hvort unnt sé að taka samstarf um innanlandsflugið en það verður gef- ið ftjálst að miklu leyti hérlendis næsta sumar. Torfi Gunnlaugsson, hjá Flugfé- lagi Norðurlands, segir að ekkert sé að frétta af þessu máli og enginn fundur hafi verið haldinn síðan í byrjun desember. „Það verður fund- ur mjög fljótlega og málið er alls ekki dautt,“ segir Torfi. \ Fjölbrautaskólinn Breiðholti Kvöldskóli Námsframboð vorönn 1997 í boði 144 áfangar og eftirtaldar námsbrautir. Bóknám Eðlisfræðibraut Náttúrufræðibraut Nýmálabraut Félagsfræðibraut Iðnnám Grunndeild í tréiðnum Grunndeild í rafiðnum Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut Listnám Handíðabraut Myndlistarbraut Starfsmenntanám Grunnnám í matvælagreinum Matartæknabraut Sjúkraliðanám Heimilisrekstrarbraut Viðskiptanám Ritarabraut Skrifstofubraut Verslunarbraut Bókhaldsbraut Tölvubraut Hagfræðibraut Markaðsbraut Stúdetspróf er hægt að taka af flestum brautum í kvöldskóla FB Innritun fimmtudag 09.01. kl. 16.30-19.30 Kennsla hefst mánudaginn 13.01. 1997 kl. 18.00 Morgunblaðið/Golli Samið við Læknisfræðilega mynd- greiningu um rannsóknir TR greiðir 10% lægra verð en áður Snjókast á nýju ári ÞÓTT ekki hafi verið snjó- þyngslum fyrir að fara á Vest- fjörðum yfir hátíðirnar frekar en víða annars staðar á land- inu, tókst Helga Magnússyni að finna snjófláka til að hnoða bolta og elja ungum Flateyring- um í snjókast. Helgi er sjáífur úr Kópavogi en heimsótti ömmu sína á Flateyri um áramótin og virtist una sér vel í kyrrðinni þar þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins átti þarna leið um. - kjarni málsins! GENGIÐ hefur verið frá samningi Tryggingastofnunar ríkisins og Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. til næstu tveggja ára, og felur hann í sér að meðaltali um 10% lægra verð á rannsóknum en sam- kvæmt fyrri samningi. Að sögn Kristjáns Guðjónssonar, deildar- stjóra sjúkratryggingadeildar TR, munu greiðslur TR til LM nema um 180 milljónum króna á ári vegna samningsins. Fyrri samningur LM og TR gilti frá ársbyijun 1995 og var hann til þriggja ára, en TR sagði þeim hluta samningsins er varðar segulómrann- sóknir hins vegar upp þegar LM keypti segulómsjá árið 1995. Sam- kvæmt niðurstöðu gerðardóms síð- astliðið vor var uppsögnin úrskurðuð óheimil og var því greitt samkvæmt samningnum til áramóta. Samkvæmt nýja samningnum greiðir TR nú 50% lægra verð fyrir segulómskoðun en samkvæmt eldra samningi án afsláttar. Samkvæmt honum voru greiddar 41.700 kr. fyr- ir segulómskoðun án skuggaefnis og 55.600 kr. með skuggaefni, en nú eru greiddar 20.850 kr. og 27.800 kr. fyrir þessar rannsóknir. Stiglækkandi afsláttur til TR Að sögn Kristjáns Guðjónssonar fel- ur samningurinn í sér stighækkandi afslátt til TR eftir því sem rannsókn- um fjölgar, og sagðist hann búast við að fullum afslætti yrði náð um mitt árið. Að sögn Þorkels Bjarnasonar voru um 25 þúsund rannsóknir gerðar hjá LM á síðasta ári. Hann segir rann- sóknirnar hjá LM nú orðnar enn ódýrari fyrir TR en áður í saman- burði við sambærilegar rannsóknir á spítulum, og þannig kosti t.d. seg- ulómskoðun 24 þúsund krónur hjá Landspítalanum. Áhugaverður valkostur fyrir fólk á öllum aldri til að koma sér í toppform og öðlast aukinn lífskraít. Æfingar sem sameina mýkt, einbeitingu og öndun. |Ti7nritun og uppl. I sima]-------------1 552 6266 Kínversk leikfimi SELTiARNftRNES « VESTURBÆR húsi sundlaugar Seltjarnarness BREIÐHOLT • ÁRBÆ)ARHVERFI Danshöllin Drafnarfelli 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (08.01.1997)
https://timarit.is/issue/129156

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (08.01.1997)

Aðgerðir: