Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 45 I I I I I I I I I ; 1 i i í i i i i i i BRÉF TIL BLAÐSIIVIS Opið bréf til Utvarpsráðs Frá Hauki Vilhjálmssyni og Kristni Jóni Bjarnasyni: HEYRNARLAUSIR hafa lengi barist fyrir því að fá íslenskt efni textað í ríkisjónvarpinu þ.e. fréttir, fraeðslu- og skemmtiefni. Tíu prósent Islend- inga eru heymarlausir eða svo heyrn- ardaufir að þeir geta ekki notið talaðs máls í útvarpi né sjónvarpi. Þetta gerir þá óörugga og stuðlar með öðru að meiri einangrun en þyrfti að vera. Þess vegna er nauðsynlegt að stjórn- völd tryggi jafnt aðgengi allra lands- manna að því efni sem flutt er í sjón- varpi. Áskorun Félags heyrnarlausra „Aðalfundur Félags heyrnarlausra haldinn 22. júní 1996 skorar á út- varpsráð að hafmn verði undirbúning- ur og vinna við textun á íslensku efni sem flutt er í Ríkissjónvarpinu". Text- un efnis fyrir heymarlausa og heyrn- arskertra verði talin eðlilegur þáttur í þjónustu Ríkissjónvarpins við þegna landsins svo það efni sem þar er fram sett gagnist flestum. Síða númer 888 í textavarpinu Flestöll ný sjónvarpstæki em með textavarpi. Nokkur ár era liðin síðan textavarp Sjónvarpsins hófst. Félag heyrnarlausra hafði lengið barist fyrir því að texti yrði á áramótaskaupi og bauðst jafnvel til að greiða kostnað- inn. Því miður hafnaði útvarpsráð því á þeirri forsendu að texti traflaði aðra. Fyrir rámum tveimur áram keypti rík- issjónvarpið viðbótarbúnað fyrir 30-40 milljón króna. Sjónvarpið hefur sett textann á sérstakan síðu sem nefnd er hér eftir „888“. Þá gátu allir lands- menn horft á áramótaskaupið, ávarp forsætisráðherra og annað íslenskt sjónvarpsefni á gamlárskvöld 1994. En okkur langar til að vekja athygli á að búnaðurinn er aðeins notaður á stórhátíðum. Á Norðurlöndum hefur notkun „888“ verið smám saman að aukast. Á erlendum gervihnattasjón- varpsrásum, t.d. Discovery, er hægt að velja sambærilega rás og „888“ á mörgum tungumálum og þannig geta heyrnarlausir og heyrnarskertir fylgst með með því að lesa textann (auðvitað ekki á íslensku). Nefnd um þjónustu Ríkissjónvarps 1991 Menntamálaráðherra skipaði nefnd til að fjalla um þjónustu Ríkissjón- varpsins við heyrnarlausra og koma með tillögur til úrbóta í apríl 1991. Nefndin lagði m.a. til að allt innlent efni yrði endursýnt með texta og fréttastofa sjónvarps ætti að bæta skýringartextum við fréttir þar sem því yrði við komið. Þá var og lagt til að heymarlausir fái vikulega 20 mín- útna fréttaskýringarþætti á táknmáli fyrir utan venjulegra dagskrá. Ekkert af þessu hefur verið framkvæmt því miður. Minnkandi textun Textað efni i Sjónvarpinu er mun sjaldgæfara en var fyrir nokkrum árum. Þetta er slæm þróun fýrir heymarlausra. Allt erlent efni eins og fræðslumyndir var textað fyrir tíu árum. Nú era allir slíkir þættir með íslensku talmáli. Þar með geta heyrn- arlausir og heyrnarskertir ekki notið þess. Sama hefur gerst hjá Stöð 2 þar sem textun fer einnig minnkandi, en hjá Stöð 3 er allt erlent sjónvarpsefni með texta. í Bandaríkjunum era til lög um að allt sjónvarpsefni skuli vera textað. Fólk getur valið á sínu sjónvarpi hvort það vill hafa texta eða ekki. Fréttir era Haukur textaðir í beinni út- Vilhjálmsson sendingu, þá er not- aður rittúlkur, sem skrifar allt sem sagt er. Margar Sjón- varpsstöðvar era í Bandaríkjunum og er texti á þeim öll- um. Hvað er til ráða? Rauði kross ís- lands hefur skrifaði útvarpsráði bréf 7. október 1995 og bauðst til að kosta texta á fréttum í ár. Rauði kross ís- lands fékk það svar frá útvarpsráði að þetta væri of dýrt og ekki til tæki til að texta. En sjónvarpið er með fullkominn textavarpsbúnað. Hvert er vandamálið? Þættir gerðir af heyrnar- lausum á táknmáli Á Norðurlöndum gera heyrnarlaus- ir sérstaka þætti á táknmáli í sérstök- um myndbandastöðvum sem þeir reka sjálfir með framlagi ríkissjóðs viðkom- andi lands. Hér á landi kostar Félag heyrnarlausra slíka þætti. Norðuriönd sem við beram okkur gjarnan saman við era langt á undan í þessum efn- um. Útsendingin fer í gegnum sjón- varpsrás hjá viðkomandi ríkissjón- Frá Einari Þorsteini: MEÐAN lyfjanefnd ríkisins er að reyna að koma sér saman um það, hvernig orða eigi reglugerð um svo- kölluð „náttúralyf", sem EES-samn- ingurinn að sögn krefst að takmarki aðgang landsmanna að fæðubótar- efnum í nafni „neytendaverndar“, berst sú frétt erlendis frá að meira „góðgæti" af þessu tagi sé væntan- legt. Að þessu sinni berst erki- biskups-boðskapurinn beint frá Róm. Þar er að störfum lítið þekkt kommi- sjón, sem ber nafnið Codex Aliment- arious. Hún vinnur á vegum Samein- uðu þjóðanna eða réttara sagt Al- þjóðaheilbrigðis-stofnunarinnar, WHO. WHO getur samkvæmt GATT- samningunum beitt þau lönd gífur- legum sektum, jafnvel svo að það kippi grundvelli undan afkomu þeirra, sem ekki framkvæma það sem nefnd- ir hennar ákveða. Codex-komissar- arnir eru að sögn búnir að ákveða eftirfarandi: * Það á að gera vítamín og önnur fæðubótarefni ófáanleg nema með lyfseðli. * Það má ekki selja þessi efni í fyrir- byggjandi tilgangi. varpi. Þá sparast myndbandaspólur og aðgengi heymarlausra eykst að sjónvarpsefni. Okkur skilst að í Dan- mörku fylgist margir heyrandi með slíkri útsendingu og hafi gaman af. Að lokum Hvers vegna er svona erfitt að leysa okkar mál? Við hljótum að spyija hvort auðvelt sé að fjárfesta viðbótar textavarpsbúnað fyrir 30-40 milljón króna en erfitt að nýta þennan búnað betur með því að nota starfslið Sjón- varpsins eða ráða nýtt fólk til textun- ar. Við hljótum að spyrja hvort allt efni sem flutt er í sjónvarpinu sé ekki til í textuðu formi, í ritvinnslu eða á skjá, t.d. fyrir framan fréttaþuli svo hægt sé að vinna upp úr því. Við höldum a.m.k. að ódýrt sé að nýta tölvutækni eins og hún er í dag. Hjá Sameinuðu þjóðunum era til lög sem varða kynþætti, litarhátt, þjóð- emi, fötlun og trá. Af hveiju þurfum við að þola þessa mismunun af hendi ríkissjónvarpsins? Við eram alvöra íslendingar af holdi og blóði með okk- ar réttindi, þarfir og skyldur. Það sem greinir okkur að er að við eram heym- arlausir og biðjum um lausn á einföldu máli. Við skoram því á útvarpsráð að taka þessi mál upp nú þegar. Málið þolir enga bið og við höfum sýnt bið- lund of lengi. Hvers vegna höfum við ekki sama aðgengi og aðrir að sjón- varpi „allra landsmanna"? Þeir hafa útvarpið og sjónvarpið. Við höfum bara myndir og táknmálsfréttimar og allt hitt fer fram hjá okkur. HAUKUR VILHJÁLMSSON, stundakennari í Háskóla íslands í táknmálsfræðum. KRISTINN JÓN BJARNASON, nemandi í Gallaudet-háskólanum í Washington DC í Bandaríkjunum. Báðir höfundar era heyrnarlausir. * Það á að minnka allar pillustærðir þessara efna niður í lágmarksstærðir (RDA). * Ný fæðubótarefni má ekki setja á GATT-markaðinn nema að fengnu leyfi hjá Codex-nefndinni í Róm. Að sögn lögfræðings „Life Ex- tension Foundation“ í Bandaríkjun- um, Suzanne Harris, sem er sérfræð- ingur í málefnum GATT, sam- anstendur Codex-kommissjónin að níu tíundu hlutum af fulltráum stórra alþjóðiegra lyfjafyrirtækja. 16 þeirra greiddu þessum frumdrögum at- kvæði. 2 atkvæði vora á móti. Annað þeirra var greitt af fulltrúa Fæðu- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA. En enginn fulltrúi í nefndinni er frá almenningi! Með þessu ætti mönnum að verða ljóst hvers konar afbökun lýðræðisins er hér á ferðinni. Og hvemig þessi nýjasta svikamylla við tilfærslu fjár- magns frá lítilmagnanum til auð- manna á að starfa. Ætli mætti ekki fara að veita Nó- belsverðlaun fyrir snilli af þessu tagi? EINAR ÞORSTEINN, hönnuður, kingdomemmedia.is Kristinn Jón Bjarnason Heilsufrelsi “iráfot í m&tyuo- • öfréti ptú Hverfisgötu 78, sími 552 8980 2-20 Hvað mundir þú hafa í matinn eftir að hafa unnið rúmlega 44 tnllllúnftr í Víkingalottóinu? V I K I N ■#TT# Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrirkL 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.