Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Enn deilt um nasistagullið Svisslending- ar sakaðir um falsanir New York. Reuter. SVISSNESK yfírvöld í heimsstyij- öldinni síðari óttuðust að gullstangir sem þýskir nasistar rændu og not- uðu í viðskiptum við Svisslendinga, yrðu gerðar upptækar sem stríðs- skaðabætur að stríði loknu og báðu því Þjóðveija að stimpla stangimar með dagsetningum frá því fyrir stríð. Þetta kemur fram í bandarískri leyniskýrslu, sem Alþjóðaráð gyð- inga birti í gær. Svissneski seðla- bankinn sagði í gær að þetta væri ekki rétt, engar vísbendingar um þetta hefðu komið fram í víðtækum rannsóknum á níunda áratugnum. Skýrslan er frá 1946 og unnin fyrir OSS, fýrirrennara bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þar kemur fram að þegar tilraun svissneskra yfírvalda til að leika á bandamenn með röngum stimplum mistókst, hafi nokkrir svissneskir bankar selt gullstangir, sem bræddar vom úr stolnu gulli, til fyrirtækja sem fram- leiða mynt úr gulli, sér í lagi fyrir lönd Suður-Ameríku. Er fullyrt að yfírmaður svissnesku leyniþjón- ustunnar á þessum tíma hafi tengst málinu. Skjalið sagt áreiðanlegt Alþjóðaráð gyðinga, sem birti skjalið, hefur leitað svo mánuðum skiptir í bandarískum skjalasöfnum að sönnunum þess að Svisslending- ar hafí komið nasistagulli undan. Segja talsmenn ráðsins að skjalið sé hið fyrsta þar sem Svisslending- ar séu sakaðir beint um að hafa reynt að „dulbúa" nasistagullið, fremur en nasistar sjálfír. Þeir rændu milljörðum króna af þeim þjóðum sem þeir hernámu og not- uðu til að greiða fyrir vistir sem þeir keyptu í hlutlausum löndum á borð við Sviss, og til að greiða aðra reikninga í ríkjum sem lýst höfðu yfír hlutleysi sínu. Skjalið sem birt var í gær er byggt á „áreiðanlegum, íhaldssöm- um frönskum heimildarmanni sem fékk upplýsingar hjá bankamanni sem tengist ýmsum gjaldeyrisvið- skiptum við Svisslendinga", eins og segir í upphafi skýrslunnar. Sviss- lendingar hafa hingað til kvartað yfír þvi að þau skjöl sem hingað til hafi verið dregin fram í dagsljósið, séu byggð sögusögnum eða gögn- um sem reynst hafí fölsuð. í síðasta mánuði viðurkenndu Svisslendingar hins vegar í fyrsta sinn að nasistar hefðu greitt þeim fyrir vaming með stolnu gulli. BELGFLUG BRANSONS Breski auðkýfingurinn Richard Branson lagði í gær upp í belgflug í þeim tilgangi að verða fyrstur til þess að svífa umhverfis jörðina í loftbelg Branson og samferðamenn hans, Per Lindstrand og Alex Ritchie, hafa háð kapp við bandaríska belgfarann Steve Fossett um að fljúga viðstöðulaust umhverfis jörðina, 32.000 kílómetra vegalengd. Bæði urðu kappliðin að hætta við slíkar tilraunir í fyrra vegna óhagstæðs veðurs. Fossett bíður færis við annan mann í Sviss. Breiðþola: 10.600 m hæð Loftbelgurinn þarf að ná upp í austlæga skotvinda, hraðfara háloftavinda þar sem loft streymir áfram á allt að 320 km/klst hraða, til þess að eiga möguleika á að komast umhverfis jörðina. Marokkó Til þess að fá hnattflugsmet viðurkennt verður belgfarið að fara að nýju yfir lengdarbaug flugtaksstaöar og leggja að baki vegalengd, sem svarar til fjðgurra bogmálseininga jarðar eða 25.500 kílómetra miðaö við þann lendingarstað sem valinn er. Hvergi má hafa viðkomu á leiðinni eða taka um borð eldsneyti, súrefni eða kjölfestu. Þenslurásir Heitaloftsbelgur Fjöldi mengunarmælitækja og tilraunabúnaður er í belgfarinu sem fylgst verður með í ferðinni Útsýniskúla Belghylki Eldsneyitstankar Freista hnattflugs í loftbelg Marrakesh. Reuter. TILRAUN breska auðkýfingsins Richards Bransons og tveggja félaga hans til þess að verða fyrstir til að svífa umhverfís jörðina í belgfari hófst í gær er loftbelgur þeirra hóf sig á loft frá herstöð í Marokkó. Belgfararnir lögðu upp klukkan 11:19 að íslenskum tíma í gærmorg- un og steig belgurinn um 700 fet á mínútu austur yfír Atlasfjöll. Liggur leið hans væntanlega yfír Norður- Afríku, Sádi-Arabíu, Indland, Suður- Kínahaf, Kyrrahaf, Bandaríkin og Norður-Atlantshaf en áætlaður lend- ingarstaður er í Englandi. Vonuðust belgfararnir til að kom- ast upp í hagstæða háloftavinda í um 10 kílómetra hæð yfír jörðu en gert er ráð fyrir að ferð þeirra um- hverfís jörðina, gangi allt að óskum, taki tvær til þijár vikur. Belgfarið er á hæð við 12 hæða hús, en þremenningarnir hafast við í lokuðu hylki sem hangir neðan úr loftbelgnum. Er það búið tveimur rúmum, hálfu tonni af matvælum, og mæli- og fjarskiptabúnaði. Áætluð leið belgfarsins er um 30 þúsund kílómetrar en lengsta mann- aða belgflug til þessa er 8.382 kíló- metra ferð ljögurra bandarískra belgfara yfír Kyrrahaf, frá Japan til Kaliforníu, árið 1981. Mikil keppni ríkir milli Bransons og félaga og bandarísks belgflug- manns, Steve Fossett, um hveijir verða fyrstir að ljúka belghnatt- flugi. Búist var við að Fossett og samferðamaður hans freistuðu flug- taks í St. Louis í Missouri í dag eða morgun. Viðræður um Hebron Israelar sagðir tefja Jerúsalem. Reuter. FRELSISSAMTÖK Palestínu (PLO) sögðu í gær að krafa ísra- ela um að fresta brottför frá ákveðnum svæðum á Vesturbakk- anum um tvö ár stæði í vegi fyrir samkomulagi um að afhenda Pal- estínumönnum borgina Hebron að mestu leyti. Dennis Ross, sérlegur friðarer- indreki Bandaríkjamanna í Mið- Austurlöndum, hélt í gær áfram að reyna að miðla málum milli Benjamins Netanyahus, forsætis- ráðherra ísraels, og Yassers Ara- fats, forseta Palestínumanna. David Bar-Illan, talsmaður Net- anyahus, sagði í gær að ísraelar og PLO væru sammála um flest atriði, en greindi á um hvað ætti að fylgja í kjölfarið á samkomulagi um Hebron. Vilja frestun Bar-Illan staðfesti að ísraelar vildu fresta því að kveðja ísraelska herinn brott frá þremur stijálbýl- um svæðum á Vesturbakkanum þannig að síðasta svæðið verði yfirgefið 1999. Samkvæmt sam- komulaginu, sem ísraelar og Pal- estínumenn undirrituðu í Was- hington árið 1995 um sjálfstjórn Palestínumanna, á brottflutningi ísraelsks herliðs að vera lokið 7. september á þessu ári. í því sam- komulagi er einnig kveðið á um að leiða eigi friðarferlið til lykta með lokasamkomulagi árið 1999. Vilja ísraelar nú að brottflutningn- um frá strjálbýlu svæðunum Ijúki á sama tíma. Reuter Jólasveinn- inn og Frosti afi hittast JÓLASVEINNINN, öðru nafni Heilagur Nikulás, heimsótti rússnesk börn á jólaballi sem haldið var í Kreml í gær en hann fullyrti að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi til Rússlands. Hitti jólasveinninn þar Frosta afa, sem gengir svip- uðu hlutverki í rússnesku jóla- haldi, og voru þeir félagar sam- mála um að ástæða væri til að útbreiða anda jólanna, ekki að- eins um jól, heldur aðra daga ársins. í gær, 7. janúar, var komu jólanna fagnað, samkvæmt tímatali rétttrúnaðarkirkjunn- ar. Ekki eru nema fimm ár síðan jóladagur varð frídagur í Rúss- landi. Major, forsætisráðherra Bretlands, boðar stöðugleika nái hann endurkjöri London. Reuter. Valið stendur um skin eða skúrir Virðist ætla að taka kosningabaráttu Clintons sér til fyrirmyndar JOHN Major hóf í gær skipulega baráttu fyrir því að Ihaldsflokkur- inn haldi velli í þingkosningum, sem fram verða að fara í síðasta lagi 22. maí nk. Efndi hann til blaða- mannafundar sem þótti að umgjörð allri minna á vel- heppnaða fundi Bills Clintons er hann barðist fyrir endurkjöri sem for- seti Bandaríkjanna sl. haust. Lagði Major áherslu á áframhaldandi stöðugleika og sagði umbætur í mennta- og heilbrigðismálum myndu njóta forgangs á næsta kjör- tímabili. Sagði hann efnahagslega uppsveiflu og ótta Breta við stjórn- lagaumrót myndu auðvelda Ihalds- flokknum að hafa sigur í fímmtu þingkosningunum í röð. Major lagði áherslu á þijú mál, sem búist er við að verði helstu kosningamál íhaldsflokksins; efna- hagsmálin, Evrópumálin og stjórn- arskrárumbætur. Snupraði hann andstæðinga Evrópusambandsað- ildar í flokknum með því að segja, að engin rök væru fyrir því að Bretar hættu þátttöku í ESB. Major sagði árangur stefnu íhaldsflokksins í efnahagsmálum vera farinn að skila sér í aukinni hagsæld og væru efnahagshorf- urnar mjög bjartar. „Það væri fár- ánlegt að glata þeim tækifærum sem bíða. Efnahagslega blasa tveir valkostir við þjóðinni, grátur eða hlátur. Ég vona og trúi að þegar í kjörklefann kemur velji menn frekar skin en skúrir,“ sagði Maj- or. Kvað hann Verkamannaflokk- inn ekki trúverðugan til að takast á við efnahagsmálin. Stefna flokksins fæli í sér skattahækkanir og aukið atvinnuleysi. Boða stjórnarskrárbreytingar Bæði Verkamannaflokkurinn og fijálslyndir demókratar hafa boðað umfangsmiklar stjórnarskrár- breytingar, m.a. gerð réttindaskrár þegnanna, sérstök þing fyrir Skot- land og Wales og jafnvel hlutfalls- kosningar til þings. Major sagði íhaldsflokkinn ekki andvígan stjórnlagaumbótum en sakaði mót- flokkana um að viðra „fífldjarfar" og „skaðvænlegar“ breytingar ein- göngu breytinganna vegna. Eftir er að sjá, hvort kjósendur kaupi boðskap Majors á næstu mánuðum, en íhaldsflokkurinn nýtur um 20% minna fylgis en Verkamannaflokkurinn sam- kvæmt nýjustu könnunum. John Major
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.