Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Valgerður Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1919. Hún lést á Landakots- spítala 27. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Lilja Hjartar- dóttir húsfreyja, látin, og Guðmund- ur R. Magnússon bakarameistari. Al- systkini Valgerðar eru þau Margrét, f. 3. desember 1920, og Hjörtur Magnús, f. 6. febrúar 1924. Lilja dó árið 1925 og fór Valgerður þá í fóst- ur til móðurforeldra sinna, Margrétar Sveinsdóttur og Hjartar Jónssonar sem kennd voru við bæ sinn Reynimel við Bræðraborgarstíg. Þau hjón létust bæði árið 1940. Hálf- systkini Valgerðar, börn Guð- mundar og seinni konu hans, Svanhildar Gissurardóttur frá Hvoli í Ölfusi, eru: Gissur Karl, f. 21. júlí 1931, Elsa Unnur, f. 20. maí 1934, og Bragi Krist- inn, f. 15. mars 1942. Valgerður giftist 25. júlí 1942 Hallgrími Jónssyni málarameistara frá Patreksfirði, f. 18. desember 1910, d. 21. september 1984. Valgerður og Hallgrímur eign- uðust fjórar dætur sem eru: Móðuramma mín, Valgerður Guðmundsdóttir, var fyrsta bam foreldra sinna, Lilju Hjartardóttur og Guðmundar R. Magnússonar sem oft var kenndur við konfekt- gerðina Fjólu. Alsystkini hennar, Margrét og Hjörtur fæddust 1920 og 1924. Þau nutu móður sinnar ekki lengi, því Lilja lést árið 1925, aðeins þrítug að aldri. Amma ólst þá upp hjá móðurforeldrum sínum, Margréti Sveinsdóttur og Hirti Jónssyni. Hún flutti ekki langt, því þau bjuggu í Reynimel við Bræðra- borgarstíg, skammt frá foreldra- húsum hennar, Bjargi við Sellands- stíg. Reynimelur var upphaflega steinbær, sem ekki er lengur til, en síðar byggðu þau timburhús við hlið steinbæjarins og stendur það enn. Þar óx amma mín upp og var hún í nánum tengslum við móður- > systkini sín átta og fjölskyldur þeirra. Einnig var mjög kært með henni og alsystkinum hennar, Hirti og Margréti, auk þess sem hún 1) Lilja, f. 18. nóvem- ber 1943, gift Sig- urjóni Þórarins- syni. Börn: Val- gerður Bragadótt- ir, f. 7. ágúst 1965, gift Steinþóri Sig- urðssyni, þau eiga tvær dætur, As- gerði og Sólveigu; Bryndís Siguijóns- dóttir, f. 19. desem- ber 1972v hennar sonur er Árni Val- ur; Kristín Sigur- jónsdóttir, f. 7. febrúar 1974, sam- býlismaður Sigurjón Sigurðs- son. 2) Þórdís Olöf, f. 17. apríl 1946, hennar börn eru: Halla Skúladóttir, f. 10. desember 1966, maður hennar er Jón Garðar Henrýsson, dóttir þeirra er Marín; Hallgrímur Þór Þórdísarson, f. 8. febrúar 1972; og Halldís Eva Ágústs- dóttir, f. 28. febrúar 1985. 3) Sigríður Ásta, f. 4. janúar 1950, dóttir hennar er Silja Krisljáns- dóttir, f. 17. mars 1980. 4) Mar- grét f. 5. ágúst 1954, d. 26. júní 1980. Valgerður var lengst af húsmóðir, en vann rúmlega 25 ár á Læknastofunni á Háteigs- vegi 1. Utför Valgerðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in kiukkan 13.30. hélt alltaf góðu sambandi við föður sinn, seinni konu hans og hálfsystk- ini sín. Hún gekk í Miðbæjarskólann eins og önnur börn í Vesturbænum og síðar í Kvennaskólann. Að loknu kvennaskólaprófi vann hún ýmis störf, einkum þó í bakaríi móður- brópur síns, Sveins Hjartarsonar. Árið 1940 verða kaflaskil í lífi ömmu. Snemma þetta ár létust bæði afi hennar og amma. Sagt er að þau hjónin hafi verið samstiga í flestum hlutum og önduðust þau nú með aðeins tveggja mánaða millibili. Haustið 1941 hélt amma burt frá Reykjavík þar sem hún hafði alist upp og nú var ferðinni heitið til ísaQarðar þar sem hún stundaði nám í húsmæðraskóla. Að námi loknu hélt hún svo til Patreks- fjarðar þar sem móðursystir henn- ar, Sigríður, bjó ásamt manni sínum og dætrum. Var amma þar hjá henni í vist. Á Patreksfirði kynntist amma væntanlegum eiginmanni sínum, Hallgrími Jónssyni, og gengu þau í hjónaband árið 1942. Hallgrímur afi var fæddur á Patreksfirði árið 1910, sonur Jóns M. Snæbjörnsson- ar og Sigríðar Bachmann. Hann var símstöðvarstjóri og sinntu þau amma því starfi bæði um tíma. Amma var hjálpsöm og þegar mik- ið lá við kom hún ætíð til hjálpar. Á Patreksfirði var lífsbaráttan oft hörð, um tíma var litla sem enga mjólk að fá í plássinu og var það sérlega bagalegt fyrir nýbura. Amma sem vildi leggja sitt af mörk- um lét sig því ekki muna um að gefa tveimur börnum bijóst, auk eigin barns. Árin á Patreksfirði urðu rúmlega tíu og þar eignuðust amma og afi þijár af fjórum dætr- um sínum, Lilju, Þórdísi Ólöfu og Sigríði Ástu. Sú fjórða, Margrét, bættist svo í hópinn árið 1954, en þá var fjölskyldan flutt til Reykja- víkur. Til að byija með var afi á sjó en eftir það starfaði hann sem húsamálari og loks hjá Fasteigna- mati ríkisins. Amma var fyrst eftir komuna til Reykjavíkur einkum heimavinnandi þó hún tæki að sér saumaskap af og til. Hún saumaði á þessum árum einnig allar flíkur á heimilisfólk auk þess að sinna stóru heimili eins og flestar konur gerðu á þeim tíma. Árið 1968 hóf hún störf á læknastofunni við Há- teigsveg 1 og starfaði þar alls í rúmlega 25 ár, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Undirrituð, elsta barnabarn ömmu og afa, var svo lánsöm að búa á heimili þeirra fyrstu árin. En þó ég flytti burt var alltaf rúm fyr- ir mig hjá þeim og voru samveru- stundirnar ófáar. Amma og afi höfðu gaman af barnabörnum sín- um og síðar átti amma eftir að hafa yndi af bamabarnabömunum fjórum. Oft var farið í ferðir niður á höfn að skoða skipin, upp í sveit eða bara verið heima að drekka kakó og borða nýbakaðar kleinur. Það var oft glatt á hjalla og mann- margt. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég var einu sinni lasin og lá í rúminu, nýorðin læs og lét mér leiðast. Komu þá amma og afi stormandi með bókasafnsbækur til að stytta mér stundir og eignaðist ég þar mitt fyrsta bókasafnsskír- teini sem mikið var notað upp frá því. Afi dó árið 1984, 74 ára að aldri. Áður höfðu þau hjón misst yngstu dóttur sína, Margréti, sem lést að- eins 26 ára gömul. Fráfall hennar var þeim afar þungbært. Eftir að afi dó bjó amma áfram í íbúð þeirra á Kleppsveginum, vann á lækna- stofunni til ársins 1993 og sinnti þess á milli aðaláhugamáli sínu, handavinnu. Henni leið ekki vel án þess að hafa eitthvað að pijóna eða hekla og skipta vettlingarnir, sokk- VALGERÐUR GUÐ- MUNDSDÓTTIR arnir, lopapeysurnar, teppin og allt það sem eftir hana liggur vafalaust þúsundum. Hún las einnig mikið, þ.á m. talsvert á ensku og dönsku þó aldrei færi hún út fyrir landstein- ana. Það var gaman að spjalla við ömmu, hún var sannkölluð vinkona. Samtöl okkar voru bæði löng og mörg í gegnum tíðina, við töluðum um allt milli himins og jarðar og það var sérlega gaman að heyra hana rifja upp gamlar minningar úr uppvexti sínum og segja frá fólk- inu sínu. 75 ára gömul veiktist amma og eftir það náði hún aldrei fullri heilsu aftur, þó hún ætti margar ágætar stundir siðustu tvö árin. Síðustu átta mánuðina dvaldi hún á Landa- kotsspítala þar sem afar vel var hugsað um hana. Hún kvaddi þenn- an heim 27. desember sl. á Landa- koti, komin aftur í Vesturbæinn þar sem hún fæddist, umvafin sínum nánustu á hátíð ljóss og friðar. Þegar ég kveð elskulega ömmu mína er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hana að í rúm 30 ár og njóta alls þess sem hún hafði að gefa. Það er ómetanlegt. Valgerður Bragadóttir. Mig langar að minnast Gerðu tengdamömmu með örfáum orðum. Vegir okkar lágu saman þegar ég kynntist Lilju dóttur hennar. Það sem vakti strax athygli mína var hversu viðræðugóð hún var og vammlaus. Heimili þeirra í Háa- gerðinu var látlaust og vingjarnlegt og stóð opið gestum og gangandi alla daga. Það sem var nýtt fyrir mér í heimilisháttum var kvöldkaffið, sem var fastur liður á hveiju kvöldi. Þar kom saman öll fjölskyldan, Gerða og Halli, dæturnar Lilja, Dísa, Sigga og Manga ásamt tengdason- um og vinum. Yfir ijúkandi kaffi og meðlæti var setið við eldhúsborð- ið og skrafað og skeggrætt fram eftir kvöldi, allt í mesta bróðerni. Gerða stjanaði við borðsgesti, en tók einnig þátt í umræðum. Hún var í senn víðsýn og víðlesin, þann- ig að oftar en ekki gat hún miðlað okkur, sem yngri vorum og óreynd- ari, ýmsum fróðleik um menn og málefni. Gerða hafði mjög gott minni og bjó yfir mjög sérstæðum eiginleik- um, sem voru fólgnir í því, að hún gat sinnt mörgum hlutum í einu án þess að tapa áttum. Þessi eigin- leiki vakti oft furðu mína. Sem læknaritari til margra ára nýttust henni vel þessir fágætu hæfileikar, bæði læknunum og sjúklingum þeirra til góðs. Mér undirrituðum reyndist hún alla tíð afar vel og horfði framhjá mörgum yfirsjónum. Ekkert var henni fjær en að setja sig í dómara- sæti og tók hún með æðruleysi og þolinmæði því sem að höndum bar. Hún var vakin og sofin yfir velferð dætra sinna og barnabarna, sýndi þeim ástúð og hlýju, sem vissulega var endurgoldin. Nægan afgang hafði hún ávallt af hjartahlýju og umhyggju handa þeim, sem minna máttu sín, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Með andláti Valgerðar hefur kvatt okkur mikilhæf og góð mann- eskja. Lánsamir voru þeir sem nutu hennar samfylgdar. Hvíldu í friði, elsku Gerða. Sigurjón Árni Þórarinsson. Nú er hún elsku amma okkar dáin, hún amma í Háó, eins og við kölluðum hana alltaf. Amma og afi bjuggu í Háagerði þegar við munum fyrst eftir okkur og voru þau okkur afar góð og hjá þeim var gott að vera. Seinna fluttu þau á Kleppsveg og eftir að afi dó bjó amma ein en alltaf var jafngott að koma til henn- ar, en mikið söknuðum við afa. Hann var svo kátur og skemmtileg- ur. Amma hóaði gjarnan í okkur þegar stóð til að steikja kleinur og þá var nú fjör því ekki voru klein- urnar allar mótaðar á hefðbundinn hátt heldur fengum við að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Við áttum margar góðar stundir með ömmu. Amma hafði einn merkilegan hæfileika, hún gat prjónað, horft á sjónvarpið og hlust- að á framhaldssögu í útvarpinu samtímis! Við höfum engan séð leika þetta eftir. Ótal minningar streyma fram er hugsað er til ömmu. Minnisstætt er þegar við fjölskyldan brugðum okkur til útlanda og hundarnir okk- ar áttu að fara á hundahótel, það tók amma ekki í mál, heldur tók sig til og flutti inn í húsið og annað- ist þá á meðan við vorum í burtu. Eftir að amma fékk heilablæð- ingu 75 ára gömul missti hún hæfi- leikann til að lesa sem hafði verið hennar yndi alla tíð. Ef einhver hafði á orði að skrýtið væri að sjá hana án bókar eða blaðs þá var svarið stutt og laggott: „Ætli ég sé ekki búin að lesa nóg!“ Amma var síðustu mánuði ævi sinnar á deild 1A á Landakoti og reyndist starfsfólkið henni afar vel og erum við þakklátar frábæru starfsfólki fyrir hversu vel henni leið þar. Amma er okkur horfin sjónum en minningin um hana, styrk henn- ar og þrek í veikindunum er okkur dýrmætt veganesti. Minningin um hana lifir. Bryndís og Kristín Sigurjónsdætur. Hólmfríður Mekkinósdóttir fæddist í Reykjavík 24. nóvember 1923. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Dagmar Þorláksdóttir, f. 23. júlí 1899, d. 10. júlí 1973, og Mekkinó Björnsson kaup- maður í Reykjavík, f. 17. júlí 1900, d. 2. febrúar 1963. Bræður hennar eru Björn, f. 23. maí 1926, Gunnar, f. 10. maí 1927, d. 4. janúar 1991, og Magnús, f. 16. júní 1928, d. 15. febrúar 1990. Hinn 25. maí 1958 giftist Hólmfríður Eiríki Ketilssyni stórkaupmanni, f. 29. nóvem- ber 1924, sonur Guðrúnar Ei- ríksdóttur veitingakonu frá Grindavík, f. 17. desember 1888, d. 18. júní 1973, og á hann einn, son Ásgeir Hannes, f. 19. maí 1947, kvæntan Valgerði Hjartardóttur, f. 12. mars 1951, en þeirra börn eru Sig- ríður Elín (1976), Sigurður Hannes (1982) og Sigrún Helga (1989). Dæt- ur Hólmfríðar og Eiríks eru: 1) Guð- rún Birna, f. 4. október 1958, sonur hennar og Bjarna Guðbjörnssonar, f. 25. október 1953, er Eiríkur Húni, f. 23. október 1984. 2) Dagmar Jóhanna f. 20. febrúar 1961. Hólmfríður stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík 1943, Centenary Junior College í New Jersey 1943-1945, og í húsmæðraskóla í Danmörku 1946-1947. Hún lærði hár- greiðslu í Bandaríkjunum 1957. Hólmfríður starfaði sem flug- freyja hjá Loftleiðum árin 1947-1957 og rak hárgreiðslu- stofu í Reykjavík árið 1958 ásamt Minnu Thorberg, og rak seinna Bókabúð Hlíða í Reykja- vík. Hólmfríður Mekkinósdóttir verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er borin til moldar Hólm- fríður Mekkinósdóttir fóstra mín og var hún á brott kölluð í fullu fjöri á fögrum degi í sínu eftirlætis umhverfi. Við lofum alföður og þökkum fyrir að heimferðin var skjót og henni hlíft við löngu og ósigrandi stríði. Hann einn ræður himnaför. Föður mínum var hans mesta gæfustund að kvænast Fríðu á sín- um tíma og njóta umhyggju hennar og ástar frá þeim degi. Hún helg- aði fjölskyldunni allt sitt líf og að leiðarlokum vill lítill fóstursonur þakka fyrir sig. Fyrir sig og sína. Tengdadóttur og ömmubörnin þijú sem nú sjá á bak ömmu sinni Fríðu. Eftir ríkir djúpur söknuður og fögur minningin. Megi alfaðir styrkja þá sem sakna í dag og syrgja uns endur- fundir verða hinum megin. Ásgeir Hannes. Þegar hringt var til mín og mér tilkynnt um lát vinkonu minnar, komu upp í hugann minningar frá 50 ára vináttu okkar. Vinskapur okkar hófst í maí árið 1948 þegar Fríða hóf störf hjá Loftleiðum hf. en ég hafði byijað þar átta mánuð- um áður. Við vorum saman í áhöfn- inni, sem fór fyrsta áætlunarflug Loftleiða hf. til New York í ágúst 1948, en það var sögulegt þar sem það var fyrsta áætlunarflug Loft- leiða hf. til Vesturheims. í starfi sínu sem flugfreyja var Fríða mjög dugleg og samviskusöm og vildi félagi sínu allt hið besta. Síðan tók hjónabandið við og eign- aðist Fríða tvær yndislegar dætur og eitt barnabarn, sem var sólar- geisli afa og ömmu. Fríða helgaði sig fjölskyldu sinni og var þar stoð og stytta. Fríða var sérlega trygglynd og elskuleg og ávallt hrókur alls fagnaðar á góðri stund enda var hún vinamörg. í byijun desember sl. áttum við gömlu vinkonurnar yndislega stund saman á árlegum jólafundi Sval- anna, þar sem Fríða naut sín vel og er ánægjulegt að minnast henn- ar þannig. Fríða mín, ég mun ætíð sakna þín og þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman. Ég og fjölskylda mín sendum eiginmanni, dætrum og dóttursyni og öðrum ástvinum samúðarkveðjur okkar. Blessuð sé minning góðrar vin- konu. Sigríður Gestsdóttir (Siggý). Kæra vinkona, aðeins nokkur kveðjuorð, þar sem ég get því mið- ur ekki verið við jarðarförina. Margs er að minnast frá 43ja ára kynnum, en þá fórst þú með mig i reynsluferðirnar tvær, sem nújafn- gilda sex vikna flugfreyjunám- skeiði. Þú varst yfirflugfreyja Loft- leiða hf. og barst þann titil með sóma, falleg framkoma, ve! mennt- uð og traustur og góður félagi. Þú varst hvatamaður að stofnun Flugfreyjufélagsins. Við vorum nokkrar freyjur boðaðar á þitt fal- lega heimili á Laugavegi 33 til skrafs og ráðagerða og var stofn- fundurinn svo haldinn 30. des. 1954 og var félagatalan 15. Þú fylgdist vel með gangi félagsins og síðar mættir þú með okkur við hátíðleg tækifæri hjá Svölunum, félagi fyrr- verandi freyja. Við erum nokkrar vinkonur þakklátar fyrir ánægju- legt kvöld, sem við nutum saman í byrjun jólaföstu. Það var okkar síð- asta kvöldmáltíð saman. Guð styrki fjölskyldu þína og vini. Ándrea Þorleifsdóttir. HOLMFRIÐUR MEKKINÓSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.