Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Enn um íslenska tónlist á Rás 2 Magnús Steinar Kjartansson Berg Björn Þórir Arnason Baldursson MAGNÚS Einarsson, tónlistar- stjóri Rásar 2, ritar bréf til Morgun- blaðsins þann 4. og 18. desember sl. þar sem hann veitist að okkur fjórmenningum fyrir að hafa gerst svo djarfir að spyijast fyrir um það í bréfi hvaða stefnu ljósvakamiðlar á íslandi og þá Ríkisútvarpið fylgi. Þessar fyrirspurnir eru til komnar vegna lágs hlutfalls íslenskrar tón- listar hjá þessum miðlum en erlend tónlist var á bilinu 83-95% á árinu 1995. Ekkert sem Magnús hefur sagt breytir þeirri staðreynd og tölur sem hann birti fyrir þetta ár eru hinar sömu og við höfum not- að. Magnús bendir hins vegar á það í bréfi sínu hinn 18. desember að á fyrstu þrem ársfjórðungum þessa árs hafi spilun íslenskrar tón- listar aukist hjá Rás 2 þannig að hún er 27,72% fyrir þetta tímabil á móti 17,62% fyrir allt árið 1995. Þetta er fagnaðarefni og sérstak- lega þar sem má fullyrða að spilun á síðasta ársfjórðungi mun væntan- lega verða enn meiri. Helsta skýr- ingin á því hvers vegna spilunin tekur svona stórt stökk upp á við er sú að á þessu ári var tekinn í notkun svokallaður miðlari (select- or) sem er tölvustýrt val á spilun. Þessi miðlari sér um meginval tón- listar allan sólarhringinn en þó fyrst og fremst kvöld- og nætur- spilun sem áður hafði svo til ein- göngu verið sinnt með spilun er- lendrar tónlistar. Þó þessi aukning komi þannig að mestu ieyti fram í næturdagskrá stöðvarinnar ber samt að fagna henni sem áfanga í rétta átt. Magnús er greinilega stoltur yfir þessum tölum og er það vel. Hann hefur þó alla möguieika á að verða enn stoltari því Rás 2 getur gert miklu betur hvað varðar spilun íslenskrar tónlistar. Skrif Magnúsar hafa einkennst af varnarviðbrögðum og yfirlæti. Honum hefur fundist meiri ástæða til þess að veitast að okkar persónu- lega með aðdróttunum og ögrunum en fjalla um málefnið. Við sjáum ekki ástæðu til að svara slíku enda erum við að leita eftir góðu og já- kvæðu samstarfi við forráðamenn ljósvakamiðlanna en ekki að standa í illvígum eða persónulegum deilum við einn eða neinn. Vonandi getur hann verið sammála okkur um að Rás 2 og aðrir ljósvakamiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að efla sjálfsímynd þjóð- arinnar og að því verði þjónað með samstarfi þeirra aðila sem koma að hinum skapandi útgáfulega og dreifíngarlega þætti íslenskrar tón- listar til þjóðarinnar. Okkur finnst samt ástæða til þess að benda á og ieiðrétta eftirfarandi: Afrit af bréfi okkar til ljósvakamiðla var ekki sent til íjölmiðla fyrr en eftir að viðtal hafði birst við Magn- ús Einarsson í Helg- arpóstinum þann 14. nóvember sl. í þessu viðtali fer Magnús mikinn, telur íslenska tónlist upp til hópa vonda og fullyrðir að útgefendur séu að hafa flytjendur og höfunda að fíflum, þar sem gjöld vegna aukinnar spilunar á íslenskri tónlist renni beint í vasa hljóm- plötuútgefenda. Þessa villu endurtek- ur Magnús síðan í bréfi til Morgunblaðs- ins þann 4. desember. Staðreyndin er hins vegar sú að útvarpsstöðvar hér sem erlendis greiða gjald til höfunda, flytjenda og útgefenda fyrir flutn- ing og dreifingu tónlistar í útvarpi. Sama gjald er greitt til íslenskra og eriendra aðila. Magnús talar til okkar eins og útgefendum, flytjendum og höf- undum komi ekki við hvernig með- höndlun íslensk tónlist fær á út- varpsstöðvum. Þetta er álíka og ef forstöðumaður barnaheimilis eða uppeldisstofnunar segði við for- eldra að þeim kæmi ekki við hvað gert er með og fyrir börnin eftir að þau komast í umsjá hans. Magn- ús eða starfsfólk Rásar 2 hefur ekki fremur en við einkarétt á gæðamati íslenskrar tónlistar og því sjálfsagt að ætlast til eðlilegra samskipta, umfjöllunar og upplýs- ingastreymis þar sem ljósvakamiðl- arnir taka að sér dreifingu og miðl- un tónlistarinnar til almennings í landinu. Magnús veitist ítrekað að þeim höfundum og flytjendum sem sam- ið hafa og flutt tónlist á ensku og telur slíkt aðför að íslenskri menn- ingu. Þetta sjónarmið á meira skylt við gamaldags kynþáttalega að- skilnaðarstefnu en víðsýni á ofan- verðri tuttugustu öld. Þá er það Við leggjum til, segja Magnús K]'artansson, Steinar Berg, Björn Arnason og Þórir Baldursson, að Rás 2 hefji nýtt ár með því að sýna viijann í verki og spili 50% íslenskt efni í janúar og febrúar 1997. kaldhæðnislegt að maður sem stað- ið hefur fyrir rúmlega 83% spilun enskumælandi tónlistar í Ríkisút- varpinu skuli hæða þá íslenska tón- listarmenn sem sett hafa stefnuna á alþjóðamarkaði og meina þeim flutning tónlistar sinnar á heima- markaði. „Formennirnir fara djarflega út af laginu og taka sér eiginlega orlof frá almennri skynsemi þegar þeir halda því fram að Ríkisútvarp- ið hafi lagalegum skyldum að gegna varðandi framgang íslensks tónlistariðnaðar. Sá lagatexti er ekki til.“ Þessi fullyrðing Magnúsar er með endemum og er ekki annað að sjá en að hann telji íslenska tónlist ekki vera hluta af íslenskri menningu. Nema hann vilji færa fyrir því rök hvað aðgreinir íslenska tónlist frá íslenskum tónlistariðn- aði? Þá viljum við vekja athygli á þeirri staðreynd að þegar fólk hringir inn á Rás 2 og biður um óskalög eru íslensk lög yfirgnæf- andi meirihiuti. Kann að vera að Rás 2 sé ekki að þjóna hlustendum sínum sem skyldi? Áður en Magnús hóf bréfaskrift- ir sínar hringdum við til hans og báðum hann um fund vegna þess- ara mála jafnframt því sem við vildum leggja fram tillögu til Rásar 2. Þessari beiðni var hafnað og okkur boðið að leggja tillöguna fram skriflega. Hér kemur hún: Við leggjum til að Rás 2 heiji nýtt ár með því að sýna viljann í verki og spila 50% íslenskt efni í janúar og febrúar 1997. Gífurlega mikið hefur komið út af nýrri og góðri íslenskri tónlist á undanförnum 6-10 vikum. Aðeins lítill hluti þessara laga hefur fengið spilun svo nokkru nemi hjá Rás 2. Undanfarin ár hefur borið á þeirri tilhneigingu hjá útvarpsstöðvum að dæma í byijun nýs árs alla íslenska útgáfu gamla sem kemur út fyrir jól. Með því að verða við þessari tiilögu okkar tekur Rás 2 upp merki íslenskrar tónlistar í ljósvakamiðl- um á afgerandi og leiðandi hátt. Fordæmi eru fyrir því að Rás 2 hafi gert skuldbindingu af þessu tagi og má þar minna á íslenskt tónlistarsumar sem var samstarfs- átak Rásar 2 og aðila tónlistariðn- aðarins fyrir 5 og 6 árum. Til stendur að veita íslensk tón- listarverðlaun 20. febrúar nk. og einnig er áætlað að halda málþing um stöðu íslenskrar tónlistar fyrir þann tíma. Þar mun væntanlega gefast tækifæri til þess að ræða á hvem hátt höfundar, flytjendur og útgefendur geta í samvinnu við ljósvakamiðlana sem best unnið að framgangi og eflingu íslenskrar tónlistar og tónlistariðnaðar til frambúðar. Með von um jákvætt svar og góða samvinnu um þessi mál á nýju ári. F.h. FÍHBjörn Árnason F.h. STEFs Magnús Kjartansson F.h. SHF Steinar Berg ísleifsson F.h. FTT Þórir Baldursson Enn um Tómas Meðal annarra orða Guðspjall það sem kennt er við Júdas Tómas, segir Njörður P. Njarðvík, er meðal elstu heimilda um boðskap Krists. ÞAÐ hefur ekki verið siður í þessum pistlum að fjalla oftar en einu sinni um sama efni, að minnsta kosti ekki á sama hátt, né að svara athugasemdum annars staðar frá. En að þessu sinni stendur sérstaklega á vegna umfjöllunar minnar um Tómasarguðsþjall í síðasta pistli. Illugi Jökulsson hefur skrifað mér að hann hafí snarað Tómasarguðspjalli á ís- lensku og lesið það i útvarpsþætti fyrir nokkrum árum. Þá skrifar mér Jón Svein- björnsson prófessor í guðfræði að bókin sem ég kynnti í pistlinum The Complete Gosp- els, Robert J. Milier editor, Harper San Francisco, hafí verið hliðsjónarbók í guð- fræðideild Háskóla íslands frá því að hún kom út. Enn fremur segir Jón að íslenskur guðfræðingur að nafni Jón M. Ásgeirsson sé að þýða Tómasarguðspjall og komi þýðing hans væntanlega út á þessu ári. Þetta hafði reyndar faðir þýðandans sagt mér einnig í símtali, en Jón M. Ásgeirsson hefur verið í framhaldsnámi í koptískum fræðum í Kali- fomíu og þýðir beint úr koptísku. Þetta eru góð tíðindi og vonandi að við fáum vandaða þýðingu á þessum merka texta, sem er með allra elstu heimildum um kenningar Krists. Og svo birtist lesandabréf hér í Morgunblað- inu frá guðfræðingnum Friðriki Schram á sjálfan aðfangadag jóla, en þar kveður við nokkuð annan tón, tón hins biblíufasta manns. Leit að upphafi í raun snýst þetta mál um leit að þekk- ingu á upphafi kristindóms, um leit að vitn- eskju um hina sögulegu persónu Jesú. Því að Kristur er tvennt og þó eitt, söguleg persóna, maður, og hinn andlegi Kristur. Hvað vitum við og hvað vitum við ekki? Þegar hinir svokölluðu kirkjufeður (bisk- upar og guðfræðingar fomkirkjunnar er aðhylltust kenningar Páls frá Tarsus, sem nefndur hefur verið postuli) völdu efni Nýja testamentisins, þá ritskoðuðu þeir í reynd þær heimildir er til voru, vinsuðu úr og höfnuðu sumu. Þetta tók langan tíma, allt fram til u.þ.b. 400 e.Kr. Um þetta er notað hugtakið canon, þ.e. safn rita sem viður- kennt er að eigi heima í heilagri ritningu, viðurkennt af forystumönnum vesturkirkj- unnar á þeim tíma (um þetta má m.a. fræð- ast í The Oxford Companion to the Bible, bls. 98-104.) En þó að þessir menn hafí komið sér saman um að ákveðin rit skuli eiga heima í Nýja testamentinu og önnur ekki, þá fer því fjarri að þessi rit séu að öllu leyti samstæð. Þeir sem lesa guðspjöllin með athygli, komast fljótt að því, að þeim ber alls ekki alltaf saman. Að lokinni jólahá- tíð nægir ef til vill að minna á frásagnir Mattheusar og Lúkasar af fæðingu Krists. Þar ber svo mikið á milli, að erfítt er að skilja að þær geti báðar verið réttar. Nútíma guðfræðingar, sem að undanförnu hafa rannsakað guðspjöllin á gagnrýninn hátt (einkum í Bandaríkjunum), hafna mikl- um hluta þeirra sem sögulegum staðreynd- um og telja þau bera sterkan svip helgi- sagna, - en það var einmitt ein megin- ástæða þess að öðrum ritum um ævi Jesú og kenningar var hafnað á sínum tíma. All- ar götur frá krossfestingu Krists hefur menn greint á um skilning á eðli hans, lífí og boðskap. Og nútíma fræðimenn láta ekki skammta sér heimildir, þeir una ekki endi- lega vali kirkjuleiðtoga á 4. öld, heldur leit- ast þeir við að grafa upp hvaðeina, er getur verið stoð í leit að sögulegum staðreyndum. Kirkjan hefur um aldir haldið fram ákveðnum, opinberum skilningi, og löngum dæmt annað sem villutrú. Slík trú, sem ekki var þóknanleg kirkjuleiðtogum, var öldum saman næg ástæða til að taka menn af lífi með hinum hroðalegustu pyndingum. Meira að segja stóð hin íslenska, lúterska kirkja fyrir því að menn voru brenndir fyrir galdra á 17. öld. Júdas Tómas Jesús átti fjóra bræður, sem hétu Jakob, Jósef, Símon og Júdas og að minnsta kosti tvær systur (Matt. 13:55; Mark. 6:3). Við fráfall Krists tók bróðir hans Jakob við for- ystu safnaðarins, og er hann nefndur St. James á ensku. Þessi söfnuður hefur verið nefndur nasarear, essenar og fleiri nöfnum. Áhrif hans voru einkum við austanvert Mið- jarðarhaf og í Egyptalandi, en áhrif Páls i vestri og urðu ríkjandi í Rómarkirkjunni. Áhrif Jakobs og þeirra bræðra bárust hins vegar frá Egyptalandi til Spánar og þaðan til Irlands, sem skýrir að nokkru hvers vegna írska kirkjan var frábrugðin hinni róm- versku. Ljóst er að kenningar Páls voru mjög frábrugðnar kenningum bræðra Jesú og þeir munu jafnvel hafa litið á hann sem óvin sinn. Þeir lögðu miklu meira upp úr þjóðfélagslegu hlutverki Krists en Páll. Lærisveinninn Tómas, sem svo er nefnd- ur, kemur lítið við sögu í guðspjöllunum og hafa sumir jafnvel getið sér þess til, að_ það sé viljaverk þeirra sem völdu textana. í Jó- hannesarguðspjalli er hann tvívegis nefndur tvíburi (Jóh. 11:15; 20:24). Reyndar er orð- ið komið úr arameísku toma, og merkir ein- mitt tviburi og tæpast talið eiginlegt nafn. En hvað hét hann þá, hver var hann og hvers tvíburi? Tómasarguðspjall hefst á orðunum: „Hér eru hin leyndu ummæli er Jesús sagði og Didymos Júdas Tómas skráði." Didymos merkir einnig tviburi, svo að allmikil áhersla er þarna lögð á tvíburahlutverkið. Og Júdas er þó mannsnafn. Er hann hinn sami og Júdas bróðir Jesú? Því hefur verið haldið fram, og þar með að hann hafi verið tvíbura- bróðir hans, þótt það hljómi ef til vill sem eins konar guðlast í eyrum margra. Meðal kristinna söfnuða í Egyptalandi og Sýrlandi voru notaðir textar þar sem Júdas Tómas kemur fram sem tvíburabróðir Jesú og þeir voru einnig í notkun á Spáni og að því er virðist á írlandi. En hvað sem menn vilja hugsa um slíkar kenningar, þá er ljóst að guðspjall það, sem kennt er við Júdas Tómas er með allra elstu heimildum um kenningar og boðskap Krists og því allrar athygli vert. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.