Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna sendir Flugmálastj órn ályktun
Reykj avíkurflugvelli verði
lokað fyrir stærri þotum
ORYGGISNEFND Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna hefur
beint þeim tilmælum til Flugmála-
stjórnar að ályktun flugráðs um
takmörkun umferðar um Reykja-
víkurflugvöll, sem gerð var í nóv-
ember á liðnu ári vegna bágborins
ástands vallarins, verði hrint í
framkvæmd. Er meðal annars lagt
til að flugvellinum verði lokað fyr-
ir stærri þotum og að settar verði
þungatakmarkanir.
Öryggisnefndin sendi bréf þessa
efnis til Þorgeirs Pálssonar flug-
málastjóra á mánudag og leggur
til eftirtalin atriði; að upplýsingar
um ástand brautanna berist til
flugmanna gegnum flug- og veður-
upplýsingakerfi vallarins frá fiug-
tumi, Flugmálastjórn loki flugvell-
inum fýrir stærri þotum og beini
tilmælum til flugrekenda um að
setja þungatakmarkanir í sam-
ræmi við flughandbók. Auk þess
leggur nefndin til að flugrekendur
takmarki hliðarvindsmörk flugvéla
með tilliti til aðstæðna. Afrit af
bréfínu var sent flugrekendum að
sögn Steinars Steinarssonar for-
manns öryggisnefndar FÍA.
Beðnir að sýna ýtrustu
varkárni
„Flugmálastjórn sendi út bréf
til flugmanna 5. desember síðast-
liðinn þar sem segir að við vissar
aðstæður geti myndast pollar á
flugbrautum Reykjavíkurflugvall-
ar, einkum á suðaustur-norðvest-
urbraut vegna lítils vatnshalla og
því séu flugmenn beðnir um að
sýna ýtmstu varkárni. Þá er bent
á að yfirborð brauta sé víða óslétt.
Þarna kemur ekkert fram sem
flugmenn hér vissu ekki fyrir og
þetta bréf þjónaði litlum öðrum
tilgangi en að búa til geislabaug
yfir Flugmálastjóm, hlekktist flug-
vél á og það mætti rekja til að-
stæðna á vellinum. Flugmálastjórn
og flugrekendur geta ekki annað
en tekið ábyrga afstöðu sem er í
samræmi við ályktun flugi'áðs frá
því í nóvember," segir Steinar.
Skattheimta
án framkvæmda
Ákveðið var við afgreiðslu íjár-
laga fyrir jól að fresta endurbygg-
ingu Reykjavíkurflugvailar og seg-
ir Steinar það sýna að ráðamenn
geri sér ekki ljóst hversu alvarlegt
ástand vallarins sé orðið. Hann
segir ennfremur að flugmálanefnd,
sem skipuð var í febrúar 1984,
hafi komist að þeirri niðurstöðu í
skýrslu, fyrir 11 árum, eða árið
1986, að brýnustu verkefni á flug-
vellinum væru endurnýjun malbiks
á flugbrautum og hlaði, bygging
nýrrar flugstöðvar, flughlaðs og
akbrauta, bygging tækjageymslna
og endurnýjun flugskýla og að-
flugsbúnaðar.
„í framhaldi af störfum nefndar-
innar var samþykkt frumvarp um
flugmálaáætlun og fjáröflun til
framkvæmda í flugmálum. En
vegna mikils niðurskurðar til fram-
kvæmda stendur lítið annað eftir
en skattheimta á flugrekendur og
farþega því við gerð fjárlaga síð-
astliðin ár hefur markvisst verið
seilst í þessa fjármuni. Fram-
kvæmdaáætlun í flugmálum er
engan veginn í samræmi við mark-
mið sem sett voru,“ segir Steinar
að lokum.
Jólatrén
hirten
skreyting-
ar standa
STARFSMENN Reylqavíkur-
borgar hófu að hirða jólatré
af gangstéttum í gærmorgun,
strax að loknum jólum. Ef að
líkum lætur munu þeir safna
saman á annan tug þúsunda
trjáa. Starfsmenn Rafmagns-
veitu Reykjavíkur hafa tekið
niður raflýstar jólaskreyting-
ar á vegum fyrirtækisins í
miðborginni. Var það gert í
fyrrinótt til þess að vinnan
ylli sem minnstri röskun á
umferð í borginni. Vegna
óska borgarbúa voru raflýs-
ingar í trjám á Laugavegi og
í Vonarstræti látnar standa
áfram. „Er það starfsmönnum
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
sönn ánægja að verða við
þeim óskum Reykvíkinga að
skreyta borgina á þennan
hátt,“ segir í tilkynningu RR.
Verður raflýsingin Iátin
standa út þorra.
Morgunblaðið/Þorkell
Hundahald
Obreytt
gjaldskrá
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu Heilbrigðiseftirlitsins um
óbreytta gjaldskrá fyrir hundahald
í ár. Skal greiða eftirlitsgjald kr.
7.400 fyrir hvern hund.
Við leyfisveitingu fyrir hund
skal greiða kr. 8.400, en kr. 12.600
eftir útrunninn frest. Fyrir bráða-
birgðaleyfi skal greiða kr. 2.100.
Við afhendingu hunds sem hand-
samaður er í fyrsta sinn skal greiða
12 þús. krónur en 6 þúsund ef
hundurinn hefur leyfi og ef eftir-
litsgjald og vottorð eru í skilum
við handsömun. Við afhendingu í
annað og þriðja sinn skal greiða
18 þús. kr. Að auki skal greiða
kostnað vegna dvalar eða geymslu
hundsins.
Ef leyfishafi hefur lokið grunn-
námskeiði í hundauppeldi er heil-
brigðisnefnd heimilt að lækka gjöld
samkvæmt gjaldskrá um helming.
Mikil veikindi
í desember
Margir
lengi að
násér
VEIKINDI voru mjög mikil hér
á landi í desember sl. eða um
tvisvar sinnum algengari en
almennt gerist í venjulegum
vetrarmánuði, samkvæmt
skýrslu Læknavaktarinnar sf.
Að sögn Lúðvíks Ólafssonar,
héraðsiæknis í Reykjavík, er
inflúensufaraldur aðalástæðan
fyrir þessum miklu veikindum.
„Inflúensan kom hingað til
lands í byijun desember. Hún
var reyndar heldur snemma á
ferðinni, því yfirleitt stingur hún
sér ekki niður fyrr en eftir ára-
mót. Sjúkdómseinkenni eru hiti,
höfuð- og beinverkir, ræma í
hálsi, sár hósti og svolítill niður-
gángur,“ sagði hann. Lúðvík
benti á að margir hefðu verið
lengi að jafna sig og í sumum
tilfellum hefði hún staðið yfir í
meira en tvær vikur.
Að sögn Sigurðar Guð-
mundssonar aðstoðarlandlækn-
is hefur einungis borið á tveim-
ur tegundum af inflúensu að
undanförnu, bæði af A-stofni
og B-stofni, en eins og alltaf
hafa aðrar veirupestir verið á
ferðinni. „Ástæðan fyrir því
hve fólk er lengi að ná sér af
flensunni, gæti verið sú að
sumir hafa fengið tvær veiru-
sóttir hvora á eftir annarri,"
sagði hann, en lagði áherslu á
að einkenni í kjölfar sumra
þessara veirupesta gætu varað
lengi eða í allt að tvær til þijár
vikur.
Smávægilegar breytingar
Þá sagði Sigurður að áður-
nefndir inflúensustofnar bær-
ust venjulega um heiminn á
hveijum vetri frá austri til vest-
urs. „Breytingin á stofnunum
er yfirleitt smávægileg frá ári
til árs, en þó nægileg til þess
að þeir sem veiktust í fyrra,
geta fengið sjúkdóminn aftur
núna. Ekki verður stórbreyting
á inflúensustofnunum nema á
rúmlega áratugsfresti, en þá
verður fólk alltaf miklu veik-
ara,“ sagði hann.
Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í máli fyrrverandi hjóna
Dæmdur faðir bama sem
getin voru með gjafasæði
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær að maður teldist fað-
ir tvíbura, sem kona hans fæddi
eftir tæknifijóvgun. Hjónin skildu
á meðgöngutímanum og hélt mað-
urinn því fram að konan hefði
gengist undir tæknifrjóvgun að sér
forspurðum.
Málavextir voru þeir, að þar
sem maðurinn var ófrjór eignuð-
ust hjónin barn, sem getið var
með gjafasæði. Þau óskuðu bæði
eftir slíkri aðgerð með skriflegri
yfirlýsingu, þar sem maðurinn
lýsti því sérstaklega yfir að barn
eða börn sem konan fæddi eftir
slíka tæknifrjóvgun myndi hann
á allan hátt og ávallt skoða sem
sitt eigið barn.
Tveimur árum síðar ræddu
hjónin um að eignast annað barn.
Konan varð ólétt öðru sinni, en
þegar skammt var liðið á með-
göngutímann skildu þau hjón.
Konan eignaðist síðan tvíbura.
Maðurinn hélt því fram að hann
hafi ekki samþykkt síðari tækni-
frjóvgunina, enda hafi hann þá
verið óhamingjusamur í hjóna-
bandinu og kominn í samband við
aðra konu, eins og kona hans hafi
vitað. Hann hafi ekki haft hug-
mynd um aðgerðina og verið
brugðið er hann frétti að hún var
barnshafandi, enda talið undirrit-
un samþykkis síns skilyrði fyrir
tæknifrjógvun. Með því að verða
barnshafandi hafí konan viljað
þvinga sig til að vera áfram í
hjónabandi.
Konan sagði að þau hjón hefðu
ákveðið aðgerðina í sameiningu
og maðurinn m.a. fylgt henni til
læknis vegna hennar. Hún hafi
þá talið sig búa í góðu hjóna-
bandi, en tæpum tveimur mánuð-
um frá getnaði hafi maðurinn til-
kynnt lok hjónabandsins og krafist
þess að hún gengist undir fóstur-
eyðingu, sem hún hafnaði. Hann
hafi þá fylgst með meðgöngunni
og lýst yfir áhuga á að ráða ein-
hveiju um nöfn barnanna. Þegar
konan var komin sjö mánuði á
leið, hafi hann hins vegar afneitað
börnunum í fyrsta sinn og sagt
að hann myndi ekki gangast við
þeim.
Var í raun samþykkur
Héraðsdómur taldi, að fyrri
yfirlýsing mannsins, um sam-
þykki við tæknifrjóvgun, hafi ekki
gilt í síðara skiptið og ljóst að
hann hafi ekki samþykkt síðari
aðgerðina skriflega. Hins vegar
hafi hann hringt í lækninn, sem
framkvæmdi aðgerðina og honum
hafi mátt vera ljóst hver tilgangur
konunnar með heimsókn til lækn-
isins var. Ekkert renndi stoðum
undir fullyrðingar mannsins um
að konan hafi vitað að hann væri
óánægður í hjónabandinu og I
sambandi við aðra konu og ekki
væri trúverðugt að konan hafi
viljað eignast annað barn til að
halda í hann í hjónabandinu.
Maðurinn hafi ekki ljáð máls á
því að hann hafi ekki verið að-
gerðinni samþykkur fyrr en sjÖ
mánuðum eftir getnað. Telja yrði
sannað að hjónin hafi tekið sam-
eiginlega ákvörðun um tækni-
fijóvgunina og maðurinn þannig
í raun verið henni samþykkur,
þótt skriflegt samþykki skorti.
Hann teljist því faðir barnanna.