Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ALEXANDER GUÐJÓNSSON + Alexander Guð- jónsson fæddist á Geitagili í Rauða- sandshreppi 12. maí 1905. Hann lést á Sólvangi í Hafnar- firði hinn 27. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 3. janúar. Látinn er vinur minn bg móðurbróðir Alex- ander Guðjónsson eða Alli eins og hann var alltaf kallaður. Hann var eitt af sex móðursystkinum mínum, sem voru auk hans, Sigurbjörn, Marinó, Bjarnveig, Bryndís móðir mín, Ag- ústa og Kristrún sem dó ung. Þau voru af aldamótakynslóðinni, fædd og uppalin á Gili í Örlygshöfn við Patreksfjörð, fluttust flest ung hingað á Reykjavíkursvæðið. Þau voru afburða frændrækin og höfðu þess vegna mikil áhrif á æsku mína og uppvöxt. Áramótin eru alltaf ákveðin tíma- mót í lífi manns, og með söknuði m-or árið kvatt sem aldrei kemur aft- ur. Eins finn ég nú á nýársdag fyr- ir miklum söknuði og ákveðnum kaflaskiptum í lífi mínu vegna þess að Alli er síðastur til að kveðja þennan heim af þessu góða frænd- fólki mínu. Ég laðaðist öðrum frem- ur að Alla. Kannski var ástæðan sú, að ég var ákaflega smávaxinn langt fram á táningsaldurinn og hafði af þessu miklar áhyggjur. En móðir mín sagði ávallt: „Hafðu ekki áhyggjur af því, væni minn, hann bróðir minn var líka svona seinn að stækka." Þetta virkaði ágæt- lega, ég þurfti ekki annað en að hugsa til Alla frænda til að róast, en hann var í góðu meðallagi á hæð og bæði fríður og myndarlegur. Alli fór í vélstjóranám og var á togurum fyrstu starfsárin sín. Þegar ég fór að muna eftir honum var hann kominn í land og rak í félagi við annan, blikksmiðjuna Dverga- stein í Hafnarfirði en þangað flutti hann þegar hann giftist henni Júllu sinni, sem var ættuð úr Hafnarfirði. Alli var greiðvikinn, sem drengur fór ég margar ferðir suður í Hafnarfjörð með föður mínum til að fá húsaskjól og hjálp Alla við að gera við bílinn. Alli var félagslyndur og starfaði í ~mörgum félögum og var kosinn til trúnaðarstarfa í þeim flestum. Hann var jafnaðarmaður eins og þeir ger- ast bestir og var mikill málsvari fé- lagshyggjunnar. Alli var fisknasti maður sem ég hef kynnst. Ég hef oft hug- leitt af hverju hann var svona fiskinn. Ástæð- umar eru efalaust margar. Hann var kominn með mikla reynslu þegar ég fór að veiða með honum. Honum virtist í blóð borið þetta veiðimann- seðli. Hann notaði jöfn- um höndum spún, maðk og flugu, þó að flugan væri hans uppá- halds agn. En það sem ég held að hafi ráðið úrslitum, var að hann var svo fádæma iðinn. Ég minnist þess ekki að hafa komið að Alla við vatn öðruvísi en að línan hjá honum hafi verið útí. Ég fór stundum með honum ásamt fleirum í laxveiðiferðir og ávallt var félags- veiði með okkur og aldrei man ég eftir að ekki hafi veiðst fyrir veiði- leyfunum og oftast var það mest Alla að þakka. Oft kom fyrir í þess- um veiðiferðum að einhveijum gekk illa, hafði kannski ekki fengið neinn fisk þegar líða tók á veiðiferðina. Þá hafði Alli ætíð forgöngu um að viðkomandi fengi að veiða á bestu veiðisvæðunum á besta tíma dags- ins til að enginn færi nú fisklaus heim. Alli giftist 25. október 1930 Sig- rúnu Júlíu Sigurbjömsdóttur og lifðu þau í ástríku hjónabandi alla tíð. Þau misstu frumburð sinn Guð- jón nokkmm dögum eftir fæðingu, en eignuðust síðan þrjár dætur, Aðalheiði, Huldu og Svanhildi, sem allar eru giftar og eignuðust þau 30 afkomendur. Þau voru svo lán- söm að fá að lifa í skjóli dætra sinna saman fram í háa elli. Því miður dró ský fyrir sólu þegar Júlla lést 7. október sl. Eftir það fór að draga af Alla þar til hann lést 27. desem- ber sl. Hann hreinlega gat ekki lif- að án hennar Júllu sinnar. Það er mikiii harmur kveðinn að dætrunum og fjölskyldum þeirra en það er huggun í harmi að hafa átt svona ágæta foreldra og fá að njóta þeirra svona lengi. Við Dunna sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Rúnar Guðbjartsson. Að morgni 27. desember fékk ég þá fregn að vinur minn og sam- starfsfélagi, hann Alexander, væri látinn. Mig setti hljóðan um stund, og ég rifjaði upp þá tíð er kynni okkar Alexanders hófust. Var ég \ t Etskuleg móðir okkar, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 120, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala föstudag- inn 27. desember 1996, verður jarð- sungin frá Áskirkju í dag, miðvikudaginn 8. janúar 1997, kl. 13.30. Lilja Hallgrímsdóttir, Þórdfs Ólöf Hallgri'msdóttir, Sigríður Ásta Hallgri'msdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR MEKKINÓSDÓTTIR, Skaftahlíð 15, Reykjavík, sem lést föstudaginn 3. janúar, verður Ásgeir Hannes Eiriksson, Valgerður Hjartardóttir, og barnabörn. jarðsungin frá Dómkirkjunni i dag, kl. 13.30. Eiríkur Ketilsson, Guðrún Birna Eiriksdóttir, Dagmar Jóhanna Eiriksdóttir þá formaður Sósíalistafélags Hafn- arfjarðar en hann var þá félagsmað- ur þar. Tókst þar með okkur gott samstarf sem varði í nokkur ár. Alexander var dugmikill félags- málamaður, framtakssamur og glöggur á bæði menn og málefni. Það var svo árið 1960 er rekstur skipasmíðastöðvarinnar Bátalóns hf. var í miklum blóma að ég hitti Alexander eftir nokkurt hlé. Kom fram að mig vantaði þá starfsmann í bókhaldsvinnu, og var það þá strax ákveðið að Alexander myndi taka því starfi. Eftir að við kvöddumst var ég mjög ánægður með þennan nýja starfsmann sem ég taldi mikið happ að fá til starfa. Reyndist það einnig svo. Alexander starfaði hjá Bátalóni hf. í rúm 20 ár og var einstaklega gott að starfa með honum. Hann var ráðagóður og var gott að hafa svo traustan starfsmann sem hann var, því mörg voru málin sem við þurfti að glíma. Var gott að leita til hans um ráð, og einnig að ræða stöðu fyrirtækisins og þau vanda- mál sem við þurfti að kljást. Á þess- um 20 árum bar aldrei skugga á okkar samstarf eða vináttu. Það er með þakklátum huga sem ég kveð hann og votta fjölskyldu hans sam- úð mína. Blessuð sé minning þessa góða manns. Þórbergur Ólafsson. Við andlát Alexanders Guðjóns- sonar á Alþýðubandalagið á bak að sjá einum sínum mætasta félaga. Alexander var einn af stofnend- um Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfírði, fylgdi Héðni Valde- marssyni við stofnun Sameiningar- flokks alþýðu-Sósíalistaflokksins og varð fyrsti formaður Alþýðubanda- lagsins í Hafnarfirði og þar með fyrsti formaður Alþýðubandalags- félags á landinu. Hann var ævinlega ötull baráttu- maður fyrir stjórnmálalegri einingu alþýðufólks og sameiningu samtaka þess og sagði m.a. í viðtali í blaði Alþýðubandalagsins í Hafnarfírði á 30 ára afmæli félagsins árið 1988: „Það hefur alltaf verið mín hugsjón að geta sameinað alþýðu þessa lands í einum öflugum flokki og hreyf- ingu. Fyrir mér hafa flokksnöfn ekki verið heilög, heldur hugsjónin.“ Baráttan fyrir þeim mannréttind- um, sem nú þykja sjálfsögð, var oft óvægin og hörð og kostaði ærnar fórnir en árangursins nýtur almenn- ingur í dag enda þótt ekki geri all- ir sér ljóst hveiju þurfti til að kosta. Um þá baráttu, sem háð var, sagði Alexander í fyrrgreindu viðtali: „Það væri ekki heiðarlegt annað en að segja að menn hafi náð ýmsu fram. Þrátt fyrir óskaplega sterka stöðu hægri aflanna á öllum svið- um, þá hefur verið hægt að knýja fram miklar breytingar með sam- stöðu og baráttu. Aður fyrr áttu atvinnurekendur mannskapinn eins og hvert annað verkfæri. Ég segi ekki að réttlætið sé orðið fullkomið, en ég fínn að ég og mín kynslóð hefur ekki puðað í pólitíkinni til einskis.“ Starf Alexanders og annarra hugsjónamanna hefur ekki verið til einskis unnið, og án efa hefur það glatt hann að nú að undanfömu hefur orðið æ öflugri krafan um að hugsjón hans um sameinaðan flokk félagshyggjufólks verði að raunveruleika. Alþýðubandalagsfólk í Hafnar- firði minnist Alexanders Guðjóns- sonar sem einstaks félaga. Hann umgekkst alla með sérstakri alúð og hlýju og yfir honum hvíldi ávallt sú tign og reisn sem var í samræmi við lífsstarf hans allt. Stjórn Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. Nú er elsku afi dáinn og farinn á fund ömmu. Okkur langaði til að skrifa nokkur orð til að minnast þeirra beggja. Alltaf var jafn gott að koma til afa og ömmu á Suður- brautinni. Það var ósjaldan sem okkar biðu pönnukökur á borðum sem amma hafði bakað og langar og góðar samræður við afa. Það var alveg sama hvað bar á góma, allt frá umræðum um pólitík eða nýjasta efnið í tölvuheiminum, alltaf var afi vel inní málum. Það var oft eins og maður stykki til baka í tím- anum. Þarna sast þú fyrir framan okkur og hafðir upplifað svo margt sem við vorum að læra í sögubókum í skóla og manni fannst vera úr grárri fornöld. Þú gerðir þetta ljós- lifandi fyrir okkur og gast gefið okkur nýja lífssýn á hlutina. Oft fann maður fyrir auðmýkt þegar þú sagðir hvernig lífið hefði verið í þá daga samanborið við okkar daga. Þú fékkst okkur virkilega til að hugsa um allt það sem við höfum í dag og hvað fólk hafði þá. Minnið þitt var alveg einstakt. Það sem þú hafðir lært í skóla sem barn, það mundir þú. Þú fékkst mann til að meta það hvers virði það er að læra. í þína daga var ekki sjálfsagt að börn fengju eins mikla menntun og börn í dag og sagðir þú okkur frá skólagöngu þinni sem fór að mestu leyti fram í farskóla. Það er alveg yndislegt að hafa fengið að upplifa frásagnir þínar af lífinu eins og það var og geymum við þessar minningar ávallt í bijóstum okkar. Það eru ófáar minningar sem tengjast þér og veiðimennskunni. Djúpavatn og Hlíðarvatn, og svo seinna meir Elliðaárnar, alltaf kem- ur þú upp í huga okkar þegar þess- + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR frá Ögurnesi, lést þriðjudaginn 31. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 15.00. Fyrir okkar hönd og annarra vanda- manna, Þórunn Dani'elsdóttir, Ármann Jóhannsson, Kolbrún Björnsdóttir, Gunnvant B. Ármannsson, Edda Bryndís Ármannsdóttir, Brandur Gunnvantsson. + Bróðir minn og frændi, SKÚLI EINARSSON, lést á heimili sínu, Giljaseli 7, þann 6. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Þórðardóttir, Erla Þórðar. ir staðir eru nefndir. Alltaf hægt að leita til þín um það hvar best væri að veiða, hvar líklegast væri að fá físk. Og núna seinni árin, þó svo að þið ættuð ekki eins heiman- gengt og áður, fylgdist þú alltaf með. Það var gaman að koma til þín áður en farið var í veiði og fá upplýsingar um heillavænlegustu veiðistaðina. Við kveðjum ykkur með sorg í hjarta en minningar um ykkur eiga ávallt eftir að ylja hjarta okkar. Minning ykkar mun lifa með okkur um aldur og ævi. Elsku mamma, Hulda og Allý. Þið hafið misst mik- ið, megið þið finna styrk í sorginni. Meðalsnotr skyli manna hverr, æva til snotr sé; þeim er fyrða fegrst at lifa, er vel margt vitu. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Hávamál) Alexander, Ágústa, Júlía, Orri, Halla, Gísli og Karl Ásgrímur. Elsku afi, okkur langar að skrifa þér nokkur orð. Við viljum fá að þakka þér fyrir þær dýrmætu stundir sem við fengum með þér. Allir veiðitúramir hvort sem farið var í Hauku, Hlíðarvatn eða Djúpa- vatn, alltaf var jafn gaman og minn- ist maður nú að alltaf var hægt að koma til þin og fá leiðbeiningar hjá þér um hvernig ætti að bera sig að við að reyna að fá þann stóra og kemur sú leiðsögn manni að miklu gagni í dag. Á jólum, í afmæl- um og öðrum fjölskylduboðum hafði maður alltaf jafn gaman af þeim frásögnum sem þú hafðir fram að færa um lífíð og tilveruna eða frá því þú varst ungur maður og að byija lífsbaráttuna og maður vissi að þú hafðir lent í ýmsu um dag- ana. Elsku afí, þú vissir vel hvað ég og Rósa urðum þakklát fyrir að hafa eignast dóttur á afmælisdegi þínum er þú varst níræður. Þessi merkisdagur mun alla tíð heiðra minningu þína. Við vitum að nú hefur amma tekið þér opnum örm- um í ríki guðs sem paradís er. „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins." (Jóhannes 8.12.) Hörður og Rósa. Kveðja frá Barðstrend- ingafélaginu Þegar staðið er yfír moldum Alex- anders Guðjónssonar vill Barðstrénd- ingafélagð koma á framfæri þakk- læti sínu til þessa góða félaga. Alex- ander var einn af stofnendum Barð- strendingafélagsins og traustur liðs- maður þess alla tíð. Hann sat í stjórn félagsins um hartnær aldarfjórðungs skeið og tók við formennsku í því að Jóni Hákonarsyni látnum, sumar- ið 1952 og gegndi formennsku þar til í janúar 1956. Eftir það var hann lengi í stjóm félagsins og oft varafor- maður. Ymsum fleiri störfum gegndi hann fyrir félagið m.a. átti hann dijúgan þátt í uppbyggingunni í Bjarkalundi og Flókalundi. Sumarið 1961 störfuðu hann og Júlía kona hans í Bjarkalundi. Eins og áður sagði var Alexand- er traustur liðsmaður félagsins og fáar munu þær samkomur hafa verið á fyrsta aldarfjórðungi félags- ins, sem þau hjón ekki sóttu. Þegar Alexander hætti stjórnar- störfum í félaginu var hann gerður að heiðursfélaga þess. Sigrún Júlía Siguijónsdóttir, kona Alexanders, lést í október sl. Barðstrendingafélagið vill hér með færa þessum heiðurshjónum þakklæti sitt og hinstu kveðju og vottar dætrum þeirra og öðru venslafólki dýpstu samúð. Barðstrendingafélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.